Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 9
Anna Ancher: Jarðarför, 1891 Helene Schjerfbeck: Saumakonan, 19o3-05 hún var mikið í tísku á þessum árum. Sum- ir þeirra sóttu tíma í þessum fræðum hjá prófessor Charcot í Salpetriére spítalanum. Emst Josephson sem dvaldist langdvölum á eyjunni Bréhat við Bretagneskagann gaf sig allan á vald þessara yfirskilvitlegu fyrir- bæra og varð um síðir geðveikur aðeins 37 ára að aldri. Einnig varð Rósakrossreglan mjög vinsæl. PORTRETT OG LANDSLAG Viðfangsefni listamannanna eru margvís- leg. Ljóðrænar, innhverfar innimyndir, óspillt kyrrlát náttúra, angistarblandnar andlitsmyndir, strit hvunndagsins. í mynd- um Juho_ Rissanen vinnur fólk í sveita síns andlits. Alútt og alvarlegt beinir það augna- ráðinu niður á við, er undirleitt eins og til að forðast ágenga íhugun skoðandans. Verkalýðurinn birtist okkur líka í myndum Carls Wilhelmson og Gallens Kallela og í gegnum symbólískar portrett myndir Ejnars Nielsen smýgur miskunnarlaus tónn fátækt- ar, angistarblandið myrkur og táknmyndir dauðans. En það er náttúran sem er aðaltjáning þessara listamanna og í gegnum hana og þessi sérstöku birtuskilyrði ná þeir bestum samhljómi, enda voru tengsl manna við náttúruna sterkari á þessum árum en þau eru nú. í landslagsmyndunum upplifum við ýmist eintal við náttúruna eins og í mjmd Richards Bergh, Norrænt sumarkvöld (1899—1900), sem sýnir okkur ungt par horfandi ofan af svölum í hálfgerðri til- beiðslu út yfir spegilslétt stöðuvatn. Friður og hátíðleiki einkenna myndina og fyrir- myndirnar að parinu voru velþekktar persónur, söngkonan Karin Pyk og Eugen prins. Landslagið getur einnig verið tjáning á vissu sálarástandi eins og t.d. í myndum Munchs sem eru fullar af innri spennu og allegóríum, algjörar andstæður við verk frönsku impressjónistanna svo dæmi sé tek- ið. Gallen Kallela Og Hugo Simberg Náttúran er mjög áberandi í verkum Gallens Kallela og þá sérstaklega í verkinu „Mántykoski" (1892—1894) sem opnar sýn- inguna. Með því að strengja fimm gyllta strengi yfír miðjan fossinn tekst honum að láta hörpu náttúrunnar gefa frá sér symb- ólískan nið sem rennur mjúklega saman við rómantískan natúralisma og þessi mynd- bygging gefur strax tón sýningarinnar. Finnsku málaramir ieituðu mikið eftir þjóðlegum innblæstri og náði leit þessi há- marki í því sem kallað hefur verið Carélian- ismi. Undirrót hans er í hetjudrápu þjóðarinnar, Kalevala, og er Gallen Kallela sá sem nýtti sér þetta efni einna mest. Síðan hvarf þessi þjóðemislitaða rómantík smám saman og áhugi fyrir alþjóðlegum stefnum jókst. í verkum Hugos Simberg er náttúran einnig mjög mikilvæg. Verk hans em full af kynlegum vemm og afar sérkennileg. Hann nær fram einhveijum dulúðugum straumum sem erfitt er að lýsa og virðist dauðinn vera aðalþema verka hans. Myndin „Særði engillinn" (1903) er mjög einkenni- leg og táknræn fyrir örlög Simbergs sjálfs ef við ímyndun okkur að særði engillinn sé sál listamannsins. Hann veltir mikið fyrir sér tilvistarvanda einstaklingsins, sektar- kenndinni, iðmninni, örvæntingunni, getu- leysinu. Orlög mannsins em grimmúðleg í myndheimi Simbergs og bak við glaðværð- ina leynist einatt djöfullinn og lífið er einn allsheijar dauðaslagur. í tjáningarríkum portrettmyndum Ellen Thesleff og Helene Schjerfbech verðum við einnig vör við einmanaleik og einangmn mannssálarinnar. Myndir Schjerfbech em í einfaldleik sínum ein ógleymanlegustu verk sýningarinnar. Kaupmannahöfn Og Hammershoi Kaupmannahöfn var aðal menningarmið- stöð Norðurlanda á þessum umbrotaámm. Listastofnanir vom þar fleiri en annars stað- ar og stoftiun hinna fijálsu listaskóla á ámnum 1882—’83 ýtti undir aukna frelsis- tilfinningu og ábyrgð hjá ungu listamönnun- um. Skagen hópurinn var mjög mikilvægur á þessum tíma (1870—1920) og hafði gríðar- leg áhrif á norræna útimálverkið. Peter Severin Krayer var þar í fararbroddi og er kynntur hér á sýningunni með §ómm mild- um impressionískum myndum þar sem blátær og björt sumarbirtan leikur við léttar sjávaröldumar og slær næstum ofbirtu í augun. Anna Ancher sem var fædd og uppal- in í Skagen á þama eina mynd, „Jarðarför- in“ (1891) sem minnir á að sjórinn gat líka verið miskunnarlaus. Laurits Andersen Ring er sá sem tjáir einna best stemmningu sveitarinnar. Verk- ið, „Kvöld. Gamla konan og dauðinn", (1887) er sneisafullt af andstæðum og afar áhrifamikið. Sterkri birtu stafar einnig frá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAÍ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.