Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 13
seðlarnir útskýrðir í hvert sinn. Eitt sinn hafði ég óvart verið látinn borga 1000 lírum of mikið í blaðaverslun, og afgreiðslu- stúlkan kom hlaupandi á eftir mér langt ut á götu með seðilinn í hendinni. Líklega hafa ferða- skrifstofurnar kennt þeim, að þetta borgi sig til að koma ekki óorði á staðina. En maður á heldur ekki að koma óorði á sjálfan sig og þjóð sína, segir í leiðbeiningum frá ferðaskrifstofunni. Það er hljóðbært í þessum stóru sam- býlishúsum og sjálfsögð kurteisi að vera ekki með háreysti eftir miðnætti. Ef brýna nauðsyn ber til, skyldu menn því vendilega varast að gera það í sinni eigin íbúð. Ef menn vilja hvíla sig frá sólarströndinni, er um ýmsar aukaferðir að ræða. Ein þeirra er þriggja daga bílferð til Róm- ar. Þá er lagt af stað í býtið, og ekið um Pósléttuna framhjá Feneyjum, Padua, Ferrara og Bol- ogna, síðan gegnum Appenína- fjöllin og komið uppúr hádegi til litlu gömlu borgarinnar Siena í Toskana-héraði, þar sem snædd- ur er málsverður. Siena var eitt sinn mikilvægt stjórnarsetur, og þar er elsta gotneska dómkirkja Italíu. Smíði hennar hófst 1226, og enn er þar erkibiskupsstóll. Þar er líka mikið og frægt ráð- hús frá 13. öld. A hverju ári fara fram kostulegar kappreiðar á ráðhústorginu, en ekki bar okk- ur að á þeirri stund. Um kvöldmatarleyti er komið til Róms. Hver maður getur sagt sér sjálfur, að það er til lítils annars en æra upp í sér annars. konar sult að dvelja í Róm tvær nætur og einn dag. Það er hins vegar ekki víst, að sá sultur sé neitt slæmur. Það er altént nokkuð annað að sjá Péturskirkj- una eða tvö þúsund ára gamlar rústir frá tímum keisaranna með eigin augum, heldur en skoða þetta í myndabók. Og þrátt fyrir sæmilega hugmynd af bóklestri veit maður ekki hvað katakomburnar eru, fyrr en komið er marga metra niður í þessa legstaði, híbýli og helgi- staði fornkristinna manna, þeg- ar Rómaborg var í rauninni til bæði ofanjarðar og neðan. Sama er að segja um Colosseum, þetta nítján hundruð ára gamla, feiki- mikla og fullkomna hringleika- hús. Enn má nefna rústirnar af baðhýsunum miklu, sem Cara- calla keisari lét reisa fyrir um sautján hundruð og sjötíu árum og rúmuðu þrjú þúsund gesti í senn. Um þau segir m.a. í Róma- veldi eftir Will Durant: „Böðin voru opin konum frá dögun til klukkan 1, en körlum frá klukkan 2 til 8 að kvöldi. Flestir keisarar leyfðu þó báð- um kynjum að laugast saman. Að jafnaði gekk gesturinn fyrst til búningsherbergis og skipti um föt, en síðan til íþróttasvæð- is, þar sem hann iðkaði hnefa- leika, glímdi, hljóp, stökk, varp- aði kringlu eða spjóti eða lék að knetti. Fótþungir öldungar gengu til nuddstofu og létu þræla strjúka af sér ístruna. Að loknum íþróttaiðkunum sneri borgarinn til hins eigin- lega baðhýsis. Gekk hann þar fyrst inn í varmastofu og þaðan inn í hitastofu. Ef hann kaus að svitna enn hressilegar, flutti hann sig næst inn í svonefnt lac- onicum og saup þar hveljur í brennheitri gufu. Því næst fékk hann sér heitt bað og þvoði sér með nýju efni sem Rómverjar höfðu fengið frá Göllum — sápu sem gerð var úr tólg og viðar- ösku. Þessar heitu kerlaugar nutu mestra vinsælda, og af þeim drógu baðhýsin sitt gríska nafn — thermae — „heitar (laugar)“. Afram lá leið bað- gestsins inn í frigidarium þar sem hann fékk sér kalt bað; og ef honum sýndist gat hann einn- ig stungið sér í sundlaugina. Síðan lét hann smyrja sig með olíu eða ilmsmyrslum sem ekki voru þvegin brott heldur ein- ungis skafin með hörundsköfu og strokin með handklæði. Baðgesturinn dvaldist að jafnaði í „laugunum" enn um hríð, því að þar var úpp á margt fleira boðið en böðun þá sem lýst hefur verið. Þar voru leik- stofur fyrir tafl og teningaspil, söfn málverka og höggmynda, svonefndar exedrae þar sem vin- ir gátu setið að samræðum, bókasöfn og lestrarsalir, og sal- kynni þar sem hljóðfæraleikar- ar og skáld gátu látið til sín heyra og heimspekingar skýrt eðli veraldarinnar. Þessar síð- degisstundir að loknu baði voru helstu mannfundir Rómverja. Karlar og konur áttu þar kurteisleg og frjálsmannleg skipti saman, döðruðu og rædd- ust við. Á þessum samkomu- stöðum, og slíkt hið sama í sýn- ingarhúsum og skemmtigörðum, gátu Rómverjar fullnægt löngun sinni til skrafs og söguburðar og heyrt nýjustu fréttir og hneykslismál." Eitt er vert að benda á í þessu sambandi. í svona örstuttri skipulagðri kynnisferð er þó strax komið á þessa staði. En sé dvalið lengri tíma í stórborg með fjölda minnismerkja, vill það oft verða svo, að manni finnist einatt nægur tími til að skoða þetta, en geri það kannski ekki fyrr en daginn áður en halda skal brott. Á slíkri hrað- ferð fæst a.m.k. nasasjón af Rómaborg bæði á degi og nóttu. Nasasjónin var altént nóg til þess, að menn fundu tiltakan- legan mun á Róm og Flórens, þar sem síðdeginu var eytt á heim- leiðinni. Manni þykir rólegt þar miðað við æðibunuganginn í Róm. „Flumen est Arno“, þann- ig hefst einn kaflinn í riti Sesars um Gallastríðið. Og fljótið Arno líður hátignarlega og áberandi í hægðum um borg Boccacios Botticellis, Dantes, Machiavellis, Michelangelos og Amerigos Vesp- uccis, sem Ameríka heitir eftir. Fáar borgir geta státað af meiri listafjársjóðum en Flór- ens, höfuðvígi endurreisnarinn- ar. Hvergi er hærri klukkuturn og hvergi meiri list, segir Davíð Stefánsson. En það gefst ekki tóm til að skoða neitt innan dyra, nema skírn- arkapelluna og dómkirkjuna, sem að rúmmáli er þriðja stærsta kirkja í heimi á eftir Péturskirkjunni í Róm og Páls- kirkjunni í Lundúnum. En það er svolítið ævintýri að geta þó rölt um þessa borg í smástund. Laust fyrir miðnætti á þriðja degi er aftur komið til Lignano og þá tekur letin og sólin enn við. „Þetta er nú meiri blessuð blíðan,“ sögðu tvær hálfáttræð- ar konur á hverjum degi, en þetta var þeirra fyrsta utan- landsferð. Þar voru reyndar fjórir ættliðir samankomnir. Ekki leggst maður þó svo marflatur að sleppt sé Feneyja- ferð, enda er það ekki nema rúmur klukkutíma akstur. Lík- lega vildum við naumast búa í Feneyjum, en þær eru sannar- lega skoðunarverðar. Það er strax einkennilegt að koma í stóra borg, þar sem ekki er nein bílaumferð. Menn fara annað- hvort fótgangandi eða á bátum. Lögreglu- og sjúkrabátar þjóta um síkin og í stað leigubíla fá menn sér gondól. Og það er næsta skemmtilegt að böðlast um þröngar göturnar iðandi af mannlífi. í dagsferð gefst naumast tími til að skoða meira af húsum en Markúsarkirkjuna og Hertoga- höllina. En þar gefur líka á að líta. Leikmanni þykja kirkjur eðlilega hver annarri líkar. En Markúsarkirkjan er ótvírætt ein þeirra, sem sker sig úr. „Þeir hafa ekki gert annað á rneðan," sagði iðnaðarmaður einn, þegar hann virti fyrir sér mósaíkið sem þakti hvern fersentimetra. Ekki skulu menn halda að baðströndin í Lignano sé ein- hver nektarnýlenda. Þó færist það nokkuð í vöxt, að konur sóli sig þar topplausar. Því er á þetta minnst, að á hinni siða- vöndu katólsku Italíu eiga sér um þessar mundir stað líflegar umræður um þetta viðkvæma vandamál. Það eru nefnilega engin lög til á Ítalíu varðandi þennan klæðaburð eða burðar- leysi, og því er þetta sveita- stjórnarmál. Og borgarstjórar eða oddvitar hafa sumir hverjir gefið út reglur, sem virst gætu heldur skringilegar. Ein þeirra er á þá leið, að því aðeins megi konur vera topplausar á al- mennum baðstöðum, að þær hafi „lystaukandi barm“. Hins- vegar er þeim það harðbannað, ef þessir líkamspartar líta út „eins og skorpinn appelsínu- börkur". Jafnréttiskonur á ít- alska þinginu kröfðust þess ný- lega að samskonar reglur yrðu gerðar varðandi niðurvöxt karl- manna og bringuhár. En allt virðist fólki þetta í sjálfsvald sett í Lignano. Auðvitað er Lignano einn af þessum tilbúnu ferðamanna- stöðum, sem víða hafa þotið upp á þessum síðustu áratugum hag- vaxtarihs í heiminum. Að vetr- arlagi dveljast ekki nema nokk- ur þúsund manns í bænum, en á sumrin skipta þeir hundruðum þúsunda. Og sem slikur er Lign- ano ágætur staður og vel í sveit settur fyrir þá, sem ferðast vilja til sögufrægari borga. Hvað sem öllu líður, er dvöl á svona stað auk annars dálítil hvíld frá ameríkanismanum hér nyrðra. Því það sem ekki er þarna ítalskt eða rómanskt, er miklu fremur germanskt en engilsaxneskt. Elísabet Jökulsdóttir Skrifað stendur Forfeður vorir og helst þeir sem enn eru ofar moldu hafa nú loxins kennt okkur beinlínis innrætt sannleiksgildi orða Salómons forðum að skrá gullnu letri að klístra svörtum stöfum að hrækja kverkaskít þessum orðum: á kirkjurnar á diskótekin á fangelsin á lögreglustöðina á alþingishúsið kj arnorku veri n „Því að svo skrifað stendur: að allt er aumasti hégómi og eftirsókn eftir vindi og ekkert er nýtt undir sólinni og allt er fyrirfram ákvarðað og hetur sinn stað og sinn tíma“ við sjálf getum síðan eigrað um friðþæg haldið við heima við og dútlað eitt og annað hafandi fríkað út á þessum orðum haldandi þau í heiðri haldandi engri sektarkennd en guð minn, guð minn hví hefur þú yfirgefið mig guð minn góður við verðum að gefa skít í þá Þeir reyna að gera sína trú að okkar Inga Þorgeirs í bernsku alltaf bíða hélt ég blómaskraut í beinni nánd við næstu þúfu í næstu laut. Svo undarlegt þótt allt sé breytt sem áður var ég eina spurn þó áfram ber með áþekkt svar: Hvort mun ég nema nýja vídd á næstu brún, og bakvið þetta bratta fjall sjá blómguð tún. Dagur um loftin ferðum flýtir flyksur úr skýjum hanga. Kollhúfu grárri Esjan ýtir ofan um miðjan vanga. Heimför úr skóla hressir krakkar hraða um snjóabreiði. Þungbúnir veðurkólgu klakkar kringjast um Mosfellsheiði. Færa sig skjótt á Skagamiðin skuggarnir undir nóttu. Blandast í lágan borgarniðinn brimhljóðin út við Gróttu. Um höfunda: Þóri Baldrinsson arkitekt þarf ekki að kynna, en nokkrum sinnum áður hafa birzt Ijóð eftir hann í Lesbóik. Einnig hefur Lesbók nokkrum sinnum birt Ijóð eftir Ingu Þorgeirs, sem er Reykríkingur og ásamt Þóri fulltrúi elztu kynslóðarinnar ,sem yrkir í Lesbók. Elísabet Jökulsdóttir og aftur á móti ung Reykja- ríkurstúlka af skáldaættum (Jökuls Jakobssonar og Jóhönnu Kristjónsdóttur) og hafa einnig birzt áður Ijóð eftir hana í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.