Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 15
...að sitja kyrr á sama stað/ en samt að vera að ferðast '°AMfy Þegar ferðalög eru skipulögð er lestur um þá staði sem stefii- an er tekin á, veigamikill liður í undirbúningi. Með því að kynna sér nokkuð vel slatta af staðreyndum um landið ásamt með sögu þess svo og að lesa sér til um siði og venjur er líklegra að ferða- maðurinn pjóti ferðarinnar mun betur. Þetta á auðvitað enn frek- ar við þegar farið er til flarlægra landa og framandi, þar sem siðir og hættir eru gerólíkir þeim sem við þekkjum. Sé ferðamað- ur með það á hreinu er líka trúlegra að hann geri ekki mistök í umgengni, tali og klæðaburði sem getur valdið nokkrum leiðind- um. Það er hinn mesti misskilningur og skammsýni sem gerir vart við sig þjá of mörgum ferðalöngum, að þeir geti leyft sér að lifa og láta eins og heima iy'á sér, án þess að virða skráð eða óskráð lög þeirra staða sem þeir sækja heim. Það er beinlínis kurteisiskylda ferðamanns að setja sig eins vel og unnt er inn í hugsunarhátt gestgjafalandsins og hafa þekk- ingu á helstu þáttum í sögu þess. Þvi er rétt að gefa gaum að þeim ferðabókum sem í boði eru. Úrval- ið sem er hérlendis er mjög mis- munandi eftir árstíðum, eftirspurn og atbeina bókabúðanna. Að sönnu eru dönsku smábækurnar „Turen gaar til...“ alltaf fáan- legar og efni þeirra er auðvitað betra en ekkert þótt mér finnist það í rýrara lagi og bækurnar yfirleitt um lönd sem fjölfarið er til og upplýsingar auðfengnari. Ferðabækur miðast margar við ákveðinn og afmarkaðan hóp ferðamanna. Þá dettur mér fyrst í hug „shoestring" bókaflokkur- inn, þar sem stflað er einkum upp á að ferðamaður vilji ferðast sem ódýrast og leiti uppi gististaði og ferðir í landinu í samræmi við það. Ég hef nýlokið við að glugga í „Africa on a shoestring" og er þar margt læsilegt og upplýsingar mjög ítarlegar. Saga hvers lands er rakin í stuttu en aðgengilegu máli og sérstakur kafli er til að skýra fyrir ferðamanni að Afríka sé svo ólíkur heimur, ferðamanna- iðnaður aðeins í örfáum löndum orðinn þróaður, hugsunarháttur og lífsviðhorf það framandleg að ferðamanni sé best að setja sig í alveg nýjar stellingar ef hann ætlar að njóta Afríku. En þeir sem sendi stress og tímaskyn í brottu og séu sveigjanlegir í áætlunum sínum, gæti vel að mataræði, án þess að verða þó svo uppteknir af því að þeir þori aldrei að smakka afrískan mat, sem sagt taka löndin og þjóðimar á afslapp- aðan hátt og opinn, þeir ferða- langar muni ekki aðeins njóta Afríku, heldur beinlínis verða hugfangnir. En allur lestur um Afríkulönd fyrir ferðalög — eink- um þar sem ekki er um pakkaferð- ir að ræða, er augljóslega nauð- synlegri en þegar farið er um ýmis önnur lönd. Annar ferðabókaflokkur er Lonely planet og þar er að finna bækur um ýmis ijarlæg lönd, einkum í Asíu. Bækumar em % ‘iH= verulega vandaðar og upplýsandi. Þær fara bil beggja, em í senn fyrir hinn venjulega ferðamann sem er ekki með morð fjár í vasan- um en vill þó fá sem gleggsta mynd af landi og fólki. Bókunum er skipt mjög skipulega niður þar sem fjallað er um hin ýmsu svæði í landinu og mjög skilmerkilegur kafli um alls konar atriði sem þarflegt og nauðsynlegt er að vita um, svo sem vegabréfsáritanir, bólusetningar og hvaðeina. í þess- um flokki hef ég meðal annars lesið bækur um Bangladesh og Pakistan og eftir ferð til Bangla- desh í fyrra, get ég því borið vitni um að þessar bækur em áreiðan- legar og lausar við allan auglýs- ingatón. Enn önnur tegund ferðabóka em svo handbækur og sú allra besta sem ég hef lesið meðal þeirra er The Traveller’ s Hand- book, gefin út af Wexasferða- klúbbnum í London, en má panta gegnum bókaverslanir hér. Marg- ir kaflar í þessari bók em bráð- skemmtilegir aflestrar og til að gefa hugmynd um innihaldið nefni ég nokkra, Hvers konar ferð?, Ferðalangar í hópferð, Lúxus- ferðamaðurinn, Kaupsýsluferða- langurinn, Námsmaður á ferð, Kona ein á ferð, Fatlaðir ferða- menn o.s.frv. Þama em yfirlit- skaflar um heimshluta, en ekki lögð áhersla á hvert einstakt land. Upplýsingakaflinn miðast að sönnu nokkuð við breska ferða- menn, en ætti að gagnast fleimm. Eftir að ég náði mér í þessa bók er hún ómissandi í pússi mínu á ferðalögum. Ferðabækur sem em gefnar út í tilteknum löndum geta verið ágsétar fyrir sinn hatt. Þær geta þó haft sína annmarka, einkum þar sem er einræðisstjóm — hversu góðviljuð sem hún er nú sums staðar — eins og í ýmsum Arabalöndum. Þar af leiðir að í slíkum bókum er meira lagt upp úr myndaefni, sem einatt er alveg frábært, og síðan því sem stjóm- völd vilja koma á framfæri. Að vísu þjálfast maður í að lesa milli línanna í sumum bókum þessarar gerðar og átta sig á að þær skulu teknar með fyrirvara. Sumar minna fullmikið á auglýs- ingabæklinga og gildi þeirra þar af leiðandi allt í hófí. Það er fleira ferðabækur en upplýsingarit, hversu góð og gegn þau geta verið. Bókin „Arabia through the Looking Glass" eftir breskan blaðamann er einhver snjallasta lesning um Arabalönd sem ég hef lesið. Þar segir meira frá höfundi sjálfum og þeim sem á vegi hans verða en að hann sé með upptalningar eða upplýsinga- miðlun. Á hinn bóginn er rétt að hafa í huga að slíkar frásagnir segja manni stundum langtum meira en landslagslýsingar eða upptalningaromsa. Ifyrir áhuga- menn um Arabalönd er óhætt að mæla með þessari bók. Langfallegustu og vönduðustu ferðabækur eru að mínum dómi Insight bækumar. Þær era stórar og forkunnarfallega útgefnar af APA í Singapore. Þessar bækur hafa sérstöðu hvað það varðar að þama skrifa höfundar með sér- þekkingu, m.a. á sögu, náttúru- fræði, jarðfræði, menningu og fleiru. Þó svo að Insight bækura- ar veiji langmestu efni í þess konar kafla eru einnig stuttar en skilmerkilegar upplýsingar og greinargóðar. Myndimar eru svo sér kapítuli, margar hreinustu. listaverk. Langflestar Insight- bækur eru um Asíulönd. Þessar bækur eru ekki þannig að maður gleypi þær í einum bita í hrað- lestri. En þær eru bragðmikil upp- spretta fróðleiksþyrstum ferða- löngum. Fyrir ferð til ákveðinna landa. Meðan á henni stendur. Og jafnvel þeim sem fara þangað aldrei nema í huganum. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Helgi Tómasson dansar á aftnæli Parísar Þeim sem ætla að heimsækja París næstu vikur, finnst eflaust forvitnilegt að besti dansari okkar, Helgi Tómas- son, verður þar á ferð með San Francisco-ballettinn, frá 18.-25. maí. Helgi tók við stjóra balletts- ins 1985 og er talinn hafa gefíð flokknum nýtt og spenn- andi útlit. Meðal annars kom Helgi með dirfskufulla, nýja útfærslu á hinum klassíska ballett Tsjajkovskíjs „Svana- vatnið“, sem flokkurinn verður með á dagskrá í París. Dagskráin er sem hér segir: SVANAVATNIÐ undir stjórn Helga verður sýnt frá og með 18.-21. maí kl. 8.30 síðdegis, nema sunnudaginn 21. maí kl. 6.00. Frá og með 23.-26. maí kl. 8.80 verða á dagskrá: TIL- BRIGÐI OG ÞEMA, tónlist eftir Tsjajkovskíj, stjórnandi George Balanchine; NÝR SVEFN, tónlist eftir Tom Will- ems, stjóraandi William For- sythe. og HÁTÍÐARDAG- SKRA, tónlist eftir Hándel, stjómandi Helgi Tómasson. Sýningamar eru í Theatre des Champs-Elysées, 16 Avenue Montaigne, 75008 París. Verð á miðum er 1.350 krónur í annars flokks sætum en 1.920 í betri sætaröðum. Helgi á sviðinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAI 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.