Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 9
LIST O G HONNUN Hönnuðurinn Erik Magnussen Asl. vori barst mér bók frá Kaupmannahöfn um danska hönnuðinn Erík Magnussen, sem virð- ist á góðri leið með að öðlast heimsfrægð. Frá þeim stutta tíma, sem síðan er liðinn, hef ég einnig lesið sitthvað í dönskum blöðum um nýja landvinninga þessa hönnuðar og því langaði mig til að kynna hann sérstak- lega lesendum blaðsins í stuttri umfjöllun. íslenzk hönnun á listamarkaði hefur ekki að marki náð að festa rætur erlendis, enda þarf margt til, m.a. snjalla markaðssetn- ingu, sem minna virðist fara fyrir en skyldi af hálfu hérlendra enn sem komið er. Erik Magnussen er á besta aldri sem hönnuður, en hann stendur á fimmtugu, Matarstell, hannað fyrir Bing og Gröndahl. Hugvit norrænna hönn- uða eins og Eriks Magn- ussens er annálað og hef- ur fært löndunum millj- arðatekjur í gjaldeyri á undangengnum áratug- um og á stundum, þótt lygilegt sé, jafnvel keppt við aðalútflutningsvörur þeirra. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Postulínslampi. fæddur í Kaupmannahöfn árið 1940 og er menntaður í leirlist frá listiðnaðarskólanum þar í borg, og fékk silfurmedalíu skólans við námslok árið 1960. Hefur hlotið ýmsa nafnkennda styrki og viðurkenningar, m.a. Lunning-verðlaunin 1967, Húsgagnaverð- launin 1977 og nokkrum sinnum svonefnd ID-verðlaun. Hinn snjalli hönnuður hefur þannig kom- ið víðar við sem hönnuður en í leirlistinni, en hann er fyrst og fremst hönnuður hluta notagildis. Hefur um árabil unnið hjá Bing & Gröndal, Royal Copenhagen, Kevo og Stelton. Verk hans er að finna í söfnum um allan heim og keypti t.d. MoMa í New York sex verk úr tini, er þau komu fyrst fram fyrir Tekanna með vöfðu handarhaldi. Hönnuðurinn Erik Magnussen meðal verka sinna. tveimur árum, en Erik Magnussen endurnýj- aði stílinn hjá gömlu og grónu tinfirma í Malaysíu, Selangor Pewter (stofnað 1885) og hefur framleiðslan fengið alþjóðlega við- urkenningu á þessum stutta tíma, og er seld um víða veröld. Ilefur Erik Magnussen gert þetta fyrirtæki heimsþekkt á þessum stutta tíma, öskubakki úr tini hefur hvar- vetna orðið óhemjú vinsæll, þrátt fyrir að reykingamönnum hafi stórfækkað í heimin- um og forstjóri fyrirtækisins Pee Koon spá- ir, að vasapeli, sem nýkominn er á markað- inn, nái jafnvel enn meiri vinsældum og slái öll sölumet á árinu. Pee Koo sagði við sama tækifæri þessa eftirtektarverðu setningu: „Við höfum náð til alveg nýrra hópa í heiminum, nefnilega fólks með mjög sérstakar form- og gæða- kröfur. Okkur hafði auðvitað dreymt það, en samt sem áður kom þróunin okkur á óvart.“ Minnir þetta óneitanlega á ævintýrið, er Picasso gerði lítið og óþekkt keramikverk- stæði í Vaullaris í Suður-Frakklandi heims- frægt fyrir margt löngu og skapaði vinnu og hagsæld fyrir alla þorpsbúana! Segja má að verkum listamannsins Eriks Magnussens verði best lýst í þrem orðum, einfaldleika, skýrleika og einkennastyrk- leika. Það er athyglisvert, að Erik reyndi á tíma- bili fyrir sér í hreinum skúlptúr, áður en hann sneri sér að hlutum notagildis, en í gegnum slíka þróun hafa fleiri heimsþekkt- ir listhönnuðir gengið, eru sumir meira að segja menntaðir sem myndhöggvarar af gamla skólanum svo sem Henning heitinn Koppel, sem var einn nafnkenndasti hönnuð- ur Norðurlanda um sína daga. Um þann ágæta listamann fjallaði ég í sérstakri grein fyrir áratug eða svo. Sú stranga formræna þjálfun,’ sem mynd- höggvarar fyrri tíma fengu, svo og hrein formræn vinna hefur þannig skilað sér vel til þjóðfélagsins á margan og mjög nytsam- an hátt. Gleymum því ekki heldur, að ýms- ar heimskunnar byggingar veraldarsögunn- ar eru hannaðar af slíkum og t.d. er hvolf- þakið fræga á Péturskirkjunni í Róm eftir Michaelangelo og gat víst enginn annar en hann ráðið við hin mörgu og flóknu vanda- mál. Allir þeir, sem ferðast hafa með Stórabelt- isferjunum dönsku, munu kannast við mat- arstell Eriks Magnussens og mun sennilega sitthvað af notagildismunum hans hafa rat- að í verzlanir hér í borg. En jafn hugmyndaauðugur maður og Erik Magnussen kemur víða við og þannig hefur hann jafnvel hannað mjög óvenjulega og stílhreina lampa, dráttarvagna, sem leggja má saman, og sérstakt áhald til notk- unar við meðhöndlun krabbasjúklinga og nefni ég þetta einungis til að vísa til þess hve formrænt hugvit listamannsins spannar miklar víddir. Stílhrein húsgögn hans eru og mjög eftir- tektarverð, en þau einkennir hámarks ein- faldleiki ásamt því að vera auðveld í meðför- um og fara vel í tilfallandi rými. Hugvit norrænna hönnuða er annálað og liefur það fært löndunum milljarðatekjur í gjaldeyri á undangengnum áratugum og á stundum, þótt lygilegt sé, jafnvel keppt við aðalútflutningsvörur þeirra! Þessi pistill á enn einu sinni að minna á þá staðreynd, en hugmyndarík og formfögur hönnun hlutarins og öll grunn- og undirbún- ingsvinna er jafnan mikilvægasti þáttur framleiðslunnar ásamt skipulegri markaðs- setningu. Getur skipt sköpum um milljarðahagnað eða milljarðatap. Erik Magnussen og aðrir snillingar ein- faldra formrænna lausna, svo og þeir sem ráða þá í vinnu og gera þeim kleift að vinna að tilraunum og nýsköpun, gera sér ljósa grein fyrir því að útlitshönnun í listiðnaði og handverki er andlit þjóðanna útávið. Sparnaður, skeytingarleysi og afturhalds- semi á þessu sviði er bruðl og sóun. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRÍL 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.