Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 2
E R L E N D A R B Æ K U R GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON tók saman Aeron Clement: The Cold Moons. Penguin Books. Ferðin til fyrir- heitna landsins er minni sem ekki er óalgengt í bók- menntum af öllum tegundum. Hreinar og klárar trúarbók- menntir geyma það, vísindaskáldsögur einnig, draugasögur af öllu tæi og unglinga og dýrasögur. The Cold Moons flallar um greifíngja sem flýja drápsfúsa erindreka stjómmálamanna, sveitir dýramorðingja sem trúa því að þeir séu að gera landbúnaðinum, heilsufari landa þeirra já og náttúrunni greiða með því að framkvæma það sem oddvitar þröngsýninn- ar hafa samþykkt eftir að hafa misskilið rannsóknir vísindamanna. Greifingjamir em hraktir í gönguna löngu, um fjöll og fim- indi þar sem dauðinn getur allt eins beðið þ eirra, en þörfín rekur þá áfram með viss- unni um fyrirheitna landið. Saga þessi er ágætlega sögð og persónu- sköpun, ef hægt er að segja svo um dýr, lýtalaus. George Mikes: How to be a Yank and more Wisdom. Penguin Books. Það var árið 1946 sem George Mikes sendi frá sér fyrstu bók sína: How to be an Alien. Þeir sem þá lásu bókina töldu að þar færi prýðileg- ur húmoristi og var ekki aftur snúið með það. Mikes var ekki hlátur í huga, bókina hafði hann talið alvarlega en þegar dómur páfanna var fallinn gerðist hann húmoristi og skrifaði margar bækur sem allar seldust þokkalega. í þessu riti em þrjár af bókum hans. Sú fyrsta fjallar um Ameríku og allt sem amerískt er eða var í það minnsta fyrir tæpum Qóram áratugum. Tíminn hefur unnið með Mikes, því hann hefur gert hið liðna hlægilegt og viðhorf sem tíðkuðust þá verða einhveijum tilefni til mikilla hlát- urgusa. Hinar bækumar tvær íjalla um daglegt og ódaglegt líf og starf húmorista og meðfram um bókmenntir yfírhöfuð. George Mikes fæddist í Ungveijalandi. Hann stundaði lögfræðinám og varð sér úti um doktorsnafnbót í heimalandi sínu áður en hann gerðist blaðamaður og flentist í Lundúnum. Þar bjó hann það sem eftir lifði ævinnar. George Mikes lést á fyrra ári. Dervla Murphy: Tales from two Cities. Penguin Books. í Manningham í Bradford búa Qöl- margir innflytj- endur af asiskum uppruna. Þeir stunda verslun og vinnu, guði sína og siði en eiga æ erf- iðara uppdráttar þar sem aukins kynþáttahaturs gætir meðal almennings á Englandi. Hatrið birtist í ótal myndum, mddalegu ofbeldi, fyrirlitningu á siðum og trú, og þessari alkunnu og út- breiddu heimsku sem jafnan er uppspretta kynþáttahaturs. Frásagnir Dervla Murphy em frá fyrstu hendi. Hún bjó á meðal inn- flytjendanna, kynntist þeim náið og einnig hinum óbrotnu bretum sem fínnst sér ógnað með nærvera þessara útlendinga. Frú Murp- hy bjó og með svörtum í Hardsworth í Birm- ingham og lýsir vitaskuld þeim geiranum af sömu þekkingu og hinum. Bók þessi er hrollvekjandi á flestan máta og grimmileg skyldulesning allra þeirra sem láta sig þjóð- félagsumræðu varða. Ur hreinsunarlauginni Nú orðið eru einnig karlmenn orðnir gjaldgeng- ir sem sýningargripir í auglýsingum, þótt merkilegt kunni að þykja með tilliti til þess að þeir sem búa til auglýsingar eru venjulega allra síðastir til að leggja hefðbundin mynst- ur um hlutverk kynjanna fyrir róða. Lítið t.d. á Levi’s-auglýsinguna sem um þessar mundir prýðir auglýsingasúlur Stokkhólms- borgar. Karlmennimir birtast hér tæpast sem neinar fyrirmyndir sem óskandi væri að líkjast, þeir beina ekki hvetjandi sjónum að áhorfandanum. Niðurlútir, í vamarlausri nekt, virðast þeir öllu fremur sárbæna um að verða teknir til handargagns. Tælingin felst ekki í því að þeir séu karlmannsímynd- in uppmáluð, heldur öllu fremur í að gefa ákveðið í skyn að þeir búi yfír einhveijum leyndardómi. Grein úr Svenska Dagbladet frá 8. apríl sl., um einkasýningu Jóns Óskars í Galleri Long í Malmö. Síðar í þessum mánuði hefur Jón Óskar haldið aðra einkasýningu í Galleri Fahl í Stokkhólmi. Það er örðugt að túlka þessi nýju auglýs- ingabrögð öðmvísi en sem hugvitsamlega aðferð til að virkja arfþegnar hugmyndir okkar um hið karlmannlega og hið. kven- lega. Ef karlmaður er sýndur á mynd í stell- ingum og búinn einkennistáknum sem venja er að tengja konum veldur það fijórri tvíbendni hjá áhorfandanum, hann dregst inn í heim myndarinnar af þvi að hann neyð- ist tii að túlka sjálfur inntak hennar og boðskap. Hið óbundna — hið tvíkynja — er æ meira farið að koma í staðinn fyrir þá grímulaus áskomn til neytandans sem áður tíðkaðist í auglýsingunum. Tvíbendni af svipuðu tæi hefur ætíð ein- kennt málverk íslenska listamannsins Jóns Óskars af nafnlausum karlmönnum, oftast eins og á hinni nýju, stóra, sýningu hans í Galleri Láng í Malmö — stækkuðum upp í risaform auglýsinganna. Á málverkunum má sjá þá í býsna úthugsuðum stellingum, halla sér slyttislega upp að brotnum múr- vegg eða standa með fíngurna kæraleysis- lega krækta í beltishankana á gallabuxun- um. Við skynjum þá samt ekki sem sýninga- gripi á sama hátt, af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ekki enn verið fullmótaðir í myndinni. Karlmennimir í gallabuxnaaug- lýsingunni bera vöramerkið eins og stimpil á nöktum líkamanum, á málverkum Jóns Óskars birtast karlmyndimar aftur á móti óháðar öllum nafntáknum. Þetta virðist mér draga skýra markalínu milli fagurfræði auglýsinganna og þeirrar samtímalistar sem fer í smiðju til þessarar fagurfræði til að auka tjáningarmátt sinn. Hversu tvíræð sem auglýsingamynd kannað virðast nú á dögum er hún alltaf sýnd í endanlegum búningi. Það má ekki vera svigrúm fyrir neina tvíbendni í myndinni sjálfri, aðeins í túlkun okkar á henni. Hjá Jóni Oskari verður tvíbendnin greind á hinu ytra borði, hún er óhjákvæmileg afleiðing af vali hans á tækni og efni. Jón Óskar byijar á því að þekja lérefti með bræddu býflugnavaxi sem eftir storkn- un er málað með svörtum lit. Síðan er mynd- in gerð með þeim hætti, að svarti liturinn er skafínn mismikið af vaxhúðinni. Þetta er gífurlega fyrirhafnarsamt og tímafrekt ferli þar sem hin lífræna áferð — mynd- flöturinn verður holóttur og gegnsmoginn — myndar mjög áhrifaríka andstæðu við alger- lega nafnlausa, nánast kynlausa ásynd karl- veranna sem horfa við okkur. En vinnuaðferðin sameinar líka andstæð- ur af öðra tæi. Á yfírborðinu getur tæknin minnt á aðferð ljósmyndarans er hann skol- ar myndina hægt og hægt fram úr framköll- unarbaði myrkvaklefans. En jafnframt má hér greina tengsl við miklum mun eldri handverkstækni. Að rista, skafa og grópa í órofíð, lífrænt yfírborð er einmitt það sem menn hafa ætíð gert til að setja mark sitt á umhverfið í særingarskyni. Það er þessi sífellt óleysta spenna milli hins lífræna og hins ólífræna — milli mennskra forma myndarinnar og hins ómennska svipmóts hennar — sem gerir áhrifín af myndum Jóns Óskars svo yfir- þyrmandi. Sama spennuviðhorf kemur líka fram í því hvemig við túlkum þessar karlver- ur. í nafnleysi sínu birtast þær okkur sem hetjur frá einhverri goðsögulegri framöld. En um leið era líkamir þeirra ofurseldir undarlegu vamarleysi, eins og þeir hafí fyr- ir einskæra hendingu verið leiddir fram úr einhveiju dimmu skúmaskoti að húsabaki. Frá þessu sjónarhomi er hetjuskapur þeirra ekki fólginn í því að þeir líkt og garpar goðsögunnar beri samfélagið á nöktum herðum sér, heldur í hinu að þeir hafi verið hraktir út á hjara samfélagsins og sviptir þar bæði fmynd og lífsgildi. Þannig má segja að Jön Óskar vinni verk sín í framhaldi þeirrar neikvæðu fagurfræði sem er eins og dimmur undirtónn hvarvetna í okkar upplýsta, afkristnaða samfélagi: Þeirrar hefðar sem kvikmyndahöfundar eins og Fassbinder og Pasolini ræktu með de Sade og Nietzsche að fyrirmyndum. Sam- kvæmt þeirri skoðun er það ekki þjóðfélag- ið sem bendir á hinn siðspillta afbrotamann heldur þvert á móti glæpamaðurinn sem með öfgaverkum sínum sér fyrir því að þjóð- félaginu haldist á hugmyndum sínum um hvað sér rétt, heilagt og sæmandi. Hinn útskúfaði öðlast þannig tvöfalt hlutverk, verður bæði sá sem sætir refsingu og sá sem endurleysir. Á þjófinn, morðingjann er litið bæði sem syndasel og dýrling. Virðið fyrir ykkur málverk Jóns Óskars, „Angels are dreaming of me“: Það er tæp- ast hægt að komast þjá því að lesa ævagöm- ul Kristsmyndaminni úr útréttum handleggj- unum og tærðum líkamanum. En útvalning- in gerist ekki í uppljómaðri kirkju heldur í óhijálegum öngstrætum stórborgarinnar. Þar fær loks hinn útskúfaði heiti, stígur fram úr nafnleysi sínu sæmdur augliti og ásjónu. Höfundur er Steve Sem-Sandberg. Þýðandi er Árni Gunnarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.