Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 15
Við einn náttstaðinn Western Kings Inn og eins og sjá má af skiltinu, var okkar manna beðið með nokkurri eftirvæntingu. Á ferð í snævi þöktu skógíendi. Vélsleðaferðir: „Dæmigerð ævintýraferð fyrir dæmigerðan dellukarl“ Fyrír nokkrum árum fór hópur íslenskra vélsleðamanna í sann- kallaða ævintýraferð til Wis- consin í Bandaríkjunum. Stóð ferðin yfir í tvær vikur. Fyrri hluta ferðarinnar fylgdust ís- lendingarnir með heimsmeist- arakeppninni í vélsleðakapp- akstrí í bænum Eagle River og liðkuðu sig til með stuttum ferðum um næsta nágrenni. Síðan tók við 6 daga ferð frá bænum Bruce Crossing allar götur til Lake Superior, eða Miklavatns og fram eftir gríðarlöngum skaga sem teygir sig út í vatnið úr suðri. Þetta var erfið ferð og i flestu frá- brugðin þeirri vélsleða- mennsku sem íslendingarnir höfðu í farteskinu. Einn þeirra sem fór þessa merkilegu ferð er Þórarínn Ragnarsson, fyrr- um handknattleiksmaður úr FH og landsfiðinu, síðar blaðamað- ur og verslunarmaður. Hann lýsti tilurð ferðarinnar og henni sjálfri: „Við vorum 18 saman og ferðin stóð yfir í alls 16 daga og það var Ferðaskrifstofan Urval sem skipulagði ferðina fyrir okkur. Mér vitanlega hefur svona ferð ekki verið farin fyrr eða síðar, en við erum að skipuleggja sjálf aðra ferð á aðrar slóðir sem verður farin eftir svona ár eða svo,“ sagði Þórarinn. Og hélt svo áfram: Við flugum fyrst til Chicago og fórum síðan með rútu til Eagle River. Það er óravegalengd og margir klukkutímamir sem það tók okkur að komast þangað. En okkur var tekið með kostum og kynjum, þannig að okkur leið næstum eins og heima hjá okkur. Næstu dagar fór að mestu í að fylgjast með heismeistarakeppn- inni í vélsleðakappakstri sem haldin er jafnan í þessum bæ í Wisconsin. Við skutumst einnig í stuttar ferðir og höfðum það að öllu leyti afar gott. Fyrri vikan fór að mestu í að koma sér á stað- inn og fylgjast síðan með keppn- inni. Síðan tók alvaran við og næstu vikuna lögðum við miklar vegalengdir að baki. Við ókum fyrst frá Eagle River til Bruce Crossing sem er all miklu norðar, héldum síðan þaðan á sleðunum norður, í átt að Lake Superior. Þetta voru langar og strangar dagleiðir, oftast lagt upp klukkan átta á morgnanna og ekið fram í myrkur. Gist var í fjallakofum og mótelum, ýmist eftir því hvar við vorum niðurkomnir hveiju sinni. Ferðin var skipulögð þannig íslendingarnir i vetrarríki Wisconsin. Þórarinn er lengst til hægrí. Á gömlu járnb'rautarbrúnni. Fornfáleg en traust. að okkar var alltaf vænst. Leiðin lá út eftir gríðarmiklum skaga sem gengur út í vatnið mikla. Landslagið var ýmis konar, mest þó stígar í þéttu skóglendi og merkilegt þótti okkur er ekið var yfir ævagamla járnbrautarbrú. Þetta ferðalag okkar íslending- anna vakti mikla athygli á þessum slóðum og voru talsverð blaða- skrif og myndir teknar af okkur. í einu blaðinu var það sagt að manni gæti dottið það í hug að óvíða væri skemmtilegra að vera með véisleðadellu heldur en í landi sem væri ekkert nema skóg- lausar, grýttar auðnir þaktar snjó og ís, en við íslendingamir hefð- um fengið nóg af því í bili og vilj- að sjá tré svona til tilbreytingar! Þetta var ógleymanleg ferð. Dæ- migerð ævintýraferð fyrir dæmi- gerðan dellukarl, óskaplega skemmtileg ferð og Ameríkanar engum líkir í gestrisninni. Þetta var tiitölulega ódýrt, reyndar furðu ódýrt og mikill áhugi í hópn- um að fara aftur. Sjá þá keppn- ina, en fara svo í aðra langa ferð, bara eitthvað annað." — S.S. Nokkrar alþjóðlegar skíðareglur GULLNA reglan er að tryggja sig, áður en faríð er í skíðafrí. Ef að slys verður á erlendri skiðagrund, vísa flest lönd í lög og reglur FIS — Álþjóða Skiðasambandsins, sem minna eigi lítið á um- ferðareglur á hraðbrautum! Aðalatríði i reglugerð FIS fara hér á eftir: AÐ TAKA TILLIT TIL ANN- ARRA: Skíðamaður verður að haga sér þannig, að hann stofni hvorki sér né öðrum í hættu né valdi óþægindum. AÐ HAFA STJÓRN Á HRAÐA OG SKÍÐUM: Skíða- maður verður að samhæfa hraða við sína skíðakunnáttu og taka tillit til snjóaðstæðna og veðurs. AÐ HAFA STJÓRN Á FERÐ- INNI: Skíðamaður, sem kemur að ofan, er í aðstöðu til að velja sér svigbraut í brekkunni — og verður að taka tillit til öryggis skíðafólks fyrir neðan. ERÐATRYGGING AÐ FARA FRAMÚR: Skíða- maður á alltaf að skilja eftir nógu breitt svigbil fyrir þann, sem hann fer framúr. AÐ FARA ÞVERT YFIR SVIGBRAUT: Skíðamaður, sem er að koma inn á eða fara þvert yfír svigbraut — verður að líta upp og niður fyrir sig, til að vera viss um að hann geti gert það, án þess að stofna sér sjálf- um og öðrum í hættu. Það sama gildir, ef hann þarf að nema snögglega staðar. AÐ STOPPA Á SVIG- BRAUT: Skíðamaður á að forð- ast að stoppa á miðri svigbraut, einkum á þröngum brautum og í slæmu skyggni. Ef skíðamaður dettur á brautinni, á hann að koma sér til hliðar eins fljótt og unnt er. AÐ KLÍFA UPP BREKKU Á SKÍÐUM: Skíðamaður, sem er að klífa upp brekkuna — má aðeins gera það til hliðar við brautina — aðeins utan brautar í slæmu skyggni. Hið sama gild- ir, ef skíðamaður er fótgangandi niður brekku. VIÐ SLYS EÐA ÁREKSTUR BER AÐ HAFA EFTIRFAR- ANDI í HUGA: 1. Að fá nöfn og heimilisföng allra viðkomandi og vitna. 2. Að gefa skýrslu til lög- reglu á staðnum innan sólar- hrings. 3. Skrifaðu niður helstu atriði slyssins, á meðan þau eru fersk í minni. 4. Láttu tiyggingafélag þitt vita eins fljótt og hægt er og sendu því öli skjöl og plögg viðvíkjandi slysinu. 5. Ef þú álítur að búnaður — skíði og bindingar — hafi átt sök á slysinu, láttu þá ekki dragast að endurbæta hann. Veittu ná- kvæmlega athygli hvaða tegund er um að ræða, hvaða stærð og hvað þarf að laga. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JANÚAR 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.