Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 10
E I T T 0 G A N N A Ð w U R S ■ ■ O G U Pétur Brynjólfsson Ijósmyndari reisti eitt af alRnustu timburhúsum bæjarins á HverRsgötu 18. Því hefur verið breytt nokkuð og eru t.d. svalimar horfhar núna. Til vinstri er Traðarkot. Ljósm.: Pétur BryiyóRsson/ÞjóðmiiyasaRiið. Fínu húsin á Arnarhólstúni hólsland reis fín byggð sem var í nokkurri mótsögn við kotin i Skuggahverfi. Þar voru opinberar byggingar og villur fyrirmanna. Lei khús í Sk amma r- KRÓKNUM Fyrsta húsið sem sett var niður við hina nýju Hverfisgötu var Safnahúsið sem stjóm Hannesar Hafsteins lét byggja árið 1908 á Amarhóli og er það vafalaust eitt glæsileg- asta hús sem hér hefur verið reist. Bygging húsa við hina nýju Hverfisgötu lofaði því strax góðu. Löngu seinna var önnur glæsi- bygging sett við hliðina á Safnahúsinu og nú urðu menn ekki eins hrifnir. Þetta var árið 1929 og húsið var Þjóðleikhúsið. Heift- arlegar deilur urðu um staðsetninguna. Flestir vom sammála um að óhæfa væri að byggja húsið á þessum stað en lóðin var eign Landsjóðs og líklega hefur leikhús- nefndinni vaxið svo í augum kostnaðurinn við hina nýju leikhúsbyggingu að hún gat ekki hugsað sér að þurfa einnig að eyða peningum í lóð undir húsið. Nóg var nú samt. Meðal þeirra sem tóku þátt í skrifum um staðarvalið var ungur og galvaskur arki- tekt, Sigurður Guðmundsson, sem átti eftir að skilja eftir sig mörg spor í byggingasögu Reykjavíkur. Hann skrifaði: „Þjóðleikhúsinu er borað inn í húsaröð við götu þar sem ekkert svigrúm er á neinn veg nema gatan og þar sem hvergi sést til hússins fyrr er komið er fast að því. Og þá sést heldur ekki annað en sá hluti hússins, sem næstur er götunni, og þá hverfur alveg úr augsýn hin háa yfirbygging, senuhúsið, er sýnist vera höfðuprýðin á uppdrættinum. Eitthvað af bakhliðinni kynni þó að sjást í nokkurri fjarlægð upp yfir íshúsið og kola- bingina við höfnina. Lítið bætir það úr skák þó að einhver víkkun fengist að Traðarkotssundi sem ann- ars er bæði óþörf og leiðinleg gata. Traðar- kotssundi hallar niður að leikhúslóðinni — þvert á mót því sem það ætti að gera til þess að gagna húsinu eða útliti staðarins. Svona er nú séð fyrir því húsi, sem hafði að líkindum átt að verða með meiri viðhöfn lsti hlut Hverfisgötu var lagður skömmu fyrir aldamót og var hann frá Vatnsstíg og inn fyrir Vitastíg. Þar fyrir vestan voru aðeins krókóttir troðningar og vegleysur inn á milli bæja sem lágu skipulagslaust í fyrirhuguðu Á áranum 1904— 1906 var Hverfisgatan lögð alla leið frá Rauðará og niður á Kalkofnsveg og vora þá margir grjótgarðar lagðir að velli, farið í gegnum kálgarða og græn tún. Þar sem Hverfisgata var lögð um hið forna Amarhólsland reis fín byggð sem var í nokkurri mótsögn við kotin í Skuggahverfi. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON vegstæði. Reykjavíkurbær átti ekki Amar- hólstún heldur var það í eigu Landsstjómar- innar og þurfti því sérstök lög til að fá að leggja veg yfír það og tengja Hverfísgötu þannig miðbænum. Landshöfðinginn heyjaði fyrir skepnur sínar á Amarhólstúni og var ekki meira en svo hrifínn af því að skerða það með götulagningu. Það varð þó úr árið 1900 að sett voru lög um vegalagningu um Amarhólstún o.fl. og var þá ekkert að van- búnaði að létta umferðarþunganum af Laugaveginum með því að leggja aðra götu samhliða alla leið inn úr. Á árunum 1904 til 1906 var Hverfísgata lögð alla leið frá Rauðará og niður á Kalkofnsveg og vom þá margir gijótgarðar lagðir að velli, farið í gegnum kálgarða og græn tún. Þar sem Hverfísgata var lögð um hið foma Amar- Hús Jóns Magnússon ar á HverRsgötu 21, sem Félag bókagerðarmanna á nú, varð svo frægt að hýsa Kristján konung tíunda og Alexandrínu drottningu er þau heimsóttu ísland árið 1926. Jón var þá forsætisráðherra. Hér er hfjómsveit að leika fyrir utan húsið meðan á heimsókninni stóð. Ljósm.: SkaRi Guðjónsson/ Ljósmyndasafnið. Hér sjást þeir Friðrik VIII, konungur tslands, og Hannes Hafstein réðherra koma ríðandi niður HverRsgötu árið 1907. Þá var nýbúið að framlengja götuna yRr Arnarhólstún niður á Lækjartorg. Safhahúsið er í byggingu. Ljósm.: Magnús Ólafsson/Ijósmyndasafhið. en flest önnur hús landsins. Og það er nú ekki nóg að leikhúsið sjálft sé sett í skammarkrókinn heldur er stór- spillt meiri háttar húsi sem fyrir er. Safna- húsið er til þess gert að standa eitt sér og nokkum veginn frjálst og má alls ekki við svo ágengum nágranna, hvorki vegna útlits né afnota. Þrengslin em svo mikil að ekki verður nema mjótt sund milli húsanna svo að austurherbergi Safnahússins njóta hvorki sólar né sæmilegrar dagsbirtu.“ Svo skrifaði Sigurður Guðmundsson og var reiður eins og fleiri sem tjáðu sig opin- berlega um málið. Bent var á ótalmarga staði þar sem Þjóðleikhús mætti rísa og njóta sín- vel. En upp reis byggingin og hefur staðið við Hverfísgötuna síðan. Fóik er nú orðið svo vant húsinu á þessum stað að gamla rifrildið er gleymt. En óneitanlega hefði leikhúsið notið sín betur þar sem sæmi- lega rúmt hefði verið um það. Líklega hafa þingmenn iðrast staðarvals- ins, jafnvel verið með sektarkennd. Árið 1936 reyndu þeir að bæta skaðann því að þá var samþykkt þingsályktunartillaga í sameinuðu þingi sem þeir Jónas frá Hriflu, Ólafur Thors og Emil Jónsson bám upp. Mun það vera einsdæmi að Alþingi skipti sér þannig af skipulagsmálum höfuðstaðar- ins. Þingsályktunartillagan hljóðaði svo: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.