Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 4
sumarveiðinni. Hinar voldugu hvalveiðiþjóðir höfðu því her- skip til þess að gæta veiðiflota síns. Þessar þjóðir reyndu einn- ig að ná eignarrétti á veiðunum. Hollendingar töldu sig eiga eyj- arnar þar sem þeir hefðu fundið þær, en Englendingar sögðust hafa hafið hvalveiðarnar þar í kring og ættu því veiðiréttinn. Kristján IV Danakonungur reyndi hins vegar að sýna fram á, að Svalbarði væri hluti af Grænlandi og því dönsk eign. Jón Indíafari í sjó- her Kristjáns IV Svo merkilega vill til, að kunnur íslendingur varð þátt- takandi í þessum átökum og lýs- ir þeim af eigin raun. Árið 1618 var Jón Ólafsson Indíafari ráð- inn sjóliði á eitt af stríðsskipum Kristjáns IV og sigldi með því norður að Svalbarða eins og hann segir frá í endurminning- um sínum. Þar stendur meðal annars: „Þegar fyrst sem vér komum þangað í landið, stóð til stríðs með Engelskum og Holl- enzkum fyrir sakir kífs og ágreinings um þetta Grænland, hverjir það fyrst fundið hefðu, en vor aðmíráll stillti það klam- arí með ljúflegri meðalgöngu þeirra á milli, en lýsti landið undir Danmerkur krónu og varð svo allt í góðri forlíkun. Það liggur í landnorður héðan hálft annað hundrað mílur og þar, sem vér lágum, venti í norðaust- ur. Viðarreki er þar mikill, hvar að vér tókum til margs efnivið- ar, sem við þurfti. Eigi verður landið kannað sakir jökla til landsins og íssins margfaldleika til sjávarins." Einnig skrifar hann: „Landið er með háum fjöllum og flestöll hulin með jöklum frá ofanverð- um brúnum niður til sjávar. Sól skín þar nótt og dag allt fram í augustimánuð. Allt frá dagmál- um og fram yfir miðmunda heyrast skríður og dynkir frá- bærlegir á hverjum degi, nær sérhvers fjalls jökull fyrir sólar- innar verkun losast og fram springur og í sjóinn fellur ... þessir jöklar frósa úr því ferska vatni, sem er þar ofan á fjöllun- um, og er það sá drífandi hafís er hingað til íslands kemur.“ „Ekki var á annað að stíga“ seg- ir hann, „nær vér á land geng- um, en blájökla og skaðsamt eggjagrjót, en grasstrá eður þess konar sást þar ekki, en þó ala sig þar fullvel hreindýr og birnir." Jón segir frá ýmsum ævintýrum er á daga hans drifu þær 11 vikur, sem hann dvaldist við Svalbarða, frá rostungum, hreindýraveiðum og bjarndýra- drápi og frá viðskiptum danskra, enskra og hollenzkra áhafna af 15 skipum, sem lágu í Forlandssundi það sumar. Hin dönsku stríðsskip áttu að vernda hvalfangarana. Hafði Kristján IV konungur Dana fengið 24 Baska til þess að stunda hvalveiðar á þessum norðurslóðum. Lágu þeir við í tjöldum á útnesjum og skutluðu hvali frá smábátum. Spikið var síðan brætt í landi og um haust- ið sigldi skipin heim á leið með sumaraflann. Mun mesti hluti lýsisins hafa verið seldur til Hollands. Grænlandshval útrýmt og rost- ungum nærri því Þessar miklu hvalaveiðar stóðu aðeins skamman tíma. Hvölunum fækkaði svo mjög að útgerðin hætti að bera sig. Hvallýsi var þá ekki lengur brætt í landi heldur úti á skút- unum og stöðvarnar urðu óþarf- ar. Á 18. öld hafði hvalnum nærri því verið útrýmt á þessum slóðum. Hinir miklu hvalveiði- bæir á Amsterdam og Dönsku- eyju fóru í eyði og skúturnar hurfu af höfunum. Nú bera húsarústir og ryðgaðir soðpott- ar vitni um hið mikla hvalveiði- tímabil og óhóflega nýtingu hvalastofnsins. Grænlands- hvalnum var útrýmt og svipuð urðu afdrif rostungsins/Hann var gegndarlaust drepinn vegna tannanna. Hin stóru klunnalegu dýr höfðu haldið sig á ákveðnum eyjum svo sem á hinu flata sandrifi Moffen norður af Wijdefirði og þar voru þau auð- sótt. Eyja þessi er fimm ferkíló- metrar að flatarmáli og liggur aðeins nokkra metra yfir sjáv- arborði. Var þessi eyja eitt sinn aðal aðsetur rostunga í norður- höfum. Þangað söfnuðust þeir þúsundum saman. Og þarna voru þeir einnig drepnir unn- vörpum. Voru rostungar við Svalbarða nær útdauðir, þegar Norðmenn friðuðu þá 1952. Nú sjást þarna aðeins örfá dýr. Einkum voru það Englendingar og Hollendingar sem kepptust um þessar veiðar, en Noregur fékk lítinn hlut. Norðmenn komu sér upp búðum á Dönsku- eyju, en Bretar héldu einkum til í Bellssundi og Magdalenufirði. Þegar hvölum og rostungum tók að fækka á þessum slóðum tóku við selveiðar. Nelson barðist við hvítabjörn Hvítabirnir þóttu ávallt góður fengur, hvort heldur sem náð var í skinn eða lifandi dýr, sem mikill markaður var fyrir í dýragörðum um allan heim. Þessar veiðar hafa Norðmenn og Rússar stundað öðru hvoru. Fóru harðfengnir veiðimenn stundum einförum og voru oft langdvölum við veiðar á af- skekktum svæðum á Svalbarða. Þeir skutu kampsel og hringa- nóra á ísnum og eltust við hreindýr, sem ganga villt á eyj- unum eða veiddu hvítabirni og heimskautaref í gildrur. Lifandi birni geymdu þeir í rammlega byggðum bjarnarkofum, sem dýrin voru síðan flutt í suður á bóginn. Einn slíkur kofi stendur nú í Longyearbæ, sem vitni um þessar veiðar. Þar í bæ hafa áhugamenn um sögu Svalbarða einnig komið upp dálitlu safni með ýmsum gripum úr merkum leiðöngrum. Um aldaraðir hafa landkönn- uðir sótt til Svalbarða, eða not- að landið sem viðkomustað í leit að austurleiðinni til Kína eða leiðinni á Norðurpólinn. Bretar sendu vísindalegan leiðangur á þessar slóðir árið 1773. A því skipi var ungur háseti að nafni Horatio Nelson, sem vann það afrek að berjast við hvítabjörn. Seinna varð þessi ungi maður frægur í sögu Breta. Norðmenn sendu sinn fyrsta leiðangur 1827, og seinna hófu Svíar að rannsaka þetta svæði. Adolf Erik Nordenskjöld lagði héðan upp í pólarferð á hrein- dýrasleða, en varð frá að hverfa. Síðar varð hann fyrstur til þess að sigla norð-austur leiðina. Á síðari hluta 19. aldar var hafið í kringum Svalbarða kannað. Hin jökulþakta Hvíteyja í norð- austri var þegar fundin og stigu Norðmenn þar á land 1872, en Kong Karls Land, sem eru smá- eyjar austur af Svalbarði fund- ust 1853. Norðmaðurinn Frið- þjófur Nansen ætlaði að láta skipið Fram reka með ísnum frá Síberíuströnd að Norðurpólnum og barst það loks að Svalbarða 1896 en Nansen komst ekki á heimskautið þótt hetjulega væri reynt. Nú stjórna Norðmenn rannsóknum á Svalbarða og er Norska heimskautastöðin (Pol- arinstitutt) sá aðili sem hefur samræmt athafnir síðan 1948. Norðurstjarnan siglir inn Kóngsfjörðinn fyrir Forlands- sundið með Mitrahöfða á bak- borða. í skínandi heimskauta- birtu speglast jökulkrýnd fjöll í kyrrum haffletinum, þegar haldið er inn að Nýja Álasundi. Við fjörðinn stendur viðkunnan- legt og þrifalegt þorp, sem talið er vera nyrzta byggð i heimi. Hér voru á árum áður unnin kol úr jörðu. Sprenging mikil varð í námunni 1963 og fórst þá fjöldi námumanna. Var norsku stjórn- inni kennt um slælegt eftirlit. Nú er hér aðeins aðsetur vís- indamanna og veðurathugun- arstöð. Héðan hafa margir kunnir kappar lagt upp í leið- angra um heimskautasvæðið, svo sem þeir Amundsen og Nob- ili. Niðurlag í næsta blaði. 4 Nelson komst í kast viö hvítabjörn á sínum yngri árum, þegar hann var háseti á bresku leiðangursskipi við Svalbarða 1773. Það var kl. 7 að morgni Fdstu- dags snemma í júní sl. John Glenn sat við mælaborðið í hinni hvítu og rauðu tveggja hreyfla Beech- craft-fiugvél sinni reiðubúinn að hefja sig til flugs í eina af hinum reglubundnu framboðsferðum sín- um um helgar. Nú var ferðinni heitið til Ohio, og síðan átti að gera margar lykkjur á leiðina norður eftir Maine-fylki. Glenn er ekki vel við að byrja daginn svona snemma. Hann hefur til að bera nær takmarkalausa þolinmæði, en eins og aðstoðarmenn hans vita er ofhlaðin áætlun einn af þeim sára- fáu hlutum, sem geta orðið skapi hans ofraun. Nokkrum mínútum eftir flugtak virti hann fyrir sér heið- an himininn í 10.000 feta hæð. Þegar hann bjóst til að lenda á hinum ýmsu viðkomustöðum sínum á leiðinni, leiðbeindu flugumferðastjórarnir, sem vissu hver var á ferðinni, honum með auðheyrilegri virðingu. Glenn setti sjálfvirka stýrisbún- aðinn í samband og fór að tala John Glenn Geim- farinn yill verða forseti um það, þegar hann var að fljúga í gamla daga. Hann var spurður hversu glöggt hann myndi eftir loftbardögunum yfir Kóreu, þegar hann hefði skotið niður þrjár MIG-flugvélar í síð- ustu viku stríðsins. Hann sagð- ist muna það nákvæmlega. Tveir flugmannanna, sem hann barð- ist við, hefðu verið mjög góðir, en sá þriðji hefði verið slakur. Glenn lyfti hægri hendi með út- réttum fingrum hægt upp á við í átt að lófa vinstri handar til að sýna hvernig hann hefði flogið að þriðju Mig-vélinni að neðan, skotið í bleginn á henni og horft síðan á hana hrapa niður í Yalu-fljót. Augu hans lýstu ekki neinni geðshræringu meðan hann var að segja frá þessu. Það er langt síðan hann lærði að dylja tilfinningar sínar. Er geimferðahetjan nógu skörp? Hvar sem John Glenn lenti, í heimafylki sínu eða í Maine, var honum fagnað innilega. Það skipti litlu máli, að fagnaðar- lætin voru alltaf mun meiri, þegar hann kom en er hann fór. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, stóðu kjósendur í biðröð- um til að fá eiginhandaráritanir og ná myndum af honum. Það er eins um hann og annan af- reksmann og forsetaframbjóð- anda, Dwight Eisenhower, sem honum er oft líkt við, að staða hans meðal almennings skapar alveg sérstakt samband milli hans og áheyrendanna. Slík staða vekur tiltrú, en engu að síður virti mannfjöldinn hann vandlega fyrir sér eins og til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.