Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 4
Engar nýjar hreyfingar náð’u hér fót- festu frá 1830-1880 - engin trúarleg vakning varð hér eins og í nágranna- löndunum. Myndin sýnir brúðargang og talin vera frá Krossi í Landevjum árið 1872. Menningarbyltingin áíslandi 1880-1930 Menningarbyltingin 1880—1930 er að mörgu leyti samofin sjálfstæðisbaráttu þessa tíma- bils. Þjóðfélagsgerðin tók grundvallarbreyt- ingum þessa hálfu öld eins og allir vita. Um 1880 er ísland enn frumstætt bænda- Þá sjaldan að minnst er á þessar hreyfingar í íslenzkum blöðum er það mjög ágripskennt eins og það komi mönnum varla við hér. Það er eins og íslenzkt þjóðfélag og menning hafi verið brynvarin gegn áhrifum frá hinum ólíku trúarstefnum og hreyfingum alveg til loka 19. aldar. Það sýna m.a. þau örlög sem mormónar og kaþólikkar urðu að þola hér um miðja 19. öldina. Eftir PÉTUR PÉTURSSON Fyrri hluti samfélag, nánast nýlenda, þar sem miðalda- fyrirkomulag ríkti á flestum sviðum, en árið 1930 er þjóðin sjálfstæð og grundvallar- stofnanir nútíma velferðarríkis í mótun. Þessir efnahagslegu og félagslegu þættir liggja einnig til grundvallar menningarbylt- ingunni. Þessa þætti verður að taka með þegar upptök, þróun og ferill nýrra trúar- legra strauma á íslandi eru athugaðir. Ég leyfi mér að halda því fram hér, að menning- arbylting þessara ára komi skýrast fram á trúmálasviðinu. Nýir straumar í trúmálum tengjast beint og óbeint þessum efnahags- legu og pólitísku forsendum. Engin Trúarleg Vakning Það sem einkennir þróun trúar- og kirkju- mála frá 1830, þ.e.a.s. frá upphafi póli- tískrar þjóðernishreyfíngar og fram til um 1880, er hvað lítið gerist á þessu sviði. Engar nýjar hreyfingar ná hér fótfestu, engin trúarleg vakning verður eins og í nágrannalöndum okkar. Gamla lútherska orþódoxían heldur enn velli með Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar og þeim postillum og guðsorðabókum sem lesnar voru á heimil- unum. Orþódoxían festist í sessi á 19. öld með rómantíkinni og hinni íhaldsömu kirkju- stefnu sem í Danmörku var kölluð þriðja stefnan og var kennd við H.L. Martensen prófessor í guðfræði við Hafnarháskóla og seinna Sjálandsbiskup. Hinar stefnumar voru Heimatrúboðið og stefna Gmndtvigs. Það er í raun og veru merkilegt, þegar haft er í huga hve sambandið milli þjóðanna var náið, að hinar miklu guðfræðilegu um- ræður og trúarlegu hreyfíngar sem áttu sér stað í Danmörku skuli nánast algerlega fara framhjá Islandi. Trúfrelsi var innleitt í Danmörku með stjórnarskránni, 1848, og sértrúarflokkar höfðu þá gert töluverðan usla og vakið ugg meðal trúarlegra máttarstólpa samfélags- ins. Kirkegaard, Grundtvig og William Beck, leiðtogi Danska heimatrúboðsins, höfðu komið af stað miklum umræðum og hreyf- ingum sem vart var hægt að komast hjá að taka eftir í akademísku lífi í Kaup- mannahöfn, a.m.k. ekki í þeim hópum þar sem guðfræði skipti einhveiju máli. Konungur var verndari hinnar einu og sönnu lúthersku trúar og Alþingi kol- felldi tvisvar sinnurn bænarskrár um trúfrelsi á íslandi þar til konungi þóknað- ist að innleiða það með stjórnarskránni 1874. Koparstungan er einmitt frá íslands- för Kristjáns konungs 9. árið 1874 og sýnir hámessu í Dómkirkjunni, þar sem konungur sat í stól landshöfðingja. Matthías Jochumson varð að þola áminningu kirkjuyfirvalda fyrir guð- fræðilegar skoðanir, sem ekki sam- rýmdist rétttrúnaðinum. Þá sjaldan að minnst er á þessar hreyfing- ar í íslenskum blöðum er það mjög ágrips- kennt og eins og það komi mönnum varla við hér. Það er eins og íslenskt þjóðfélag og menning hafi verið brynvarin gegn áhrif- um frá hinum ólíku trúarstefnum og hreyf- ingum alveg til loka 19. aldar. Það sýna m.a. þau örlög sem mormónar og kaþólikk- ar urðu að þola hér um miðja 19. öldina. Þeir voru hraktir úr landi eftir nokkrurra ára veru og skildu ekki eftir sig nein varan- leg spor. Þeir fáu íslendingar sem tóku mormónatrú áttu þá ósk heitasta að hverfa af landi og öðlast bústað í fyrirheitna landinu Utah, handan hafsins. Andstaðan gegn kaþólsku prestunum sem hér komu var ekki alveg eins mögnuð en þó var það talið nánast landráð að hýsa þessa menn og gat fólk átt málsókn yfír höfði sér ef það var gert. Kaþólsku prestamir hurfu af landi brott án þess að hafa snúið nokkrum íslendingi, en tveir drengir fóru utan og fengu ókeypis menntun hjá kaþólsku kirkj- unnni. Fjölskylda annars þeirra varð kjarn- inn í þeim söfnuði sem varð til um aldamótin. En hvemig stóð á þessu áhugaleysi á nýjum trúarstefnum og trúmálaumræðu? Voru þeir minna trúaðir en bræður þeirra og systur í Danmörku? Ég held að svo hafi ekki verið, nema síður sé. Eg held að íslend- ingar hafi jafnvel lesið meira af guðsorði á þessum tíma en aðrar Norðurlandaþjóðir. Hér verður að leita til annarra skýringa og ég mun aðeins drepa á nokkur atriði hér. Eg set hér fram þá tilgátu að sjálfstæðis- baráttan og þjóðfélagsgerðin hafi í samein- ingu fram að aldamótum lokað fslensku samfélagi og menningu fyrir nýjum trúar- straumum. Það er alls ekki fjarri lagi að tala um byltingu á þessum sviðum um alda- mótin og tvo fyrstu áratugi 20. aldar, svo gagnger var breytingin á trúarstofnunum og trúarlífí þjóðarinnar. Kröftunum Mátti Ekki Dreifa Pólitíska þjóðernishreyfíngin leitaðist bæði beint og óbeint við að viðhalda hinu einleita þjóðfélagsmynstri og menningu. Öll áhersla var lögð á að sameina og fylkja þjóðinni undir merki sjálfstæðisbaráttunnar, og sýna það svart á hvítu hver þjóðarviljinn væri í þjóðfrelsismálinu. Allt sem dreift gat hugsuninni og félagskröftunum frá þessu eina nauðsynlega, var álitið vera til óþurftar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.