Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 20
/ Flughræðslunámskeið hjá Austrian Airlines Flughræðsla — hvaðerþað? Þegar hugsað er um flug kemur ósjálfrátt upp tilfinning um óendanleika og þyngdarleysi. Eigin smæð verður meira meðvituð og nýjar hugsanir þrengja sér að þegar svifið er í 10-30.000 fet- um yfir jörðu. Frá fyrstu dögum mannkyns var FLUGIÐ óraun- verulegur draumur — að verða fijáls eins og fugl og komast upp í víðáttu himingeimsins. Og þegar draumurinn rættist, var hann líka í hugum margra líkt og þeir stæðu á hæstu tindum Alpanna og nytu útsýnis. Flugið var nýr áfangi, sjálfsögð samgöngubót lfkt og járnbrautarlestin á sínum tíma og þeir sem eru vanir að fljuga, finnst svipað að stíga uppnn i flugvél og strætisvagn, en því miður veitir flugið fjölda farþega ekki hreina gleði. Mikilvægi upplýsinga til flugfarþega Annar hluti námskeiðsins er fólgin í upplýsingamiðlun, sem virðist mjög mikilvæg til að vinna bug á flughræðslu. Flugstjóri og flugáhöfn skýra frá í hveiju menntun þeirra er aðallega fólgin og lýsa venjulegum vinnudegi. Heimsókn í flugstjórnarklefann Reykvíkingar flughræddari en landsbyggðafólk í austurrískri greinargerð er talað um að 20-30% Austurríkis- manna, sem eru óvanir að fljúga, þjáist af flughræðslu, en eftir að hafa vanist flugi séu aðeins 5% farþeganna hrædd. í nýgerðri könnun á vegum geðdeildar Landspítalans kom fram, að um 25% kvenna eru flughræddar, en íslenskir karlmenn virðast harðari af sér, aðeins 9% spurðra sögðust vera flughræddir. Athyglisvert er, að flughræðslu virðist gæta meira hjá íbúum Reykjavíkur en hjá landsbyggðafólki, enda er fólk úti á landi miklu háðara flugsam- göngum en á Reykjavíkursvæð- inu. „Eðlislægur og áunninn ótti“ Doktor Robert Wolfger, sál- fræðingur og framkvæmdastjóri hjá Austrian Airlines sér engan mun milli flughræðslu og annars ótta. Skilgreining hans á flug- hræðslu fylgir hér á eftir: Sérhver maður býr yfír sinni ákveðnu ótta- kennd og því meiri tilhneiging sem er til hræðslu því minni líkur eru á að hægt sé að slaka á. Ótti er eðlislægur, setur líkamann í vam- arstöðu og hlífir við hættum. Þessi „eðlislægi ótti“ er meðfæddur og mikilvægt vamarkerfi líkamans, en hinn svonefndi „áunni ótti“, sem flughræðsla flokkast undir, er miklu alvarlegra vandamál. Orsakir „áunnins ótta“ Doktor Wolfger telur, að að- stæður sem leiða til „áunnins ótta“ séu: falskar lífsvenjur eins og óholl fæða, áfengi, reykingar, vímugjafar og streita — áunnin umhverfisáhrif, sem leiði til inni- lokunarkenndar, ótta við lokaðar dyr eða Iofthræðslu. En hann seg- ir að fólk, sem er fast í ákveðnu lífsformi og allir, sem vilja hafa stjóm á hlutunum sjálfír og vilja alltaf að vera vel upplýstir um alla hluti mæti oft öryggisleysi og óttatilfínningu um borð í flug- vél. Námskeið til varnar flughræðslu Doktor Wolfger sér um nám- skeið á vegum Austrian Airlines fyrir fólk, sem þjáist af flug- hræðslu. Hann segist alltaf sjá tvö megineinkenni hjá þátttakendum — • lofthræðslu og innilokunar- kennd. En því næst komi ótti, sem stafí af — of litlum upplýsingum — of litlu sambandi við starfsfólk flugfélagsins - slæmum fréttum (flugslys eða óhöpp í fjölmiðlum, en líka slæmar reynslusögur frá kunningjum og vinum.) Tiltölu- lega auðvelt sé að hjálpa þessum hóp með námskeiðahaldi, fá það Slökunaræfing meðan beðið er eftir að kallað sé út í vél Þetta sjáum við og þetta heyrum við — skýringarmyndir eru sýndar á námskeiðinu um breytingar á vélarhljóði og ókyrrð í lofti Aðalskrifstofa flugfélagsins er heimsótt og gengið um flughöfn- ina. Áhöfnin sýnir neyðarútbúnað og skýrir frá til hvaða ráðstafana yrði gripið ef slys bæri að hönd- um. I námskeiðslok fara allir þátt- takendur með doktor Wolfger og flugstjóranum í flugferð með venjulegu áætlunarflugi. Austrian Airlines stendur fyrir slikum námskeiðum fjór- um sinnum á ári. Fjöldi þátttak- enda takmarkast við 8 manns. Námskeið og flugferð kostar sem samsvarar 13.000 íslensk- um krónum. Þátttakendur til- kynna sig beint til doktor Wolf- ger í síma 0222/68 35 11, ef einhver þýskumælandi íslend- ingur skyldi hafa áhuga. Þægilegur stóll Mikilvægt að kunna að hvílast i flugsæti til að sýna viðbrögð í ólíku um- hverfí eða mæta óviðráðanlegum aðstæðum og skynja hvaða við- brögð líkaminn gefur. Hvað er kennt á „flughræðslunámskeið- um“? Námskeiðin standa venjulega frá fimmtudegi til laugardags- kvölds og enda að sjálfsögðu með flugferð. Flughræðslan er fyrst útskýrð sálfræðilega: Af hverju líkaminn sýnir þessi viðbrögð og hvað liggur að baki hræðslunni — hvað hættulegt það er að spenna sig upp á langri flugferð. Þátttak- endum er kennt hvemig best er að slaka á með öndunaræfíngum og hvemig best er að róa sig með jákvæði hugarfari, því flugfar- þegi, sem er fýrirfram fullur af ótta og neikvæðu hugarfari, getur alls ekki slakað á. Því næst segir hver þátttakandi frá sinni eigin óttakennd. Ástæðumar sem leiða til flughræðslu eru síðan teknar fyrir og raktar lið fyrir lið. Látið höfuð og hnakka slaka á — falla niður Fætur útstæðar Láta axlir og herðar slaka á niður Beygja hrygginn Láta olboga hvíla á lær- um Hendur slak- ar milli fóta Láta þyngdina hvíla á allri ilinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.