Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 16
Fuglaskoðun - fræðandi og veitir ánægju Á undanfömum ámm hefir fuglaskoðun verið mjög vaxandi áhugamál víða um heim. Ef nefna skal eitt land öðrum fremur sem forystuland fuglaskoðara verður það Bretland. Hér á landi hefir fuglaskoðun farið ört vaxandi og má benda á ijölda nýlega útgefínna fuglabóka því til vitnis. Margar þessara bóka eru skreyttar gullfallegum fugla- myndum íslenzkum. Margir aðilar standa að fugla- skoðunarferðum en hér viljum við vekja sérstaka athygli á ferðum, sem BSÍ og Vestfjarðaleið standa að. Hér er um tvær sex daga ferð- ir að ræða sem heíjast 5. og 19. júní en júní er einn bezti mánuður- inn til fuglaskoðunar. í þessum * ferðum er gist í Stykkishólmi, Breiðuvík og Flókalundi. Fyrsta daginn er farð um Mýrar og m.a. komið að Ökrum. Annan daginn er farin hringferð um Snæfellsnes og farið um Staðarsveit, Búðir, Amarstapa, Þúfubjarg og víðar. Þriðja daginn er farið yfir Breiða- fjörð og út Barðaströnd til Breiðuvíkur. Fjórða deginum er eytt á Látrabjargi, einu mesta fuglabjargi veraldar, þar sem lundinn situr rólegur í tveggja * metra fjarlægð, og staldrað við á Hvallátrum. Fimmta daginn er farið um Arnarfjörð og Vatnsdal og sjötta daginn er ekið austur Barðastrandarsýslu og um Dali til Reykjavíkur. Á öllum þessum stöðum er auð- ugt fuglalíf og má reikna með að 55—60 tegundir íslenzkra fugla sjáist í ferðinni en um 70 tegund- ir em taldar verpa hér á landi. Stundum sjást líka áhugaverðir flækingar. Fuglaskoðunarferðir em yfír- leitt léttar ferðir og litlar göngur. Stundum þarf að standa eða sitja góða stund og er því nauðsynlegt að vera vel klæddur og forðast skæra og áberandi liti. Þá er einn- ig nauðsynlegt að hafa góðan sjónauka og að hafa myndavélina með til að geyma endurminnin- gamar. Loks er nauðsynlegt að- hafa handhæga fuglabók og blað til að skrá þær tegundir sem sjást. Fuglaskoðun er í senn fræðandi og skemmtilegt áhugamál sem mæla má með. Lundi í Látrabjargi. Þeir fuglar, sem gætu sést í ferðinni: Himbrimi, lómur, flórgoði, fýll, súla, dflaskarfur, topp- skarfur, álft (svanur), grá- gæs, stokkönd, urtönd, garg- önd, rauðhöfðaönd, grafönd, duggönd, skúfönd, straum- önd, æður (æðarfugl), topp- önd, gulönd, haföm, ijúpa, tjaldur, sandlóa, heiðlóa, tildra, hrossagaukur, spói, jaðrakan, stelkur, sendlingur, lóuþræll, óðinshani, silfur- máfur, skúmur, kjói, svart- bakur, sílamáfur, hvítmáfur, bjartmáfur, hettumáfur, rita, kría, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, hrafn, skógar- þröstur, steindepill, þúfutittl- ingur, maríuerla, starri, snjó- tittlingur. Stærsti fískurinn sem veiddist á sjóstangaveiði- Enginn smáfískur sem þarna leyndist á færinu! mótinu í Vestmannaeyjum ’84. Sj óstangaveiði- mót sumarið ’89 Sjóstangaveiði er alltaf að verða vinsælli og í sumar verða hald- in flögur sjóstangaveiðimót yfir helgar, þar sem siglt út á miðin og keppst við að draga í soðið - enda fínir verðlaunagripir í boði. Fyrsta mótið var haldið í Vestmannaeyjum um siðustu helgi. Þar voru 95 manns á sjó á 15 bátum. Það var 20. hvítasunnumót Vestmannaeyinga. Segja má að Flugfélag íslands hafí verið frumkvöðull að sjó- stangaveiði, þegar þeir komu með útlendinga til Vestmannaeyja árið ’59 - en sjóstangaveiðimótin byij- uðu ’69 og núna eru 4 sjóstanga- veiðifélög á landinu - Sjóís á ísafirði - Sjóve í Vestmannaeyjum - Sjóak á Akureyri og nýtt félag á Siglufirði, stofnað í febrúar. Laxveiðimenn, sem stunda sjó- stangaveiðimót, segja að þau séu skemmtilegri en laxinn að því leyti að þetta er keppni - meiri spenna. Nokkur grömm geta ráðið úrslit- um hvort þú færð verðlaunabikar, gull eða silfurpening. Mótunum lýkur með borðhaldi og verðlauna- afhendingu og auðvitað er dansað í lokin. Það skemmtilega við veiði úr sjó er að þú veist aldrei hvaða físktegund leynist á færinu - kannski ýsa, þorskur eða ufsa- grey! Karlmenn sem draga stór- lúðu eru taldir mjög kynþokkafull- ir — samkvæmt þjóðtrúnni! Þó að veiði í ám og vötnum sé talin „fínni“, gefur hún „aðeins" silung og lax. Annað sem er líka skemmtilegt við sjóstangaveiðina er — að þú ert næstum öruggur með að fá einhveija veiði. Ágætt uppbót fyrir þá sem hafa staðið á árbakkanum heilu dagana án þess að draga annað upp en slý úr botninum! i sjóstangaveiði er stýrt eftir dýptarmælinum — sjónvarpsskjá, sem allir fylgjast með af miklum áhuga, ekki síður en með spenn- andi sjónvarpsmynd! Rauði litur- inn á skjánum sýnir botninn - en þegar gulir bólstrar stíga upp, er torfa undir. Þá keppast allir um að koma færinu út - keipa færið hægt og gæta þess að tömist ekki, á meðan báturinn slúðrar yfír torfunni. Já, sjómannamálið er skemmtilegt og sjóstangaveiði kallar veiðimanninn fram, sem leynist í okkur öllum. Sjóstangaveiðimót í sumar verða sem hér segir: Helgina 6.-8. júlí á ísafírði. Upplýsingar hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur í síma 94-3103. Helgina 5.- 7. ágúst á Siglufirði. Upplýsingar hjá Viðari Ottesen í síma 96-71514. Og 1,- 3. september á Akureyri. Upplýs- ingar hjá Júlíusi Snorrasyni í síma 96-25900. Verð í allar ferðimar er 8.000 krónur — nestispakki og beita innifalin. Að leigja sér bát frá Grindavík Grindvíkingar bjóða ferðafólki upp á þá nýjung að taka bát á leigu með skipstjóra í 2ja, 5 eða 10 tíma ferðir út frá Grindavík. Um er að ræða nýjan bát, sem er sérstaklega hannaður fyrir slíkar ferðir. Olíkt öðrum sjóstangaveiðibát- um, sem sigla með litla hópa, þessum ferðum. Tveggja tíma ferðimar em meira hugsaðar fyrir sjó- stangaveiði. Þá er dólað í kringum Hófsnes — vestur undir Reykjanes eða austur undir Krísuvíkurbjarg. Áhuga- vert að skoða ströndina — fuglabyggðina í Krísuvík eða sjá gömlu verstöðina í Selvogi. Fullkomnar tölvurúllur og sjó- stangir em um borð. í fimm tíma ferðunum er hugsanlegt að fara út að Eldey og skoða stærstu súlnabyggð í heimi — sjá hvemig súlan stingur sér eftir ætinu, eins og omstuvél í átt að skotmarki! Jafnvel er möguleiki á að sigla til Surts- eyjar í lengri ferðunum — ef veður er gott. „Ef veður leyfir" er oft haft neðanmáls, þegar rætt er um eru flórir farþegar hámark í slíkar ferðir og að sjálfsögðu á sama við hér. Skipstjóri er Sveinn Siguijónsson, sem hef- ur stundað sjóinn frá Grindavík í 29 ár og þekkir sjávarslóðir þar eins og stofugólfíð heima hjá sér — að eigin sögn. Maí fram í júní er hægviðrasamur tími, segir Sveinn, en norðan- gola gefur best á sjóinn sunn- anlands. Hentugasti klæðnaður í ferðirnar er góð peysa, vind- þéttur jakki, lágstígvél og ull- arsokkar og að sjálfsögðu góð- ir vettlingar og höfuðfat. Kaffí er alltaf á könnunni. Ö1 til sölu um borð og kannski brauðsam- lokur í lengri ferðum. — Að síðustu ein sjóarasaga um lúðuna — en hún getur verið viðsjárverður fískur að draga úr sjó — samkvæmt þjóð- Jóhannes Gunnar GK í Grindavíkurhöfn trúnni! Formaður reri út frá Grindavík svonefndum tíæring. Við legufæri dregur formaður eina stórlúðu og síðan aðra. Hvatti formaður þá menn sína til að róa lífróður í land. Nú lægi mikið við, því kona hans væri honum ótrú. Sagan segir að hann hafi labbað sér beint í land og allt staðist sem lúðu- drátturinn sagði fyrir um! Tveggja tíma ferð kostar 8.000 krónur — fimm tíma ferðin 16.000. Betra að vera fleiri saman til að skipta verð- inu. Nánari upplýsingar hjá Sveini Sigurjónssyni í síma 92-68268. Öruggast að hringja á kvöldin. o.sv.b.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.