Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 6
T.S. Eliot Holmennin Herra Kurtz — hann dáinn Þorsteinn Gylfason þýddi Fimmaur fyrir gamla Gaur Fyrri einkunnarorð Holmennanna eru sótt í sögu Josephs Conrad í hjarta myrkurs (Heart of Darkness). Sú saga er flestum kunn nú vegna þess að Francis Ford Coppola reisti á henni kvikmynd sína um styrjöldina í Ví- etnam Ragnarök nú (Apocalypse Now). Orðin eru dánarfregn sem svartur þjónn herra Kurtz flytur af húsbónda sínum; Herra Kurtz samsvarar hjá Conrad hlutverkinu sem Marlon Brando leikur í kvikmyndinni. Síðari einkunnarorð kvæðisins eru sótt í sið brezkra barna, sem bundinn er 5. nóv- ember. Þann dag árið 1605 varð upp- víst um að Guy nokkur Fawkes hafði gert tilraun til að kveikja í þinghúsi Breta, Westminster-höll. Því gera börn brennur á þessum degi, og brenna á hverri þeirra hálmtroðna brúðu sem heitir „Old Guy“ í höfuðið á Fawkes. Áður en kveikt er í brenn- unum ganga börnin fyrir hvers manns dyr með brúður sínar sníkj- andi: „A penny for the Old Guy.“ Þeir Fawkes og Kurtz eru hinir fordæmdu fantar kvæðisins. Stjarnan staðfasta, hin blaðmarga rós, er hins vegar María guðsmóðir. Skáldið Stephen Spender hefur skrifað bókina T.S. Eliot (1975). Þar stendur (á bls. 120—121): „Saga Conrads fjallar um frumstæðan heim mannæta og svartagaldurs sem gerð er innrás í úr efnishyggjuheimi sem kennir sig við menntun og menningu en er samt einkum byggður af fjár- plógsmönnum og auðsöfnurum; og hún lýsir því hvernig siðaður maður spillist við kynni sín af uppruna mannsins í illsku, eða öllu heldur þeim uppruna sem verður að bölvun við vanhelgan hjúskap evrópskrar verzlunar og afrískrar villimennsku. Sá hugarheimur sem Conrad lýsir er heimur einskærs hroða. Eliot er oftast talinn mjög fágaður og bragð- vís höfundur, menntamaður í hópi skálda. Áf þessum sökum sést mönnum oft yfir þann frumstæða hrylling sem rís úr djúpum kvæða hans. Samt er hann þar í hljómfallinu og kristallast oft í orðalagi sem minn- ir á bumbur sem dynja í svörtum frumskóginum, það krafsandi skuggalíf sem skýzt um sædjúpið, spjót villimanna skekin yfir ómæl- isfljótið, hálfhöggnar forsögulegar steinmyndir innst í skóginum, risa- vaxna kaktusa eyðimerkurinnar, hvísl drauga á mörkum myrkursins." Vér erum holmennin vér erum hálmmennin höllumst hvert að öðru hausleðrin troðin út. Æ já! Raustir vorar visnar er vér hvíslumst á hljótt marklaust hjal sem vindsins um visin grös rottur að brölta yfir brotin glös í þurri geymslu vorri Formlaus lögun, litlaus skuggi magnstola kraftur, andsvar án æðis Þeir sem fóru yfirum beint af augum, í hitt Ríki dauðans muna oss — ef þeir muna — seint sem fordæmda fanta heldur sem holmennin hálmtroðin holmennin. IV Augun eru ekki hér hér eru engin augu í dal dauðvona stjarna í þessum hola dal þessum brotna kjálka vorra týndu ríkja Á þessum hinzta fundastað fálmumst vér á og forðumst orð saman á bakka hins bólgna fljóts Blind, nema augun birtist aftur sem stjarnan staðfasta hin blaðmarga rós úr rökkurríki dauðans von innantómra og annarra ekki. II Augu sem mér óar að sjá í draumheimi dauðans þau láta ekki sjá sig: augun eru þarna sól á brotna súlu tré vingsast vindur syngur fjölda radda þarna fjarlægari og upphafnari en fölnandi stjarna Nær vil ég ekki vera í draumheimi dauðans lát mig líka bera svo gagnger dulargervi rottufeld, krákuham, spýtur í kross á akri fjær herma eftir háttu vinda engu nær Ekki þennan hinzta fund í rökkranna ríki. III Þetta er steindautt land þetta er kaktusland hér eru höggmyndir háreistar og veitast bænir andvana handar í bliki slokknandi stjörnu Er það þá svona í hinu ríki dauðans andvaka ein á þeirri tíð er vér titrum af blíðu varir vildu kossa en bærast í bæn við brotinn stein. Göngum við í kringum kaktusberjarunn kaktusberjarunn klukkan fimm að morgni Því þitt er ríkið Lífið er mjög langt Milli hugar og heims milli hreyfingar og handtaks fellur skugginn Milli frumkvæðis og framtaks milli ástríðu og atlota fellur skugginn Milli fýsnar og fullnægingar milli getnaðar og gerðar milli eðlis og uppruna fellur skugginn Því þitt er ríkið Því þitt er lífið er því þitt er rí... Svoleiðis verður heimsendir svoleiðis verður heimsendir svoleiðis verður heimsendir enginn hvellur en kjökur. VíÖa um lönd er þess minnst á þessu ári, að liðnar eru fimm aldir frá fæðingu siðbótarmannsins Marteins Lúters. Hann fæddist hinn 10. nóvember árið 1483 í Eisleben í Þýskalandi. Gera má ráð fyrir, að þeg- ar nær dregur afmælisdegin- um verði rækilega um hann fjallað í íslenskum fjölmiðl- um og vænta má rita um þennan umdeilda mann, sem þjóðkirkja okkar er kennd við. Á 19. öld minntust tveir kunnir íslenskir guðfræð- ingar Lúters, annar í bundnu máli en hinn í prentaðri rit- gerð. Árið 1864 orti séra Matthías Jochumsson um hann lofkvæði, alls 11 erindi, og nefnir hann þar m.a. Ijóssins hetju, sem hóf sinn logabjarta hjör mót hneyksli og til þess að stökkva lygi úr landi. Ljóðið er brennandi hvöt til samtímamanna skáldsins, að þeir sæki and- legan þrótt til framfara í liðna sögu eins og fram kem- ur í upphafserindinu: „Viö döprum sálar-doða ég dýrðJegt þekki ráð, sem varnar andans voða, en vekur líf og dáð: aö horfa’ á horfinna’ alda in helgu furðu-verk; í traustri trú þar halda oss tákn svo stór og merk.“ Hinn guðfræðingurinn, Helgi Hálfdánarson prestaskólakenn- ari, samdi ritgerð í tilefni af fjögurra alda afmæli siðbótar- mannsins (Lúters minning). Hún kom út nær árslokum 1883 og var prentuð að tilhlutan landshöfðingjans og biskupsins yfir íslandi, með styrk úr lands- sjóði. Helgi rekur þar sögu Lút- ers og siðskiptanna á ljósan og greinargóðan hátt, svo ritið hef- ur verið næsta aðgengilegt al- menningi og verulega fræðandi, þótt ekki sé það mikið að vöxt- um; 64 bls. og í litlu broti. Höf- undurinn ýtir úr vör með lofs- yrðum, sem ekki gefa eftir hrósi séra Matthíasar: „Hinn 10. dag nóvembermán- aðar á þessu ári voru liðin rjett 400 ár, síðan hinn mikli guðs- maður, trúarhetjan, sannleiks- hetjan og frelsishetjan Marteinn Lúter var í heiminn borinn. Með- al allra þeirra þjóða, sem fallizt hafa á kenningar hans og kalla hann kirkjuföður sinn, er hans hátíðlega minnst á þessu ári með þakklæti til drottins fyrir hina ómetanlegu heill og bless- un, sem svo mörgum þjóðum og mörgum sálum hefur staðið af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.