Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 17
' Svampur og fyrirmynd hans. 1980. Eftir Claude Batho. Úr myndinni Ulysse eftir Agnes Varda. (Sjá einnig um Varda í grein á bls. 8—10.) Sjálfsmynd; eins og ef ég væri lát- inn. Eftir Duane Michals, ’68. vinna listræn stórvirki, sem lifa lengi, ekki eingöngu sem söguleg heimild eða fréttamynd, heldur einnig sem listaverk. Eugéne Atget, sem tók mynd- ir af auðum strætum Parísar- borgar og innanstokksmunum Parísarbúa í kringum 1900 var ómetanlegur frumkvöðull á sviði ljósmyndarinnar. Hann tók myndir sínar fyrst og fremst sem sögulega heimild, en í tím- ans rás hafa þær öðlast listrænt gildi og eru nú litnar öðrum augum en þá. Besta dæmið úr ljósmynda- sögunni um slíka viðhorfsbreyt- ingu eru sjálfsagt ljósmyndir þýska ljósmyndarans August Sanders. Ljósmyndabók hans, „Menn tuttugustu aldarinnar", kom út í kringum 1930 og sýnir „portrait“-myndir af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins á þeim tíma. Allir eru ljósmynd- aðir á „vísindalegan“ hátt, með sama yfirvegaða hlutleysinu, — verkamenn, iðnaðarmenn, skrif- stofufólk, bændur, vesalingar o.s.frv., o.s.frv. Þessar heimildarmyndir eða „sönnunargögn" sem nasistarnir áttu eftir að reyna að gera upp- tækar eru meðteknar öðruvísi í dag. Heimildargildið er að vísu alltaf jafn mikilvægt en fagur- fræðilega hliðin, listræna gildið, sem var kannski ekki frumhvöt- in, er nú metið að verðleikum. Margir „konsept“-listamenn dá þessar myndir og hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim. Einnig hefur bandaríska ljós- myndakonan Diane Arbus sótt mikið til þeirra. Listrænar ljósmyndir Þeir ljósmyndarar sem hafa helgað sig ljósmyndinni af al- hug, nota ljósmyndavélina ein- göngu sem tjáskiptamiðil til þess að skynja og upplifa heim- inn. Þeir fikra sig áfram og leita svara um sannleika ljósmyndar- innar, — hverjir séu möguleikar hennar og takmörk. Ein besta sýning ljósmynda- hátíðarinnar er eflaust yfirlits- sýning bandaríska ljósmyndar- ans Duane Michals. „Sá sem horfir á myndir mínar getur les- ið hugsanir mínar," segir Duane Michals. Hann vinnur flest verkin sín í myndröðum (sequ- ences) — tvær, fjórar eða fleiri ljósmyndir sem mynda frásögn um draum eða ævintýri. Hann tvinnar saman mótsagnir veru- leikans og óraunveruleikans, (svefn og vöku, draum eða at- höfn,) á súrrealískan hátt og blekkir þannig tiltrú áhorfand- ans um raunsæi ljósmyndarinn- ar. Hann leikur sér að ljósmynd- inni, snýr út úr raunveruleikan- um og leitast við að draga fram í dagsljósið skýrari meðvitund um þann heim sem tilfinning- arnar skynja. í myndum hans verður hið ó-sýnilega sýnilegt, og getur hver myndröð í til- brigðum sínum orðið hugkveikja margvíslegra frásagna. Þrjár konur Enda þótt konunöfnin séu ekki mörg í yfirgripsmiklu prógrammi hátíðarinnar, bjóða þær örfáu sem þar sýna upp á eitt af því besta. Sýning Claude Batho á gamla Moderna-safninu er ein sú athyglisverðasta. Hvunndagshlutir úr umhverfi hennar eru aðalviðfangsefni hennar. Margt endurteknar gjörðir, óumbúið rúm, þvottur, eldhúsílát, ferskt grænmeti, börn sem sofa ... Daglegt um: hverfi heimavinnandi konu. I myndum hennar er alltaf eins og eitthvað hafi gerst eða eitthvað ætli að gerast. Með hrífandi næmi og þekkingu á efnivið, formum, ljósi og skugga tekst henni að laða fram ljóð- ræn hughrif. Deborah Turbeville var rit- stjóri tískutimarits í New York áður en hún lagði fyrir sig ljósmyndun. Vegna þekkingar sinnar á því sviði hefur hún ein- göngu fengist við tízkuljós- myndun. Myndir hennar eru eins og rósamál, fullar af hug- viti. Hún sviðsetur oftast fyrir- sætur sínar, sem einatt eru kvenverur, fyrir framan niður- nídda, eyðilega staði, og lætur þær reika um í dáleiðslu, ráð- villtar og kvíðafullar á svip. Henni tekst á þann hátt og með einstaklega blæbrigðaríkri lita- notkun að laða fram dramatískt myndandrúmsloft. Vissrar hæðni gagnvart hefðbundinni tízkuljósmyndun gætir í sumum mynda hennar, sem kemur fram í afneitun hennar á öllu „til- búnu“ í þessum verkahring sem hún hefur valið að starfa í. Hún vanrækir t.d. vísvitandi allan frágang mynda sinna. Tískan og auglýsingarnar virðast vera ein- göngu átylla fyrir hana til þess að gefa hugmyndum sínum byr undir báða vængi. Kvikmyndaleikstjórinn Agnes Varda, og fyrrverandi ljósmynd- ari, tók þátt í þessari hátíð ljósmyndarinnar með frumsýn- ingu á nýjustu mynd sinni, Ul- ysse. Gömul ljósmynd, tekin ár- ið 1954, varð kveikjan að þessari mynd. í rúman stundarfjórðung leitar hún svara í ljósmyndinni, rifjar upp liðinn atburð og leitar uppi persónur myndarinnar, tæpum þrjátíu árum síðar. Einnig grefur hún upp úr dag- blöðunum atburði þessa sama dags og myndin var tekin. Þessi stutta kvikmynd hennar er ein- læg og persónuleg tilraun til að lesa í mynd — ljósmynd, með notkun möguleika kvikmynda- tækninnar. Niðurstaða hennar verður sú að allar myndir hafi margvíslegt myndmál og hver og einn geti séð það sem hann vilji út úr hverri mynd. Völundarhús Megintilgangur skipuleggj- enda þessarar gríðarstóru ljós- myndahátíðar var sá, að allar greinar ljósmyndarinnar fengju sitt rúm. Hið fjölbreytilega úr- val sýninga sem atvinnu- og áhugamönnum er boðið hér upp á, ýtir jú undir íhugun og um- ræður um stöðu ljósmyndarinn- ar í dag. En það er ekki þar með sagt, að magnið skapi gæðin. Hverjum og einum er í sjálfs- vald sett að móta sína eigin leið í gegnum þetta mikla völundar- hús og velja og hafna að vild eftir smekk eða þörfum. Eitt er víst að allir geta hér fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Væri það ekki heillaráð ef stjórn næstu listahátíðar í Reykjavík tæki það til athugun- ar að til er listgrein sem ljós- myndun heitir? 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.