Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 11
HVERF I SGOTU II Heiftarlegar deilur urðu unt staðsetningu Þjóðleikhússins. Menn sögðu að það væri sett þama í skammarkrókinn. í timburhúsinu (nr. 23) næst bjó Þorvaldur pólití snemma á öldinni og hafði hest sinn, Grána, í kjallaranum. í húsinu þar næst bjó svo bæjarfógetinn og lögreglustjórinn, Jón Magnússon og var þægilegt fyrir hann að hafa pólitíið í næsta húsi. Ljósm.: Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafnið. Danska sendiráðið er númer 29. Húsið reistu Sturlubræður (kaupmennimir Sturla og Friðrik Jónssynir). Líklega hefur byggingarstíllinn verið eins konar útrás fyrir margra alda draum hinna fátæku íslendinga um riddarahallir ævintýr- anna, enda var húsið ýmist nefnt Sturluhöll eða FriðrikshöII. Ijós m.Mbl/Bjarni. Hús Guðmundar Hannessonar læknis á Hverfísgötu 12 var reist árið 1910 og er verðugur fulltrúi þeirra húsa sem kölluð hafa verið hin íslenzka steinsteypu- klassík. Auk læknisstarfa sinna var Guðmundur merkur brautryðjandi í skipu- lags- og byggingarmálum. Næstu hús eru númer 14 sem Brynjólfur Bjömsson tannlæknir reisti og síðan hús togaraskipstjóranna Gísla Oddssonar og Sigurðar Guðbrandssonar númer 16. Það var þar sem Steinn Steinarr bjó. Ljósm.M bl/Bjarni. ríksstjómina að leggja fyrir næsta Alþingi lagafrumvarp er tryggi það í framtíð að tvö auð svæði verði við Þjóðleikhúsið, annars vegar með fyrirmælum um að ekki verði byggt á baklóð Landsbókasafnisins og hins vegar með eignamámsheimild á lóðum framan við Þjóðleikhúsið, frá Hverfísgötu að Laugavegi, svo að það geti orðið í fram- tíðinni bifreiðatorg leikhússins." Eitthvað mun hafa verið hugað að þjóð- leikhústorginu á næstu ámm en málið logn- aðist út af eins og fleiri skipulagshugmynd- ir og sofnaði svefninum langa. Reynar er annað torg, Vitatorg, innan við Hverfísgötu sem engin virðist vita til hvers átti að nota en þar hefur það verið óbyggt og í hirðu- leysi frá því í byijun aldarinnar. Það er Vitatorg. SlóðinFráJóni hÁYFIRDÓMARA Á þessum slóðum við neðanverða Hverfís- götu eru fleiri virðuleg hús, sem einstakling- ar reistu, og má þar nefna Hverfísgötu 21 sem varð svo frægt árið 1926 að hýsa kóng og drottningu. Það var reist árið 1911 af Jóni Magnússyni þáverandi bæjarfógeta, síðar forsætisráðherra. Þegar Kristján X. og Alexandrína drottning komu til að heim- sækja þegna sína á íslandi árið 1926 gistu þau hjá forsætisráðherranum hér í þessu húsi. Nú um áratugi hafa bókagerðarmenn átti húsið og haft þar bækistöð sína. Meðan Jón Magnússon var bæjarfógeti í Reykjavík var ekki enn búið að skipa sérstakan lög- reglustjóra og var hann því jafnframt yfír- maður lögreglunnar. Einn helsti lögreglu- þjónn bæjarins var þá Þorvaldur Bjömsson, kallaður Valdi pól. Jón Magnússon keypti litla timburhúsið númer 23 við hliðina á bústað sínum, og leigði það Valda pól til þess að hafa lögregluþjóninn sem næst sér. Valdi pól var strangur maður og mikill ógn- valdur fyrir þá sem vildu fara á skjön við lög og rétt. Reið hann um bæinn á Grána sínum með upphöfnum svip og hirti pöm- pilta ef honum bauð svo við að horfa. En hesthús Grána var í kjallaranum á þessu litla timburhúsi sem Höskuldur Skagijörð leikari býr núna í. Þannig var viðbúnaður lögreglunnar í Reykjavík fyrir 75 árum. Einn af virðulegustu borgurum Reykja- víkur á síðustu öld var Jón Pétursson, há- yfírdómari, sem bjó á Laugavegi 1, lága húsinu þar sem verslunin Vísir, Skóbúð Reykjavíkur og Bókin em nú til húsa. Var Jón einn af fáum yfirstéttarmönnum sem ekki bjuggu í sjálfum Miðbænum. Ekki veit ég hvort Jón hefur átt lendur niður um Skuggahverfið en svo mikið er víst að af- komendur hans byggðu sér margir hús á þeim slóðum. Synir hans, Sturla og Friðrik (nefndir Sturlubræður) byggðu að Hverfís- götu 29, fyrst geysilega fínt timburhús en þegar það brann árið 1912 reistu þeir húsið sem Danska sendiráðið er nú í. Það er í rómantískum kastalastíl og þótti svo flott að það var ýmist kallað Sturluhöll eða Frið- riksborg. Seinna byggðu þeinSturla og Frið- rik nýja kastala við Laufásveg (Laufásborg) og líklega hefur þessi byggingastíll þeirra verið eins konar útrás fyrir margra alda draum hinna fátæku íslendinga um riddara- hallir ævintýrana. Tveir tengdasynir Jóns Péturssonar háyfirdómara byggðu líka stóreflishús á þessum slóðum. Ánnar þeirra var fyrmefndur Jón Magnússon forsætisráð- herra á Hverfisgötu 21 en hinn Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs, síðar þjóð- skjalavörður, sem reisti stórhýsi niður á homi Klapparstígs og Lindargötu. Sonar- sonur Jóns háyfírdómara var hins vegar Pétur Brynjólfsson ljósmyndari sem reisti eitt alfínasta timburhús bæjarins á Hverfis- götu 18. Það er með tveimur frambyggðum tumum, gluggum í Vínar-júgend-stíl og óvenjulega fallegum og stórum búðarglugg- um. Upphaflega voru líka svalir milli tum- herbergjanna en þær eru löngu horfna. Pétur Brynjólfsson var konunglegur hirð- ljósmyndari og eftir hann liggur mjög merki- legt myndasafn sem m.a. lýsir Reykjavík á fyrstu árum aldarinnar. Kona Brynjólfs var dönsk, Henríetta Brynjólfsson. Hún kenndi hljóðfæraleik og var fyrsti fíðlukennarinn hérlendis, kenndi m.a. Þórami Guðmunds- syni fíðluleikara. Pétur ljósmyndari missti allt úr höndum sér vegna óreglu og gekk þá þetta íðilfagra timburhús, beint á móti Þjóðleikhúsinu, kaupum og sölum um hríð. Um 1929 keypti Jóhann Ólafsson & co. húsið og hafði m.a. bílaskýli að húsabaki sem enn stendur með blóma og er orðið að fomminjum en fyrirtækið var þá umboðsað- ili fyrir General Motors á íslandi og flutti inn Cevrolet-bifreiðar. „K tJRI EG VOL ANDI“ Húsaröðin milli Ingólfsstrætis og Traðar- kotssunds að sunnanverðu við Hverfísgötu er býsna tignarleg. Á hominu við Ingólfs- stræti er fagurt einlyft steinhús með hlöðn-. um, háum kjallara og miklu risi með svölum inn undir þakskeggi. Það reisti Guðmundur Hannesson læknir árið 1910 og er það meðal elstu steinsteypuhúsa í bænum. Guð- mundur var merkur maður fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir að vera brautryðj- andi í skipulags- og byggingamálum. Af- komendur hans hafa búið í húsinu til skamms tíma. Við hliðina, á númer 14, er líka voldugt einbýlishús úr steini sem Brynj- ólfur Bjömsson tannlæknir reisti 1917. Þar næst eru sambyggð tvflyft steinhús (nr. 16 og 16A). Þessi tvö hús eru reist af tveimur sterkefnuðum togaraskipstjómm og afsann- ar það þá kenningu að allir togaraskipstjór- ar hafi búið í Vesturbænum. Þeir voru Gísli Oddsson skipstjóri á Leifí heppna og Sigurð- ur Guðbrandsson á Agli Skallagrímssyni. Ég vil ljúka þssari umfjöllun minni um fínu húsin á Amarhólshluta Hverfisgötu með lítilli en alkunnri vísu sem varð til í herbergi, fullu af dragsúgi og trekki, í hús- inu númer 16. Þar bjó á kreppuárunum ungur maður sem hét Aðalsteinn Krist- mundsson, öðm nafni Steinn Steinarr, og sagðist hann hafa uppgötvað í sér skáldgáf- una er hann sat í þessu herbergi. Varð honum þá þessi vísa að munni: Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi. Þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi. (Framhald.) RÚNAR KRISTJÁNSSON Öfugþróun / kvöldsins kyrrð þú lítur öll þau ár sem IIIu valdi þrauta sóru tryggð. Þú spyrð og spyrð hvort hjartans sollnu sár á syndum holdsins ætíð verði byggð? En þungbær þögn án svars þér sígur að og sál þín skynjar djúpsins reginmátt. Hver efnis ögn mun sitja á sínum stað uns sigur tímans mylur hana ísmátt. Hver táknmynd táls er greypt á lífsins Ieið oglogheit blygðun streymirfram íkinn. An frelsis frjáls þú sverð þinn sálareið en svíkurjafnframt lífog heiður þinn. Og lífs þíns Ijós það drekkur í sig allt sem eyðileggursérhvem dyggðahljóm. Þitt hálfa hrós það óðar verður valt er vilji lífsins ber þitt mál í dóm. I heljarhjúp þitt andlit afmyndast og eldur holdsins rænir þinni dyggð. Og djúpsins djúp þig vefur faðmi fast er fjörsins strengi heggur dauðans sigð. Höfundurinn býr á Skagaströnd. KRISTINN MAGNÚSSON Byssumenn Á aðalfundi í skotfélaginu Rjúpan var samþykkt að bera klæði á skotvopnin og syngja: Ein er upp til fjalla... Og allir með byssuleyfi tóku undir með blandaðri ánægju hver í sínu sæti Að lokum bað félagsskítur um orðið á þessa leið: Ropaði - í allar áttir með hraði uns síðasta ropið fékk hægt andlát Formaðurinn þakkaði fyrir auðskiljanleg hljóð og byssumönnum ódrepandi þolinmæði Dagskráin tæmd Hinn eitilharði félagskítur skaut sér leið útúr þögninni með púðurskotum úr leikfangabyssunni. Höfundur er prentari og bílastæöavöröur. I COD/Si' UOD/'i ikini a t-'ioi* ir>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.