Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 19
Minnisvarðinn á Bygdö um þá Norðmenn sem fórust í stríðinu. neðri hluta skíðastökkpallsins, sérkennilegasta mannvirkis í Osló. Stökkpallurinn var reistur 1892, þegar metið í skíðastökki var 21 metri; hækkaður í takt við þróun í skíðatækni, síðast 1982, núna er stökkmetið litlir 110.5 metrar og fallhæð pallsins svim- andi! Þegar árleg keppni í skíða- stökki fer fram hópast Norðmenn hingað, vel varðir í skíðagöllum, breiða undir sig einangrunarplast eða álteppi, með hitabrúsa og brauðsneið, tilbúnir til að sitja úti í frostinu allan tímann er keppnin stendur yfír. Skíðasafnið I Holmenkollen Norðmenn hafa þróað og mótað skíðaíþróttina og auðvitað búa þeir yfir góðu skíðasafni, sem all- ir (þó þeir hafi aldrei stigið á skíði) hafa gaman af að skoða. Safnið er hér skemmtilega upp- sett í fallegri byggingu. Um alda- mótin þótti mikil bylting, þegar konur fóru að stunda skíði — var áður karlmannaíþrótt — og árið 1901 hefur dagblaðið í Osló skrif- að í háðskum tóni um konur í síðpilsum á skíðum, með „grænan bakpoka með gulum reimum" og létt uppsett hár! Oft hefur verið erfitt að koma póstinum til skila og svonefndir „póstbændur" hafa flutt hann á skíðum og á sleðum og bátum — þá kom póstlúðurinn sér vel. Á safninu má sjá allra nýjasta skíðabúnað til þess elsta — ólíku saman að jafna! Við skíða- pallinn er stytta af Ólafí Noregs- konungi á gönguskíðum með hundinn sinn, en konungur er mikill skíðagöngumaður. Frogner-setur og Park-hótel Frogner-setrið er viðkomu- staður ferðamanna og Oslóbúa eftir skógargöngu í Nordmarka. Þangað gengur lest upp ásana á 15 mínútna fresti frá Þjóðleik- húsinu og þar er frábært útsýni! Á vetuma nýtast skógarstígar í allar áttir fyrir skíðagöngufólk — ekki amalegt að koma við í Frogn- er-setri og fá sér eplahnetuköku með hnausþykkum ijóma og sjóð- heitt súkkulaði. Park-hótel, annar vinsæll viðkomustaður eftir skíða- ferð er í 350 metra hæð og Osló liggur fyrir fótum okkar. Bygg- ingin er næstum 100 ára gömul, hlýleg og notaleg, máluð í græn- um og rósableikum litum — „stof- umar fímm“ nýlega endumýjaðar þykja einstæðar í norskri bygg- ingarlist. Á Park-hóteli er hægt að fara í heilsurækt, sund og gufubað, á meðan börnin eru í gæslu. 2600 km merktar skíðabrautir Aðeins 15-20 mínútur með lest eða átrætisvagni og skíðasvæðin breiða úr sér; gönguskíðasvæði með 2.600 merktum og troðnum brautum, þar af em 160 km upp- lýstir. Fjöldi lítilla „stofa“ em meðfram brautunum, þar sem hægt er að kaupa kakó og bollur ef svengd sækir að. Hægt er að velja á milli 15 svigskíðabrauta, allt frá litlum brekkum 3-400 metra til stærri 1.100-1.600 metra með stólalyftum. Þeir sem óska eftir öðmm vetraríþróttum geta til dæmis rennt sér í „Korke- trekkeren" - 1.200 metra langri braut; farið í sleðaferðir eða safari-ferðir með Landrover-jeppa inn í skóginn og þá er boðið upp á kaffi og glögg í Lappatjaldi, siglt með kanóum úti á vatni, kveiktur varðeldur og margt sér til gamans gert. Hamingjusafn barnanna Enginn má heldur missa af Bronsmyndir á 17. aldar dóm- kirkjunni i Osló. myndhöggvaralist Vigelands í samnefndum garði, þar sem manninum er lýst frá vöggu til grafar í stórbrotnum verkum — eða málaralist Edvards Munch. Osló býr líka yfír einstæðu safni, Listasafni bamanna, með teikn- ingum og myndum frá bömum alls staðar að í heiminum, þar sem þau lýsa hugsunum sínum og væntingum um hamingju. Milljón norskar krónur í Snorrastofu í næstu viku, dagana 5.-8. kemur hans hátign, Olafur Nor- egskonungur, með milljón norskar krónur; gjöf frá norska þinginu og ríkisstjórninni til uppbyggingar Snorrastofu í Reykholti. Þetta er myndarleg gjöf er sýnir vel þann hug er Norðmenn bera til íslend- inga. Snorrastofa, uppbyggð í þjóðlegum, norsk- íslenskum anda, á örugglega eftir að vera aðdráttarafl fyrir marga ferða- menn alveg eins og norskir ferða- mannastaðir heilla. Norðmenn kunna sem sé þá list að hafa það „koseligt“ eða hlúa notalega að gestum er sækja þá heim. í Ieikhúsunum í Osló: Þjóð- leikhúsið sýnir Heddu Gabler eftir Ibsen, Amfiscenen sýnir bandaríska leikritið „Utskudd" eftir Kessler, Leikhúsið á Tors- hov er með „Kidnappet" eftir Dario Fof; Vesalingar Victors Hugos eru á sviði Norska leik- hússins, Prövesalen frumsýnir- „Hei Rappaport eftir Herb Gardner 22. sept., Oklahoma er í Oslo Nye, Chat Noir með gamanleikinn „Festsprell i Dizze Tider“, ABC Revyteater Osló-kortið er öllum ráðlagt að kaupa, sem ætla að dvelja í Osló. Það veitir frían aðgang í öll söfn, ótakmarkaðan akstur með samgöngutækjum borgar- innar og afslátt í nokkur hótel og ferðir, t.d. safari-ferðina o.fl. Flugleiðir verða með helgar- ferðir til Osló í vetur. Landsýn frá Flatey. Tölvustýrð veiðarfæri ■ íslensk uppfinning af fiski og Óli tilkynnir að orðið sé of skuggsýnt til að renna færi. Hann kveikir ljós aftan á bátnum og hvítskrúbbar þilfarið eftir at- ganginn við veiðamar. Ævintýra- legt fyrir landkrabba að standa á bátsþilfari og horfa niður í dimmt djúp — litlu bátaljósin í fjarska og ljósin í landi. Vitinn á höfðan- um lýsir út í rökkrið og núna sést hvað ljós hans hefur mikið gildi fyrir sæfarann. Óli dregur upp kaffíbrúsa og sjaldan hefur blessað kaffið yljað eins vel. „Þeir veiða alla nóttina þessir trillukarlar — famir að nota tölvurúllu, sem hífir sjálf og skekur — bíður jafnvel þangað til að fleiri fískar em komnir á,“ segir Óli um bátaljósin. Svo aug- lýsingin, sem segir: — Þessi rúlla fískar 5 tonn á dag — er þá rétt! Lagt frá Húsavíkurhöfn. Óli Austfjörð. Flestu er tölvustýrt nú til dags — jafnvel færunum! Erfítt er að slíta sig frá ævintýri hafsins og- Óli segir algengt, að ferðamenn vilji ekki fara aftur í land — bæði veiðin og ólík sjónarhorn heilli. Lundeyjarferðir og skemmtilegur farþegi Á stíminu í land fáum við að heyra um austurríska 70 ára pró- fessorinn, sem fínnst sjóstanga- veiði á Skjálfanda ómissandi part- ur af íslandsheimsókn. Hjónin bjuggu í húsbíl á bak við pósthús- ið og veiddu í soðið á bryggjunni, en sjóstangaaflann tóku þau með sér - saltaðan af Óla! „Morgun- ferðir út í Lundey hafa verið mjög vinsælar hjá útlendingum í sum- ar, segir Oli. — Yfír 100 þúsund lundar hafa grafið sér holur í Lundey; koma um áramót, en yfir- gefa eyjuna í ágústlok. Gaman að sjá, þegar fuglinn er sestur upp í bjargið með unga í byijun sum- ars. “ Gamli tíminn heimsóttur í Flatey „Við bjóðum líka upp á íjögurra tíma ferðir út í Flatey, segir Óli. Eyjan er svo flöt, að hún sést varla fyrr en komið er að henni — gróin kafgresi og umgirt blá- grýtiskambi. Karlarnir gátu að- eins lent bátum sínum á sandfjöru austan við svonefnt Eiði. Mikið var lagt á sig til að byggja höfn; möl finnst ekki í Flatey, svo hún var sótt upp í Flateyjardal og flutt í strigapokum út í eyjuna. En þegar höfnin var fullgerð, fluttu síðustu íjölskyldur frá eyjunni, árið 1967. Fimmtán hús standa eftir, kirkja og fiskverkunarhús nefnd Samlagið. Gamlir Flatey- ingar og Húsvíkingar hafa tekið höndum saman um að endumýja hús og kirkju — húsin eru nýtt sem sumarbústaðir og þama er ein mesta paradís, sem hægt er að hugsa sér — hvergi betri hvíldarstaður." Ógleymanleg veiðiferð er að baki. Blik á hafí, fersk sjávarlykt, hressilegt sjómannamál mun ylja endurminninguna og við heitum því með sjálfum okkur að þjóta aftur um Skjálfandaflóa — þegar tækifæri gefst — sækja heim lunda, seli og gamla búsetu, þar sem póstbáturinn var oft einu tengslin við land — stundum að- eins einu sinni í mánuði! Þeir sem hafa áhuga á sjó- ferðum um Skjálfanda er bent á að hringja í eftirtalin númer: 96-41492 G.A. Hólmgeirsson og Stefán Guðmundsson; 96-41564 Óli A. Harðarson. Sjóstanga- veiðiferð kostar 600 kr. á mann; Lundeyjarferð 1.200 kr. og Flateyjarferð 1.600 krónur á mann. Farþegar mega ekki vera færri en tveir og upp i átta manns. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.