Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 16
-I- Krakkar í Wissa Wassef-skó- lanum — öll svo lífsglöð og litskrúðug eru garðyrkjumenn og rækta jurt- imar, sem garnið er litað úr — og þeir sem aðstoðuðu við að byggja skólann eru orðnir sér- fræðingar í gatnalli, arabískri húsagerðarlist. Ég geng með Maysu um skólann og dáist að því hvað hún er þolinmóð og góð við alla — það er ekki fyrir alla að ná slíkri listsköpun út úr þess- um náttúrubörnum. Þarna hangir undurfagurt _ teppi, yfirgefið og hálfunnið. „Ég er hrædd um, að þetta teppi verði aldrei fullunnið, segir Maysa. Konan sem á það, er orðin veik af þunglyndi, vegna þess að hún hefur aldrei gifst og manninn, sem blómstrar," segir Maysa. „Það er fyrst, þegar kon- urnar eru búnar að koma börnun- um upp, að þær fara að verða skapandi aftur.“ Og við sjáum hvaða myndir eru eftir Kofta (kristna Égypta) og hverjar eru eftir múhameðstrúarfólk. At- vinnuhættir og daglegt líf, trú, von og vonbrigði — allt er þetta ofið inn í litríkan myndvefnaðinn. Það er ekki undarlegt, að Harran- ia teppin séu orðin heimsfræg og eftirsótt — þau sýna lífssögu nátt- úrubarnana úr Harrania-þorpi — sjaldgæf náttúrulistaverk í hrað- fleygum nútímaheimi. O.Sv.B. Það er hægt að kaupa teppin í skólanum eða í miðborg Kaíró, SENOUHI, 54 Sharia Abdel Khal- ek Sarwat, 5. hæð. Einnig í þorp- inu Kardassa, rétt hjá pýramídun- um. Verðið er allt frá nokkur hundruð upp í hundrað þúsund krónur! Konan var svo niðursokkin i sína listsköpun, að hún tók ekki eftir okkur. er orðin 47 ára. Slíkar konur eru fordæmdar í þorpinu. Ég hef sagt henni, að hún sé orðin þekkt lista- kona og eigi ekki að taka þetta nærri sér, en siðvenjurnar eru sterkari. „í Egyptalandi segir gamall málsháttur, að hjónabandið lækni öll vandamál," heldur Maysa áfram, „en sjáðu bara hvaða áhrif það hefur á þetta fólk.“ Og hún sýnir mér, hvernig litagleði og list- sköpun karlmanna færist í aukana eftir hjónaband — og hvernig dregur úr sköpunarmætti kvenna. „Konumar heftast af bameignum og að stjana í kringum eigin- Aðeins 12 ára og passar litlu systur, á meðan hún vinnur. Lundúna- kvöldverð- ur með lávörðum Hátíðlegt kvöldverðarboð í lávarðadeiid breska þingsins, kemur yfirleitt aðeins frá lá- vörðunum sjálfúm. En peningar gera allt mögulegt og í gegnum söfnun til góðgerðastarfsemi — gefct ferðamönnum kostur á að borða með hinum tignu lávörð- um í borðsal þeirra í þinginu! Fjórum eða fimm sinnum á ári — fá 30-40 manna hópar tækifæri til kvöldgöngu um þingsali, ásamt því að þiggja þar fordrykk og kvöldverð. Og það tilheyrir að bjóða upp á vindla- í Westminster-höll- inni! Yfir kvöldverðarborði flytja heiðursgestir ræðu, einnig tala sendiherrar eða aðrir opinberir starfsmenn um ættlönd sín. Kvöld- verðurinn byijar kl. 6.20 og er lok- ið kl. 10.30. Karlmenn verða að bera svört hálsbindi. Og það er vel þegið, að gestir mæti í þjóðbúning- um síns heimalands. Á þessu ári verður boðið upp á slíkar ferðir 19. maí, 13. október og 8. desember. Kvöldferðin í höl- lina kostar um 4.400 krónur og er liður í aiþjóðlegum menningar- skiptum milli Bretlands og annarra landa. Ferðirnar eru skipulagðar- af„Worthy Intemational Travel Limited“ í London. Sími: 376- 3559. „Ný“ Hótel Esja á gömlum gnmni Hótel Esja hefúr nú opn- að aftur eftir gagngerðar endurbætur, sem kostuðu um 120 milýónir. 135 hót- elherbergi hafa fengið nýtt svipmót, nýjan Hús- búnað og baðherbergis- búnað og fleira til aukinna þæginda fyrir gesti. Sérstök herbergi hafa ver- ið innréttuð fyrir hreyfihaml- aða og íslenskt hótel býður nú í fyrsta sinn upp á reyk- laus herbergi. Litasjónvörp, með fjölbreyttu myndbanda- kerfi er í hvetju herbergi og barskápur. Á annarri hæð hefur verið komið upp góðri fundaaðstöðu með viðeigandi tækjabúnaði. Tveir veitinga- staðir eru í Hótel Esju, Esju- berg og „Pizza Hut“, báðir með vínveitingaleyfi. Á efstu hæð er barsetustofan, Skála- fell, með útsýni yfir til Esj- unnar. Ýmiss þjónustufyrir- tæki eru í hótelbyggingunni til hagræðis fyrir gesti. Svipmynd úr endurnýjuðu hótelherbergi. Sessunauturinn hefur óneitanlega mikið að segja! Hinn hagsýni ferðamaður: Undirbúningur fyrir flugferðina Þú getur notið þess að sitja í flugvél, með því að undirbúa þig vel fyrir flugferðina. Hafðu með þér „vasadiskó" með úr- vali af skemmtilegum lögum eða upplestri — bók, sem þú hefúr ekki haft tíma til að lesa — prjónles, spil, tafl, skriffæri — í stuttu máli eitthvað, sem þig hefúr lengi langað til að gera, en hefúr ekki haft tíma til. Og flugferðin, sem þú kannski kveiðst fyrir, líður fyrr en varir og það sem meira er — þú nýtur hennar meira, ef þú hefúr líka undirbúið þig undir að sifja Iengi í þröngu sæti. Ferðaföt eiga að vera eins létt og þægileg og kostur er á. í langri flugferð getur takmarkað sætis- pláss orðið mjög óþægilegt, ef þú ert í jakka, með þröngt hálsbindi eða girðir þig með þröngu belti og aðskornum fatnaði. Vegna loftþrýstings, bólgnar líkaminn alltaf aðeins upp í flugi og fatnað- ur, sem féll þægilega að á jörðu niðri — getur orðið óþægilega þröngur í flugi. Einkum geta skór þrengt að, betra að velja ekki þá nýjustu og þrengstu. Best er að fara út skónum, á meðan setið er og hafa meðferðis létta inniskó eða hlýja sokka til að bregða sér í (sum flugfélög afhenda far- þegum sínum inniskó). Það er engin ástæða til að klæða sig upp fyrir flugferð — þú hefur örugglega fataskipti, þegar komið er á áfangastað. Fötin geta líka orðið illa krumpuð og velkt eftir langa dvöl í þröngu sæti, verða kannski ónothæf allt fríið, nema þú getir fengið þau strokin eða hreinsuð. í fatavali verður líka að taka tillit til lofts- lags á áfangastað. Þykkur skjól- fatnaður, hentugur hér heima, getur orðið mjög óþægilegur í heitu, röku loftslagi. Pijónajakki, sjal, peysa eða fatnaður eins og fólk í sólarlöndum klæðist — í mörgum lögum, alltaf hægt að fækka eða fjölga flíkunum — er það hentugasta. Haltu þig við víð, létt, þægileg föt og skó, sem þú ert búinn að ganga Iengi í — til þess að þér líði sem best í flugferð- inni. fr 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.