Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 8
HÁSKÓLINN í BOLOGNA 900 ÁRA Menn móta hér viðhorf sitt til heimsins hinni fögru miðaldaborg Bologna á Norður-Ítalíu, var á árinu 1988 haldið upp á 900 ára afmæli háskólans sem kenndur er við hana. Þetta er elsti háskóli hins vestræna heims og oft nefndur „Alma Mater Studiorum“. Háskólinn hefur alltaf gegnt Rætt við Fabio Roversi-Monaco, rektor háskólans í Bologna, sem rekur sögu sína allt aftur til 1067. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands tók þátt í ráðstefnu á vegum Fláskólans, fimmtudaginn 18. maí síðastliðinn. Texti, viðtal og myndir: Ásta Margrét Ásmundsdóttir stóru hlutverki í borgarlífinu og Bolognabú- ar eru stoltir af skólanum sínum. Afmælis- hátíðin var vel skipulögð og var þar margt sem vakti athygli. Fyrst er að nefna undir- ritun frelsisskrár evrópskra háskóla „Magna Charta", sem fór fram við hátíðlega athöfn á aðaltorginu í Bologna, 18. september sl. En hvaða þýðingu hefur frelsisskráin? Frels- isskráin var undirrituð af háskólarektorum alls staðar að úr heiminum, þar á meðal af rektor Háskóla íslands dr. Sigmundi Guðbjamasyni. Hún er krafa háskólanna um aukið sjálfstæði. Háskóli er stofnun, sem á að kenna og stunda rannsóknir, fijáls og óháð pólitískum og efnahagslegum öflum. Þetta er skilyrði þess að menn beri traust til háskólanna og tilleggs þeirra til þjóð- félagsins. Þetta er einnig skilyrði þess að háskólar í hinum óliku löndum geti unnið hér saman og þannig aukið þekkingu sína. Það má líklega segja að við hér á íslandi stöndum vel að vígi í þessum efnum miðað við mörg önnur lönd, en margir eiga langt í land. Frelsisskráin gefur því miklar vonir og sýnir samstöðu háskólanna í að ná fram umbótum. Annað atriðið sem mikla athygli hefur vakið, voru pólitískar heiðursdoktor- sveitingar til manna eins og Nelsons Mand- ela, Maríu Theresu, og ekki síst til Alexand- ers Dubceks. Koma Alexanders Dubceks til Bologna vakti heimsathygli, þar sem það var í fýrsta skiptið sem foringi „Vorsins í Prag“ fékk leyfí til þess að heimsækja vest- rænt ríki, síðan innrásin var gerð í Tékkó- slóvakíu. Hér birtist einnig viðtal sem höf- undur átti við rektor skólans dr. Fabio Ro- versi-Monaco. Upphafið Háskólinn í Bologna rekur reyndar sögu sína allt aftur til áranna í kringum 1067, en frá því ári eru til heimildir um sk. „legis doctores" í Bologna, jen „legis doctor" var sá sem kenndi lög. Á miðöldum voru það klapstrin sem gegndu hlutverki skóla í Evr- ópu. í klaustrunum voru kennd guðfræði og klassísk fræði og einnig stjömufræði, stærð- fræði og tónlist. í þeim var víða að fínna merk bókasöfn, sem varðveittu menningar- verðmæti sem annars hefðu sjálfsagt glatast á þessum myrku tímum. Þessir klausturskól- ar voru allir á því stigi sem við köllum menntaskólastig. Líklegt má telja að upphaf- lega hafi Háskólinn í Bologna verið skóli fýrir lagaskrifara („arte notarile"), þar sem kennd var listin að skrifa lög Rómveija á réttan hátt, en hafí síðan þróast yfir í lagahá- skóla. Við tölum um Háskólann í Bologna sem fyrsta háskóla heims, þar sem grundvöll- ur hans og hlutverk var frábrugðið hinum hefðbundnu skólum. í fýrsta lagi var hann opinn öllum stúdentum, það er að segja karl- kyns, og stóð fyrir utan stofnanir eins og kirkju og ríki. í öðru lagi voru þekkingarvið- mið hærri og kennarar stunduðu sjálfstæðar rannsóknir samhliða kennslu. Stúdentar út- skrifuðust við hátíðlega athöfn og fengu titil- inn „Licentia Docendi“ sem veitti þeim rétt til þess að kenna og stunda lögfræði. í þriðja lagi var Háskólinn í Bologna „universitas scholarium" nánar tiltekið stofnun sem að öllu leyti var stjómað af stúdentum sjálfum. „Universitas studiorum“, Það form sem við þekkjum í dag, kom ekki fyrr en löngu síðar. Það var ekki fyrr en á tímum Napóleons að stúdentar misstu stjómina á Háskólanum og rektorar sem áður voru kosnir úr hópi stúd- enta voru kosnir úr hópi kennara. Skildir háskólarektora. Fram til tíma Napóleoas fóru stúdentar með stjón skólans. Alexander Dubceck frá Tékkóslóvakíu ávarpar stúdenta í Bologna eftir að hafa verið útnefndur heiðursdoktor. Dr. Fabio Roversi-Monaco rektor Há skólans í Bologna. Framhlið byggingarinmr sem hýsir skrifstofur Háskólans í Bologna. Stúdentalífíð Á 13. og 14. öld var blómaskeið Háskól- ans. Bologna var á þessum tíma u.þ.b. 32 þúsund manna borg og voru stúdentar 10 til 12 þúsund. Svipmót borgarinnar varð fyr ir miklum áhrifum af háskólanum. Nemendui flykktust þangað alls staðar að frá Evrópu Skólinn varð fljótt þekktur um allan him vestræna heim, enda var hann sá fyrsti sinna:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.