Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 8
Cadaques, þorpið á Katalóníuströnd, þar sem Dali bjó. Myndina málaði hann 1923-24. við það tækifæri alls ekki verið gefínn nægi- legur gaumur. Salvador Dali fulltrúi og eiginkona hans, Felipa Doménach, í smábænum Figueres höfðu árið 1901 eignazt son, sem skírður var Salvador. En litli drengurinn þeirra dó tæp- lega tveggja ára að aldri. Næstum því upp á dag níu mánuðum síðar eignuðust þau hjón- in annan son, sem einnig var gefið nafnið Salvador. Þótti öllum aðstandendum alveg augljóst, að þarna væri um endurholdgun að ræða, og varð þeim í því sambandi hugs- að til hinnar ævafomu sagnar um Castor og Pollux. Þessi skilningur, sem aðstandendur Salvadors litla lögðu í tilurð nýja sonarins gerði það að verkum að drengurinn átti um langt skeið erfitt með að átta sig til fulls á, hver hann sjálfur væri í raun og veru. Vandræðabarn • Ymislegt í ytri aðstæðum drengsins, of- vemdun af hálfu foreldranna svo og vöntun á jafnaldra leikfélögum í bemsku, allt þetta gerði það að verkum, að Salvador litla tók snemma að finnast að hann stæði einhvem veginn utan hringsins, væri alveg sér á báti. Þessi tilfínning drengsins styrktist enn til muna við að hann tók að sjá „yfimáttúruleg- ar sýnir“ og að honum fannst, að hann yrði, hvað sem það kostaði, að standast fyllilega samanburð við hinn látna eldri bróður sinn; helzt að skara eftirminnilega fram úr honum. Drengurinn heyrði, að oft var talað um hann sem „vandræðabam", en þess háttar um- mæli gerðu ekki annað en að ýta aðeins enn meira undir hann að ganga nú ennþá sköru- legar fram í hlutverki hins óstýriláta erfiða drengs. Átta ára að aldri hélt hann enn þeim óvana smábamsins að væta rúmið reglulega. Oft á tíðum gerði hann það þó aðeins til að ná tökum á foreldrunum og hljóta einhveija umbun fyrir að gera hlé á vætuplágunni. Honum var til dæmis lofað, að hann fengi rautt reiðhjól ef hann hætti að pissa undir. „Ég velti þessu tilboði fyrir mér um hríð,“ segir Dali í endurminningum sínum, „og komst að þeirri niðurstöðu, að ég gæfi bara frat í þennan dýrðlega hlut. Ég vildi miklu frekar auðmýkja föður minn og tók því til við að spræna af kappi á lakið." Andóf drengsins gegn heimi fullorðna fólksins tók einnig á sig aðrar myndir. Eftir að hafa gengið í skóla um hríð reyndist hann hvorki kunna að lesa né skrifa, þótt hann hefði annars orðið bæði læs og skrifandi heima, áður en hann var settur í skóla. Hann hafði engan minnsta hug á að fara í þess háttar leiki, sem bömum á hans reki fínnast yfírleitt skemmtilegir, en Salvador litli lék aftur á móti gjaman ýmis atriði úr sínum eigin dramatíska hugarheimi og gerði það með tilþrifamiklum látbragðsleik. Krókurinn BeygðistSnemma Hann sýndi mikla hæfileika í að teikna og mála strax sem bam, og fékk hann til umráða við listiðkun sína hvítkalkað herbergi í húsinu með útsýni til hafs. Þar gat hann svo í ró og næði tekið til við æ framsæknari tilraunir sínar í listsköpun og dundað sér við að kópíera meistara 19. aldar impressjónista, pointillista, kúbista. Hann hóf einnig ritstörf, tók að yrkja kvæði, semja ritgerðir og drög að ýmsum verkum í óbundnu máli. Allt sem hét spænsk réttritun og greinarmerki lét hann hins vegar í fyrstu lönd og leið en skrif- aði með þeirri stafsetningu, sem honum var þóknanleg hvetju sinni. Það sem hann hafði algjörlega hunzað í skóla alla tíð, ætlaði hann sér að læra einn og sjálfur í einrúmi, og án tilsagnar. Föður hans, Salvador eldra fulltrúa, og móðurina, Felipu, hafði raunar aldrei dreymt neitt annað fyrir hönd sonar síns en ósköp venjulegt borgaralegt ævistarf í einhveijum spænskum smábæ. Þótt for- eldrunum væri það innst inni þvert um geð, þá urðu þau samt að viðurkenna, að furðu- fuglinn, hanri sonur þeirra, væri gæddur ótv- íræðum listrænum hæfíleikum. Eftir storma- saman og alveg sérlega óglæsilegan náms- feril Salvadors litla í barna- og gagnfræða- skóla vonuðust foreldramir til þess, að drengnum þeirra ætti þó loks eftir að vegna betur í listnámi og Dali var því sendur til inntökuprófs við Listaakademíuna í Madrid. SPJÁTRUNGUR Og Æringi í Madrid kom þó brátt í ljós, að hinn ungi Salvador Dali hélt sig enn við sama heygarðs- hornið og virtist hafa ákafa löngun til að skara fram úr á skökku sviði: í eins konar andófí gegn öllum ríkjandi reglum, fyrirmæl- um og skilyrðum af hálfu Listaakademíunnar sló Dali öllu upp í kæruleysi við inntökupróf- ið, svo að það var einungis rétt með naumind- um, að hann fékk þar inngöngu. Salvador var þá sautján ára að aldri og hinn mesti spjátrungur í klæðaburði og framkomu. Á ljósmyndum frá þessum tíma getur að líta hinn fríðasta yngissvein með hrafnsvart hár og langa, vöxtuglega barta, dreymandi fjar- Rafaelhöfiið, 1951. Dali lagði stundum útaf verkum listamanna frá fyrri tíð, svo sem algengt hefíir orðið í myndlist samtímans. sérlundaður tordýfíll. I höfuðborginni stóð heimurinn honum opinn og hann ætlaði sér umfram allt að hagnýta sér út í æsar þá möguleika, sem honum stóðu þama til boða. Garcia Lorca og Luis Bunuel urðu nánir vinir hans, þótt Salvador hefði engan minnsta áhuga á ást- leitnum tilboðum hins kynvillta Lorca. „Hann var yfir sig ástfanginn af mér og reyndi tvisvar að komast yfir mig,“ viður- kenndi Dali í viðtali einu löngu seinna. „Ég hafði bara engan áhuga á þess háttar og auk þess bakar það manni sársauka. En annars var ég ekki svo lítið upp með mér af því, að þetta mikla skáld skyldi renna hýru auga til mín.“ Salvador sneri brátt gjörsamlega við nóttu og degi og var ástæðan ekki sízt sú, að hon- um þótti svefn að degi til veita sér mun magnaðri draumsýnir en nætursvefninn. Reynslu sína úr draumheimum notaði hann sér óspart í listsköpun sinni og „Draumráðn- ingar“ Sigmunds Freuds urðu honum um tíma alveg ómissandi leiðarvísir. Hann gekk æ lengra í sérvizkufullum uppátækjum og fann upp á alls konar fíflalátum við ýmis tækifæri. Þegar Alfons XIII Spánarkonungur kom t.d. eitt sinn í heimsókn í Listaakade- míuna bauð Dali hann velkominn á sinn sér- staka hátt: Hann hellti gipsi úr nokkrum sekkjum yfir einn af stigum skólans, opnaði nokkra vatnskrana og lét hvíta gipsleðjuna vella niður stigaþrepin beint fyrir framan konunginn, sem einmitt kom þar að í þeirri andrá með sínu fríða föruneyti. Svo fór að lokum, að Dali var vísað frá listaakademíunni. Við árspróf í listasögu sátu prófessoramir og biðu lengi eftir honum í prófsalnum. Þegar þonum svo loks þóknaðist að koma á þeirra fund hafði hann ekki ann- að að segja en þetta: „Hvorugur þessara herramanna er hæfur til að dæma um kunn- áttu mína. Ég segi mig hér með úr prófi." Á FRAMABRAUT Fyrsta einkasýning Dalis í Barcelona árið 1925 vakti feiknalega athygli; hlaut hún mikla aðsókn og gagnrýnendur luku flestir lofsorði á verk unga mannsins. Eftir slíka byijun varð hann vitanlega að halda til París- ar eins og allir aðrir. Þangað kominn gekk hann á fund landa síns Pablos Picassos, sem þrettán árum eldri en Dali. „Ég sá það í augum hans, að hann leit á mig sem „hinn“ — þ.e.a.s. þann einasta sem var nægilega mikilhæfur til að vera jafningi hans,“ sagði Dali síðar í viðtali við franskan blaðamann. í Þrískiptrí sjálfsmynd, sem Dali málaði skömmu síðar, má glögglega sjá, hve mikil áhrif Picasso hafði á hann um skeið. En Dali tók þó brátt að gerast mjög hallur und- ir stefnu súrrealista, en það var ljóðskáldið Svefíi, 1937. Það er hluti myndarinnar ' sem hér sést. Sigur Dulcineu, 1957. í teikningu var Dali meðal hinna fágætu snillinga og vann oft sömu mynd bæði með penna og pensli. rænt augnaráð, klæddan á einkar ögrandi hátt. Á einni myndinni styðst hann við grann- an göngustaf og er með pípuna hangandi í öðru munnvikinu, hann var þá þegar orðinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.