Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 2
Brýrnar í Leníngrad I Ómur gerræðisins Púshkínstræti, einni af mörgum hliðargötum er ganga út frá verslunargötunni Névsky Prospekt, stendur forláta myndastytta af Alexander Púshkín. Eirlíkne- skið horfir fráneygt fram véginn, svipmótið úfið en þó skín festa úr andlitinu líkt og refsi- vöndurinn „Blindir á eðli mannlegrar tilveru töldu þeir manninn einan ákeða örlög sín og andleg forsjá sem ekki laut biskupunum, var einskis virði.“ Eftir ÞORVARÐ HJÁLMARSSON sé enn á lofti, lifi enn í orðunum sem fyrir- mynd styttunnar lét eftir sig. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þeirra orða, einkum þeirra er hann reit í bréfí um hlutverk rússnesku þjóðarinnar, þar sem hann freistar þess að höndla og skilgreina sjálft megininntakið í veru og vitund, menn- ingu og sögu þjóðar sinnar. Hlutverkið taldi hann vera allt að því guðdómlegt, þjóðin hefði frá upphafi reynst.vera sá skjöldur er varði kristna menningu Evrópu frá því hlut- skipti að troðast undir og verða ánauð að bráð í framrás Mongólanna, veitt þá vörn er dugði gegn Tyrkjaveldi og stöðvað yfir- gang ógnvaldsins Napóleons Bonaparte. Ef Alexander Púshkín stikaði enn um götur Leníngrad, sínum stuttu og óþreyjufullu skrefum, myndi hann sjálfsagt bæta við upp- talningu sína frækilegri vörn íbúa borgarinn- ar gégn vítisvélum og óþverrabrögðum þeirr- ar ófreskju er sótti Sovétríkin heim í gervi þýska hersins í öðru heimsstríði þessarar guðlausu aldar. Þar sótti líkur líkan heim því þá réði hús- um í Kreml, fjallaskarfurinn sjálfur og skegg hans o g hugsun iðaði af ágangi lúsa. Hugleið- ingar Aiexanders greyptu sig inn í hjarta þjóðar hans, ljóst er af viðræðum við fólk á götum úti að þessi hugmynd lifir enn góðu lífi og í raun er það ekki undarlegt að þjóð sem bannað hefur verið að ástunda átrúnað sinn, skilji eðli hans svo vel og skynji án allra blekkinga rætur menningar sinnar. Hvað sem öðru líður þá hefur þessi þjóð fengið að reyna óþyrmilega í lífi sínu kenn- ingar þær er settar voru saman af Evrópu- mönnum sem bjuggu víðsíjarri henni og við vaxandi iðnþróun Mið-Evrópu, kjör þjóða þessara manna, þó ill væru, jöfnuðust ekki á við afarkjör þau er rússneska alþýða sætti undir jámhæl Keisaraveldisins. Kenningarnar þessar voru böm síns tíma, sprottnar af nýliðinni Upplýsingaöld og urðu til 1 uniróti nítjándu aldarinnar þegar menn vöknuðu til vitundar um þjóðfélagslega stöðu sína og vísindahyggjan og dæmalaus sjálfs- hyggja, ofurtrú á mætti mannsins festi sig í sessi í vestrænum hugmyndaheimi og iifir þar reyndar góðu lífi enn. Hugmynd um að maðurinn væri upphaf og endir allra hluta og allir mælikvarðar sem gilda ættu um lífið og veröldina, skyldu ein- ungis ákvarðast af notum mannsins fýrir þá. Kenningar mótaðar af mönnum sem þekktu ekki hugtök eins og rányrkju á auð- lindum jarðarinnar, álitu að skipting á verald- legum gæðum myndi tryggja jöfnuð manna í millum, afræktu allar þær eigindir manns- ins sem lutu að skilningi hans og spurnum um eðli og tilgang veru sinnar. Kenningar mótaðar af mönnum sem í raun litu á mann- inn sem siðmenntað dýr sem fært væri að hefja til hásætis og valda án þess að spyija nokkru sinni af hvaða rót siðmenntun manns- ins væri til komin. Blindir á eðli mannlegrar tilveru töldu þeir manninn einan ákveða örlög sín og and- leg forsjá sem ekki laut tilskipunum, var einskis virði. Dýrin hópuðu sig saman og tilnefndu einn af sauðahúsi sínu í valdastólinn, eftir sat alþýðan og þeir menn er trúðu á mátt hug- sjónanna og voru reiðubúnir til þess að ganga út í rauðan dauðann undir merkjum nýrrar aldar sem þeir töldu sig sjá bjarma fyrir, rísa yfir fjallsbrúnunum. Enn var iðjusemi og þolgæði sannleiksieit- andans svívirt, illskuverkin hulin þagnar- hjúpi, fyririitningaæðið magnaðist sem sinu- eldur. Þetta var öld hins sterka sem þorði, hik- aði ekki við að svíkja samvisku og meðbræð- ur sína, sveifst einskis í því skyni að halda nýfengnum völdum. Bylting öreiganna heppnaðist, eftir stóðu öreigarnir snauðari, varnarlausari gegn grimmdaræðinu en nokkru sinni fyrr. Það þurfti sterk bein til þess að lifa af þá ógnaröld er gekk yfir Sovét- ríkin, sterk bein eða smjaðrandi tungutak og það tungutak áttu þau ekki til skáldsystk- in Alexanders Púshkíns um gjörvöll Sovétrík- in er risu upp til varnar lífinu gegn því dauðadái sem ríkti. Sum þeirra guldu fyrir það með lífi sínu. Osip Mandelstamm dó á leið í þrælkunar- búðir í Síberíu, Marína Tsvétajeva heimsborg- arinn, batt enda á líf sitt, örsnauð og einangr- uð í smáþorpinu Jelabuga, grúsíska skáldið Paolo Jashvíli, sem Boris Pasternak skrifar svo hlýlega um, varð fórnarlamb æðisins og fleiri og fleiri. .. Sjálfur sætti Boris Pasternak ofsóknum af völdum taglhnýtinga lyginnar og Anna Akhmatova ráfaði um götur Leníngrad, árum saman, hungruð og klæðlítil hundelt af gæð- ingum leynilögreglunnar. Þannig háttaði til í ríki kenninganna, fyrir- myndarríkið sjálft sem reist var af hreinni rökvísi, skynsemishyggju sem átti engar rætur aðrar en eigið hlutbundna kenningar- kerfi, þoidi ekki þann sannleika sem skáld- skapurinn hafði til að bera og flytja. Hugsun fyrirmyndarríkisins átti sér upp- haf og endi í eigin réttlætingu, réttlætingu sem leitaði engra svara utan sinnar eigin sannfæringai; og stóð nakin eins og höggvið tré og starði sjónlausum augum myndastytt- unnar út í tómið. Ekki veit ég hve lengi stytta þessi af Alex- ander Fúshkín hefur heyrt óm gerræðisins sem geysað hefur í kringum hana, hvenær hún var reist veit ég ekki og stytturnar af skáldinu eru margar í Leníngrad nútímans. En mér er ljóst að orð hans geyma einn skilninginn á leyndardómum þjóðarinnar og eru enn þann dag í dag áleitin og það mátt- ug að gæslumönnum valdsins hefur reynst það ógerlegt að bijóta þau á bak aftur og beygja þau í svörðinn. Ef til vill er þessu sögulega hlutverki' ekki lokið, ef til vill býður það þeirra þjóða er nú mynda Sovétríkin enn á ný það hlutskipti að veita Evrópu vörn gegn ófriðarblikum í Austurlöndum nær. Höfundur „Spámannsins", og „Grænu eik- arinnar" stendur á stalli sínum í Púshkín- stræti, orð hans æða sem stormsveipur um steppurnar, hvíla sem höfgi yfir húsaþökum borganna, tifa í skógarkliðnuin, staðnaemast og svífa yfir vötnunum og verða langt að komnum mönnum nú sem fyrr, ein þeirra brúa sem ganga verður á yfir Nevu, freisti það aðkomumenn að öðlast skilning á sögu þessa lands, harmi þess, auðlegð og sárum. Alexander Púshkín ÞÓRDÍS RÖGNVALDSDÓTTIR í skugga Persaflóa- deilunnar 28.8.1990 Ég geng út í hlýjan blæinn sól á vanga eftir skúr fjöllin skarta bláu hann hljómar nú aftur djúpi strengurinn kvíðinn þokar um set Kannske verða aftur greiddir lokkar við Galtará. Annir Hjartað í mér er út í garði þar liggur það í grasinu og slær stundum skríður snigill yfir það stundum stinga rósaþyrnarnir það til blóðs ég tek vaiia eftir því ég hef svo mikið að gera hér inni í svo mörg horn að líta. Heimkoma Það er ég sem kem gangandi yfir hæðirn- ar í dagrenningu blaut í fæturna af næturdögginni með marhálm í hárinu og grein af olíuvið í hendinni. Höfundur er myndlistamaður. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka Hófatak Vetrarlangt hef ég á vökustundum heyrt hófatak úti fyrir. Hver var þar á ferð á hreggbörðum hesti um harðfenni? Hvergi fæst svar en hvell högg heyrast á hjarni og hófatakið hverfur um leið. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.