Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 6
-t ljóðskálda. „Ég minnist gestrisni hans, alúð- ar og hvatningar með því sérstaka þakklæti, sern við berum í brjósti til þeirra, sem hafa ieitt okkur áleiðis til aukins trausts á okkar eigin mátt og megin." Heaney lauk háskólanámi með ágætisein- kunn, summa cum laude, og hóf kennslu- störf. í fyrstu kenndi hann við skóla í sinni heimabyggð, en réðst svo til kennslu við háskólann í Belfast. Samtímis kennslunni var hann að „fúska svolítið í ljóðagerð" eins og hann kýs að orða það. Fyrsta ljóðabók Heaneys, „Death of a Naturalistkom út árið 1966 og var fagn- að með hástemmdu lofí gagnrýnenda. Allt frá því að W.H. Auden sté fram á bók- menntasviðið hefur reyndar ekkert ljóðskáld verið hyllt jafn ákaflega. „Stórskáld eru jafn fágæt og fuglinn Fönix," skrifaði gagn- rýnandinn C.B. Cox við þetta tækifæri, „og vel má vera, að allt frá árinu 1960 hafí einungis komið fram eitt slíkt skáld á þess- um eyjum. Nafn hans er Seamus Heaney.“ Það er jafnan hætt við, að svo lofsamleg- ir dómar geti stigið ungu og upprennandi skáldi til höfuðs, en Heaney fékk ekki glýju fyrir augun af allri frægðinni heidur hélt sig við sína listrænu köllun jafn ótrauður og áður. Með stuttu miilibili lét hann þijár aðrar ljóðabækur frá sér fara á næstu árun- um: „Door into the Dark“ (1969), „Winter- ing Out“ (1972) og svo „North“ (1975). Fjórar framangreindar ljóðabækur hans hafa einnig verið gefnar út saman í einu bindi, „Poems 1965—1975“, sem út kom 1980. Auk „Sweeney Astray" hefur svo ein- ungis ein önnur ljóðabók birzt eftir hann, en það er „Field Work“ (1979). Þegar litið er á þessar ljóðabækur Heaneys í heild, þá verða þær að teijast merkilega jafnar með tilliti til gæða. I þeim ljóðum, sem hann hefur birt, eys Heaney jafnt af frjóum jarð- vegi sinnar eigin persónulegu sögu og írskrar sögu. fluttur Suður Til Eire Árið 1972 ákvað Heaney að láta af störf- um sem kennari og flytjast frá Norður- írlandi, en sú ákvörðun olli mörgum vina hans sárum vonbrigðum, og varð undirrót mikillar gagnrýni f hans garð, þar sem menn álitu að skáldið v_æri þar með að yfír- gefa sökkvandi skip. Ásamt Marie (eigin- konu sinni og æskuunnustu) og þremur bömum þeirra, Christopher, Michael og Catherine, fluttist Heaney búferlum suður til Eire. Fjölskyldan settist að á litlu býli í sveitahéraðinu Wicklow County. Þar tók Heaney „að horfast í augu við eigin tóm- leika", eins og hann orðar það. Hann heldur áfram: „Það þarf að vinna sér skáldanafn. Það er ástæðan til þess að ég fluttist til Wicklow." Heaney fór samt að sakna kennslunnar og réðst nokkru síðar sem kennari við lítinn kaþólskan menntaskóla í Dyflinni. „Skáldið greiðir skuld sína vð þjóðfélagið með því að kenna," segir Heaney, og hann bætir við eilítið klókindalega, „og svo em það vissar 5 árhagsástæður. “ Heaney-fjölskyldan fluttist síðar til Dyfl- innar í heldur lasburða raðhús úr rauðum múrsteini, er stendur við Strand Road, ör- skammt frá sjónum. Þama dvelur Heaney núna átta mánuði ársins og fæst við að yrkja. Hann hefur útbúið sér vinnuherbergi uppi á rishæð hússins, þar sem hann situr gjaman við skriftir. Hann hefur hætt kennslustörfum í Dyflinni og ráðið sig í hlutastarf við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum, þar sem hann dvelur hveija vorönn sem heiðursskáld staðarins. Þegar Heaney er við störf í Harvard-háskóla hefur hann til umráða litla og afar látlausa stofu í svokölluðu Adamshúsi og vinnur í mjög nánum tengslum við þá stúdenta, sem fást við að yrkja. LÍÐANDISTUND í LjósiLiðinnaTíma „Hann fylgist af alúð með því, sem menn em að skrifa, og veitir góðar leiðbeining- ar,“ segir einn stúdentanna. „Hann kemur mönnum í skilning um, af hverju orðavalið skipti máli og af hveiju ljóðlistin sé sjálft tungumálið í sínu innsta eðli.“ Það má oft sjá Heaney á stjái á Harvard- torgi; hann er maður riðvaxinn, hæglátur í fasi, hárið gjaman úfíð og ógreitt. Eða þá að hann situr með hirð sína á einhveiju öld- urhúsi þama á staðnum eins og skáldmær- ingar fyrri alda höfðu fyrir sið. Um helgar ferðast hann vítt og breitt um Bandaríkin og les upp ljóð sín í boði ýmissa háskóla Stórskáld af Irlandi að er álit margra, að hinn hálffimmtugi Sea- mus Heaney sé bezta ljóðskáldið, sem núna yrkir á enska tungu. Hann er vissulega, eins og Robert Lowell komst eitt sinn að orði, merkasta ljóðskáldið, sem írar hafa eignast frá því að Yeats féll frá. Sú rödd, sem kveð- ur sér hljóðs í ljóðum Heaneys, hefur alveg sérstakan hljóm til að bera; hún er í senn afar persónuleg en er þó jafnframt í ríkum mæli í tengslum við tungutak alls almenn- ings. Hann yrkir eins og íri, afsprengi þrúgaðrar þjóðar. En eins og öll sönn skáld talar hann í ljóðum sínum til allra manna á öllum tíma. Sá beygur sem fram kemur hjá honum, endurspeglar þá kvíðatilfínn- ingu, sem við öll erum haldin. Keltnesk Menningar- ARFLEIFÐ OG KRISTIN Nýlega kom út ný, veigamikil bók eftir Heaney, „Sweeney Astray“, en þetta verk SEAMUS HEANEY yrkir um írland en ljóðlist hans höfðar þó til okkar allra. EFTIR JAYPARINI kallar hann „endurgerð" (ekki þýðingu) írskrar sagnar frá fyrri hluta miðalda, er nefnist Buile Suibhne. Frásögnin, að hluta í ljóðum, að hluta í óbundnu máli, ijallar um fomfræga írska hetju, Sweeney, sem verður fyrir því að heilagur Ronan breytir honum í fugl eftir orrustuna við Moira (árið 637) fyrir að hafa vegið saklaust sálma- skáld nokkurt. Hann er sviptur öllu, missir konungstign sína, missir vitið, glatar öllu, er ber keim af siðmenningu. Hann verður að hírast „meðal tijáa / milli flæðar og fjöru / eigra um kaldur og nakinn". „Sweeney Astray“ rekur æðisgenginn flótta konungs- ins, segir frá ævintýrum, er hann ratar í og eiga að hreinþvo sálu hans af öllum sora, en þeim lyktar loks með fullri iðrun Sween- eys, yfírbót og dauða hans. En allt þar til hann öðlast þannig endanlegan frið, er Sweeney eins og segir í ljóðinu „án hvílu, án athvarfs / ég eygi dökka daga“. Hann fer reyndar að óska þess. að hann hefði fallið í orrustunni við Moira. í frábær- um ljóðakafla rekur Sweeney harma sína: / kvöld er mjöllin köld. Sjá þýðingu Karls Guðmundssonar. „Sweeney Astray“ lýsir á áhrifamikinn hátt þeim miklu átökum, er urðu á sjöundu öld á milli fomrar, heiðinnar menningar Kelta og hins nýja kristna siðar. „Það eitt út af fyrir sig gefur verkinu verulegt gildi," segir Heaney; hann vill því að lesendur rýni dýpra í hina sögulegu merkingu þessarar fomu þjóðsagnar, að þeir skyggnist raun- vemlega bak við ytri tímamörk hennar. „Sweeney sem persóna felur einnig í sér viss einkenni listamannsins, hann er utan- veltu, sakbitinn og reynir því að lina þjáning- ar sínar með skáldamáli." Og hann heldur áfram: „Það er og unnt að lesa verkið út frá því sjónarmiði, að þama sé verið að fjalla um átök, sem verða á milli hins óhefta, skapandi ímyndunarafls og þeirra skorða, sem því eru reistar af trúarlegum, pólitísk- um skuldbindingum og þeim kvöðum, er átthagamir leggja á menn. Meðan Jörðin Brennur UndirFótumíra Sjálfur hefur Heaney fengið að kenna harkalega á þeim skorðum, sem trúarlegar og pólitískar kennisetningar fela í sér, þeim kvöðum sem heimaslóðimar leggja á hann. Heaney ólst upp á bóndabæ í Derrysýslu á árunum milli 1940 og ’50, og em hans heimaslóðir ekki langt frá Belfast á Norður- írlandi. „Ég var einn af átta systkinum, sem upp komust,“ segir hann. Fjölskylda hans er kaþólsk og telst því til þess minnihluta íbúanna á Norður-írlandi, sem hefur mátt þola hið svæsnasta ofriki og yfírgang. Það kom því nánast af sjálfu sér, að afstaða Seamus Heaneys til umhverfisins hlyti allt frá upphafi hans vega að mótast af and- stöðu. Hann var nauðbeygður til að skil- greina jafnan hið innra með 3ér sína eigin stöðu gagnvart því ensk-sinnaða menning- arsamfélagi mótmælenda, sem réð lögum og lofum á Norður-írlandi og ræður þar enn. „Býlið okkar hét Mossbawn," segir Hea- ney, þegar hann riflar upp fyrir sér æskuárin. „Það er miðja vegu á milli þorp- anna Castledawson og Toome... það er Seamus Heaney. Sumir bókmennta- menn tefja hann fremstan þeirra, sem nú yrkja á enska tungu. þvi staðsett á táknrænan hátt mitt á mill; markalínu enskra áhrifa og þeirrar geymd- ar, er írskt þjóðemi býr að.“ Jafnvel þótt hann hefði viljað, gat Hea- ney ekki staðið utan við þann rótgróna, sögulega ágreining, sem er meginuppistað- an í harmsögu Ira. í einu stórbrotnastc kvæða sinna, er birtist í ljóðabókinn: „North“ (1975), lýsir skáldið þeirri tilfinn- ingu ógnar og skelfíngar, sem hann vai gripinn sem drengur, þegar opinber erind- reki stjómarinnar, lögreglufulltrúi nokkur kom á bæ þeirra til þess að grennslast nán- ar fyrir um það hjá föður hans, hvemig uppskerunni væri háttað það árið. Lögreglu- fulltrúinn framkvæmdi svo könnun i jarðargróðanum af stökustu gaumgæfni Sjá einnig þýðingu Karls Guðmundssonar í ljóði Heaneys: Lögreglumaður kveður dyra. Seamus Heaney ólst þannig upp í tví- skiptu menningarsamfélagi. Eðlisbundir samkennd hans fylgdi og fylgir enn málstac hins írsk-kaþólska minnihluta Norður- írlands; en Heaney hefur samt líka orðic að leita sátta og friðmælast við hin enskt sjónarmið í þessum málum. Hann fer nokkr- um orðum um fáeinar augljósar þversagnir „Eg tala og yrki á ensku, ég kenni enskai bókmenntir, gef út verk mín í Lundúnum en ensk hefð er mér þó ekki eiginleg innsi inni.“ Hinn eiginlegi heimavöllur þessa skáldí er ljóðlistin sjálf. Nýtt Stórskáld Fram Á SJÓNARSVIÐIÐ Seamus Heaney hóf fyrst að yrkja fyrii alvöru, þegar hann var við nám við Que- en’s University í Belfast á árununr 1957—1964. Þar varð ljóðskáldið og gagn- rýnandinn Philip Hobsbaum mikill áhrifa- valdur í fyrstu ljóðagerð hans, en Hobsbaurr hefur á margan hátt verið eins konar guð- faðir margra hinna beztu núlifandi brezkt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.