Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Síða 3
Meðfram strönd Viðeyjar. Myndin í miðju er af Virkishöfða, en þar hugðist Jón Arason gera virki til að taka á móti Dönum. Vestan í Virkishöfða er stuðlabergsheliir, sem heitir Hákarlabás og sést á myndinni til vinstri. Lengst til hægri er réttin í Kvennagönguhólum. Fjærst út með ströndinni er Virkishöfði, en Egði nær. Eitt af fáu, sem eftir stendur við Sundbakka og ber vott um at- hafnalíf fyrr á öldinni, er þessi vel gerði grjótkantur, en út frá honum var hafskipabryggjan byggð. Örlygur Ilálfdanarson bókaútgef- andi og innfæddur Viðeyingur situr hér á því sem eftir sést af lýsis- bræðslunni á Stöðinni á Sundbakka. Ilandan við sundið sést áburðar- verksmiðjan í Gufunesi. 4. og síðasti hluti Gísli Sigurðsson tók saman 1944, þegar fylling tímans kom um fullan aðskilnað þjóðanna. “ Eggert reynir aftur í ársbyrjun horfði sannarlega dökklega fyrir þá sem höfðu tek- ið sér bólfestu í Viðey; allt í kaldakoli í bili og danskur fyrir- myndarbúskapur úr sögunni „á Búinu“. Svo fór, að Eggert Briem tók aftur við jörðinni og fluttist á nýjan leik út í Viðey og hóf þar stórbúskap. En nú voru vondir tímar framundan; margskonar erfiðleikar, sem voru afleiðing fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Náttúran var og söm við sig og siglingar með mjólkina yfir Viðeyjarsund voru háðar gæftum og óviðunandi, bæði fyrir framleiðandann og neytendur að geta ekki haft reglu á afhendingu mjólkurinn- ar. Því fór svo, að Eggert flutti kýrnar til Reykjavíkur og byggði Briemsfjós, sem margir eldri Reykvíkingar kannast við. En þá þurfti hann í staðinn að flytja allan heyfeng utan úr Við- ey. Eftir nokkur erfiðleikaár, komst Eggert Briem að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki setið þetta forna höfuðból svo sem vert væri. Því fór svo að hann seldi bújörðina Viðey Eng- ilbert Hafberg, sem þá var aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins og kaupmaður í Austurstræti. Haf- berg bjó í eynni í nokkur ár og rak þar talsvert bú. Þetta var á erfiðleikaárunum fyrir seinni heimsstyrjöld og svo fór að hann seldi eyna árið 1938. Kaup- andinn var Stephan Stephansen og þannig komst hún aftur í eigu Stephenættarinnar og er það enn að undantekinni skák í kringum Viðeyjarstofu og kirkj- una og Sundbakkann austast. Búskapur lagðist síðan niður í Viðey þegar leið á öldina og Við- eyjarstofa stóð þar auð og eftir- litslaus og var þá ekki að sökum að spyrja, að hún fór brátt að láta á sjá vegna veðra og viður- styggilegrar umgengni óviðkom- andi fólks. Kirkjan mátti einnig þola niðurníðslu og þótti velunn- urum Viðeyjar — og gamalla húsa yfirleitt — grátlegt að sjá hvert ástand Stofunnar og kirkjunnar var orðið. Því fór svo að ríkisstjórnin greip í taumana og keypti húsin ásamt land- spildu framanvið og í kring. Björgunarstarfið gengiir hægt, en vonandi örugglega. Mest er um vert, að nýtt þak hefur verið sett á Viðeyjarstofu, svo húsið liggur ekki undir skemmdum. Það er nú í vörzlu Þjóðminjasafnsins, en fé skortir til þess er gera þarf. Hver sá sem gægist á glugga í Viðeyj- arstofu, getur séð að búið er að rífa niður veggi og taka upp gólfið. Þar er sumsé allt í rúst. Viðeyjarkirkja var gerð upp fyrir nokkrum árum, en nú sígur allt í sama farið aftur, enda kirkjan óupphituð og sýnilega komið á síðasta snúning, eigi ekki illa að fara. Kárafélagiö og síðasti spretturinn á Sundbakka Fiskmóttakan og fiskverkunin á Sundbakka var kölluð Stöðin manna á meðal. Eftir gjaldþrot- ið 1913 tók Handelsbanken í Kaupmannahöfn Stöðina uppí skuldir. En húsin á Sundbakka voru í sjálfu sér óseljanleg og því var reynt að halda rekstrin- um áfram. Og fólk þurfti að hafa í eynni vegna afgreiðslu á kolum og olíu. Segja má, að í 9 ár hafi hjól athafnalífsins snúizt í hæga- gangi. Þá urðu þau kapítula- skipti, að Fiskveiðahlutafélagið Kári keypti Stöðina af Hand- elsbanken og flutti þangað út- gerð sína, en félagið gerði þá út tvo togara. Nýr uppgangstími hófst í Viðey þetta ár, 1922. Húsin fylltust á nýjan leik af SJÁ NÆSTU SÍÐU 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.