Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 12
Lengrigerðin af sjöunni er auðkennd með 735ÍL. HUðarmyndin sýnir velútlitsbreytinguna, enda hefur loftmótstöðustuð- ullinn verið bættur verulega, ernúna 0,32. Þessi lengda gerð er 11,4 cm lengri en hin. Ný sjöa frá B M W Frágangur og útfærsla á smáatriðum í hæsta gæðaflokki. Leðuráklæðið á sætin verðuraðpanta sérstaklega, en rauðviðurinn íhurðunum er alltaf með íkaupunum. Samkeppnin er hörð í hæsta verðflokki bíla og þar hefur Mercedes Benz 40% af markaðn- um. Með nýju sjöunni gerir BMW harða at- lögu, sem virðist ætla að heppnast. Gagnstætt venju breytingaglaðra bílaframleið- enda í Japan og Bandaríkjunum, sem skipta um ytra byrði bíla sinna á eins til tveggja ára fresti, láta vestur-þýskir kollegar þeirra sér nægja að gera róttækar útlitsbreytingar á 7-8 ára fresti að jafnaði. Því þykir það nokkrum tíðindum sæta þegar BMW kemur nú loks með nýja útgáfu af 7-línunni fram á sjónar- sviðið, þá fyrstu eftir að framleiðsla sjöunnar hófst árið 1977. EFTIR JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON Að vanda er ekki um neinar stökkbreyt- ingar að ræða hjá Bæjurunum. Ekki bara vegna þess að þeir eru í eðli sínu íhaldssam- ir, heldur lét einnig forstjóri BMW, Eberhard von Kuenheim, hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að eiginlega framleiddu BMW þegar svo góða og fallega bíla að öllum breyting- um yrði að vera haldið innan þröngs ramma. Þessi framleiðslufílósófía hans Eberhards er í hávegum höfð í nýju sjöunni. Engar breytingar hafa verið gerðar í útliti sem kynnu að styggja augað. Engar stórtækar breytingar hafa heldur orðið á og í inn- volsinu. Eiginlega er á öllum sviðum um að ræða hægfara þróun á þeim hlutum sem þegar eru fyrir hendi. Þróun sem þó er nógu markviss og hraðfara að engum dylst að með tilkomu endumýjaðrar 7-línu er BMW að gera ákveðna tilraun til þess að komast inn á umráðasvæði S-línunnar frá Mercedes Benz. Ef marka má umsagnir virð- ist þessi tilraun bara hafa tekist nokkuð vel. Arangurinn er líka í samræmi við þá dagskipun sem gefín var þegar ákveðið var að fara út í smíði nýrrar sjöu: „Þetta á að verða besti bíll í sínum flokki" — svo aftur sé vitnað í nefndan von Kuenheim. Og ef við hugum að því hvaða flokk hann á þama við kemur í ljós að hann fylla bflar eins og Ferrari, Porsche, Jaguar, Rolls Royce og svo vitanlega S-línan frá Mercedes. Talið er að salan sé ekki nema um 250.000 ein- tök á ári í þessum háklassa bflismans og þar ræður Mercedes-Benz þegar um 40% markaðshlutdeildarinnar. Því skyldi maður ætla að þama verði ekki feitan gölt að flá fyrir BMW og allt sé þetta byggt á einu heljarinnar miklu bjartsýniskasti. En BMW hefur víst aldrei skort sjálfstraustið. Þegar vagninn með V-12 vélinni, 750i og 750L, kemur á markað næsta haust má búast við að keppinautamir megi vara sig. Allavega gefa uppgefín verð þessara glæsi- vagna til kynna að BMW stefni hátt, ætli sér að seilast undir koddann hjá helstu auðkýfíngum heims. Verð dýmstu útgáf- unnar, 750ÍL Spezial (L stendur fyrir lengri gerð), er áætlað 130.000 vestur-þýsk mörk frá verksmiðju, eða tæpar 3 millj. íslenskra króna. Verkamannaútgáfuna, 750i, má hins vegar fá fyrir aðeins 98.000 mörk. Nýja sjöan ku standa sérdeilis vel fyrir sínu í öllu því sem aksturseiginleika varðar. Unnið hefur verið að endurbótum á öllum undirvagninum, ijöðrunarbúnaði, fóðringum og upphengjum hjólabúnaðar svo og í smíði og frágangi yfírbyggingar. Ennfremur hefur verið bætt við upplýsinga- og notkunar- möguleika borðtölvunnar og rafeindabúnað- arins sem greinir ákveðnar bilanir í öryggisbúnaði bflsins. í þeim eftium er þó hætta á að leikgleðin og ljósadýrðin yfír- keyri að einhveiju leyti notagildið, eins og stundum vill henda hjá Japönum. Þá er komið að þeim hluta bflsins sem gerir hann að þessu meistarastykki hvað aksturseiginleika varðar, vélinni. 3,5 lítra vélin í 735i bflnum hefur orð á sér fyrir að vera besta 6 strokka vélin í sínum stærðar- flokki sem nú er á markaðnum. Reyndar hefur BMW ávallt haft góðum vélahönnuð- um á að skipa en engu að síður ber það þessari deild innan BMW góðan og órækan vitnisburð að vél sem fær slíka einkunn skuli hafa verið hönnuð fyrir meir en 20 árum, en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1968. Vélahönnuðir BMW hafa enn einu sinni farið höndum um 3 og 3,5 lítra vélamar með góðum árangri. Með aukna hagkvæmni að leiðarljósi hefur megináherslan verið lögð á þijú atriði, minnkun loftmótstöðu við inn- sog og útblástur, nákvæmari og hraðari bruna eldsneytis og fullkomnari rafeinda- stýringu kveikitímans. Það er Motronic- búnaðurinn, sérhannaður af Bosch fyrir BMW, sem sér um þá hlið málsins. Nú hef- ur bæst enn einn þátturinn við í þessari stýringu, hægagangshraðastýring sem held- ur snúningshraðanum jöfnum og gerir vélinni kleift að snúast aðeins 700 sn./mín. í hægagangi. Greinilega hefur árangur þessara aðgerða skilað sér, því að úr 3,5 lítra vélinni fást nú 220 hestöfl. Þessir 220 hestar ná að Útlitsbreytingin er einkum fólgin íþví, að kílformið hefur lítið eitt verið aukið og allar línur mýktar án þess að fórnað væri svipmótinu, sem alltaf einkennir BMW.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.