Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 9
Lýsingin er hrikaleg: Stórauðugt fólk, vel gefið og lík- amlega vel af guði gert, en hefur með öllu glatað hæfn- inni til að gleðjast — er eins og gangandi liðin lík. Eftir Anthony Haden-Guest. efnahagslega þegar komizt upp á tindinn og farið sé að halla heldur betur undan fæti. Heró- ínið deyfir sársaukann og dreg- ur úr örvæntingu fólks. Enginn fellir lengur tár Við lifum nú á dögum í heimi lyfja; stundum gæti manni helzt virzt, að bókstaflega allir með tölu séu sífellt að moka í sig alls konar lyfjasulli. „Það fara ekki fram neinar góðar og áhrifamiklar jarðar- farir í Sviss lengur," sagði svissneskur læknir við einn af vinum mínum. „Hvað átt þú við, læknir?" „Það er enginn, sem grætur núorðið, allir taka bara valíum." Sú hugmynd, að þessi hrausta fjallaþjóð sé í stórum stíl farin að deyfa miðtaugakerfi sitt á þennan hátt, gæti fyrstu virzt fjarri öllu lagi. En staðreyndin er þó sú, að einmitt Sviss er oft getið í frásögnum af alls konar eiturlyfjamisnotkun. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það ein- mitt svissnesku kantónurnar, sem um langan aldur hafa verið eitt helzta athvarf auðugra rót- leysingja alls staðar að úr heim- inum, tryggur felustaður fyrir misjafnlega fenginn, fljóttekinn gróða og heimkynni þekktra og dýrra heimavistarskóla með nemendur frá öllum löndum heims. Það var í öllu falli í ein- um slíkum heimavistarskóla í Lausanne við Genfarvatn, sem Erica hóf að neyta heróíns — hún var þá 13 ára að aldri. Erica er núna orðin 26 ára gömul. Það var einmitt hennar kynslóð sem átti upptökin að nýrri bylgju í eiturlyfjaneyzlu. Hún er fölleit ásýndum og fríð. Afi hennar er brezkur iðjuhöld- ur, sem hefur mikið umleikis. Faðir hennar er Englendingur, en móðir hennar er núna gift auðugum Bandaríkjamanni og býr í New York. Þau eru á stöð- ugu flakki á milli Fimmta breiðstrætis í New York, South- ampton í Bretlandi og Saint Croix í Sviss. Helzta inntakið í lífi þeirra hjóna er endalaus drykkjupartý og háværar ill- deilur. „Ég var þegar farin að reykja svolítið marijuana, byrjuð að fá mér í staupinu við og við og taka pillur um tíu ára aldur," segir Erica, „svo þau sendu mig til Sviss." Hún fékk ekki að vera lengur samvistum við systur sína, Dodo, sem er fimm árum yngri en hún. Hún var innrituð í heimavistarskóla fyrir ungar stúlkur, og þar kunni hún strax ósköp vel við sig. Tvær beztu vinkonur hennar voru frönsk stúlka, sem var erfingi mikilla „aperitif-auðæfa" ogsvo dóttir bandarísks lyfjaframleiðanda; þær áttu það allar sameiginlegt, að líf þeirra hafði þangað til einkennst mest af ringulreið á flestum sviðum. Interpol kemst í spilið „Það voru stundum haldnir dansleikir, þar sem nemendur annarra skóla voru líka með,“ segir Erica. „Það var eiginlega allt fullt af eiturlyfjum. “Á einu slíku balli kynntist hún tuttugu og eins árs gömlum manni, og hann reyndist stunda eiturlyfja- sölu. Það leið ekki á löngu, þar til þau urðu elskendur, og þau voru stöðugt að lyfta sér upp með því að taka amfetamín, reykja ópíum og þefa örlítið af heróíni. Þau komu sér saman um að ganga í það heilaga, en Erica var þá orðin 14 ára. „Ég strauk úr heimavistarskólan- um,“ segir Erica. „Ég hnoðaði alls konar dóti undir sængina í rúminu mínu, og skildi allar mínar eigur eftir. Ein hand- taska var eiginlega allt og sumt, sem ég tók með mér. Við héldum fyrst til Ziirich með lest, en flug- um svo þaðan til Istanbúl." Erica man heldur lítið frá dvöl sinni í þessari ævintýralegu tyrknesku stórborg. Sóðaleg herbergiskytra, hash og síbylja í rafmagnsgíturum. Þau voru sí- fellt að skreppa út í ódýrustu tyrknesku snarlstaðina til þess að fá sér eitthvað í svanginn, eða þau litu inn á Gulhane, óhrjálegan gististað, þar sem ýmsir flækingar frá Vesturlönd- um héldu mikið til, en það var álit margra, að staðurinn væri í rauninni rekinn af tyrknesku lögreglunni. „Þarna var ég svo í tvo mán- uði, þar til Interpol tókst að hafa upp á mér. Þá var mér komið fyrir í brezku ræð- ismannsskrifstofunni í Istanbul, og mátti ekki hreyfa mig það- an.“ Hún heldur áfram: „Foreldrar mínir lentu í deilu út af því, hvort þeirra ætti að hafa mig í umsjá sinni. Það sem ég á við er, að hvorugt þeirra hafði hina minnstu löngun til að hafa mig hjá sér. Ég man líka eftir því, hvað brezki ræðismaðurinn sagði við þetta tækifæri: „Ég get nú ósköp vel skilið, af hverju ungt fólk, sem býr við svipaðar heimilisástæður og þú, skuli reyna að stinga af að heiman.“ Hvorugt foreldra hennar kom til Tyrklands til þess að ná í hana. „Að lokum var ég send með flugvél til New York.“ En þetta var aðeins upphafið að löngum eiturlyfjaferli hennar. Erica var rétt komin til John F. Kennedy-flugvallar, þegar toll- verðirnir þar höfðu gripið hana með hash í fórum sínum. Hún var þó ekki kærð fyrir þetta, en sett á skrá hjá lögreglu og toll- gæzlu New York-borgar. Þetta hafði það í för með sér, að ekki var lengur unnt að koma henni til náms í neinum einkaskóla. Þá var hún send í grunnskóla fyrir almenning, en hann þó hafður „af betra taginu". Þarna gat hún auðvitað orðið sér úti um langtum meira af alls konar eiturlyfjum, en hún hafði hingað til átt völ á. Nálinni beitt, hvar sem er Hún segir frá því, hversu ljóslifandi það standi henni fyrir hugskotssjónum, þegar hún í fyrsta skipti sá mann sprauta sig með heróíni. Hún var þá orðin sextán ára, gekk í gagnfræðaskóla og þvældist heilmikið með einni vinkonu sinni, sem var eins og hún sjálf mjög mikill aðdáandi popptón- listar. „Við fórum oft saman í partý, og þegar maður fer að líta nánar á hlutina núna, þá verður manni ljóst, að við vorum í rauninni ekkert annað en leik- föng handa þessum popp- strákum að gamna sér við. Vinkona mín var í slagtogi með einhverjum farandpopp- söngvara. Hann átti íbúð, sem var í dálítið óhrjálegu ástandi, og í henni höfðu fjórir Dob- erman-hundar, sem hann átti, fast aðsetur sitt. Þarna var svo einu sinni haldið partý eftir tónleika, sem hann kom fram á, og þar kom í ljós, að íbúðareig- andinn gat ekki lengur fundið neina nothæfa æð í líkama sín- um til þess að sprauta sig með heróíni. Hann greip því til þess ráðs að fara að nudda getnaðar- lim sinn, þar til honum var farið að standa og stakk þá nálinni á kaf í liminn. Ég man, að það komu blóðslettur á vegginn, þar sem hann stóð. Mér varð bein- línis óglatt. Ég hafði alltaf verið dauðhrædd við sprautur, svo ég lét mér nægja að þefa. Auk þess var ég alltaf hrifnust af amfeta- míni.“ í áðurnefndri íbúð varð Erica líka fyrir annarri skelfilegri lífsreynslu. Þarna var aftur partý og allt á fullu, þegar hún tók allt í einu eftir því, að einn viðstaddra sat þar skammt frá, þögull og eins og algjörlega utangátta. Þegar nánar var að gætt, kom í ljós, að partý-dagar hans yrðu ekki fleiri. „Ég varð alveg forviða á, hvað hitt fólkið virtist taka þessu með miklu kæruleysi. Er hann dauður?, spurðu þau. „Ekki eyðileggja partýið fyrir okkur. Við skulum kalla í lögregluna seinna ...“ Hún byrjaði fyrst að sprauta sig með heróíni, þegar hún kom eitt sinn til dvalar á Miami Beach með þáverandi elskhuga sínum. „Ég sá svo sem aldrei mikið af baðströndinni,“ sagði hún, „en við lentum í mörgum partýum þarna. Einu sinni fór ég í partý hjá geðlækni einum. Maður sá alls staðar blóðslettur í þeirri íbúð.“ Það var þá, sem henni fannst kominn tími til kominn að snúa aftur til New York, en þegar þangað kom, innritaðist hún menntaskóla. Hún var orðin 18 ára og fór reglulega til geðlækn- is, en henni fannst það samt ekki koma henni að neinu gagni. Dýr endurhæfing „Ég þekkti ljósmyndara í New York, sem lét mig fá eiturlyf, sem ég seldi svo menntaskóla- nemunum." En nú tóku atburð- irnir að gerast einum of hratt og urðu einum um of æðislegir. Þegar sá óróleiki, sem Erica hafði lengi fundið fyrir, var far- inn að snúast upp í hreina og beina skelfingu, sneri hún sér til afa síns. Iðjuhöldinum gamla þótti ennþá vænt um þetta barnabarn sitt. Hún heimsótti hann í Englandi og tók að leika hlutverk ungrar hefðardömu. Hún framkvæmdi jafnvel opnun nýrrar verksmiðju, klippti á silkiborða og allt það. „En sama kvöldið fór ég til London og sprautaði mig með heróíni," seg- ir hún. Svo hún var svo sem alls eng- in hefðardama, þegar öllu var á botninn hvolft. Hún flaug aftur til Bandaríkjanna og lét leggja sig inn á St. Mary’s-endurhæf- ingarstofnunina, en dvölin þar 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.