Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 3
USBOK ®@1]íö]®[n]0E0@®Œ]®® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:, Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af vatnslitamynd eftir Gunnlaug Stefán Gíslason, listmálara og kennara við Myndlista- og handíðaskóla íslands, sem nú sýnir í Hafnarborg í Hafnarfírði. Sýningin hófst um síðustu helgi. Gunnlaugur Stefán er einn fárra, sem lagt hafa fyrir sig gerð vatnslita- mynda. Hann hefur unnið og vinnur enn í raunsæisút- færslu og myndefni hans eru oft af einstökum hlut- um, sem tímans tönn er farin að vinna á, en landslag er einnig á efnisskránni. Myndin heitir einfaldlega „Drumbur". Steinn Steinarr var til umræðu í ágætum sjónvarpsþætti á síðasta ári í umsjón Inga Boga Bogasonar. Þar var m.a. rætt við Kristján Albertsson, sem síðan er fallinn frá. Kristján hafði þó frá ýmsu fleiru að segja í sam- bandi við Stein en því sem hægt var að koma að í þættinum og Ingi Bogi skráði það sem betur fer eftir honum. Háskólinn í Bologna var ekki að fæðast í gær. Hann hélt nýlega uppá 900 áta afmæli sitt og geri aðrir betur. Með öðrum orðum, þá hefur skólahald verið byijað í Bologna-háskóla þegar Ari fróði skráði íslendingabók. Frá þessari merku menningarstofnun segir Ásta Mar- grét Ásmundsdóttir í máli og myndum. Ferdabladid hefur kynnt sér hvað stendur ferðamönnum til boða í Hamborg og ástæðan er sú, að í ár fagnar Ham- borg 800 ára afmæli sínu. Hamborg tengdist fyrr meir íslandi vegna hansakaupmanna, en nú er borgin vinsæll áfangastaður, enda bæði verzlunar- og menn- ingarborg. NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR Jón Gunnar Pie Jesu Domine Dona eis requiem Skein í næturbirtu ryð gamla hússins Sögðum og sögðum hvort öðru og birtudans speglanna svifu vængálfar María Mey sat á steini dönsuðu orð okkar inn í ákafan glaum sólar María. Mey á steini sögðum og sögðum hvort öðru. Jón Gunnar Árnason myndhöggvari lézt í Reykjavík síðast í apríl. B B »1 ÆT Eg er hættur við Fyrir nokkrum árum gegndi ég um tíma formennsku í gólitísku félagi úti á landi. Á aðalfundi, skömmu fyrir kosningar, voru borin upp ýmis mál og þeim síðan vísað frá eða samþykkt eftir atvikum að loknum hefðbundnum umræðum. Daginn eftir hringdi einn fuqdarmanna til mín og vildi ræða breytingar á tilteknum málum. Ég benti honum á að þessi mál væru afgreidd. Þau hefðu verið samþykkt með öllum greidd- um atkvæðumi og þar með hans sjálfs. „Ég veit það,“ sagði hann léttur í bragði, „eji ég er búinn að skipta um skoðun!" Þetta kom mér á óvart því hér var á ferð- inni félagsvanur maður og einn af máttar: stólpum sveitarfélagsins til margra ára. í bamaskap mínum hafði ég haldið að aðal- fundarsamþykkt væri bindandi, að minnsta kosti fyrir þá sem að henni stóðu, en ég átti ýmislegt ólært. Framhald málsins var bæði lærdómsríkt og á vissan hátt skemmti- legt.' Én varðandi fundarsamþýkktir og ábyrgð manna á eigin tillögum var mér sagt að svoleiðis smámunasemi væri ágæt handá þeim fyrir sunnan. Hér væru menn ekki alltaf að eltast við bókstafí, heldur spiluðu eftir eyranu þegar þess gerðist þörf. Ég hef alltaf metið mikils að hafa fengið að kynnast viðhorfum og vinnubrögðum í svona litlu bæjarfélagi, þar sem menn setja sér öðru hvoru sínar eigin reglur. Eiginlega taldi ég þetta vera „sjarmerandi" sérkenni lítilla éða afskekktra byggðarlaga. Ég hef smám saman orðið þess vísari að svo er ekki. Við hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu virðumst í vaxandi mæli vera að tileinka okkur þann hugsunarhátt að það jafngildi samningsrofí að skipta um skoðun og það er hvorki saklaust eða sjarmerandi þjóðfélag seiji' tekur slíkt gott og gilt. Umræður síðustu vikna vekja með manni ugg um að orðheldni sé á hröðu undan- haldi. Mismunandi skilning manna á þeim málum sem ber hæst má eflaust að ein- hveiju leyti rekja til þess að samþykktir og samninga má oft túlka á fleiri en einn hátt. Stundum eru þeir meira að segjá beinlínis gerðir með það í huga að í þeim felist svig- rúm til breytinga eða frávika. Það breytir ekki því, að almenningur situr eftir með þann- skilning að ríkisvaldið hafi svikið samninga við lögreglumenn, með því að hætta við eitthvað sem búið vár að semja um. Ríkið, eða fjármálaráðherra( hafí einnig hætt við að uppfylla samning sem kennarar hafí talið samkomuiag um og með því gert alla frekari samningagerð erfíðari, þar sem fólk með slíka reynslu treystir engu nema því sem er geimeglt. Eitthvað kann að vera umdeilanlegt í þessum málupi, en erfítt er að draga aðra ályktun af fréttum en þá, að einhveijir hafí ákveðið að skipta um skoðun. Einhliða yfírlýsing bæjarstjómar Kópa- vogs á dögunum um að hún væri hætt við að standa við samning sinn við Reykjavíkur- borg er skýrasta dæmið um framangreint viðhorf til samninga. Það er líka eftirtektar- vert í hvaða farveg umræðunni er beint, og maður veltir því fyrir sér hvort það sé gert beinlínis í því augnamiði að mgla dómgreind almennings. Kjami málsins, brot á samningi vegna þess að annar aðilinn skiptir um skoð- un og ákveður að hætta við, hverfur í skugg- ann. Það sem um er rætt en Hvort vilja menn frekar umferðarmengun eða græn útivistarsvæði í Fossvogsdal? Hér áður fyrr þótti loforð vandaðra manna jafngilda efndum. Samningar sem innsiglaðir vora með handsali, vora jafn bindandi og skriflegir samningar og enginn maður með sjálfsvirðingu lýsti því yfír að hann væri „hættur við“ slíkan samning af því fórsendur hefðu breyst. •Líkast til myndi vefjast fyrir mörgu ungu fóllq -í dág hvað handsal merkir. Ef samn- ingsaðíli rétti því höndina og segði „við skulum handsala þetta", héldu þau eflaust að hann væri að spauga. Virðing fyrir lögum og reglum í þjóð- félaginu fer þverrandi, og það sjónarmið er ekki óþekkty að ef lögin era manni ekki að skapi,. þá þurfi maður ekki að fara eftir þeim. Þetta þekkist meira að segja hjá ein- staka frammámanni. Einn slíkur sem minnt- ur var- á að tiltekið atriði væri bundið í lög- um, svaraði snúðugt: „Það era þá bara ólög!“ Þetta er auðvitað varhugavert sjónarmið. Sá sem ákveður að hafa að engu lög eða reglu sem samfélagið hefur sett sér, getur aldrei verið öraggur um að einhveijir aðrir ákveði ekki að hundsa önnur lög og aðrar reglur sem hann telur nauðsynlegar öryggi sínu og velferð. Ef löghlýðni og það að standa við samninga fer að vera geðþótta- mál, þá endar það auðvitað með því að vera geðþóttamál allra en ekki bara manns sjálfs og slíkt mundi augljóslega enda í fullkomnu öngþveiti. Kannski ber þetta fyrst og síðast vott um þverrandi virðingu manna fyrir sjálfum sér. Einhvemveginn fínnst manni að þeir sem' létu sér nægja handsal eða orðin ein við samningagerð, hafi tengt mannorð sitt orðheldni og ekki metið það til fjár. Nú er þáð ekki svo að ég haldi að allt hafí verið betra áður fyrr og mönnum hafi farið aftur hvað heiðarleika snertir. Hitt er ljóst að veruieg upplausn er á ýmsum svið- um þjóðfélagsins og miklar breytingar eiga sér stað. Aðlögunarhæfni einstaklinga er mismunandi mikil og margir era ráðvilltir í uþplýsingaflæði og sjónhverfingum stjóm- málanna. Þó að nýir tímar hafi oft í för með sér nýtt gildismat megum við ekki vill- ast á aðalatriðiim og aukaatriðum og missa sjónar á því sem okkar lýðræðisskipulag hvílir á. Þeir sem era í þjónustu almennings verða auðvitað að vera öðram fyrirmynd í þessum efnum. Kannski er skortur á sjálfsaga að verða vandamál. Mönnum þykir sjálfsagt og eðli- legt að þjóna lund sinni og telja það við- hlítandi skýringu á ámælisverðri breytni að það liggi öðravísi á þeim í dag en gær. Einnig virðist það vera útbreiddur skilning- ur á ihalfrelsi, að það merki að manni sé frjálst að segja hvað sem er um hvem sem er í heyranda hljóði. Ekki megi áfellast þann sem dregur ærana af næsta manni ef hann gérir það í nafni málfrelsis. Þessu má líkja við það að hafí maður bflpróf sé manni þar með heimilt að keyra niður hvem sem er. Það er kannski vísbending um þetta ómeðvitaða gildismat okkar, að þeir stjóm- málqforingjar sem mest hæla sér af því að verá í takt við tímann, kjósa að ferðast um landið „á rauðu ljósi". JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAÍ 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.