Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 10
B I L A R Hvor er betri Brúnn eða Rauður? Pontiac Grand Prix og Citro- én XM bornir saman í bílaiðnaðinum er ekki hægt með góðu móti að bera saman annað en það sem er á sama verði. Nógir eru kostirnir þar. Hér verða bornir saman tveir vandaðir fólks- bílar, hvorttveggja glæsilegir kostagripir, en afar óh'kir: Pontiac Grand Prix (frambo- rið gran prí) frá General Motors í Banda- ríkjunum og hinsvegar Citroen XM, flagg- skip Citroén frá Peugeot-Citroén samsteyp- unni í Frakklandi. Þessari gerð Citroén var hleypt af stokkum í marz 1989 og var kjör- inn „Bíll ársins" í Evrópu þá, en 91-árgerð- in af Grand Prix telst vera nýr bíll. Það er auk þess nýtt, að hægt sé að bjóða vel búinn amerískan bíl á tiltölulega góðu verði. Á móti því kemur, að Globus hefur fengið góða verðlækkun á Citroén XM. Pontiac er um 80 kg þyngri og aðeins stærri að utan- máli: 4.95 á lengd, 1.82 á breidd og eigin þyngd er 1470 kg. Citroén er 4.7lm á lengd, 1.79m á breidd og þyngdin er 1390 kg. Þrátt fyrir minna utanmál, hefur Citro- én greinilegan vinning hvað innanrými áhrærir. Bílarnir sem reyndir voru, eru báð- ir með sjálfskiptingu, en allmiklu munar á vélarafli, þar sem Pontiac er með 3,1 lítra, 6 strokka vél með beinni innspýtingu sem gefur 141 hestafl. Citroén XM fæst að vísu með 3 líta, 6 stokka vél, en verður þá um það bil 800 þús. krónum dýrari. Svona fár- ánlega virka þau tollaákvæði, sem við búum við. Sá sem hér var reyndur er með 4 strokka, 2 líta, 130 hestafla vél. En þannig eru þessir tveir bílar sambærilegir í verði. Pontiac Grand Prix LE kostar kr. 2. 344.000 kominn á götuna, en Citroén XM kostar kominn á götuna 2.399. Hönnun að utan og innan Citroén XM er hannaður af Pininfarina, hinum fræga, ítalska bílahönnuði og raunar talinn eitt af meistaraverkum hans. Hann Citroea XM: Hönnun í hágæðaflokki og hefur ekki lagt áherzlu á kraftalegan svip, heldur fínlegan og rennilegan. Með því að teygja yfirbygginguna langt aftur á skottið fæst sérstætt útlit og aukið innra rými. Bíllinn er og afar vel teiknaður að innan, en mér hefði samt þótt fara betur á sveigð- ari línum í mælaborðinu; þar koma saman of mörg köntuð form, sem ríma ekki alveg við bílinn að öðru leyti. Sætin eru frábær- lega góð, setan nægilega löng, góður hliðar- stuðningur og mikið fótarými. Afturí er það jafnvel ennþá meira og þar eru í raun tvö lúxussæti með armhvílu á milli. Skyggnið yfír mælaborðinu bregður stundum full miklum skugga á mælana og það er til óþæginda að hafa ekki ljós til að sýna hvar sjálfskiptingin er stödd. Þegar á heildina er litið, er þetta samt glæsilega teiknaður bíll og fyrir útlitið fær hann hærri einkunn en keppinauturinn. Pontiac Grand Prix er að sumu leyti mjög vel hannaður, en það eru veikir punktar í útlitinu. Það hefur tekizt vel að framan en eitthvað er við bílinn aftanverðan, sem ekki gengur sem bezt upp. Útlitið er fremur sterklegt en rennilegt og hann leynir stærð- inni. Að innan ber hönnunin vott um vöndun og íburð. Sætin eru gerð sportleg með form- mótun, sem veitir mjög góðan hliðarstuðn- geysimikið innra rými. ing, en mættu kannski vera ögn mýkri. Útsýnið úr ökumannssætinu er mjög traust- vekjandi; þykkar og voldugar hurðir eins og í gamla daga, sum stjórntækin í „klösum“ sín hvorum megin við stýrið (eins og mig minnir að Citroén hafi fyrst komið með), en heildaráhrifin minna miklu meira á Mercedes Benz 300 og BMW 520 en venju- legan, amerískan bíl. Líkt og í þýzku bílun- um hefur maður á tilflnningunni að vera brynvarinn og það er góð tilfínning að vera með allt þetta svera járn í kringum sig og líklega heilmikil vöm, ef eitthvað bæri útaf. Allur þessi efnismassi er vel formaður og frágangurinn góður. Aftur á móti líkar mér ekki blikkhljóðið, þegar hurðir eru látnar aftur. Það er ekki alveg í góðu lagi á Citro- én heldur, en aðeins skárra. Bflar í þessum gæða- og verðflokki ættu að þessu leyti geta keppt við t.d. Mitsubishi Galant, sem kostar heilli milljón minna. En svo virðist ekki vera. Búnaður og tæknileg atriði Þetta eru vel búnir bílar eri höfuðkostir þeirra eru sitt á hvoru sviði. Citroén er með tölvustýrðri loft- og vökvafjöðmn, sem „les“ ójöfnur á veginum og býr afturhjólin undir það sem framhjólin fara yfir. Það er hægt að hækka hann og lækka eins og löngum áður, en nú er þar að auki hægt að velja um þrjár stillingar á fjöðruninni; gera hana stífari með því að stilla á „sport“, þegar lagt er í hraðbrautaakstur á miklum hraða. Þetta er einfaldlega háþróaðasta fjöðrunar- kerfi, sem til er og hefur verið stórbætt með því, að nú er ekkert rugg eða vagg á bílnum eins og var á gamla DS-bflnum. Nú er allt stabflt og bíllinn er mjög staðfastur í rásinni. Fyrir fjöðrunarbúnaðinn fær hann einfaldlega hæstu einkunn. Pontiac Grand Prix er líka með góða fjöðr- un vegna þess að bíllinn er nægilega þung- ur og stór til þess að eyða öllum smáhreyf- ingum. En það er bara venjuleg fjöðrun. Það er hinsvegar undir vélarhlífinni, sem hjartað slær. Það slær af krafti, en samt mjúklega og óstressað. Vélin er prýði þessa bíls, enda þrigga lítra eins og þarf að vera í bfl af þessari stærð. Hlutföllin í sjálfskipt- um gírkassanum eru þannig, að hámarks- hraðinn verður ekki nema 180 km á klst. sem ætti að vera hveijum manni nóg, en í staðinn gefst kraftmikið viðbragð. Um töluna í hundraðið veit ég þó ekki; Kanar eru alveg hættir að gefa hana upp. Hér hefur Pontiac verulega yfirburði yfir Citroén með sína 2 lítra, 4 strokka vél, sem er bæði of hávaðasöm og of slöpp til að ríma við bílinn að öðru leyti. Það heyrist of mikið í henni strax í hægagangi og það er líka of mikill titringur frá henni. Hvort- tveggja á að vera óþarft. En með þessari fjögurra strokka vél gefst þó æði mörgum tækifæri á að kaupa bílinn, sem annars ættu enga möguleika á því, svo það er frem- ur lofsvert að hafa þann valkost. Til fulls nýtur bíllinn sín þó ekki nema með 6 strokka vélinni, sem kemur honum í hundraðið á 7,8 sek. Með 4 strokka vélinni eru það 9,6 sek samkvæmt bæklingi frá verksmiðjunni. En mér þykir það afar ósennileg tala og trúi betur svissnesku bflabókinni, Revue Automobile, sem gefur upp 11,5 sek og 11,9 með sjálfskiptingu. Báðir eru bflarnir með ABS-hemlakerfi. Staðalbúnaður í Citroén XM er m.a. út- varp (stjórntakkar á stýrinu) með 6 hátölur- um, stafrænn upplýsinga- og aðvörunar- skjár, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrð samlæsing á hurðum, rafstýrðar stillingar á framsætum og hæðarstilling á öryggis- beltum. Hann er með vökva- og veltistýri, sérstillingu á hita fyrir farþega, upphituð sæti og álfelgur fyrir utan það sem áður hefur verið nefnt; hina tölvustýrðu vökva- fjöðrun og stillanlega hæð. Sjálfskiptingin er með í þessu verði, en leðurklæðning er hinsvegar aukabúnaður og kostar 170 þús- und. Pontiac Grand Prix STE skartar sem staðalbúnaði útvarpi með stjómtökkum á stýrismiðju, sérstaklega formuðum sport- sætum með rafstillingu. Sjálfskipting er staðalbúnaður og á STE-gerðinni er viðvö- runar- og upplýsingaskjár framanvert við skiptistöngina, þar sem hægt er að ganga úr skugga um ástandið á hinum ýmsu kerf- MITSUBISHI SIGMA væntanlegur í næstu viku Sigma frá Mitsubishi heitir hinn nýi glæsivagn sem umboðið á íslandi, Hekla hf., kynnir hér á næstunni en Sigma er nú fmmsýndur í hverju landinu á fætur öðm. Sigma er flaggskipið frá Mitsubishi, ríkulega búinn fólksbíll með framdrifi og er í flokki stórra bfla. Hann var kynntur norskum blaðamönnum í nágrenni Osló í byijun vikunnar og fengu íslenskir blaðamenn að fljóta með í þeirri kynningu. Hér á eftir fer lýsing og hugrenningar eftir þau kynni. Nefna má strax að þyki einhveij- um verðið hátt, það verður um 2,7 milljónir króna, getur hann huggað sig við það að í Noregi kostar Sigma milli 4 og 5 milljónir íslenskra króna. En lítum á það sem Sigma hefur að bjóða. MÖRG ÖRYGGISATRIÐI Við hönnun hefur verið lögð mikil áhersla á öryggi og hafa farið fram margar tilraunir og margs konar rannsóknir varðandi hegðan og útkomu bílsins í árekstrum. Við árekstur á allt að 50 km hraða eiga hvort heldur fram- eða afturendinn að krumpast verulega saman og taka á sig mesta höggið sem dregur úr líkum á því að farþegar slasist. Öryggisbelti og loftpúði gera sitt og til varnar við hliðar- högg hafa sérstakir bitar verið settir í hurðir. Sigma er búinn hemlalæsivörn og hann býður líka upp á sérstaka eiginleika varðandi meðferð bílsins til dæmis í hálku. Það er svokölluð spyrnustýring (traction control system) sem hefur þá eiginleika að koma í veg fyrir að bíllinn spóli þótt gefið sé hraust- lega inn. Þannig er náð hámarksspymu og eðlilegri hröðun og eltistýring eða trace con- Mitsubishi Sigma er vænt- anlegur til lands í na viku. Búnaður er ríkulegur og allt sem hugs- ast getur er rafknúið. Glæsilegur Mitsubishi Sigma er glæsilegur á velli og má segja að ytra útlit hans gefi strax til kynna að hér sé á ferðinni álitlegur bfll. Það sést strax að þetta er meira en rúmlega meðalstór bíll og reynt hefur verið að gefa til kynna í útliti það sem bíllinn býður upp á í aksturseiginleigum, sem eru einkanlega röskleiki, rásfesta og síðan gott rými. Lengd hans er 4,75 m, breiddin 1,77 m og hæðin 1,43 m. Sigma situr nokkuð láréttur á vegi, þ.e. hann hefur ekki þessa rísandi línu sem ein- kennir svo marga bíla í dag. Framendinn er svo til láréttur og má segja að hann minni fljótt á litið örlítið á BMW en afturendinn sver sig hins vegar í Mitsubishi ættina. Ann- ars hefur Sigma sitt sérstaka útlit og það þarf ekki að líkja honum við neinn annan bíi. Framstuðari er áberandi og ofan við hann er vatnskassahlífin einnig áberandi með fínlegum aðalljóskerum. Afturendinn rís nokkru hærra en framendinn og allur ber bíllinn þess merki að hann kljúfi loftið með lítilli fyrirhöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.