Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 6
VÍSUR Jón Gunnar Jónsson ________________________/ Skag- firzkar vísur Skagfirðingum er eins og allir vita margt til lista lagt. Ekki eru þeir fyrst og fremst hestamenn og gleðimenn, þótt þeir mann- kostir séu hér nefndir á undan öðrum. Söngmenn eru þeir, fræðimenn og skáld, búmenn góðir og svona mætti lengi telja. Þeir hafa lengi átt sér Sögufé- lag Skagfirðinga og í höfuðstað þeirra á Sauðárkróki er mikil bókhlaða og skjalasafn. 1957 gaf sögufélag þeirra út allvæna bók þéttsetna kvæðum og stökum eftir menn og konur, er þá voru búsett í Skagafjarðarsýslu, eða áttu uppruna sinn þangað að rekja. Nokkrir féllu raunar frá á meðan bókin var í smíðum. Ég leita nú fanga í Skagfirzk ljóð. Ég get fæðingarárs, en ekki er ég nógu kunnugur til þess að vita dánarár þeirra sem látist hafa síðan bókin kom út. Þakk- látur væri ég fyrir allar upplýs- ingar. Sími 41046. Hér komast fyrir aðeins ör- fáar vísur og læt ég þá höfunda stundum verða útundan, sem þegar eru flestum vísnavinum kunnir. Ekki er það þó föst regla. Albert G. Sölvason f. 1903 bað kunningja fyrir kveðju til æsku- stöðva sinna, þá var hann farinn að heiman: Þar er mesta mannaval, mörg ein kostajöróin. Berðu kveðju hrund og hal heim í Skagafjörðinn. Og þetta er siglingavísa: Hratt sem örin flýtir för fram hjá vör og töngum: augun snör, 'en úfin skör, æskufjör á vöngum. Skör merkir hár. Anna Sveinsdóttir f. 1904 kveður um hestinn sinn: Storð um slétta stekkur þétt sem steinn frá kletti hrapi. Taki hann sprett á tölti nett, trega er létt af skapi. Og um vísnagleði: Þjakar lyndi þetta og hitt, þarft er að hrinda trega. Oft hefur fyndin stundir stytt stakan yndislega. IJr bókmennta- heiminum RITHNUPL Svo lítur hún til baka. Þegar koldimm skúraský skemmtun alla banna, hef ég stundum hinkrað í heimi minninganna. Árni G. Eylands f. 1895 og nú látinn, var þjóðkunnur maður á sinni tíð. Hann orti: Þegar mest á milli bar og marga að leysa hnúta, hæstarétti heimskunnar hlaut ég oft að lúta. Um pólitískan andstæðing: Leysti um ævi enga þraut, aldrei herti á taumi, löngum eins og froða flaut fram á tímans straumi. Og ekki þótti honum nóg að kveðið. Hann bætti við: Þegar aðrir áttu stríð eða beittu páli, loforð hans og brosin blíð brugðust hverju máli. Bjarni Halldórsson f. 1898, kvað: Kætum anda, örvum þrá óðs með handatökum. Hnýtum iandi Ijóða á listaband úr stökum. Ókvæntum kunningja sendi hann þessa kveðju: Árin streyma ört þér frá, æskan dreymin líður, en víða feimin veigagná vakir heima og bíður. Helgi Konráðsson f. 1902, prestur á Sauðárkróki, var einn af forystumönnum þessarar bókagerðar. Hann er sá eini þeirra, sem hér verður birt efni eftir, sem þistilskrifari þekkti, mikill sæmdarmaður. Hann dó of snemma. Hér eru fjórar vísur er hann nefndi Haustbrim: í glöðum Ijóra glitrar skin gegnum óraveður. Harmasjór í dimmum dyn dóma stóra kveður. Frostið skeljar flúð og strönd, freyðir á heljarboða, stormar melja lög og lönd læst í éljavoða. Hrottabára í hrikaför hrindir árataki, fellur tár í feigðarvör, flýtur nár á braki. Kulnar arinn, kvöldar að, krokir skar á ljóra. Út á hjara eyðistað örend starir glóra. Við komumst ekki mikið lengra aftur í bókina að þessu sinni, víkjum að henni seinna við tækifæri. En tökum samt eina vísu eftir Harald Hjálmarsson. Hann var fæddur 1909, en dán- arár hans vantar mig. Hann orti um haustið í Skagafirði. Nú er foldin fol á brá, falla lauf af hríslu. Ljós og skuggar skiptast á í Skagafjarðarsýslu. JGJ Það má heita það sé daglegur viðburður í menningarlöndum að höfundar séu teknir á beinið fyrir rithnupl. Fjögur nýleg dæmi: Alex Haily, sá er skrifaði þykka bók um þrældómslíf Afr- íkunegra, lét sig hafa það að snara út 500 þúsund dollurum, svo óþekktur maður í rithöf- undastétt segði honum ekki stríð á hendur í dómssölum. Maður sá hafði skrifað nokkrar bækur sem enginn vissi að væru til nema stöku sérvitringar, en hann gat sýnt fram á það svart á hvítu, að Haily þessi hefði skrif- að upp heilu kaflana úr óþekkt- um verkum sínum og raðað í bókina frægu, Roots. John sálugi Gardner skrifaði eitt sinn mikla ritgerð um Chaucer og þótti það hin merkasta ritsmíð þar til kom f. daginn, að allt sem þar stóð var stolið uppúr öðrum ritum um skáldið fræga. Mun uppljóstrun þessi upphafið að virðingu Gardners sem skáldsagnahöf- undar. Þá er ekki langt síðan banda- ríska vikuritið Village Voice sýndi fram á að Jerzy Kosinski, hinn pólski, væri heldur en ekki tvöfaldur í roðinu í bókagerð sinni. Mun Kosinski hafa látið hina hæfustu menn yfirfara bækur sínar í handriti og svo vendilega, að þeir allt að því sneru þeim við til að gera að betri bókum. Kosinski hefur nú viðurkennt að hafa notið aðstoð- ar við bókagerð sína og er kannski ekki merkilegt: maður- inn pólskur og kunni lítið í ensku þegar hann kom vesturyfir. En menn greinir sumsé á, hversu mikið sé Kosinskis í bókum hans og hversu mikið sé skrifara hans. Þykir grunsamlegt að Kos- inski skyldi aldrei einu sinni ýja að því að fyrra bragði, að hann hefði notið aðstoðar við samn- ingu metsölubóka sinna. (Hér má til gamans fyrir ís- lenska blaðamenn skjóta því inn, að þegar New York Timesk birti mikla grein til varnar Kosinski, þá réðst Washington Post harkalega að blaðinu og þóttist sýna fram á að vinskapur Kos- inskis við Rosenthal, ritstjóra Times, hefði ráðið þvi að þetta virðulega blað tók það allt í einu uppá sína arma að verja Jerzy Kosinski. Vó Washington Post mjög að blaðamannsæru Ros- enthals og fannst mörgum sem New York Times setti örlítið ofan við þetta í amerískum blaðaheimi.) Dálkahöfundur Wall Street Journal fjallaði svo um fjórða manninn fyrir skömmu. D.M. Thomas heitir sá og er kunnur af skáldsögu sinni The White Hotel sem hlaut metsölu vestra hér um árið. Er það saga af konu nokkurri, skringilega samansett úr klámvísum, bréfpörtum og magnaðri frásögn af fjöldamorði nastista á Gyðingum við Babi Yar í Úkraníu. Var það einkum þessi frásögn af fjöldamorðinu sem hlaut hrós gagnrýnenda. Seinna kom svo á daginn að flest það sem þar stendur er stolið uppúr rússneskri bók Anatoli Kuznetsov Babi Yar, en sú bók var einmitt um þær mundir þýdd á ensku. í haust er leið sendi Thomas svo frá sér safn þýðinga á ljóð- um Alexander Pushkins. Hlaut hann lof fyrir það verk, þar til Simon Karlinsky, prófessor i slavnesku við Kaliforníuháskóla benti á það í New York Times Book Review að lunginn úr ljóðaþýðingum Thomas væri ekki annaö en samsuða uppúr tveimur eldri enskum þýðingum á Pushkin. Máli sínu til sönnun- ar bar prófessorinn saman dæmi af hinum eldri ljóðaþýðingum og útgáfu Thomas — og þykir trú- legt að D.M. Thomas verði héðan í frá ævinlega grunaður um rit- stuld, fái hann þá útgefanda að verkum sínum meir. Ofangreind dæmi eru um hreina og klára svindlara, nema dæmið um Kosinski: þar er illt að sanna nokkurn hlut og ekki um eiginlegt rithnupl að ræða. En rithöfundar hljóta ævinlega að leita víða fanga við samningu bóka sinna og það er ekkert sjálfsagðara fyrir rithöfund en að færa sér í nyt eitt og annað sem bókfest hefur verið í gegn- um aldirnar. Margir mestu höf- undar eiga einmitt oft erfitt með að upphugsa söguþráð: þeir eru umfram allt meistarar í frá- sagnarlist. Aldrei skrifaði Shakespeare svo leikrit að hann hefði ekki annað leikrit til að byggja á eða sagnfræðilegar heimildir til að færa í leikbún- ing. Á dögum Shakespears voru menn líka frjálslyndir í þessum efnum og rithnupl allt að því sjálfsagt. Höfuðsnillingunum hlýtur jafnan að finnast það átakanlegt að horfa uppá alls konar jóla- sveina eyðileggja snjallar hug- dettur og drepa góðan efnivið með handarbakavinnu. Höfuð- snillingar eiga að hafa mikinn rétt, því þeir eru að búa til mikil verk. Þeir eiga að hafa fullan rétt til að hleypa lífi í dauðan hlut: gera ódauðlegt meistara- stykki úr rykfallinni sögubók eð- ur mölétnum handritasneplum, sem enginn hefur skipt sér af í hundrað ár. Vandræðin byrja hins vegar þegar smákallar taka sér bessaleyfi snillingsins. En um alla höfunda gildir að þeir mega ekki gera sig bera að þeirri heimsku að reyna að fela alla vitneskju um föng sín: slíkt hlýtur alltaf að koma á daginn, fyrr en seinna. Þetta er því um- fram allt siðferðileg spurning: Höfundurinn á vífilengjulaust að gera sér grein fyrir þeim föngum sem hann notar við samningu bókar. Geri hann það ekki á hann á hættu að vera stimplaður svindlari. Og höf- undur sem einu sinni hefur verið bendlaður við ritstuld, losnar seint við þann draug. T.S. Elliot hirti ekki um að greina frá uppruna alls þess sem hann tók að láni úr heimsbók- menntunum í The Waste Land og eru engar frásögur um að kvæðið þar hafi þótt lakara fyrir vikið. Það segir margt um inn- ræti höfundar, sem tekur heilu og hálfu kaflana uppúr annarra manna verkum án þess nokkru sinni að geta um það, og sá höf- undur á fyrir því að vera kallað- ur svindlari. jakob F. Ásgeirsson 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.