Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 3
TggPáW M ® ® \a\ g] 0 H E |*l [g ffl [H H ® Útgefandi: Hf. Árvakur_ Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan Fyrir tveimur dögum opnaði Baltasar málverkasýn- ingu í Hafnarborg. Þar á meðal eru nokkur mál- verk, sum geysistór, sem hann sendi á sýningu í Boston í Bandaríkjunum á síðasta ári. Á sýning- unni eru einnig tvö málverk, sem Juan Carlos I Spánarkonungur pantaði hjá honum í íslandsför sinni. Annað þeirra er prentað á forsíðunni: „Hug- inn ogMuninn yfir Snæfellsjökli", 183x146 sm, unnin með blandaðri tækni. Sú mynd er ætluð Sofiu drottningu, sem sýndi Snæfellsjökli sérstakan áhuga. Huginn og Muninn voru sem kunnugt er hrafnar Óðins. Evrópa var meira og minna í rústum 1946, þegar Lúðvíg Guðmundsson, þekktur sem skólastjóri Handíða- og myndlistarskólans, fór þar um á vegum Rauða Krossi íslands og með honum í för var Knut Skad- hauge, sem býr í Danmörku og hefur sent Lesbók frásögn með myndum úr þessari för um hina stríðshijáðu Evrópu. Súrrealisminn blómstraði sem hreyfing á fremur stuttu tímabili í Frakklandi og víðar í Evrópu og um tíma varð til hreyfing danskra súrrealista og verk þeirra eru nú sýnd í Listasafni íslands. Á sama tima var hópur íslenzkra listamanna í Kaupmannahöfn, bæði við nám og starfandi, en hvernig sem á því stendur, varð aldrei til nein íslenzk hreyfing af þessu tagi. HJÁLMAR JÓNSSON Sálarskipið Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó eg slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléhorðið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan víst inn sér um miðskip hellir. Bítur mér fyrir nesin naum, í Naustavík hjálpar hvergi, óláns því hrekst í stríðan straum og steyti á smánarbergi. Sundur þá leysir feigðar flök og festir í jarðar iðri, eitthvað burt flæmist öndin slök, illverka reifuð fiðri. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Hjálmar Jónsson, f. á Hallandi við Eyjafjörð 1796, d. í beitarhúsum frá Brekku í Skagafirði 1875, ólst upp í Eyjafirði en bjó síðan í Bólu í Blönduhlíð um tíma og löngum kenndur við þann bæ. Hjálmar bjó við mikla fátækt, átti í útistöð- um við nágranna og sveitunga og varð ekki sízt frægur fyrir beittar niðvísur. Sem skáld er hann meistari samlíkinga svo sem Ijóðið að ofan ber með sér. B B Höfum við fengið lakara mannlíf í skiptum fyrir þægindi? Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Jónas Hallgrímsson Efalaust hefur margt breyzt til. batnaðar í íslenzku samfélagi síðan Jónas orti hinar fleygu ljóðlínur. En fyrir tvö skref áfram hefur ugg- laust annað veifið verið tekið eitt skref afturá- bak. Við sjáum þetta betur þegar litið er aftur í tímann; á líðandi stund er mun vanda- samara að sjá, hvað er í framför og hvort eitthvað hafi jafnvel verið skárra þegar litið er um öxl. Með breytingunni frá bændasamfélagi til bæja- og borgarsamfélags, hefur allskonar tækni gert okkur lífíð þægilegra og sum- part miklu skemmtilegra. En á móti hefur kannski hallað á mannlegu hliðina. Það var miklu auðveldara að ala upp börn - og líklega mun betra að vera barn - á meðan stórfjöl- skyldan með afann og ömmuna, jafnvel lan- gafa og langömmu, var saman á einu heim- ili. Gæzluvellirnir og dagheimilin eru góðra gjalda verð og nauðsynlegar stofnanir í þessu nútíma samfélagi, en ekkert slíkt kemur í staðinn fyrir það samband, sem oft varð á heimilum milli barnanna annarsvegar og elztu kynslóðarinnar hinsvegar. Á mölinni eru afarnir og ömmurnar að hokra sér í íbúðarholum; kannski komin í þjónustuíbúð eða á elliheimili. Þar er lítið við að vera, ef heilsa og þrek leyfa eitt- hvert bardúss. Það hafa oft verið erfið tíma- mót að þurfa að hætta að vinna og komast á eftirlaun. Vélar sem ekki eru settar í gang, verða fljótlega ógangfærar og eins er um menn. Þótt þetta fólk búi í ólíkt vist- legri húsakynnum en fyrrum og geti kannski haft ofan af fyrir sér með imbakassanum á kvöldin, þá er breytingin frá mannlegu sjón- armiði til hins verra. í sveitum hafa kynslóðaskipti löngum haft eðlilegan gang. Þegar sonur eða dóttir voru tilbúin til að taka við búi, fóru foreldr- arnir „í hornið“ eins og það var nefnt. Þau héldu kannski áfram að eiga kindur og unnu að öðru leyti eitthvað fyrir búskapinn og heimilið eftir því sem þrekið entist. Lífið hélt áfram að hafa tilgang. Því hefur verið haldið fram, að streytan sé nútíma fyrirbæri, sem hafi bara ekki verið til forðum daga. Slíkar ágizkanir eru bornar fram af nokkrum ókunnugleika. Það var að vísu ekki kapphlaup við klukkuna í sama mæli og hjá nútíma borgarbúum. En er hægt að ímynáa sér, að það hafi verið afslappað og streytulaust ástand, þegar grasleysisár komu, eða þegar harðindi stóðu framá vor og stabbinn í hlöðunni minnkaði ískyggilega dag frá degi? Eða halda menn að ekki hafi verið stressandi að stunda sjó og berjast. við langvarandi gæftaleysi? Eldri kynslóðin sem að mestu hefur lokið hlutverki sínu, hefur fengið viss þægindi í skiptum fyrir auðugra heimilislíf með börn- um og barnabörnum. Það er samt ekki góð breyting, ekki góð skipti. Húsmæður í sveit búa nú við sömu heimilistæki og þægindi og annarsstaðar. Ég hygg að líf þeirra sé á ýmsan hátt auðveldara en áður var. Hús- mæður í kaupstöðum hafa aftur á móti hlot- ið þá blessun að geta unnið allan vinnudag- inn utan heimilis og eiga svo æði margar allt ógert heima, þegar þangað kemur. Á alltof mörgum þeirra hvílir gífurlegt vinnuá- lag og þessi breyting er því aðeins til bóta, að allir á heimilinu geti sameiginlega unnið að því, sem þar þarf að gera. Á því er þó verulegur misbrestur. Nú er hvorttveggja, að fjárhagur heimil- anna leyfir naumast að húsmóðirin sé ein- ungis heimavinnandi, og eins hitt, að konur eru afskaplega duglegar og kjósa vinnuálag fremur en þægilegra líf á heimilinu. En þetta álag og þreytan sem af því vex, hefur leitt af sér brotin heimili og splundrað hjóna- böndum. Börn fara kannski verst út úr slíku og afleiðingarnar sjáum við í allskonar sam- skiptaörðugleikum, einelti, fólskuverkum og ofbeldishneigð. Enn höfum við fengið óham- ingju og lakara mannlíf í skiptum fyrir eitt- hvað annað. í samanburði á því sem var og er, hættir manni til að mála skrattann á végginn. Vitaskuld er margt stórum betra, en við veitum því ekki eftirtekt; það eru orðin hversdagsleg fyrirbæri og sjálfsögð. Heil- brigðiskerfið er til dæmis mannað færari sérfræðingum, sem þar að auki styðjast við bætta tækni og betri lyf. Fyrir daga súlfaly- fjanna, sem komu einhverntíma á strísárun- um, hrundu menn á bezta aldri niður úr lungnabólgu. Eitthvað vantar þó uppá að þetta kerfi okkar sé nægilega gott. Til dæmis vantar allsheijar eftirlitsstöð, þar hver einasti maður og kona yfir fertugt færu í skylduskoðun. Fyrst árleg skoðun á bílum þykir nauðsynleg, er næsta furðulegt að minni áherzla sé lögð á mannlega heil- brigði. Eftir innanbúðarmanni í heilbrigði- skerfínu er haft: „Þetta kerfi er gott ef maður hefur þar persónuleg sambönd. En það getur verið snúið og alltof seinvirkt fyrir venjulegan Meðal-Jón að ná fundi sér- fræðings“. Því miður er þetta líklega rétt. Við borðum margfalt fjölbreyttari mat en áður, en kannski ekki að sama skapi hollari. Ruslfæði eftir vinsælli, amerískri formúlu, hefur náð fótfestu hér og svo er það séríslenzkt fyrirbæri, sem margir er- lendir gestir reka augun í, að fjöldi fólks kaupir beinlínis í matinn úti í sjoppu; næ- rist á sælgæti og gosdrykkjasulli. Á hinn bóginn stækkar sá hópur sífellt, sem leitar eftir heilnæmri fæðu. Þótt gott sé að smakka svið, harðfisk og súrt slátur, var fábreytnin og hugmyndaskorturinn í íslenzkri matar- gerð með ólíkindum; endalaus saltfískur eða saltket og soðnar kartöflur með. Matarkúlt- úrinn gat ekki annað en batnað; framfarirn- ar þar eru lofsverðar. Ekkert hefur þó líklega tekið öðrum eins framförum og samgöngumálin. Þar verður ekki sagt um neitt að það hafi verið betra áður. Flugsamgöngurnar hafa beinlínis fært ísland á annan stað á hnettinum og munur- inn á vegakerfinu frá því fyrir 25 árum er gífurlegur. Bílarnir eru líka mun öruggari farartæki en fyrrum; aksturseiginleikar þeirra gerbreyttir til bóta. Þrátt fyrir slímsetur á skólabekkjum er vafamál að almenn þekking ungs fólks hafi tekið framförum síðan um miðja öldina. Að vísu er margfalt stærri hluti með stúdents- próf, en úr Háskólanum hafa oft heyrst raddir um að þangað komi illa undirbúið fólk úr menntaskólunum. Sumir hafa talað um beina afturför og nú er ólæsi nýtt fyrir- bæri. Ekki er auðvelt að meta hvort almennur heiðarleiki sé á undanhaldi; ég hef þó þá tilfínningu að svo sé ekki. Stundum er sagt að áður fyrr hafí vilyrði verið sama og lof- orð og að munnlegir samningar hafi þá verið jafn góðir og skriflegir. Eg hygg að of mikið sé gert úr þessu; skúrkar hafa allt- af verið til og í nútímanum eru flestir sam- borgaranna sem betur fer strangheiðarlegt fólk, sem ekki má vamm sitt vita. Fornt spakmæli segir, að tækifærin geri menn að þjófum. Allskonar tækifæri til að hafa rangt við og hygla sjálfum sér eru vitaskuld marg,- föld í nútíma þjóðfélagi hjá því sem var áður. Það reynir á siðferðissstyrkinn hjá öllum þeim, sem hafa aðstöðu og völd og langflestir standast það próf. Ef hægt er að tala um niðurstöðu af þessum vangaveltum, þá gæti hún verið sú, að við höfum 'stigið skref afturábak í sam- bandi við fjölskyldulíf, gamalt fólk og börn, en að flest önnur skref hafi þokað okkur áfram. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.