Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 13
Vökvahöggdeyfar innan við stuðarann leyfa „árekstur" á allt að 6 km/klst hraða koma rúmlega 1.700 kílógramma þungri límúsínunni frá 0 upp í 100 km/klst. hraða á innan við 8 sekúndum og hámarkshraðinn er í námunda við 240 km/klst. Miðað við þessar tölur er tæplega hægt að kvarta yfír eyðslunni, 7,7 1 á 90 km/klst. hraða. 9,6 á 120 km/klst. hraða og 15,9 í borgar- akstri. Meðaleyðslan er gefin upp 11,1 1 á 100 kflómetra. Næstum hver bílaframleiðandi, sem vill kosta nógu miklu til, getur smíðað úrvals- góðan vagn. Til dæmis liggur 7 ára vinna við hönnun og 1,2 milljarða marka kostnað- ur að baki nýju sjöunni. En að smíða mótora sem standast svo vel tímans tönn að eftir tuttugu ár eru þeir ennþá á meðal þess besta sem gerist á þessu sviði, til þess þarf reynslu og kunnáttu. Hvað þetta atriði varð- ar byggir BMW á traustum grunni, vél- asmíði hefur alltaf verið sterka hlið þessa fyrirtækis sem upphaflega var stofnað á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri sem véla- verksmiðjur, eins og nafnið BMW — Bayerische Motoren Werke — ber með sér. Höfundurinn er bílaverkfræðingur. án þess aðskemmdir verðiá bílnum. Síðará þessu ári kemur sjöan með 12 strokka álmótor; það er töfraorðið, sem þeirhjá BMWbinda miklar vonir við. Sú gerð fær einkennisstafina 750iL. r ^ Karosscrie 93 87 95 Antrieb 91 98 95 Komfort 88 83 80 Fahreigenschaften % 90 85 Wirtschaftlichkeit 91 79 88 Summc (maximal 500 Punkte) 459 437 443 Þýzka bílablaðið Auto Motor und Sport bar nýlega saman þijá fræga gæðinga, Mercedes Benz 420 SE, JaguarXJ 6 ognýju sjöuna frá BMW. Blaðið gefur stig fyrir 5þætti oghverþátturskiptist síðan í5 undirþætti, svo einkunnin erí raun gefin fyrir 25 atriði. Aðalþættimir 5 em: 1) Boddýhönnun og boddýfrágang- ur, 2) mótor og drif, 3) þægindi, 4) aksturseiginleikar, 5) verð ogýmislegt varðandi rekstur. Hér er lokaniðurstaða blaðsins og vekurífysta lagiathygli glæsileg frammistaða Jaguar, sem fær líka útkomu og Benzinn. Það erþó BMW 735i, sem slærþeim alveg við með 16 stigum hærri einkunn en Benz og munar þarmest umyfirburði í aksturseiginleikum, þægindum ogrekstri. Flugmenn framtíðar stýra vélinni með röddinni Það er vonlaust fyrir flugmanninn einan í nútíma omstuflugvél að fylgj- ast með hinum gömlu mælaborðum. Þess vegna vinna verkfræðingar að því að smíða flugvél, sem hlýðir rödd flugmannsins. Flugmenn í orustuflug- vélum framtíðarinnar munu gefa vélinni fyrir- mæli munnlega í stað þess að þrýsta á hnappa og taka í stýri. Hin nýja tækni kallast DVI, Direct Voice Inuput. Eiginlega: Bein munnleg inngjöf. Það er að segja: Stjórn með töluðum orðum. DVI er þegar til í flughernum eða fluglík- um í Bretlandi og verður innan skamms komið fyrir í alvöru flugvélum. Það er erfitt að koma tölvu í skilning um, hvað maður segir. Það er sökum þess, að hljóðkerfi mannamáls er afar flókið. Fólk hefur mismunandi áherzlur og málhreim, og það er hægt að segja nákvæmlega sama orð á mjög mismun- andi hátt. Þá ber þess einnig að gæta, að flug- mannsklefi eða stjómklefi í orustuflugvél nú á tímum er einhver versta umgerð um hljóð, sem hugsazt getur. Tölvan á að geta heyrt, hvað flugmaðurinn segir, jafnvel þótt hann sé undir álagi og þó að vélin titri og hraðinn sé aukinn. Á hinn bóginn er þörfín á DVI mjög brýn. I nútíma orustuflugvél er aðeins rúm fyrir einn mann, sem með tímanum þyrfti að vera lærður tölvufræðingur. Í stað hins gamla mælaborðs með hundr- uðum takka og rofa eru komnir tveir-þrír sjónvarpsskermar. Á þeim getur hann pantað þær upplýsingar, sem hann þarf á að halda. En þá fer málið að vandast þegar vélarnar neyðast til að fljúga lágt. Við slíkar aðstæður hefur flugmaðurinn um nóg að hugsa að komast hjá því að rek- ast á fjöll og ttjátoppa. Ef til vill flýgur hann um leið hraðar en hljóðið. Á þeirri ferð hefur hann ekki tíma til að gefa annað en munnleg fyrirmæli. Það er Smiths Industries Aerospace and Defence Laboratories í nágrenni Cheltenham, sem hefur útbúið hið brezka DVI-kerfi. Enn hefur tölvan aðeins 100 orð í orðaforðanum. En verkinu miðar vel áfram. Stefnt er að því að hin fljúg- andi tölva geti öðlazt skilning á og brugðizt við 1000 orðum. Allir hafa sitt sérstaka málfæri. Þess vegna er þörf á einstaklingsbundinni forritun tölvunnar. Það mál er leyst með tölvukorti, sem hver flugmaður ber á sér, og sett er í tölvuna áður en lagt er af stað. DVI-tölvan á einnig að geta „hugsað sjálf“. Hún öðlast gervigreind að vissu marki. Ef flugmaðurinn fær til dæmis skilaborð gegnum fjarskipti, á DVI- kerfið að draga sig í hlé og bíða, unz samtalinu er lokið, áður en það byijar að hlýða flugmanninum aftur. Brezku sérfræðingarnir gera ráð fyrir að DVI-kerfi verði í öllum orustuflugvél- um á næsta áratug. Öll heimsins höf eiga upp runa sinn úti í geimnum Ef til vill er það litlum halastjörnum úr ís og snjó að þakka, að vatn og þar með líf er til á jörðu hér. Það er að minnsta kosti kjarninr. í alveg nýrri kenningu, sem þrír vísinda- menn við Iowa háskóla hafa birt í vísindarit- inu Geophysical Research Letters. En með kenningu sinni rísa hinir þrír Bandaríkja- menn gegn viðteknum skoðunum í þessum efnum. Jarðeðlisfræðingar hafa hingað til gert ráð fyrir, að vatnið á jörðunni og helztu lofttegundirnar í gufuhvolfinu hefðu verið „soðnar" út úr fljótandi bergi í iðrum jarðar og verið spúð út með eldgosum, þegar jörð- in myndaðist fyrir 4600 milljónum ára. Hin nýja kenning er byggð á athugunum könnunarhnatta á hinum svokallaða útíjólu- bláa dagsroða í efri hluta gufuhvolfsins. Roðinn verður til við það, að útfjólubláir geislar sólar lenda á súrefniseindum í ózon- laginu og dreifast í allar áttir. Gervitungla- myndir af jörðu sýna þess vegna eðlilega sams konar roða á daghlið jarðar. Við grein- ingu á myndum frá könnunarhnettinum Dynamics Explorer 1, sem er á heimskauts- braut, uppgötvuðu þremenningarnir þó, að roðinn væri ekki með öllu sams konar. Hann rofnar stutta stund af litlum, svörtum blett- um. Á þessum blettum stöðvast hin útfjólu- bláa geislun. Götin koma í ljós um það bil 10 sinnum á mínútu, og sum vara í margar Samkvæmt nýrri kenningu rignir stöð- ugt yfir jörðina 100 tonna þungum íshalastjörnum, sem valda svörtum blettum í gufuhvolfinu. mínútur. Vísindamennimir þrír komust að þeirri niðurstöðu, að götin orsökuðust af litlum íshalastjörnum, sem lentu inn í efri hluta gufuhvolfsins, þar sem þær mynduðu ský úr vatnsgufu, sem lokaði fyrir hina útflólu- bláu geislun. Þvermál blettanna er 50—100 km. Halastjömukjarni, sem er um 100 tonn og 12 metrar í þvermál, gæti orsakað slíkt gat. Samkvæmt athugunum ættu um 20 100-tonna halastjörnur að rekast inn í gufu- hvolf jarðar á hverri mínútu. Umreiknað í vatn svarar þetta til eins tíu þúsundasta hluta af úrkomu jarðar á ári. En það er nóg til að fylla öll heimshöfin á æviskeiði jarðar. Hin nýja kenning eða tilgáta hefur verið gagnrýnd frá ýmsum sjónarmiðum. Til dæmis hefur enginn séð slíka íshalastjörnu ennþá. En menn hafa heldur ekki getað fundið raunverulega skekkju í gögnum Iowa-hópsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAÍ 1987 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.