Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 4
UMHVERFISSLYS Aralvatnið er að hverfa Séð úr lofti líkist þurr botn Aralvatnsins landslag- inu á tunglinu. Ekkert jurta- eða dýralíf er sjáan- legt. Jafnvel á votlendinu umhverfis leifar vatns- ins er sjaldgæft að sjá einstaka pelikana eða villiönd, þótt slíkt votlendi ætti, ef allt væri með Eftir 20 ár kann svo að fara, að eitt af stærstu stöðuvötnum heimsins, Aralvatnið í Sovétríkjunum, verði aðeins til á gömlum landabréfum. Þar er þegar orðið eitt geigvænlegasta umhverfísslys af völdum manna í allri sögunni. Vistfræðilegur og efnahagslegur kostnaður vegna þessa slyss, kallar þegar í stað á tafarlausar aðgerðir, en spurningin er: Geta Sovétríkin brugðist við eins og með þarf? Eftir LESTER R. BROWN felldu, að vera iðandi af lífi. Fiskiþorp sem eitt sinn stóðu á vatnsbakk- anum eru nú yfirgefin og standa í margra km fjarlægð frá vatninu sem stöðugt hörfar undan. Líkt og yfirgefnir námubæir í hinu villta vestri kalla þeir fram í huga manns myndina af deyjandi vist- og hagkerfí. Aralvatnið er í orðsins fyllstu merkingu að gufa upp fyrir augum okkar. Vatnið úr ánum Amu Darya og Syr Darya, sem eiga upptök sín í jöklum í norðurhluta Afganist- ans og Kirghizia og féllu í hina geysistóru lægð í hinum sovéska hluta Mið-Asíu og mynduðu Aralvatn, er nú notað til vökvunar á ræktarlöndum umhverfis það. Amu Darya hverfur algjörlega áður en hún nær að renna út í vatnið og Syr Darya er aðeins smá lækur þegar hún kemst á leið- arenda. Þar sem aðrennslið er nánast horfið skreppur stöðuvatnið saman undir brenn- heitri sólinni í þessari hálfgerðu eyðimörk. Forstöðumaður vísindastofnunar sovéska landfræðifélagsins, V.M. Kotlakov, gerir grein fyrir þessu vandamáli í tímaritinu „Environment" (Umhverfísmál) á sl. ári. Vatnsborðið hefur lækkað um 13 m á síðst- liðnum 30 árum, segir hann, vatnsmagnið hefur minnkað um 66% og yfirborðið um 40%. Núverandi strönd vatnsins er í nálega 45 km fjarlægð frá borgum sem áður stóðu á vatnsbakkanum. Ef áfram heldur sem horfir mun vatnið hverfa að mestu leyti á næstu einum til tveimur áratugum og aðeins vera til á gömlum landabréfum sem landfræðileg- ar minjar. Dauðastríð vatnsins hófst 1960. Á því ári komst í framkvæmd Aralvatnsáætlunin sem var metnaðarfull efnahagsáætlun sem gerði ráð fyrir að breyta óræktarlandi í baðmullar- ræktarbelti Sovétríkjanna. Miklir skurðir voru grafnir til þess að veita úr Amu Darya og Syr Daria yfír eyði- mörkina. Áveitusvæðið stækkaði á tæpum áratug um 100% og varð um 17 milljón ekrur að stærð eða helmingi stærra en rækt- arland í Kaliforníu. Baðmull er ræktuð á helmingi þessa lands, á hinum helmingnum eru ræktuð hrísgijón, korn, ávextir, græn- meti og skepnufóður. Fyrstu ár áætlunarinnar voru vel heppnuð að mati Moskvuvaldsins. Kvótamir fyrir baðmullarframleiðslu og matvælaframleiðslu voru fylltir eða farið fram úr þeim ár eftir ár. Svæðið umhverfis Aralvatn varð aðal- framleiðslusvæði landsins sem sá öðrum lýð- veldum fyrir baðmull og ferskum matvælum. Tekjur hinna fimm ríkja sem eru á þessu svæði jukust jafnt og þétt. En vökvunin sem fékk eyðimörkina til þess að blómstra og tekjumar til þess að aukast hefur hrundið af stað hörmulegri atburðarás sem fyrst kom fram í lækkun vatnsborðsins á Aralvatni og minnkandi fiskveiðum. Nú ógna umhverfis- áhrifin vegna þessa efnahagsafkomu þessara héraða, en hún er einnig í hættu vegna mikillar fólksfjölgunar þar. FlSKUR Á ÞURRU LANDI! Borgin Muynak, sem áður var aðal fiskiðn- aðarmiðstöð svæðisins, er nú sem fískur á þurru landi í margra kílómetra fjarlægð frá vatninu sem hún byggði tilveru sína á. Á síðari hluta 6. áratugarins veiddust meira en 50 þúsund tonn af nytjafiski, sem aðal- lega var landað í Muynak. Sextíu þúsund manns höfðu atvinnu af fískveiðum og fisk- vinnslu á svæðinu. Snemma á níunda ára- tugnum hafði aukið saltmagn vatnsins drep- ið 20 af 24 tegundum nytjafiska, er þar var að finna. Með fiskinum hurfu fiskveiðarnar og fiskvinnslan. Fljótlega eftir að vatnið tók að lækka var grafinn „skipaskurður" frá borginni út í vatnið en allt kom fyrir ekki. Til þess að koma í veg fyrir stjórnmála- lega ókyrrð á svæðinu ákvað stjórnin í Moskvu að flytja fisk frá Eystrasaltslöndun- um þangað um 3.000 km veg svo hægt væri að halda fiskvinnslunni gangandi. Það er vafasamt að þetta fyrirkomulag lifi af umskiptin til markaðsbúskapar, sem lofað er í umbótaáætlunum Gorbatsjovs. Þegar flogið er yfír vatnsborðið í 'attina að Muynak yfir siglingaleið fiskibátanna ber fyrir augun átakanlegasta einkennið um efnahagslega hnignun svæðisins; skipakirkj- ugarðurinn. Hér er hinsti hvílustaður fjölda skipa er áður sóttu gull í greipar Aralvatns. Einnig má hér og þar sjá ryðgandi skips- skrokka skipa sem áður sigldu á milli borg- anna á ströndinni að flytja fólk og vörur. „Saltbylur Og SALTRIGNING“ Til skamms tíma hefur útlendingum ekki verið leyft að koma þarna og kanna ástand- ið. Landfræðingurinn Philip Micklin var með- al fyrstu erlendu vísindamannanna sem fengu leyfi til þess að heimsækja landsvæðin umhverfis Aralvatn. Niðúrstöður af athug- ununum birtust í grein hans í tímaritinu „Science" 1988. Þar fengu vesturlandabúar fyrst vitneskju um umfang umhverfisslyssins sem þarna var orðið. Mynd sem fylgdi tíma- ritsgreininni vakti a.m.k. eins mikla athygli og frásögnin. Á myndinni gaf að líta langt hvítt „ský“ sem myndast hafði við suðaustur- strönd vatnsins. Það geisaði saltbylur. Um leið og vatnið minnkar skilur það eftir sig stór svæði, sem eru þakin saltlagi þar sem enginn gróður þrífst. Á hveiju ári þyrlar vindurinn upp 90 til 140 milljón tonn- um af sandi og salti. Salt frá Aralsvæðinu berst allt frá suðvestur Rússlandi til jökl- anna í Afganistan þar sem Amu Darya á upptök sín. Saltúrfellið hvort sem það berst með vind- um eða regni er að breyta efnasamböndum í jarðveginum þannig að uppskeran minnkar í mörg hundruð km íjariægð frá vatninu. Það má segja að Sovétríkin njóti nú hins vafasama heiðurs að hafa bætt nýju fyrir- bæri á listann yfír umhverfisvandamál jarð- arinnar; saltrigningu. ÓNÝTT RÆKTARLAND Ein af helstu hættunum, sem fylgja vökv- un lands með áveitum eins og hér um ræð- ir, er fólgin í því að vatnið hripar niður í jarðveginn og hækkar yfirborð jarðvatnsins smám saman. Ef jarðvatnið er u.þ.b. 60 sm undir yfirborði jarðvegsins geta plöntur með djúpsæknar rætur ekki þrifist í vatnssósa jarðveginum. Þegar jarðvatnið er u.þ.b. 30 sm undir jarðveginum byijar það að gufa upp og saltlag verður eftir í jarðveginum. Þetta enda svo með því að saltlagið verður svo þykkt að það hefur eiturverkanir á jurt- irnar, þannig að uppskeran minnkar í upp- hafí og að lokum verður landið óræktanlegt. Ef eðlilegt frárennsli hefði verið fyrir hendi eða því hefði verið komið upp sam- hliða skipulagningu á áveitusvæðunum, hefði verið hægt að komast hjá saltútfellingunum í jarðveginum. Eins og víða annars staðar í heiminum var þessu ekki til að dreifa. Sem dæmi má nefna hnignun hinnar fornu menn- ingar í Mesópótamíu og einnig má hér nefna ræktarlönd í Kaliforníu sem dæmi um minnk- andi afrakstur af vökvuðu gróðurlendi. Upplýsingar frá Aralsvæðinu benda til þess að saltútfelling í jarðveginum sé meiri og verri en á nokkrum öðrum stað í heimin- um. Ef baðmull er notuð sem mælikvarði á afkastagetu ræktarlands á Aralsvæðinu, kemur í ljós að hún var mest árið 1979. Síðan hefur hún dregist saman um 15% þrátt fyrir róttækar tilraunir til þess að auka fram- leiðsluna. Verði ekkert að gert nú þegar til þess að snúa þessari þróun við mun afrakst- urinn af landinu halda áfram að dragast saman og sennilega verður landið ónýtt til ræktunar. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvernig efnahagsafkoma íbúa svæðisins verður, en þeir eru u.þ.b. 32.000.000 talsins. Um leið og Aralvatnið dregst saman hef- ur það áhrif á loftslag í Mið-Asíu. Hið geysi- mikla vatnsmagn var áður nokkurs konar hitajafnari sem dró úr hinum mikla vetrar- kulda og sumarhita. Nú virðist þetta vera að breytast. Sumrin eru orðin heitari, veturn- ir kaldari, vorfrostin eru seinna á ferðinni og haustfrostin fyrr. Ræktunartíminn hefur m.ö.o. styst og loftrakinn hefur minnkað. Gögn frá veðurathugunarstöðinni í Kugrad, sem er borg 100 km fyrir suðaust- an Aralvatn, sýna að meðalhitinn í maí á árunum 1960-1980 var 3°C hærri en árin 1935-60. Meðalhitinn í október var nálægt 1°C lægri en áður. Ræktunartíminn hefur styst um 10 daga og á vissum svæðum hef- ur fólk neyðst til að gefa baðmullarræktina upp á bátinn og hefja þess í stað hrísgijóna- rækt, en þau eru fljótvaxnari en baðmull. Heilsuspillandi Hliðarverkanir Baðmullin er harður húsbóndi. Hún er elxtri aðeins kröfuharðari um vatn en flestar aðrar nytjaplöntur. Ræktun hennar krefst einnig meiri notkunar á skoroýraeitri. Það virðist vera landlægur hugsunarháttur sovét- búa, að ef lítið magn er gott, þá sé mikið miklu betra. í samræmi við það er eiturnotk- unin óhófleg. Ekki nóg með það. Til þess að auðvelda uppskerustörfin eru baðmullar- plönturnar sprautaðar með eitri sem eyðir laufblöðunum áður en uppskeran hefst. Ibúar á Aralvatnssvæðinu er nú farnir að greiða tollinn af þessu. Þar eð lægðin, sem Þannig var draumurinn: Sífelld framleiðsluaukning með því að beina fljótunum í áveituskurði. Afleiðingarnar: Alltof hátt jarðvatn, alltof mikil selta í jarðveginum, uppskerubrestur - og á sama tíma þornar Aralvatnið upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.