Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 11
Lexus hefur sitt eigið svipmót, hvaðan sem á hann er litið. hann ber með sér á löngu færi, að þarna er enginn venjulegur bíli. LEXUS frá lúxusbíladeild Toyota Oft hafði því verið haldið fram, að Japanir gætu framleitt góða smábíla, en að ekkert mundi þýða fyrir þá að keppa í þungaviktar- flokki, þ.e. við bíla eins og S-línuna frá Mercedes Benz, Rolls og Bentley, Jaguar XJ16, BMW 750 og nú á líklega að vera óhætt að telja Volvo 960 í þessum flokki. Fyrir utan aksturseiginleika í hæsta gæða- flokki og gæðasmíði, þar sem ekkert er til sparað, höfðu þessir bílar á löngum tíma náð því að verða stöðutákn. Sá mælikvarði ræður framar öllu öðru úrslitum um, hvort hægt er að selja einn bíl á 5-7 sinnum hærra verði en miðlungsbíl. Japanir reyndu ekki alvarlega innrás í þessa ljónagryfju fyrr en á síðasta áratugi. Honda reið á vaðið með Legend, en það var aðeins þróunarskref og aldrei hugsað til höfuðs dýru gæðingunum, heldur þeim íburðarmeiri í milliflokki svo sem Volvo 760, 5-línunni frá BMW, Audi 100, svo og þeim amerísku, t.d. Buick og Ford Taurus. En það er fyrst með Infiniti frá Nissan og Lexus frá Toyota, að áskorunin hefst fyrir alvöru. Evrópska bílapressan tók þessum áskorendum með nokkurri varfærni, en sagði, að með Infiniti hefðu Japanir tekið mið af Jagúar, en þýzkar fyrirmyndir hefðu ráðið meiru um Lexus. Hvorttveggja eru þetta afburða vel búnir bílar, en fljótlega varð þó ljóst, að Lexus átti mun meira fylgi að fagna í Evrópu og Ameríku. Aftur á móti hefur útbreiðslan á Infiniti orðið betri í Austurlöndum fjær. Eins og fram kom í bandaríska viðskipta- ritinu Fortune, býr Toyota við betri afkomu en nokkur annar bílaframleiðandi í heimin- um. Lausafé fyrirtækisins nægði til að kaupa alla hluti í Ford og Chrysler og þá væri samt stór fúlga eftir. Þessi iðnrisi þurfti því augljóslega ekki að gera neitt af vanefn- um, þegar til þess kom að stíga skrefið yfir í framleiðslu á lúxusbíl. Það var árið 1983, að allt var sett í gang; sérstök verksmiðja reist og í raun og veru stofnað sérstakt fyrirtæki. Nafnið Toyota stendur hvergi á Lexus, það er hinsvegar Lúxusbíladeild Toyota, sem talin er fyrir framleiðslunni. A þróunartímabili sem tók yfir 6 ár, unnu 1400 verkfræðingar og 2300 tæknimenn að verkefninu og samtals voru smíðaðar 450 „prótótýpur", þ.e. gangfær prófunareintök. Lykilorðið á öllum þessum ferli var „Pre- stige“, sem samkvæmt ensk-íslenzku orða- bókinni merkir „orðstír, virðing, álit“. Til þess að ná nægilega virðulegu útliti, skiptir hönnunin höfuðmáli - og stærðin. Lengdin á Lexus er 5 metrar, jafnt og á 700-línunni frá BMW, en nú hefur Mercedes-Benz teygt sig með nýju S-línuna uppí 5,20m. Það er mat flestra, sem um Lexus hafa skrifað, að hönnuðir hans hafi hitt naglann á höfuðið. Hinsvegar hafði þýzka bílablaðið auto motor und sport aðra skoðun á því, og taldi að Lexus væri of þunglamalegur að framan. Þetta virta blað gat ekki haldið aftur af hlutdrægninni, þegar til þess kom að gagnrýna nýjan og alvarlegan keppinaut þýzku gæðinganna. „Der Lexus-Liner“ var talinn hafa fullnægjandi rými að innan, en tiltölulega lítið rými í skotti; hann var talinn ríkulega búinn, vel unninn, en yfirsýn yfir öll stjórntæki þó ekki sem skyldi. Vélin var talin mjög „kúltiveruð", sjálfskiptingin góð, svo og krafturinn, en í „stórsvigi“ á reynslu- akstursbraut þótti öryggið ekki sem skyldi, þegar bíllinn var fullhlaðinn. Stýrið var ta- lið einangra ökumann um of frá veginumm fjöðrunin góð , hliðarveita þó í meira lagi. Verðið var talið tiltölulega hátt {84 þúsund mörk í Þýzkalandi, en Mercedes 420 kostar þar 104 þús. mörk) og bensíneyðslan var talin í hærri kantinum, sem er skrýtin athug- asemd, því hver er að horfa í það, hvort eyðslan er 14 eða 16 lítrar á hundraðið, þegar bíllinn kostar 5-6 milljónir króna. Það er einmitt verðið á þessum kostagrip sam- kvæmt upplýsingum frá umboðinu, P. Samúelssyni í Kópavogi. Þessar þýzku próf- unarniðurstöður nefni ég hér, því þær eru einu aðfinnslurnar, sem ég hef rekizt á í umfjöllun um Lexus. Venjulega fær hann ekki annað en hástemmt lof og því er þá jafnframt slegið föstu, að innrásin í ljóna- gryfjuna hafi tekizt: Lexus sé „Prestige“- farartæki í hæsta gæðaflokki. í sumum prófunum hefur hann fengið hærri einkunn en þýzku keppinautarnir. Blaðamanni Lesbókar gafst kostur á að reynsluaka Lexus í tengslum við alþjóðlegu bílasýninguna í Genf í marzmánuði síðast- liðnum. Ekið var frá Palexpo, sýningarhöll- inni í Genf, og austur með Genfarvatni þar sem frægir rithöfundar, kvikmyndastjörnur og líka allskonar innflytjendur með misjafn- lega fenginn gróða í farteskinu, hafa byggt sér næstum víggirtar villur á vatnsbakkan- um. Að öðru leyti er þéttbýlið nánast sam- vaxið og á þessari leið er ekið í gegnum Lausanne, Vevey og Montraux, unz komið er inn í Stóradal, sem nær langleiðina aust- ur eftir Svisslandi. Þar var staðnæmst í bænum Aigle með fagurt útsýni yfir fjalla- klasann í kringum Mont Blanc, - og síðan /ekið aðra leið til baka. Það er ljóst, að Lexus er alveg sambæri- legur lúxusbíll við Evrópudrekana þótt tölu- lega hafi þeir fáein sekúndubrot umfram, þegar keyrt er á öllu útopnu úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Það varð úr að búa Lexus 8 strokka vél, 245 hestafla og satt bezt að segja finnst manni aflið gífurlegt, sé því beitt. Þegar komið er í 200 km hraða og gefið í, þrýstist maður aftur í sætið; svo mikið á hann eftir. Hámarkshraðinn er 250 km á klst. Auto motor und sport þykist ekki hafa náð nema 9,6 sek í hundraðið á Lexus, en sviss- neska bílaárbókin, Revue Automobile sem þykir mjög áreiðanleg, géfur upp 8,5 sek. Til samanburðar er þess að geta, að Audi V-8 fær 7,6 sek, en 12 strokka vélarnar í Lexus framan- og aftanfrá. Myndirnar eru teknar í reynsluakstri meðfram strönd Genfarvatnsins í marzmánuði. Fágæt alúð við smáatriði: Jafnvel það hvernig skinnið er saumað utan á skipt- istöngina er aðdáunarvert. Hér hefur ekkert verið til sparað: Hnota frá Kaliforníu, leður af sérstöku nautakyni og hvert einasta smáatriði innan á hurðum, sætum og mælaborði er svo unnið og slípað, að betur verður naumast gert. Benz 600 (7.5) óg BMW 750 (7.4) ná ör- litlu til viðbótar; ekki nokkur lifandi maður finnur þó þann mun. Það er nú nokkuð umliðið síðan ég ók BMW 735 og Benz 560, svo ég teysti mér ekki til að tjá mig um muninn á Lexus, ef hann er einhver. I sem fæstum orðum getur maður sagt, að það er ævintýralegt að aka Lexus. Það er eins og að svífa á töfrateppi; í vélinni heyrist naumast og þegar við vorum búnir að stilla spilarann á disk með Pava- rotti, þá heyrðist að sjálfsögðu ekkert ann- að. Geislaspilarinn er raunar aftur í skotti. Þegar ökumaður opnar dyrnar til þess að stíga út, hækkar stýrið sig sjálfkrafa til að auðvelda útgönguna. Svo hallar maður hurðinni aftur án þess að það heyrist öðruv- ísi en í kæliskáp. Eftir smástund slokknar sjálfkrafa á ljósum inni í bílnum og einnig læsir hann sér sjálfur. Mér þykir frá listrænu sjónarmiði, að Lexus sé frábærlega vel teiknaður bíll. Ekki er það sízt eftirtektarvert, að hann ber í einu og öllu svipmót hins gamalræktaða, sem fæst aðeins með ótal formbreytingum í áranna rás. Þessa ræktun formsins má sjá í bílum eins og Rolls Royce, Jaguar og Benz og raunar ýmsum fleirum. Ég er alveg ósammála Þjóðveijunum í því, að hann sé um of þunglamalegur að framan; einmitt það gefur honum tilhlíðilegt „andlit“ og þann karakter, sem eftir er sózt. Sætin eru ákjósanleg; bæði mjúk og stinn í senn og laus við þá hörku, sem margir bílaframleiðendur hafa verið að apa eftir Þjóðveijum. Sætin eru með „minni", þrír ökumenn geta haft sína sérvizku og sætið fer á andartaki í „rétta“ stillingu. Eftir umfangsmikla leit að skinni um víða veröld, fannst ákjósanleg tegund af nautum vestur í Ameríku. Þau eru nú ræktuð sérstaklega til þess að fá bezta skinn sem völ er á. Á sama hátt var mikið leitað og víða að eðal- viði, sem notaður er ofan á stokkinn þar sem skiptistöngin er og ofaná arma í hurð- um. Að lokum fannst nægilega góð hnota vestur í Kaliforníu. Einhversstaðar sá ég á það minnst, að Japanir hefðu farið óþarflega sparlega með þessar fínu spýtur og ég er út af fyrir sig sammála því. Ég held þeir hefðu átt að splæsa í spýtu einhversstaðar í mælaborðið. Lengdin er 4.995mm, breiddin 182 sm. eig- in þyngd 1820 kg. og skottið er 454 lítrar að rúmtaki. Vélin er 8 strokka, 32 ventla, úr léttmálmi, búin tveimur hvarfakútum. Af staðalbúnaði má nefna loftpúða í stýri, sem á að geta forðað ökumanni frá því að meiða sig á stýrinu, ef árekstur verður. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa og hægt að breyta eiginleikum hennar með því að stilla á „afl“. „sparakstur“ eða „normal". Ökumaður getur einnig breytt eiginleikum bílsins með því að stilla annarsvegar á „sport“, sem gefur stífari fjöðrun og demp- un, og hinsvegar með því að stilla á normal- fjöðrun. Lexus er bæði með gormafjöðrun og rafeindastýrða loftfjöðrun og það er hægt að hækka hann og lækka. Það verður að vera vel séð fyrir örvggi í bíl, sem hægt er að aka í á 250 km hraða, enda er það gert. Ekki er hægt að láta hann spóla á malbiki þó krafturinn sé nægur til þess. TRC-kerfið, stundum nefnt spólvörn, kemur í veg fyrir það. ABS-hemlar koma í veg fyrir að hjólin læsist og saman eiga þessi kerfi að tryggja hámarks öryggi. GS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRÍL 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.