Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 15
ir — gerðir af mannahöndum — skuli meðal örfárra kennileita á jarðstjömunni sjást frá tunglinu! Við endum ferðalagið inn um „hlið Afríku“ við upphaf og enda- mörk Egyptalands — á siglingu um Níl. Nílarferjan siglir með kvöldmatargesti í tvo tíma, með- fram ljósum prýddri borginni. Magadansmær sýnir listir sínar. Kvöldverðarborðið er hlaðið krás- um, enda ekki það ódýrasta í Kaíró. Og það er dansað inn í nóttina — jafnvel eftir að feijan staðnæmist við hafnarbakkann, þar sem fjöldi fólks bíður eftir miðnæturferð. Oddný Sv. Björgvins Hagnýtar upplýsingar: Aðal- ferðamannatíminn í Egyptalandi er frá september fram í maí — sumarið of heitt. Aðeins 7 rigning- ardagar á ári eru taldir í Kaíró. Yfirleitt um 18-20 stiga þægileg- ur hiti á daginn yfir hávetur — kólnar mjög á kvöldin. Berið höf- uðföt í skoðunarferðum, sólin get- ur alltaf verið heit og sterk sól- varnarkrem eru nauðsynleg — takið þau með ykkur. Góð varóð- arráðstöfun að hafa með sér úða- brúsa til vamar flugum. Munið að láta sprauta ykkur í tíma. Læknisþjónusta er góð, yfirleitt Evrópumenntaðir læknar. Hafið samband við hótelmóttöku, ef eitt- hvað kemur upp á. Hafið nóg af smápeningum í skoðunarferðum í moskur og ver- ið „siðsamlega" klædd að kröfu múhameðstrúarmanna. Strætis- vagnar em ódýrasta samgöngu- tækið í Kaíró, en gætið ykkar, fólksfjöldinn flýtur oftast út úr þeim! Leigubílar eru ódýrir, en semjið fyrirfram um verð. Auð- velt að fá enskumælandi leigubíl- stjóra í dagsferðir fyrir lítið verð. Veljið 4-5 stjörnu hótel — ódýr á okkar mælikvarða — með heilsu- klúbba, sundlaug, úrval verslana (sem taka greiðslukort), veitinga- og skemmtistaða. T.d. NILE HILTON (5 stjörnu), miðsvæðis og þægilegt, ekki of stórt. SEM- IRAMIS INTERCONTINENTAL (5 stjörnu) nýtt, risastórt, mið- svæðis, þægilegt. Pantið herberg- in á báðum með útsvni yfir Níl. MENA HOUSE OBEROI (5 stjörnu) sögulegt, í glæsilegum, arabískum stíl — út við pýramíd- ana, með útsýni yfir þá. 11 km frá miðborg og samgöngur ekki góðar.Heimsókn þangað ómiss- andi — frábærir veitingastaðir. Auðvelt er að eyða nokkrum fjárhæðum eða örfáum krónum í veitingahúsum í Kaíró og velja á milli allra þjóða matseldar. Loft- kældar kaffistofur í aðalhótelum eru opnar allan sólarhringinn og framreiða léttar máltíðir. Staðir með „egypskt eldhús" láta lítið yfir sér. Dæmið þá eftir matseðli, sem er blanda af þjóðarréttum, með tyrknesku, líbönsku, grísku, ítölsku og frönsku ívafi. Þjóðar- bjórinn er „stella“ — yfirleitt góð- ur. Egypsku matarvínin eru miklu ódýrari en þau innfluttu, en ekki eins góð. Ekkert áfengi er fram- reitt í egypskum flugvélum — trú- arlegt! Egypskt kaffi er þykkt og svart að tyrkneskum sið. Matur er yfirleitt mjög góður, aðeins ber að gæta sín á fæðinu í Nílarfeijun- um, eh stundum eru ílát og græn- meti skolað upp úr Nílarvatni (inniheldur bakteríur, sem við þolum illa). Ljósasýning við pýramídana, á ensku, er kl. 7.30 mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Yfir- leitt taka aðeins hótelaverslanir greiðslukort. Bankar eru í stærri hótelum. Skiptið ekki of miklu í egypsk pund. Geymið skiptikvitt- anir til að geta skipt aftur á flug- velli við brottför. Tollfijálsar flug- vallabúðir taka ekki egypsk pund! Veljið hægrihandarsæti í flugvél- inni til að sjá yfir pýramídana! Vegabréfsáritun á Kaíróflugvelli við komu, getur tekið smátíma, leiðin upp á hótel getur verið tímafrek vegna umferðar — en „malesh" eins og Egyptar segja alltaf -ekkert vandamál — Egypt- ar eru hjálpsamir og vingjarnlegir við ferðamenn og þjónustan er frábær. Drottningardagur inn í Amsterdam Amsterdam er borg fúll sér- kenna. Hún er paradís þess sem hefúr gaman af því að snuðra uppi litla áhugaverða staði og atburði, sem hvarvetna er að finna á torgum sem þröngum húsasundum. Hér er ekki ætl- unin að segja frá neinu slíku, Drottningardagurinn í Amst- erdam er atburður sem ekki fer framhjá neinum, sem staddur verður í borginni 30 apríl nk. Dagurinn dregur nafn sitt af því að þá er haldið upp á afmæli Júlíönnu drottningar, en hana hafa Hollendingar ætíð metið ofar öðrum þjóðhöfðingjum sínum. Það er ekki gott að lýsa með saman- burði við önnur hátíðahöld, hvern- ig drottningardagurinn er. Bjór- veislur í Þýskalandi, „karnival", 17 júní og fleiri hátíðir, þar sem fólk kemur saman úti undir beru lofti ná hvergi að verða svipuð fyrirbæri. Fyrir útlendan áhorfenda, sem skemmt hefur sér nokkrum sinn- um á þessari hátíð er líkt og Hol- lendingar hafi lagt höfuðin í bleyti og íhugað vandlega hvað vera ætti til skemmtunar á þessum degi. Eftir nákvæma íhugun kom- ust þeir svo á þá skoðun, að best og skemmtilegast væri að hafa fríverslunardag! Það er kannski ekkert skrítið að sú þjóð, sem talin er til brautryðjenda þess efnahagskerfis, sem við búum við og kallað er kapítalismi, skuli vilja versla öðru fremur. En það er stórbrotið að sjá það birtast í þess- ari mynd! Strax fyrir hádegi eru allar götur fullar af fólki, sem býður varning til sölu. Það hefur breytt úr sér á gangstéttum eða slegið upp borðum. Það leggur ekki að- eins undir sig miðbæinn, heldur er engu líkara en að allar gang- stéttir séu fullar af varningi út í ystu úthverfi! Úrvalið er jafn fjöl- breytt og fólkið sem býður vörurn- ar. Þarna má sjá allt frá litlum börnum, sem sitja á stéttinni með Andrés önd blöðin sín, upp í skuggalega náunga í glansfatnaði með sólgleraugu, seljandi leður eða annað dýrindi fyrir lítinn p'en- ; ing. „Alveg örugglega nýstolið", hugsar íslendingur, sem hefur fengið sinn skammt af reyfara- lestri! Og svo flæðir fólksstraumurinn um göturnar, þeir borgarbúar, sem kannski fengu ekki pláss á gangstéttunum þetta árið og fjöldi ferðamanna, sem vill taka þátt í þessum einstæðu hátíðahöldum. Óll hótelherbergi eru bókuð fyrir mörgum mánuðum. Stemmningin er einstök. Allstaðar hljómar tón- list, stórar og litlar hljómsveitir þenja ýmiskonar hljóðfæri á götu- hornum eða eru á ferð í mann- hafinu og bjórinn flýtur í stríðum straumum. Veitingamenn eru komnir út á götuna og oft má sjá fólk, sem situr á bjórkassa og selur bjór og snafs fyrir lítið, ef skemmtilegar samræður fylgja. En mottóið er að leggja sem mest af mörkum til að skapa þetta skemmtilega andrúmsloft, glað- værðin og elskulegheitin sem fylgja kaupunum og röltinu. Þannig líður dagurinn. Við I Unglingar í Amsterdam safiiast gjarnan saman við þjóðarminnis- merkið. hvert fótmál er eitthvað nýtt að sjá eða heyra. Þegar dagurinn fer að eldast, liggur straumurinn hægt og rólega inn á krár og veitingahús, þar sem haldið er áfram að skemmta sér fram á rauða nótt undir sömu formerkj- um og á götunni fyrr um daginn. Það sem greinir Drottningardag- inn frá öðrum útihátíðahöldum er hversu fullkomlega sjálfsprottið allt virðist vera, sem þar gerist og hversu fjölbreytt það er. Amst- erdam breytist þennan dag í eitt allsheijar „party“ og útimarkað. Haraldur Ingi Haraldsson Þar rís egypskt landslag upp úr vefstólunum Harrania þorpið í útjaðri Kaíró var á að Iíta eins og flest egypsk sveitaþorp. Fólkið er bláskínandi fátækt — fast í umhverfi, gömlum atvinnuháttum og trúarlegum siðvenjum. En þorpið var öðruvísi. Þar hafði gerst kraftaverk. Ramses Wissa Wassef, listamaður og mannvinur, var búinn að ná íbúunum upp úr sárustu fátæktinni — með því að trúa á sköpunarmátt einstaklingsins — með því að stofna skóla fyr- ir þorpsbúa, þaðan sem spruttu frumleg, einstæð listaverk, á heimsmælikvarða! „Fyrst og fremst frumleiki þeirra, sem skapa þau. Krakkarn- ir koma hingað úr þorpinu 6-8 ára. Við förum með þau í skoðun- arferðir, í eyðimörkina, í vinjarn- ar, út að sjó, til Kaíró — tölum við þau á eftir, en gætum þess að hafa aldrei áhrif á þeirra sjálf- stæðu sköpun — kennum þeim aðeins að vefa og velja liti í mynd- irnar. Fyrsta kynslóð nemenda er búin að vera í skólanum í 40 ár og margir þeirra orðnir heims- þekktir listamenn. Við aðstoðum Þorpið er eins og flest egypsk sveitaþorp, en samt er það öðruvísi. Wassef-skólinn blasir við hand- an við þorpið — hvítkalkaðar húsaþyrpingar með hvolfþökum, í gömlum, arabískum stíl, umlukt- ar pálmatijám, skrautblómum og grænum gróðri. Lífsglaðir krakk- ar á öllum aldri hlaupa um í opn- um húsagöngum, að leika sér með steina eða í parís. Undir hvolfþök- um eru litlir strákar í óðaönn að bera leirker í og úr brennsluofnum — litlar stelpur og fullorðnar kon- ur í litskrúðugum kjólum sitja við vefstóla. Og undan skyttunum birtist egypskt landslag, í öllum regnbogans litum, moskur og mínarettur, úlfaldar og asnar, blóm og pálmatré, hús, fólk og dýr, eða sól og sandur, Nílarvatn og íjölbreytt líf. Aldrei hafa nokk- ur teppi haft slík áhrif á mig. Ég spyr dóttur listamannsins og for- stöðumann skólans, Maysu Youssef Mostafa, hvað einkenni þessi teppi? líka við batik og leirkeraiðn. Vinnutíminn er ekki tímabundinn — nemendur mega koma og fara að vild og er borgað eftir verkefn- um. Við erum hér eins og ein fyöl- skylda og allir velja sér verkefni, eftir því sem hugur þeirra stendur til. Skólinn hefur eflt lífsgleði og framtíðarvon hjá þorpsbúum — aðeins linað á viðjum fátæktar og strangra lífsvenja." Og þeir sem aðhyllast garðrækt Sjá næstu síðu. Maysa Youssef Mostafa, dóttir hins látna listamanns, Ramses Wissa Wassef, stofnanda samnefnds skóla — í skólagarðinum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRiL 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.