Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 10
Comeille: - málverk til vinstri heitír „ Veröld handan mynda Þessi upp- henging þótti dæmigerð fyrir Cobra og beldur betur byltingarkennd. Henry Heerup: „Ruslskúlptúr Súrrealisminn fékk landvistarleyfi í Banda- ríkjunum... Með góðum vilja er hægt að segja, að Cobramálverkið hafi verið ilndanfari og tengiliður fyrir það sem undanfarið hefur verið kallað nýexpressjónismi eða „villt málverk". En Cobra verður núna séð sem bitastaeð neðanmálsgrein við listasöguna — straumamir lágu í aðrar áttir þegar til kom. List „sigurvegaranna", Bandaríkjamanna, átti eftir að leggja undir sig heiminn og blása París út af landakortinu sem heimslist- armiðstöð. New York kom í staðinn, þar sem var newyorkabstraktið, mínimalismus, konseptið, og að ógleymdri popplist. Gamla Evrópa náði sér ekki almennilega á strik aftur fyrr en með nýja málverkinu svokall- aða; þá tók Þýzkaland að sér þetta naflahlut- verk, að vera brennidepill með Köln og Dusseldorf og Berlín. Og núna allra seinast er að geta sameiginlegrar biðstöðu, sem taflsérfræðingar í menningarmálum virðast ekkert ráða við. Hollenzki listaverkasafnarinn og við- skiptajöfurinn Karel van Stuijvenberg rakst á Cobra fyrir nánast tilviljun er hann skellti sér á málverk eftir Appel. Það var komið árið 1974 og skuggar fortíðarinnar orðnir gegnummyglaðir. Leiddu þessi kaup þó til þess, óvænt, að söfnunarástríða mannsins beindist öll í Cobrafarveginn. Með harðfylgi tókst honum að koma sér upp einu viða- mesta safni listaverka eftir Cobralistamenn, og fyrir utan myndlist (enda aiæta á allt Cobra viðkomandi) sankar hann að sér öllum pésum, bæklingum, tímaritum: Linien, Hel- hesten, Reflex, Le petit Cobra, Cobra... Hvemig safnarar og/eða listasöfn koma til skjalanna gerir oft hinn svonefnda gæfumun fyrir listamennina og list þeirra. Höfundur býr í Munchen. Tannháuser Sögnin um Tannháuser er sögnin um sveininn sem gekk inn í hamraborgina á vit álfadrottning- arinnar. Að stofni til er hér á ferð sama sögnin og við þekkjum sem Ólaf liljurós. Segja má að til séu þrjár gerðir af þeirri sögu. í einni geng- ur sveininn í hamraborgina og sést ekki Um efnivið, uppruna og stormasamar viðtökur þessarar frægu óperu Wagners í tilefni þess, að Sinfóníuhljómsveit íslands mun ásamt söngvurum flytja hana í konsertbúningi í Háskólabíói 26. apríl, kl 19.30 og 29.apríl kl. 15. Eftir JÓHANNES JÓNASSON framar, í annarri vill hann ekki með álfum búa og hlýtur fyrir það grimma hefnd álfa- drottningarinnar, en í þeirri þriðju snýr hann aftur til mannheima og fær ekki fest þar yndi. Tannhauser-sögnin telst augljós- lega til þriðju gerðar. Wagner felldi þessa sögn saman við aðr- ar, fyrst og fremst þó sögnina um Hinrik af Ofterdingen og söngkeppnina á Wart- burg. í þeirri keppni tóku þátt Wolfram af Eschenbach, Walter af Vogelweide, Johann- es Biterolf og fleiri söngvarar og skáld úr riddarastétt. Allt voru þetta þekktir muna- söngvarar (minnesanger). Wolfram af Esch- enbach var höfundur frægra riddarabálka, eins og Parzivals, sem Wagner nýtti sér síðar í óperum sínum. Walter af Vogelweide er þó líklega frægastur allra munasöngvara. Munasöngvaramir voru skáld og söngvar- ar af aðalsstétt og þekktastir fyrir riddara- leg ástarkvæði sín. Söngkeppnin í óperu Wagners snýst einmitt um það að keppend- ur eiga að syngja um eðli ástarinnar. Hin- rik af Ofterdingen hneykslaði viðstadda með því að nefna það sem ekki mátti nefna. í sumum gerðum sögunnar er hann sagður hafa umbreyst í svartan reyk er riddararnir gerðu hríð að honum og var þá enginn vafi á að hann var kominn í makk við andskot- ann. Sögninni af Tannháuser fylgir oft önnur sögn, um manninn synduga sem leitaði til Rómar en fékk ekki fyrirgefningu páfans. Fylgdu neituninni þau ummæli að fyrr skyldu græn lauf spretta á staf páfa en að pílagrímurinn fengi aflausn synda sinna. Þegar stafurinn tók síðan að laufgast iðrað- ist páfinn ummæla sinna og sendi eftir pílagrímnum synduga. Það reyndist þá um seinan. Ein er sú persóna sem tengist sögninni um söngkeppnina á Wartburg en Wagner nýtti sér ekki að sinni. Það var Klingsor

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.