Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 3
I LESBOK [m] ÍÖJ [rj Q u N B| L A Ð 8 L N iJBj Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn- Aöalstræti 6. Sími 691100 Samskipti manna innan fyrirtælqa og ekki síst aðferðir stjómenda, geta skipt sköpum og ráðið úrslitum um hvort fyrirtæk- ið dafnar eða lognast útaf. Þuríður Hjálmarsdóttir skrifar grein um stjómun og samskipti og nefnir til dæmis fram- hafa gjaman „uppa“, sem hefur ekki skilning á mann- legu hliðunum, hvorki í fyrirtækinu né á heimili sínu og hve sorglega sá ferill getur endað. Forsídan Núna stendur yfir í Gallerí Borg sýning á vatnslitamynd- um eftir Eirík Smith, sem hefur um árabil verið einn af þeim fáu, sem leggja rækt við vatnsliti til jafns við olíu- liti og náð markverðum árangri í meðferð þessa vandmeð- fama listmiðils. Myndin heitir Hrafnabjörg og er máluð á nýliðnum vetri. Ljósm.Anna Fjóla Gísladóttir. Skólastefna í Japan er án efa forvitnileg; hvemig em grunnskólamir reknir, hvað er lögð áherzla á að kenna bömum og hvem- ig skyldi standa á því, að agavandamál em ekki til í skólum þar. Allt þetta hefur dr. Bragi Jósefsson, dósent í Kennaraháskóla íslands, kynnt sér og segir hann frá Japansför sinni hér og í tveimur næstu blöðum. Ferðablaðið er að þessu sinni á framandi en um leið sígildum ferða- mannaslóðum, Egyptalandi. Blaðamaður Ferðablaðsins var þar á ferð og lýsir þvi sem fyrir augu bar. JÓHANN • HJÁLMARSSON: Skáld í suðri, skáld í norðri Þarsem gleymskan býr... LUIS CERNUDA Tijágarðurínn þar sem gleymskan býr líkist ströndinni þar sem sandfokið kjassar steinana og einstöku villigróður reynir að festa rætur. Gleymskan býr um okkur afar varíega, en af fullri hörku. Við verðum steinrunnin í skjóli netla eða hörpuskeljar sem brimið verndar. B B Þjóðin sameinuð aður nokkur bú- settur utan Reykjavíkur ók um tíma til skiptis á tveimur bílum, öðmm með R- númeri, en hinum með utanbæjarnúmeri. Þegar hann var á ferð í Reykjavík með utanbæjarnúmer- ið, þótti honum bílstjórar gjarna þeyta hornin á sig, en ekki ef hann ók á R- bílnum, þótt hann hafi þá væntanlega verið jafn viðbragðsseinn. Alíka hleypi- dóma hljótum við Reykvíkingar á ferð um landið. Nú hverfur þetta tilefni til hleypidóma smám saman með smekkleg- um nýjum bílnúmerum sem ekkert segja um heimkynni bílstjórans. Ég hef áður verið áhorfandi að slíkum bílnúmeraskiptum. Það var í Noregi. Þar voru bílar merktir fylkjunum. Það var foi'vitnilegt að fylgjast með því hvaðan bílamir voru sem bar fyrir augu og leiddi hugann um þetta fjölbreytilega land. Einkennisbókstafir á bílum á götum Reykjavíkur hafa oft verið villandi. Fólk sem aldrei hefur verið búsett utan Reykjavíkur hefur árum saman ekið á utanbæjarnúmeri, svo að bókstafimir leiddu hugann frekar að eftirliti stjóm- valda og tryggingafélaga en heimkynn- um bíleigandans. Það var þó ólíkt í löndunum hvað höfuðborgarnúmerin voru hér yfirgnæf- andi. Ósló er að vísu fjölmennasta fylki landsins, en hún gnæfir ekki eins yfir aðrar borgir og hémð í flestum efnum og höfuðborg Islands. Annað finnst mér líka að hafi verið ólíkt, en það er hvað margir íslenzkir höfuðborgarbúar láta sig varða mál hvar sem er á landinu og fylgjast af áhuga með þeim í fréttum, þótt þeir eigi ekki persónulegra hags- muna að gæta utan Reykjavíkur. Og góðu heilli sitja fulltrúar Reykvíkinga á alþingi gjama af sér tækifæri til að efna til héraðarígs. Mál höfuðborgar hljóta að varða alla landsmenn. Sem dæmi um það er Reykjavíkurflugvöllur. Þegar lagt er til að leggja niður flugvöllinn í Vatns- mýrinni, er því svarað, að það verði aldr- ei samþykkt vegna hagsmuna fólks í fjarlægum héruðum sem sé svo háð greiðum ferðum til Reykjavikur. Þegar síðast var gerð meiri háttar breyting á kjördæmaskipan alþingis, árið 1959, með sameiningu kjördæma utan Reykjavíkur og hlutfallslegri fjölgun þingmanna í Reykjavík, skírskotuðu and- stæðingar breytingarinnar, Framsóknar- flokksmenn, til samkenndar Reykvíkinga með þeim héruðum sem fengju skertan fulltrúahlut á þingi við breytinguna. í kosningum um málið vorið 1959 hlaut flokkurinn verulega aukið fylgi í Reykjavík, en ekki utan Reykjavíkur. Þegar kosið var til almenns löggjafar- þings um haustið sama ár, hvarf aukn- ingin sem varð í Reykjavík um vorið. Þarna tókst sem sagt að skírskota til ábyrgðar Reykvíkinga á hagsmunum landsbyggðarinnar, og vafalaust hefðu enn fleiri Reykvíkingar lýst andstöðu gegn breytingunni, ef þeir hefðu átt kost á því með öðru móti en að kjósa B-listann. Eg var einn þeirra sem voru hlynntir sameiningu kjördæma og vænti þess, að stærri kjördæmi ýttu undir að fjallað yrði um mál í víðu samhengi. Sú varð og raunin. Kjördæmin urðu sá vettvang- ur sem miðað var við, en þau voru ekki alltaf lífrænar heildir, eins Strandir með Vestfjörðum og Seltjarnarnes með Suð- urnesjum. Nú þykir mér tímabært að ganga skrefi lengra og gera landið allt að einu kjördæmi líkt og umdæmi bílanna er orðið eitt. Svo illa vill til fyr- ir þann sem vill afla þeim málstað víðtæks fylgis að þeir sem gert hafa til- lögu um það hafa gert það með þeim rökum, að þannig mætti draga úr áhrif- um landsbyggðarinnar og efla hlut höf- uðborgarsvæðisins. Ég held að það sé rangt skilið, að núverandi kjördæmaskipan styrki hlut fulltrúa_ landsbyggðarinnar henni til heilla. A alþingi sem kosið yrði í einu lagi þyrftu menn vitaskuld að leita sam- an til að ná meirihlutafylgi til stuðnings við ríkisstjórn og einstök mál. Eftir sem áður mundu flestir leita saman í flokkum án tillits til búsetu og þurfa að bræða sig saman um lausnir innan flokks. Ég get ekki séð að núverandi fyrirkomulag með fulltrúum átta kjördæma tryggi hag landsbyggðarinnar. Við horfum nú upp á það að undirstöðufyrirtæki margra byggðarlaga eru að tærast upp og for- ráðamenn þeirra gerðir að bónbjarga- mönnum stjórnvalda. Maður hlýtur að spyija sig hvort flokk- um mundi ekki ijölga, ef landið yrði eitt kjördæmi. Þeir eru nú sjö, og munaði litlu að sá áttundi fengi mann kjörinn í fámennasta kjördæminu. Til að girða fyrir fjölgun flokka má setja ákvæði um lágmarksfylgi lista til að fá úthlutað þingsæti. Auðvitað sameinar það ekki þjóðina, þótt farið sé að velja númer á bíla án tillits til heimkynna eða landið gert að einu kjördæmi. Innan núverandi kjör- dæma er margs konar ágreiningur sem eðlilegt er. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir til hvers sameining kjör- dæma landsins í eitt leiddi. Mér fínnst höfuðborgarstaðan krefjast þess af Reykvíkingum að þeir meti mál Reykjavíkur sem þjóðmál og þess vegna er óeðlilegt að þvinga þá til að kjósa aðeins hreina Reykjavíkurlista. björn s. stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRÍL 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.