Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 16
Frá ljósmyndaferð upp í Sierraflöllin. Leyndardómar plötuvélarinnar útskýrðir Ferðalög og ljósmyndun Að sameina áhuga- málið við ferðalagið Ferðalög og áhugamál geta tengst skemmtilega saman og það áhugasvið, sem mjög oft tengist ferðalögum er að geta fest á Slmu fjarlægar slóðir og upplifa ferðalagið þannig aftur og aftur. Guðmundur Ingólfsson sameinaði áhuga- mál við ferðalag, þegar hann fór til að kynna sér sérstaka tegund af ljósmyndun, svo- nefnt „Zone system“ eða Grámakerfi við svart/hvíta ljósmyndun. Grein Guðmund- ar fer hér á eftir. í ágúst síðastliðnum tók ég þátt í sumamámskeiði hjá Oliver Gagliani, bandarískum ljós- myndara af ítölskum ættum. Gagliani telst „vesturstrandar- ljósmyndari", en svo eru þeir kallaðir er fylgja „hreinljós- myndastefnu", er upphófst með Edward Weston og hópnum f64. Fagmennskan og sér í lagi svart/hvíta tæknin á vart sinn líka hjá þessum hópi ljósmynd- ara. Síðustu tvo áratugina hefur Gagliani einkum ljósmyndað draugabæi í Kalifomíu og Nevada og skráð með ljóðrænu auga hvemig veður og vindar ieika fyrrum glæst mannvirki. Margar ljósmynda hans eru frá- bærar, en svo hæglátar og við- kvæmar, að hætt er við að þær hrópi ekki nógu hátt fyrir smekk nútímans. Síðustu 16 árin eða frá 1973 hefur Gagliani haldið sumamámskeið í ljósmyndun í einum slíkum draugabæ, Virgin- ia City í Nevada. Eftir að hafa ferðast alla leið frá íslandi til San Francisco um Amsterdam og notið tveggja sumardaga í þessari geðþekku vesturstrandarborg var ég sóttur á hótelið og mér ekið í austurátt inn milli fjallanna inn í fylkið Nevada til smábæjarins Virginia City í námunda spilavítisins mikla Reno. Eitthvað hljómuðu staðamöfnin kunnuglega í eyr- um, en það var ekki fyrr en ég sá heljarstórt vegaskilti með mynd af kempunni Ben Cartright að ég uppgötvaði að hér var komið sögusvið sjónvarpslanglo- kunnar vinsælu „Bonanza". Bærinn Virginia City er ein gata með krám og kaupfélögum á báðar hendur en vart fleiri en u.þ.b. 300 íbúa. Hér stóð byggð með miklum blóma fyrir um hundrað árum er hér voru 30 þúsundir við gullgröft og sjálfur Mark Twain ritstjóri bæjarblaðs- ins. Rétt neðan við þessa einu götu, neðar í brekkunni, stendur fyrrum sjúkrahús bæjarins, sem nú er orðið að listamiðstöð. Traust hús og vel byggt þótt nú sé það komið til ára sinna, dálí- tið lúið og snjáð að innan, en þó hið vistlegasta. Úti á verönd- inni sátu þeir nemendur er mætt- ir vom á staðinn og kynntu sig fyrir hver öðmm. Brátt kom í ljós að flestir vom á svipuðum aldri (kynslóðin ’68 eins oggaml- ir hippar og hippalingar em jafn- an nefndir) en sumir orðnir verk- fræðingar eða tölvunarfræðing- ar en aðrir ljósmyndarar, kenn- arar, nuddarar eða jafnvel brunngrafarar. Allt miklir áhugamenn um ljósmyndun komnir hér til að eyða saman hálfúm mánuði við tækniæfingar til stýringar svart/hvítu tónun- um í ljósmynd. Brátt birtist einn- ig lærifaðirinn, Oliver Gagliani, og hans hægri hönd, „reddari" og bryti staðarins Rod Klukas. Strax fyrsta morguninn var haf- ist handa og mönnum skipt á myrkraherbergi, eftir því hvort þeir notuðu blaðfilmu eða rúllu. Því næst hófust tilraunimar, en þær vom fólgnar í því að hver fyrir sig stemmdi saman ljós- mæli sinn, lokara og fílmutegund þannig að menn gætu lýst og framkallað rétt fyrir fjóra mis- munandi „tónskaia", en þeir em nefndir eftir framkölluninni og kallaðir N-, N, N+ og N++. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að gera mönnum kleyft að virða fyrir sér fyrirmyndina og ákveða þá þegar hvemig hún skuli túlk- uð f svart/hvítum tónum og að öll negatíf, sem lýst em og fram- kölluð rétt, hafí sem næst sama svertugildi í skuggum og háljós- um, þannig að þau séu auðkó- píeranleg á ljósmyndapappír af gráðu 3. Tilraunir þessar tóku menn frá tveim dögum upp í viku og fór það mikið eftir því hversu mikla reynslu menn höfðu fyrir. A hveijum morgni var stuttur fyr- irlestur tengdur tilraununum og menn skiptust á skoðunum og bám saman árangur sinn eða að menn hjálpuðust að við að lesa á „densistómeter" eða þétt- leikamælinn eins og hann myndi nefnast á íslensku. Á þessum „densistómeter" mældu menn ár'angurinn, það er að segja könnuðu hvort negatífín „hljóm- uðu“ rétt, þótt ljósmyndimar væm enn sem komið er ekki af öðra en hvítri glerskífu á svört- um gmnni. Á kvöldin var sam- eiginlegt borðhald og síðan rabb- fundur um heima og geima en oftast þó á einhvem hátt tengt ljósmyndun. Jafnóðum og menn höfðu lokið lokatilraunum sínum hófu þeir að ljósmynda með ný- fengnu aðferðinni og tóku sig þá gjaman saman í hópa til ferðalaga til staða í grenndinni (þess ber að gæta að þama um slóðir era víðáttur miklar og staðir taldir í grenndinni þótt þeir séu í 200 km fjarlægð), svo sem að Tahoe-vatni og upp í Sierra-fjöllin. í seinni vikunni sýndi síðan lærifaðirinn vinnu i myrkvaherberginu. Hann sýndi okkur hvemig háljósin em feng- in rétt með lýsingartímanum ein- um og hvemig gráskalanum er hagrætt með því að þynna fram- kallarann, eða deila tímanum upp í tveim framköllumm, mjúk- um og hörðum, eða þá að blanda þessum framköllumm saman, en ævinlega var notaður sami fram- köllunartími og hitastig. Með þessu fylgdu gagnlegar upplýs- ingar um „fíxeringu", tónum og skolun þannig að skalfesta ljós- myndarinnar væri sem best tryggð. Þrátt fyrir talsverða kunnáttu og reynslu af svart/hvítri ljós- myndun, sem ég hef öðlast með ámnum hafði ég bæði gagn og gaman af námskeiði þessu. Ég öðlaðist trú á fyrirbrigðið „Zone system" við að reyna það sjálf- ur, en fram til þessa hafði ég haldið þetta hálfgert kukl. Það reyndist auðlært og prófunarað- ferðir Olivers fljótlegar og ná- kvæmar. Félagsskapurinn og allt andrúmsloftið á staðnum var ein- stakt og ekki spillti loftslagið. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.