Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 2
Kalkið styrkir beinin Fá aldraðir nóg kalk? ALDRAÐIR: Ráðlagður dagskammtur, RDS, fyrir 51 árs og eldri einstaklinga er 800 mg/dag.^ Þetta hefur verið gagnrýnt fyrir tvennt. í fyrsta lagi er RDS ætlaður sá sami fyrir einstakling, hvort sem hann er 65 ára eða 80 ára gamall. í öðru lagi (þó umdeilt sé) benda sífellt fleiri rannsóknir til þess að aldraðir þurfi meir en 800 mg/dag af kalki. Hvort það sé vegna annarra þátta í líkamsstarfsemi aldraðra er ekki gott að segja, en bent hefur verið á að væri melting- in í lagi þá gæti kalkupptakan lagast veru- lega. Það eru ýmsir þættir í líkamsstarfsem- inni sem breytast verulega á efri árum. Þeir þættir sem geta m.a. haft áhrif á kalk- búskapinn eru: Minni upptaka kalks, D-vítamínskortur, hreyfingarleysi og sjúkdómar. Skortur á estrogen hormón hjá kvenfólki eftir tíðarhvörf getur einnig aukið verulega útskilnað beinefna. Samkvæmt niðurstöðum úr Hagvangs- könnun nóv./des. 1987 drekka um 16,6% kvenna eldri en 50 ára ekki mjólk. Samsvar- andi tölur fyrir karlmenn eru um 14,2%. Eru flestir þeirra sem drekka ekki mjólk í þessum hópi. Samkvæmt rannsóknum þurftu miðaldra konur 1500 mg/dag til að ná jafnvægi, sem er nær tvöfaldur RDS (800 mg/dag) fyrir þennan aldurshóp. Þær sem fengu hormóna- gjöf (estrogen) þurftu 1000 mg/dag til að ná jafnvægi í kalkbúskapnum skv. þessum rannsóknum. Það er þyí líklegt að nokkur hluti aldr- aðra fái ekki nægilegt kalk úr fæðunni. Seinni hluti Eftir ÓLAF SIGURÐSSON Nægir ráðlagður dag- skammtur fyrir aldraða? Eins og áður hefur verið minnst á er RDS miðað við heilbrigða einstaklinga. Því er ekki tekið tillit til sjúkdóma, lyfja- notkunar, hreyfingar, umhverfis né öld- runar. Ymsir sérfræðingar og vísindamenn halda því fram að á vissum æviskeiðum sé nauðsynlegt að auka kalkneysluna umfram RDS. Þetta á við um konur eftir tíðahvörf og aldraða karlmenn. Talið er að þessi hópur þurfi að auka kalkneyslu sína í 1000—1500 mg/dag í stað 800 mg/dag skv. RDS. Ekki er talið að nein hætta sé því sam- fara að neyta 1000—1500 mg/kalks á dag. Einnig má taka kalktöflur þó nýtni þess kalks sé ekki talin jafn góð og úr mjólk. Nýleg rannsókn virðist þó benda til þess að nýtnin geti verið svipuð. Þetta telst því vera umdeilt atriði þar til niður- stöður fleiri rannsókna um þetta atriði liggja fyrir. Reglulegar líkamsæfíngar, eins og gönguferðir, hægja á útskilnaði beinefna. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel gamlar konur (81 árs að meðaltali), sem stunduðu reglulega léttar æfingar höfðu meiri bein- massa en þær sem gerðu það ekki. Kalkupptaka getur aukist við kalkskort Aðrir sérfræðingar halda því fram að líkaminn auki nýtingu kalks úr meltingar- vegi við kalkskort og því þurfi ekki að auka kalkneysluna. Því hefur verið svarað á þann veg að sú aukna kalknýting nái ekki að bæta að fullu fyrir þann kalks- kort sem hrjáir þessa hópa. Því valdi m.a. minni hæfni meltingarfæra aldraðra til upptöku kalks. Kalksupptaka frá meltingarvegi minnk- ar með aldri hjá báðum kynjum og er talin byija hjá 45 ára karlmönnum og 60 ára kvenfólki. Þó það sé sjálfsagt rétt að líkaminn geti nýtt betur ýmis næringarefni verði skortur á þeim, er ekki víst að það eigi við á öllum aldursskeiðum og einnig getur sú aðlögun orðið mjög háð ytri aðstæðum. Það má því vel vera að ástæða sé til að fylgjast vel með kalktekju aldraða umfram aðra hópa. Sumir sérfræðingar telja réttlætanlegt að auka kalkneyslu þeirra, sem neyta mikils próteins vegna aukins útskilnaðar kalks í þvagi og þeirra sem stunda miklar kyrrsetur. Þetta eru einkennandi þættir hjá stórum hópum fólks í iðnvæddum rikjum. Vert er að hafa í huga í þessu sam- Skyldi kalkrík fæða geta lækkað blóðþrýstinginn? bandi, að ekki hefur verið sýnt fram á neikvæð áhrif tvöfalds, jafnvel þrefalds RDS kalks eða allt að 2500 mg/dag. Kalk getur lækkað háþrýsting Ekki er nákvæmlega vitað hvað veldur háþrýstingi. Ýmsir þættir geta haft áhrif eins og Erfðaþættir, offita, reykingar, hreyfingarleysi, streita og mataræði. Hvað varðar mataræði hefur saltneysla (natríum) verið talinn helsti orsakaþáttur- inn. Mikil saltneysla eykur blóðþrýsting í sumum einstaklingum en ekki eru allir þeir sem hafa háan blóðþrýsting natríum- næmir. Ráðleggingar til handa fólki með of háan blóðþrýsting byggjast oft á því að minnka neyslu borðsalts og saltríkra mat- væla. Niðurstöður, sem benda til þess að ýmsir aðrir þættir í fæðunni hafí áhrif á háþýsting mæla gegn því að horfa ein- göngu á hlutverk natríums. Nýlegar rann- sóknir á mönnum (með stuðningi úr niður- stöðum dýrarannsókna) benda til þess að kalkskortur geti verið orsök hækkaðs blóðþrýstings og að aukin kalkneysla lækki hann aftur í sumum tilvikum. Ekki eru vísindamenn þó á einu máli hvað þetta varðar. Talið er að um helmingur þess salts sem við neytum sé í formi borðsalts sem við sjálf bætum í matinn okkar. Það ætti því að vera auðvelt að minnka saltneyslu veru- lega með því að spara borðsaltið og forð- ast saltríkasta matinn. Flóknar deilur Deilumar snúast ekki eingöngu um nið- urstöður einstakra rannsókna miðað við gefnar forsendur, heldur einnig um það hvaða rannsóknir gætu verið sambærileg- ar til að meta marktækni. Þetta er því jafnframt deila um uppsetn- ingu og framkvæmd rannsóknanna. Athyglisvert atriði í þessu sambandi er að skv. áðumefndum kenningum um lækkun háþrýstings með aukinni kalk- neyslu er hófleg neysla salts nauðsynleg ef árangur á að nást. Á sama tíma er að koma fram aukin gagnrýni á fulyrðingar um að háþrýsting- ur sé afleiðing mikillar saltneyslu. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar geti haft rétt fyrir sér ef um væri að ræða saltnæma einstaklinga sem fá gjaman háþrýsting þess vegna og kalknæma ein- staklinga sem auðvelt væri að meðhöndla með aukinni kalkneyslu. HEIMILDIR: Calsium, a summary of current research for the health professiontd. 1987, National Dairy Council USA: Whitney, E.N. and Hamilton, E.M.N. Understand- ing Nutrition, kennslubók í næringarfrœði i Háskóla íslands, þriðja útgáfa 1984. Andreoli, T.E., Carpenter, C.C.J., Plum, F. and Smith, L.H. Cecil Essentials of Medicine, kennslubók f læknisfræði ( Háskóla íslands, fyrsta útgáfa 1986. Jón Ó. Ragnarsson og Erla Stefánsdóttir, fjölrit RALA nr. 74, Neyslukönnun Manneldisráðs íslands 1979—1980, höfuöborgarsvæðið. Ýmsir höfundar. Food Technology, bls.: 92—107, des. 1986. Overview: Outstanding symposia in fodd science and technology. Food, nutrients and hypert- ension. Höfundur er matvælafræðingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.