Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 13
ímyndin: grænblátt haf, hvítar strendur, orkideur og sólbakaðað „þjónustubros“. FLUGLEIDIR £BBB FERÐ4BJJÐ LESBÓKAR FLUGLEIDIR SUÐLÆGA SOLAR- EYJAN JAMAICA Nýr áfangastaður í Karíbahafi TIL SKAMMS tíma hefur Suður-Ameríka og Karíbahaf verið fjar- lægur, óþekktur heimshluti fyrir íslenska ferðamenn. En nú opnast þarna nýir áfangastaðir hver af öðrum. Nýlega var hér sendinefnd frá Jamaica til að kynna þessa sólareyju í Karíbahafi og til að gera samninga við Flugleiðir um flugfargjöld. Við, í boði á Jamaica-kynningu, settumst inn í bíósal og á tjaldinu birtist pálmaströnd með hvítum sandi, blágrænn og tær hafflötur, regnskógur með hitamistri, litauðgi í gróðri og dýralífi ímynd okkar, íbúa norðlægrar heimskautaeyjar, um paradís á jörð. Og hótelbygg- ingar yfirmáta glæsilegar, gjarnan í viktoríönskum stíl sem minnir á yfirráðatíma Breta. En getum við treyst þessum glansmyndum? Karíbahaf - leikvöllur ferðamannsins Til skamms tíma var Karíbahaf leikvöllur ríkra Bandaríkjamanna, en Evrópubúar eru mikið farnir að sækja í þessa paradís férðamanna. Á Flórída byggjast skemmtigarð- arnir upp hver af öðrum þar sem gestir geta gengið inn í ævintýra og gerviheim kvikmyndanna. Og í útjaðri garðanna eru risavaxin hót- el. _ í Mexíkó er stöðugt verið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn og þar opnast nýir baðstrandarbæir hver af öðrum. Ennþá gætir þar áhrifa frá nýlendutíma Spánverja og áhugavert að skoða fornminjar inkanna. Og um hafflötinn lóna tröllaukin skemmtiferðaskip sem gleypa í sig aragrúa af ferðamönn- um. Um borð er allt innifalið, nema áfengir drykkir. Farþegar af lysti- skipum koma eina dagstund á eyj- arnar til að baða sig á ströndinni, kannski versla ofurlítið og skoða sig um. Á Jamaica er „það besta innifalið“ Það liggur í augum uppi að sam- keppnin um ferðamennina þarna er gífurleg. Auglýsingar í banda- rískum ferðablöðum sýna vel í hvetju eyjarnar sérhæfa sig. Jama- ica er gjarnan auglýst með glans- myndum af ungu pari í faðmlögum við sólarlag úti á gylltri sand- strönd. Eða með slagorðunum „þar sem allt það besta er innifalið" því Jamaica slær skemmtiferðaskipin út — bjórinn og drykkirnir eru líka innifaldir í pakkaverði á flest- um hótelum. Jamaica liggur sunnan við Kúbu og sýnist smá í landakorti í saman- burði við eyjarisa Karíbahafs. Nátt- úrufegurð er mikil á þessarri fjall- lendu eyju og sólin vermir syk- urreyr, kaffiplöntur, banana og sítrónutré, ekki síður en sólþyrsta ferðamenn. Jamaica-rommið er vel þekkt. Ur iðrum jarðar er unnið gifs og Jamaicabúar eru aðalfram- leiðendur leirsins „báxít“ sem ál er unnið úr. Tveir ólíkir heimar Ferðamenn hafa helgað sér bað- strendur norðursins og geta haldið sig í góðum friði á afgirtum lúxus- hótelum. Skoðunarferðir leiða í ljós framandi menningu, með ívafi af áhrifum frá Bretaveldi, en Jamaica var bresk nýlenda fram til 1962. Hin kröftuga reggae-tónlist fædd- ist í höfuðborginni Kingston, sem er menningarkjarni Jamaica. Viss virðist íburðurinn ótrúlegur hverfi í Kingston eru lokuð ferða- mönnum, en andstæður eru miklar á milli ríkra og fátækra eins og oft vill verða á suðlægum slóðum. „Hjá okkur fá allir eitthvað við sitt hæfi,“ sögðu þeir í Jamaica- kynningunni. „Á Jamaica er allt til staðar fyrir ferðamanninn, margt að skoða, mjög góðar sólarstrendur og þróuð ferðaþjónusta. Við erum með 5 keppnis-golfvelli og golf- skóla. Þú getur baðað þig í fossun- um; skoðað plantekrur; fleytt þér á kajak eftir ánum eða stundað heilsurækt. Hótelin eru ýmist byggð upp fyrir 2 einstaklinga (brúðkaupsferðir eru vinsælar) eða fólk sem er eitt á ferð eða allt fyr- ir fjölskylduna." Bretar arfleiddu eyjarskeggja að ensku tungutaki og vinstri handar akstri. Flugleiðir auglýsa ódýrusta pakkaferð fyrir hálfan mánuð á kr. 70.200 fyrir mann í tvíbýli og vall- argjald á golfvöllinn að jafnaði 1000 kr. O.SV.B. Skemmtigarðaiðnaðurinn á Flórída þar sem gestir geta gengið inn í Hollywood-glans- myndirnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.