Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 10
B * 1 L A R Nissan Sunny er fallegur bíll. Nissan Sunny kom til landsins fyrir nokkr- um vikum og er nú algjörlega nýr bíll frá grunni. Viðtökumar eru góðar og hefur umboðið, Ingvar Helgason hf. í Reykjavík, vart undan að afgreiða. Við fengum þó að kynnast einum, Sunny SLX 1600, sem er stallbakur en Sunny er líka til sem hlað- bakur og langbakur eða skutbíll og þeir sem ekki láta framdrifið nægja geta líka fengið bíl með sítengdu aldrifi. Þar með er hægt að velja Sunny í ýmsum verðflokk- um, allt frá tæplega 900 þúsund krónum og uppí rúmlega 1100 þúsund. NNissan Sunny er bíll mitt á milli Micra og Primera, hann er ekki smábíll heldur tæplega meðalstór bíll. Hann minnir nokkuð á Primera enda eru báðir hannaðir með Evrópumarkað í huga. Sunny er framleiddur í heimalandinu, Japan og ef til vill verður hann síðar einnig settur saman í Ástralíu. Fimm ára hönnunartími Þrír ólíkir afturendar en auk þessara er Sunny líka fáanlegur sem skutbíll. NYR NISSAN SUNNY í MÖRGUM GERÐUM Og þar sem Sunny nafnið er þekkt og sala hans hefur gengið vel var ákveðið að nota sama nafn þótt bíllinn sé algjörlega nýr eins og áður segir. Hönnun hans hófst fyrir fimm árum og höfðu tæknimenn að leiðarljósi að hanna öruggan bfl en jafnframt einfaldan að byggingu, hljóðlátan og að auðvelt væri að gera við hann. Sunny er fallegur bíll. Framendinn er lágur með mjög fínlegu grilli og aðalljósum og söm- uleiðis stuðara. Hliðarlisti gengur síðan aftur með bílnum og afturstuðarinn er líka 'fínlegur og afturendinn með ávölum hornum rétt eins og framendinn. Hlaðbakurinn og skutbíllinn eru svipaðir nema hvað skutbfllinn er lengri og með heldur þverskornari afturenda. Að innan er Sunny rúmgóður og sætin þægileg. Sérstaklega er þægilegt að gott höfuðrými er í bflnum bæði í fram- og aftur- sætum. Rými mætti hins vegar vera meira í aftursætum og ekki víst að fullvaxnir eða stórir menn hafist þar við ánægðir í langferð- um. Mælaborð er vel frá gengið og vel búið mælum og allt í hefðbundnum stíl og aftur minnir það nokkuð á stærri bróðurinn Pri- mera. Okumaður nær auðveldum tökum á stýri sem hægt er að hækka og lækka, gír- stöng ljggur vel við og er skiptingin sérlega lipur. Útsýni er og ágætt. Framsætin eru ágæt en meira rými mætti vera fyrir fullorðna í aftursætum. Ríkulegur staðalbúnaður Helstu mál fyrir Nissan Sunny SLX ferna dyra gerðina eru: Lengd 4,23 metrar, breidd 1,67 m og hæð 1,39 m. Hæð undir lægsta punkt er 16 cm, þyngd bílsins er 995 kg og hann ber 475 kg. Bensíntankur tekur 50 iítra. Þrennra dyra bíllinn er 3,97 metra langur en fimm dyra 4,14 m. Vélin er 1600 rúmsentimetrar, 16 ventla og 95 hestafla en fáanleg er einnig tveggja lítra og 143 hestafla vél. Hún er í GTi gerð- inni sem er þrennra dyra hlaðbakur og búinn ABS hemlum eða læsivörðum hemlum. Sunny er fáanlegur hvórt sem er með 5 gíra hand- skiptingu eða sjálfskiptingu og fara vinsældir sjálfskiptra bíla stöðugt vaxandi hér. Af öðr- um búnaði má nefna samlæsingu á hurðum, hita í framsætum og rafdrifnar rúður og telst það allt til grunnbúnaðar í hjá Sunny. Sunny er með léttari og auðveldari bflum í meðförum. Strax á fyrstu metrunum kemur í Ijós hversu lipur hann er í akstri og fer þar saman skemmtilegt stýri og nákvæmt, mjúk gírskipting og hljóðlátur bíll. Vinnslan er góð í handskipta bílnum sem prófaður var og er hann skemmtilegur í innanbæjarakstri. Ekki var tækifæri til að prófa bílinn fullskipaðan á þjóðvegi en innanbæjarvinnslan ásamt skemmtilegri skiptingu lofar góðu um þjóð- vegaakstur. Margir verðflokkar Sem fyrr segir er Sunny fáanlegur í mörg- um verðflokkum. Ódýrasta gerðin er þrennra dyra hlaðbakur með handskiptingu á kr. 869 þúsund staðgreiddur en sjálfskiptur kostar hann 906 þúsund krónur. Fimm dyra hlaðbak- urinn kostar 944 þúsund krónur og stallbakur 949 þúsund krónur, báðir með handskiptingu. Sjálfskipting kostar um 40 þúsund krónum meira. Næst dýrasta gerðin er skutbíllinn með sítengdu aldrifi á 1.135 þúsund krónur sem fer langleiðina í 1.200 þúsund sé hann tekinn á afborgunarkjörum. Sunny GTi með tveggja lítra vélinni er dýrastur, kostar 1.186 þúsund krónur í staðgreiðslu. Við verðið bæt- ist síðan ryðvöm og skráning. Óhætt er að segja að menn fá allmikið fyrir fjárfestinguna í Nissan Sunny. Þótt bíll- inn sé ekki stór hefur hann aksturseiginleika stærri bíla og jafnframt er hann lipur og skemmtilegur í borgarumferðinni. Hann er um 200 til 300 þúsund krónum ódýrari en Primera (fer eftir gerðum) en það er í raun óþarfi að stökkva upp í þann flokk nema menn þurfí tvímælalaust því stærri bíl. jt Einfaldir bílar og notadrjúgir Allmörg undanfarin ár hefur bílaiðnaðurinn í Bandarikjunum átt við ýmsa erfiðleika að etja og farið mjög halloka í samkeppni við japanska bíla. Risarnir þrír - Ford, General Motors og Chrysler - voru seinir að bregðast við nýjum þörfum og Japanir náðu forskoti meðal annars með sparneytnum bílum. Þessu forskoti hafa þeir haldið og framleiða nú sem kunnugt er ekki aðeins sparneytna og hagkvæma bíla heldur einnig lúxusbíla sem seljast vel í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa auðvitað af þessu áhyggjur og vilja helst að hinir þrir stóru nái aftur fyrri stöðu sinni og forystu í bílaframleiðslu. Þeir vilja ógjarnan að Japanir séu taldir bestu bíla- framleiðendur heims. Þeir vita að banda- rískir framleiðendur eiga að geta gert betur þrátt fyrir að Japanir séu sagðir hafa yfir- burði í ýmsum þáttum verksmiðjurekstrar og stjómunar. Talið er að um aldamótin muni hlutdeild japanskra bílaverksmiðja í Bandaríkjunum verða allt að 50%. Grundvallarbreyting Brock Yates skrifaði nýlega í bílablaðið „Car and Driver" nokkrar ábendingar til ráðamanna í Detroit og segir hann að þar verði menn að ráðast í grundvallarbreytingar eigi bílaiðnaðurinn að lifa af. Hann segir að síðustu áratugina hafi tæknimenn verksmiðj- anna í Detroit dregist aftur úr til dæmis varðandi hönnun og smíði véla. Fjölventlavél- ar og vélar sem skila hámarksnýtingu og hagkvæmni hafi ekki verið smíðaðar af Bandaríkjamönnum heldur hafi þeir látið aðra um að hanna fyrir sig slíkar vélar. Þessu verði að breyta. Þá segir hann að framboð á fjölda gerða sé fyrir löngu komið út í öfgar. Hver gerð sé nú boðin í svo ótal mörgum útfærslum að það flæki um of framleiðsluna sjálfa, skapi vanda í varahluta- og viðgerðarþjón- ustu og rugli kaupendur. Brock Yates segir einnig að á árum áður hafi Bandaríkjamenn Framtíðarbíllinn Contour frá Ford - að mestu leyti límdur en ekki soðinn samann. Hann var sýndur nýlega í Detroit en sjálfsagt fer hann ekki beint saman við hug- myndina um hinn einfalda og notadrjúga bíl framtíðarinnar. verið í forystu hvað varðar útlit bíla en að undanförnu hafi hönnuðir stælt meira og minna evrópska straumlínulögun og ekki sýnt af sér neinn frumleika. Telur hann mál til komið að menn hætti þessum eltingaleik og leiti nýrra afbrigða í þessum efnum. Ljótir bílar? Að lokum minnir hann á að helstu met- sölubílar heimsins hafi verið smíðaðir með hagkvæmni og notagildi í huga - og að þeir hafí jafnvel oftast þótt forljótir. Nefnir hann Ford T gerðina í þessu sambandi, einnig Volkswagen bjölluna og Austin Mini. Segir hann hönnuði síðari ára hafa einblínt á töl- fræði, markaðsfræði og hvers kyns skoðana- kannanir meðal almennings og hannað bíla sína eftir því. Segir Yates það afdráttarlausa skoðun sína að þar séu framleiðendur á villi- götum, þeir eigi einfaldlega að smíða eins og skynsemin býður, einfalda og notadijúga bíla sem alltaf sé markaður fyrir. Ekki er víst að þessi sannleikur eigi upp á pallborðið hjá bílakaupendum framtíðar- innar en víst er að bandarískur bílaiðnaður verður að taka sig á ef hann ætlar að ná fyrri stöðu sinni. Merki þess eru reyndar að koma í ljós með ýmsum nýjungum bæði hjá Ford og GM. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.