Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 9
Egil Jacobsen: „Rauður hlutur II“. Carl Henning Pedersen: „AHeiðingar sólarinnar, ísland". Pierre Alechinsky: „Le grand lymp- hatique“. hneyksli. Voru enda tímar þegar fólk var alltaf að láta ganga fram af sér. Dagblöðin birtu greinar, sem voru fyrirfram á ;nóti. Á sjátfri opnuninni ríkti glundroði. Dotremont las upp yfirlýsingu sína: „Le grand rendez- vous, nature!.“ Kann mælti á frönsku, sínu eðlilega móðurmáli, sem fæstir viðstaddra skildu. Mörgum listamanninum fannst þetta bera vott um hroka, og þegar orðið „sovézkt" kom fyrir í ræðunni varð allt vit- laust og kom til handalögmála, sem enduðu í hreinum slagsmálum úti á götu. 1951 kom út tíunda og síðasta hefti af tímaritinu Cobra. Þriðja og síðasta Cobra- sýningin fór fram í Luik, Belgíu. Það var kominn upp ágreiningur meðal listamann- anna þegar Amsterdamsýningin var sett upp. Hollendingarnir þóttu fara of mikið eftir eigin höfði. Undirrótin er líka sögð vera sú, að Jorn og Constant höfðu dvalið með fjölskyldum sínum í boði safnarans Herberts von Garvens á Borgundarhólmi sumarið ’49. Þar hreinlega stakk Jom und- an Constant, vini sínum, yfirgaf fjölskylduna og elti sína náttúm þangað sem frú Const- ant fór. Milli vinanna slitnaði strengur og greri aldrei um heilt. Danskir áttu mjög erfitt með að fyrirgefa Jorn kvennafarið og neyddist hann hálfpartinn til þess að dvelja í útlegð frá heimalandi sínu. — Einnig var talað um, að ýmsir listamannanna kysu heldur að elta frægðina sem einstaklingar en grúppumeðlimir. Talið er að frami eða orðstír Cobragrúpp- unnar sé fyrst og fremst að þakka seinni tíðar alþjóðlegri frægð nokkurra einstakl- inga á meðlimaskránni. Cobra bjó reyndar yfir eigin tungumáli eða stíl, sem Hollend- ingar hafa allsterka tilhneigingu til að eigna sjálfum sér — þótt þeir viðurkenni að fmm- kvæðið hafi verið danskt. Einkenni cobra- málverksins var það, að listamaðurinn sótt- ist eftir frjálssprottnum átökum við léreftið. Constant: „Animaux phantastique". Fmmmaðurinn í eðlinu var særður fram; teikningar barna og geðhindraðra vom mik- ilvægar fyrirmyndir, svo og myndgerð Afríkumanna og grímugerð. Fyrir lista- mönnunum vakti að skapa nýja tegund af alþýðulist — og breyta þjóðfélagsgerðinni til hins betra. — Ekki sízt voru svo ritsmíð- ar listamannanna sjálfra mikilvæg lyftistöng orðsporinu. Listamennirnir voru nógu skarp- ir til þess að geta tjáð sig á prenti í rituðu máli. Cobra var ekki eingöngu myndlistar- mannagrúppa þótt myndlistin væri þar þó í fyrsta, öðm og þriðja sæti; í Cobra vom rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn. Hinn belgíski Dotremont, sem hélt grúppunni saman, var til dæmis iyrst og fremst rithöf- undur. Hver í sína Einangrun Það er ekki hægt að draga upp mynd af Cobra án þess að minnast á síðari heims- styijöld. Heimsstyijöldin gerði það að verk- um, að listamenn einangmðust í eigin heimalöndum — það fór hver þjóð inn í sinn einkaheim eins og í geðveikinni. En það er einmitt einangmnin sem er svo háskaleg í listum. Um leið og stríðinu lauk flykktust listamenn til Parísar, sem þá var heims- borgin í listum. Þangað fór Jorn og var t.d. í læri hjá Léger; í París hitti hann Dotre- mont, Constant o.fl. og kom á þessum nauð- synlegu samböndum manna á milli sem list- in þrífst á. Cobra varð til upp úr algleymingi stríðsins; eftir stríðið þurfti heldur betur að lappa upp á heimsmyndina, því það blöstu við hrottalegar spurningar um manneðlið. Það höfðu verið starfræktar afkastamiklar mannútrýmingarbúðir og tekið var upp á því að varpa vetnissprengjum á borgir. — Danmörk, Holland og Belgía vom lönd, sem Hitler lagði undir sig; margir listamenn Cobra vom virkir meðlimir í andspyrnu- hreyfingum landa sinna — það er a.m.k. hægt að segja í dag, að listamennirnir hafi staðið öðmvísi frammi fyrir vandamálum en nú er gert; það er ekki sanngjarnt að bera saman tvenna tíma, Cobra við aðrar síðar til komnar listamannagrúppur, til dæmis eins og SÚM á íslandi 17 til 20 ámm síðar, það hvarflar ekki að undirrituðum. — Já, og ef pláss er fyrir prívathugleiðingu: „I dag em ungir listamenn svo háðir góðu atlæti, að þeir hreyfa ekki lengur pensil eða önnur hjálpartæki nema styrkur sé í nánd. Taki menn örgrannt eftir, í hvaða átt þróun hefur stefnt, kemur í ljós að einungis er verið að koma fram með tilvitnanir og skírskotanir til eldri tíðar listar. Það er eins og ungu fólki, sem og eldra, liggi ekkert á hjarta lengur nema komast í metorð og græða seðla. List hefur með allt, allt annað að gera — kannski best að slaka hér á einka- fluginu og setja niður lendingargæsalöpp- ina.“ Bitastæð Neðanmálsgrein En hvað gerðist — hver var í stómm dráttum þróun í listaheiminum eftir heims- stytjöldina síðari? Spurningar, spumingar! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRÍL 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.