Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 12
Óson-gatið er aðvörun náttúrunnar FIMM OG UPPRJ í USTASAFI Listamennirnir fimm, sem valdir hafa verið til að sýna verk sín í Listasafni íslands, eru ekki af alyngstu kynslóðinni; þeirri sem nýsloppin er út úr skólum. Hér er um að ræða einstakl- inga, sem búnir eru að sýna nokkrum sinnum Til skamms tíma hafa verið uppi fleiri en ein sennileg kenning til skýringar á „óson-gatinu“, mikilli þynningu á óson-laginu, en þó árstíðabundnu, í heið- hvolfínu yfír suðurheim- skautinu. Ein skýringin var sú, að óvenjulegt veðurfar hefði þau áhrif, að lofttegundin næði ekki til suðurpólsins. Önnur skírskotaði til aukinnar virkni sólar, sem ylli myndun sameinda, sem eyddu ósoni í andrúms- loftinu. Hver sem skýringin er, eru áhrifin áhyggju- efni. Óson-súrefnissameind, sem hefur þijár frumeindir í stað hinna tveggja venjulega — vemdar jörðina að mestu gegn hinum útfjólu- bláu geislum sólarinnar, sem valda sólbruna, margs konar húðkrabbamein og hugsanlega starblindu og truflun á ónæmiskerfínu. En í september í fyrra varð ljóst, að ógn- vænlegasta skýringin væri einnig hin sennileg- asta. Það var næstum því sannað mál. Þótt óvenjuleg skilyrði í gufuhvolfínu ættu hlut að máli, var það maðurinn, sem ætti sök á óson- gatinu — eða öllu heldur efni, sem maðurinn býr til og kallast klórflúrkolefni, efnasambönd úr klór, flúr og kolefni. Enda þótt bannað hafí verið að nota klórflúr- kolefni í úðunarbrúsa 1978 eru þau enn notuð í kælikerfi ýmiss konar, við framleiðslu á frauð- efnum, sem notuð eru við innpökkun matvæla meðal annars og við hreinsun á rafrásabúnaði í tölvum. Og nær alveg frá því að þessi efni, sem endast svo lengi, vom fundin upp á þriðja áratugnum hafa þau verið á hægri leið upp í háloftin, þar sem sólarljósið klýfur þau og brýtur klórfrumeindir úr sameindunum, en klór er mjög skeinuhætt ósoni. Það voru vísindamenn í brezkum heim- skautsleiðangri, sem fyrstir lýstu óson-gatinu 1985, en þeir veittu því athygli, að ósonið var þynnst í september, en þéttist svo smám sam- an á næstu tveim mánuðum. Skýrslur banda- rísku geimrannsóknastofnunarinnar (NASA) sýndu, að gervihnettir hefðu uppgötvað gatið nokkmm ámm áður, en þær upplýsingar höfðu verið lagðar ti) hliðar sem fjarstæða. Árið 1986 staðfestu vísindamenn þessar niðurstöð- ur. Þegar þeir komu aftur til Suðurskauts- landsins 1987, hófu þeir nákvæmustu mæling- ar á fyrirbærinu, sem gerðar hafa verið fram til þessa. En í stað þess að halda sigjrið jörð- ina, fóm þeir þangað sem hlutimir vom að gerast. Frá miðjjum ágúst þangað til seint í september flugu þeir hvað eftir annað DC-8 vél, sem hlaðin var háþróuðum mælitækjum, inn í neðri hluta óson-gatsins, í 12 til 13 km hæð. Önnur vél, breytt U-2 njósnaflugvél, flaug beint í gatið. „Það er mikill kostur við að fljúga," segir Crofton Farmer, en samstarfshópur hans hafði unnið að rannsóknum frá jörðu niðri árið áð- ur, „að þá er maður fyrir ofan mestu vatns- gufumar og aðrar lofttegundir í gufuhvolfínu, sem hylja það, sem í rauninni er að gerast". Ennfremur breytist staða gatsins frá degi til dags. „Það er langtum betra að fara þangað, sem gatið er, en að sitja á jörðunni og vona, að það fari hjá.“ Farmer safnaði upplýsingum sínum 1986 með innrauðri litsjá (spectrometer), sem gaf honum til kynna, hvaða efni í lofthjúpnum tækju á móti sólarljósi og þar með hvaða efni fylgdu óson-gatinu. Hann sá stóraukið magn klórsambanda, og aukningin samsvaraði nán- ast minnkun ósons. Hann varð einnig var við aukið magn efna, sem innihalda flúr. „Klór á sér eðlilegan uppruna, svo sem eldgos," segir Farmer, „en allt flúr í lofthjúpnum er af mannavöldum." Og ef flúrið kemur frá klórfl- úrkolefnum, er næstum öruggt að mikið af klórinu gerir það líka. En klórflúrkolefni eru í lofthjúpnum yfír tempraða beltinu og miðbaug, og það eru eng- in óson-göt sjáanleg þar. Og ósonið í lofthjúpi jarðar hefur minnkað á nokkrum áratugum um 3 til 7 af hundraði samkvæmt flestum áætlunum, en sú minnkun er a.m.k. að hluta til vegna eðlilegra sveiflna. En það er ekkert samanborið við það, sem gerzt hefur yfír suður- heimskautinu, þar sem ósonið hefur minnkað um allt að 50 af hundraði á nokkrum vikum. Farmer segir, að munurinn sé vegna sér- stæðra fyrirbæra í lofthjúpri suðurskautsins í lok heimskautavetrarins, þar sem eru hálofta- ský úr ísögnum. „ísinn,“ segir hann, „skapar yfirborð, þar sem efnahvörf geta átt sér stað. Skilyrði eru ekki fyrir hendi til slfkra efna- hvarfa á lægri breiddargráðum.“ Og eins og aðrir hafa reynt við tilraunir á rannsóknarstof- um, myndast virk klórsambönd miklu hraðar á yfirborði en í lofti. Sérstakir vindar auka áhrifín. Mestan hluta heimskautavetrarins (júní-september) snýst vindurinn í hvirfíl um suðurskautið og eingangrar það þannig frá hinum hlutum lofthjúpsins. Tengslin milli klórflúrkolefna og ósons eru það sterk, að i september í fyrra samþykktu Bandaríkin og 24 önnur ríki ráðstafanir á veg- um Sameinuðu þjóðanna í þvi skyni að minnka framleiðslu klórflúrkolefna í heiminum um 50 prósent fyrir næstu aldamót. En ef aðstæður eru alveg sérstakar varðandi lofthjúpinn yfír suðurskautinu, er þá ástæða fyrir okkur hin að hafa áhyggjur? „Tvímælalaust," segir Farmer. „Á suður- skautinu höfum við séð dæmi um það, hvað getur gerzt, ef of mikið af klóri er sett út í andrúmsloftið. Þegar klór hefur náð vissu marki, hverfur það burt og eyðir ósoni. Og ef menn setja nógu mikið af klór upp í loftið, kemur að því fyrr eða síðar, að það verður of mikið. Gatið yfír Suðurskautslandinu er aðferð náttúrunnar til að vara okkur við. Úr „Discover". Nokkur orð um fimm listamenn af yngri kynslóðinni, sem Listasafn íslands hefur valið til að sýna verk sýn í tveimur sölum safnsins eftir að hefðbundnu námi lauk og þeir sem eitthvað fylgjast með í myndlistinni, þekkja þessi nöfn vel. Þetta er fólk sem vinnur af einlægni og alvöru og hefur nú þegar mark- að sér sinn bás og áunnið sér persónulegan stíl. Ekki virðist þurfa að bera kvíðboga fyrir framvindunni í myndlist og ástæða til að taka fram í þessu sambandi, að safnið hefði getað valið annan hóp og raunar fleiri jafn stóra hópa með verðugu fólki af sömu kynslóð. Hér er sem sagt um nýmæli að ræða af hálfu safnsins; nýmæli sem sumum lízt illa á og segja, að ekki sé hægt að taka helminginn af þjóðlistasafni undir sýningu, sem gæti verið hvar sem væri. Það orkar víst flest tímælis þá gert er, það er gamla sagan. HULDA HÁKON er ein kvenna á þess- ari sýningu, en framlag hennar er áhrifam- ikið og sterkt. Hún sýnir þarna m.a. lág- mynd sem hún nefnir Leikhús og fer ekki milli mála, að það er sjálft Þjóðleikhúsið okkar, sem hefur orðið Huldu að myndefni. Hún hefur markað sér ákveðinn bás á sviði lágmynda að undanförnu og með ágætum árangri. Myndir hennar eru persónulegar og stundum með gamansömum undirtón. Efniviðurinn er ýmisskonar spýtnabrak, sem hún neglir og límir saman og málar síðan. Fólkið í biðröðinni er eins að því leyti, að Hulda steypir það í tvenn eða þrenn mót; samt sýnast engir tveir eins. „Svona erum við“, segir Hulda, „öll steypt í svipuð mót, en klæðnaður, hár og skegg gera hvem og einn smávegis frábrugðinn næsta manni“. Hulda Hákon sækir yrkisefni sín í íslenzkt umhverfi. í einni mynd á þessari sýningu notar hún þjóðsagnaminnið um hulduhamar- inn og í annarri vinnur hún eftirminnilega Jón Óskar við verk, sem unnið er með hlandai ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.