Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 14
að binda litla kerru til að bera hann, svo langur er hann og þungur. Þið lubbarnir á flat- lendinu eigið ekki til neitt í lík- ingu við hann. Þessi hryssa var flutt yfir hafið á þrem karrökum og brígantínu3) til hafnarbæjarins Olonne í Talmont; og þegar Grandgussi sá hana sagði hann. Hér er komin skepnan sem flyt- ur son minn til Parísar. Nú sver ég við Guðs nafn að allt mun fara vel. Hann mun verða mikill fræðimaður á komandi tímum. Ef ekki væru skepnurnar lifðum við eins og fræðimenn.4) Næsta dag — að fengnum drykk eins og gefur að skilja — héldu þeir sína leið, Gargantúi, kennari hans Ponokrates, og þjónar hans, ásamt skósveinin- um unga, Eudemoni. Og þar eð veður var stillt og hlýtt lét Grandgussi útbúa dökkmórauð stígvél handa syni sínum; Babin kallar þau helftur. Svo héldu þeir glaðir og reifir eftir þjóðveginum, alltaf í himnaskapi, þar til er þeir komu fyrir ofan Orleans. Á þeim stað var stærðar skógur, hundrað og fimmtíu mílna langur og fimm- tíu og ein míla að breidd, eða þar um bil. Skógurinn var gríð- arlega gróskumikill og krökkur af uxaflugum og broddflugum, svo hann var hreinasta ræn- ingjabæli fyrir vesalings hryssurnar, asnana og hestana. En hryssa Gargantúa hefndi snöfurlega allra misgjörðanna sem skepnur af hennar tagi höfðu mátt þola til þessa, með bragi sem enginn hafði nokkurn minnsta pata af fyrirfram. Jafnskjótt og komið var inn í skóg þenna, og flugurnar lögðu til atlögu, sveiflaði hún taglinu og hlóð þeim svo kyrfilega í fyrstu lotu að hún felldi allan skóginn. Hún felldi trén þvers- um og langsum, þar og hér, á þennan veginn og hinn, fyrir framan og til hliðanna, fyrir ofan og fyrir neðan, eins og sláttumaður fellir gras, en upp frá þeirri stundu hefur hvorki verið þar skógur né broddflugur, og landið allt breyttist í sléttu. Við þessa sjón varð Gargantúi firna glaður, án þess þó að láta á því bera, og mælti við menn sína: „Þetta finnst mér gott.“ (Je trouve brau ce); en þannig stendur á því að landið er kallað La Beauce. En hið eina sem þeir fengu í morgunmat var tómt loft, og til að minnast þess gera dándimennirnir í La Beauce enn þann dag í dag hlé á föstunni með því að geispa, og það gerir þeim harla gott, og skyrpa þeir því betur á eftir. Að lokum komu þeir til París- ar, og í þeirri borg hvíldist Gargantúi í tvo eða þrjá daga og gladdist í hópi félaga sinna, og frétti hvaða lærdómsmenn væru þar í staðnum á þeim tíma, einnig hvaða vín væru drukkin þar. 1.) Þessi turn stendur enn, hlað- inn úr tígulsteini, rétt hjá nefndu þorpi. 2) Skýþía taldist þá vera það sem nú heitir Tíbet. 3) Karrakar voru hafskip í Genúu; brígantínur voru lítil herskip. 4) Alkunnugt orðatiltæki sem er snúið við. 14 Svaðastaðastofninn og Hörður frá Kolkuósi 5. grein: Dómur reynslunnar hefur ógilt dóminn frá 1966 Nú, þegar Hörður 591 frá Kolkuósi er allur — hesturinn var felldur haustið 1981 — er ekki úr vegi að líta yfir stöðu hans sem kynbótahests. Hverju hefur þessi glæsilegasti fulltrúi Svaðastaða- stofnsins á síðari hluta 20. aldar komið til leiðar í hrossarækt á íslandi? Hefur Hörður haft góð áhrif á ræktun íslenska hestsins, eða munu áhrif hans engin verða, er frá líður? Fékk góða dóma Áður en lengra er haldið, er rétt að rifja það upp, að þótt Hörður væri umdeildur hestur, og þótt ekki næði hann því að standa efstur stóðhesta á lands- mótinu 1966, fékk hann yfirleitt mjög góða dóma á sýningum. Á landsmóti sumarið 1962 er Hörður fimmti í röð stóðhesta án afkvæma, þá fimm vetra. Hörður fær fyrstu verðlaun A og einkunina 8,16. Umsögn dóm- nefndar var svohljóðandi: „Skapharður viljahestur með öllum gangi rúmum. Ekki ör- uggur með sig.“ A Hólum 1966 fær Hörður fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi eins og áður hefur komið fram, þá aðeins níu vetra, og fylgdu honum til dóms fjölmargir stóð- hestar, synir hans, sem sett hafa sín spor í ræktunina. Mesta sigur sinn vinnur Hörður svo á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1968, en þá er hann dæmdur besti stóðhestur lands- ins. Hart var lagt að eigendum Harðar, þeim Jóni Pálssyni og Páli Sigurðssyni, að sýna Hörð á landsmótinu á Þingvöllum 1970, en þeir höfnuðu slíku. Til mála- miðlunar — og vegna þess að vart var talið verjanlegt að halda landsmót án þess að Hörður kæmi þar við sögu — var ákveðið að halda á honum sérstaka sýningu með allt að tuttugu afkvæmum. Töldu Jón og Páll það ekki gefa nægilega góða mynd af kynbótagildi hestsins, að sýna hann með að- eins fjórum afkvæmum, og því færi Hörður ekki til mótsins á þeim forsendum. Þótt Herði tækist ekki að ná Sleipnisbikarnum, sem fremsti stóðhestur landsins með af- kvæmum, hlaut hann flestar þær viðurkenningar, sem nokkr- um kynbótahesti geta áskotnast hér á landi. Faðir fjölda þekktra stóðhesta Þegar á landsmótinu 1966 komu fram margir efnilegir stóðhestar undan Herði 591, þótt hann sjálfur væri þá aðeins níu vetra. Stóðhestarnir Þokki 607 frá Viðvík, Blakkur 614 frá Kolkuósi, Vörður 615 frá Kýr- holti, Baldur 620 frá Vantsleysu, Dreyri 621 frá Vatnsleysu, Glói 623 frá Vatnsleysu, Léttfeti 624 frá Vatnsleysu og Stígandi 625 frá Kolkuósi: Allir komu þeir fram á Hólamótinu 1966 og vöktu flestir mikla athygli. Næstu árin átti stóðhestum undan Herði enn eftir að fjölga. Eftirtaldir ættbókarfærðir stóð- hestar eru allir undan Herði frá Kolkuósi: Stígandi 659 frá Sel- fossi, Héðinn 705 frá Vatna- görðum, Skagfjörð 788 frá Merkigili, Hrafn 737 frá Krögg- ólfsstöðum, Krummi 738 frá Kröggólfsstöðum, Svaði 739 frá Kröggólfsstöðum, Þrymur 740 frá Kröggólfsstöðum, Geisli 741 frá Kröggólfsstöðum, Gustur 742 frá Kröggólfsstöðum, Geisli 743 frá Þurá, Geisli 744 frá Eg- ilsstöðum og Hlaða-Bakkur 859 frá Selfossi. Auk þessara hesta hafa margir synir Harðar verið notaðir sem stóðhestar um lengri eða skemmri tíma, þótt ekki hafi þeir hlotið ættbókar- færslu. Meðal þeirra má nefna Örn frá Kröggólfsstöðum, Loga frá Selfossi, Prins frá Krögg- ólfsstöðum, Eldjárn frá Krögg- ólfsstöðum og Storm frá Sel- fossi. Sumir þessara síðasttöldu eru nú kunnir stóðhestar á meg- inlandi Evrópu. Gæðingshryssur í fremstu röð Sem að líkum lætur eru hryssur undan Herði mun fleiri en stóðhestarnir, og margar þeira hafa staðið í fremstu röð kynbóta á hestamannamótum síðari ár. Á landsmótinu á Þing- völlum var Bára 3544 frá Krögg- ólfsstöðum í efsta sæti hryssa 4—5 vetra, og í þriðja sæti varð Drottning frá Hlöðum. Á fjórð- ungsmóti á Hellu 1981 varð Kol- finna frá Kröggólfsstöðum efst í flokki hryssa sex vetra og eldri, og miklu fleiri hryssur undan Herði hafa staðið framarlega á hestaþingum undanfarin ár, sem og gæðingar í reiðhesta- keppnum. Sigurbjörg Jóhannesdóttir á Kröggólfsstöðum með Hörð 591 frá Kolkuósi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.