Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 11
verið reynt að lýsa upp gatna- mót á upphafi þeirra vega sem konur hafa hafið, þar sem þær hafa farið fram úr ríkjandi venjum til þess að skapa eigin framtíð með því að breyta ímynd sinni og það geta þær einar gert. En það liggur ekki í því að taka upp karlmanns- ímynd og stafróf karlkynsins; verða, gera og tala eins; til hvers er unnið ef aðeins á að æða fram og aftur sömu blindgötuna? Skynjun þeirra kvenna sem fjallað hefur verið um á rými er önnur en sú sem ríkjandi er og þó sérstaklega á tíma. Það er því fölsun að tala um raunsæi, þann ófullkomna og óheiðarlega stíl í sambandi við verk kvenna, það- an sem þær eru einmitt að fara. Þegar gagnrýnendur ruku til þegar Jeanne Dielman kom út og töluðu um hyper-realisma hljómaði það jafnvel með for- skeyti eins og lofgjörð um morð- ingja frammi fyrir fórnardýr- inu. Það má þó ekki skiljast svo að það séu konur einar sem standi í slíkum verkum, heldur eru þær hluti af hreyfingu sem er löngu hafin og margfjallað hefur verið um eins og t.d. af heimspekingn- um Gilles Deleuze. í verki um Proust bendir hann á hvernig Marcel leikur sér með tákn og teikn, losar þau við hræðsluna við að draga upp ranga mynd og ofstækisblandna angist að gefa raunsanna mynd, og helgar sig þeirri ánægju einni að lesa og lofa öðrum að lesa. Bachelard gerði sér og öðrum grein fyrir í verkum sínum að dag-draum- farir eru ekki aðeins hlutskipti iðjuleysingja heldur liggur beinn öxull milli drauma og efn- islegra framfara mannkyns og hljóti því að liggja jákvæðar breytingar í því að styrkja drauminn í samleik sínum við efnið. Munurinn á körlum og konum frammi fyrir þessum breyting- um er kannski sá að þar sem konur eiga sér ekki þann menn- ingarlega bakgrunn sem karl- menn sækja ósjálfrátt alltaf í, Standa þær frjálsari til að byggja upp á ný. Þann mismun kynja, eins og allan mismun, ber ekki að hugsa sem hugtak, að því er Deleuze heldur fram, heldur skynja, finna sem styrk- leika. Maðurinn er byggður upp af breytanlegum styrkleika. Enn í dag er litla myndin hennar Germaine Dulac um baunina lofuð hvarvetna fyrir töfra og nýstárleika, enn er ver- ið að sýna India Song í París 7 árum eftir frumsýningu hennar og þangað streyma hópar með kennurum af öllum skólastigum, eins og á myndir Griffith og Eisenstein. Eitthvað er það sem heillar, töfrar og eins og Alice Guy skildi strax eru kvikmyndir galdur sem þarf að magna upp og hrífa fólk með til nýrra leika og möguleika eða eins og J.L. Godard sagði um Le Camion (Vörubílinn) eftir Duras: „Eftir þá mynd hugsa ég ósjálfrátt, þegar ég sé vörubíl, þarna fara orð konu.“ á ný, en hjóp beint á hliö gamals vöru- bíls þannig aö hann féll viö. Hann lá þar og beiö eftir högginu sem myndi binda enda á líf hans, en á samri stundu rank- aöi hann viö sér og hann velti sér tvisvar og undir vörubílinn. Honum fannst sem innyflin væru komin upp í munninn á sér og varir hans námu bæði blóö- og saltbragö. Hjarta hans baröist sem villt dýr í brjósti hans og honum fannst líkt og líkami hans bifaöist viö hvert slag. Hann reyndi aö róa þaö, því hann hélt aö hjartslátturinn myndi heyrast og hann reyndi einnig aö þagga niöur í andar- drætti sínum. En hann gat hvorugt. Þá skyndilega sá hann tvo ungu mannanna bera við himin. Honum fannst sem þeir hlytu aö heyra í sér, en þeir önduöu sjálfir sem drukknandi menn, og tal þeirra var óreglulegt. Þá sagöi annar þeirra: „Heyrirðu?“ Þeir voru hljóöir, aö frátöldum and- köfum þeirra, og þeir hlustuðu. Og hann hlustaði einnig en heyröi í engu nema Eyðilandió Smásaga eftir ALAN PATON ÞYÐING: Árni Matthíasson Um leið og vagninn var lagöur af staö vissi hann að hann væri í hættu, því að í skini vagnljósanna sá hann ungu menn- ina sem biðu undir trénu. Þetta var einmitt þaö sem allir hræddust, aö veröa fyrir því að ungu mennirnir biöu eftir sér. Þetta var eitt- hvaö sem hann haföi talaö um, nú átti hann eftir aö kynnast því sjálfur. Þaö var of seint aö reyna aö hlaupa á eftir vagninum, hann ók áfram niöur göt- una, sem eyja öryggis í hafsjó hættu. Þó hann væri aöeins búinn skynja hættuna í örskamma stund, þá var munnur hans þurr, hjartað barðist í brjósti hans, eitthvað innra meö honum andmælti há- stöfum því sem í vændum var. Laun hans voru í pyngjunni, hann fann hvernig þau hvíldu þungt viö læriö. Þaö voru þau sem þeir sóttust eftir. Ekk- ert fengi því breytt. Konan hans yröi ekkja, börnin fööurlaus, ekkert fengi því breytt. Miskunn var óþekkt orö. Á meðan hann stóö þarna óákveöinn, þá heyröi hann ungu mennina nálgast, ekki aðeins úr þeirri átt er hann haföi orðiö þeirra var, heldur einnig úr hinni áttinni. Þeir sögöu ekkert, ætlan þeirra var óumræðanleg. Fótatak þeirra barst til hans með blænum. Staðurinn var vel valinn, því aö aö baki honum var ókleifur klaustursveggurinn, og hinar læstu dyr sem myndu ekki Ijúkast upp nema fyrir dauöum manni. Handan vegarins var auönin, þakin frumskógi vírs og járns og hræja gamalla bíla. Þaö var eina von hans og hann hélt í átt þangaö, en um leiö og hann gerði þaö, þá heyrði hann blístur og hann vissi að ungu mennirnir biöu hans þar líka. Óttinn sem heltók hann var yfirþyrm- andi og þef óttans lagöi frá líkama hans fyrir vitin. Á því augnabliki talaöi einn þr irra og gaf fyrirmæli. Svo aöþrengdur var hann aö hann fylltist skyndilega reiöi og afli, og hann hljóp í átt aö auöninni sveiflandi þungum göngustaf sínum. í myrkrinu birtist vera í vegi fyrir honum og hann sveiflaði stafnum í átt til hennar og heyröi sársaukavein. Þvínæst hljóp hann í blindni inn í frumskóg víra og járns og hræja gamalla bíla. Eitthvaö greip um fót hans og hann sló til þess meö staf sínum, en þaö var ekki maöur, aðeins egghvasst járn. Hann var kominn meö ekka og orðinn móöur, en hann hélt áfram inn á auön- ina, en þeir fylgdu honum eftir, ryðjandi um koll gömlu járnarusli og sparkandi í tindósir og járnfötur. Hann féll í ógnvekj- andi víraflækju, þaö var gaddavír sem reif föt hans og hold. Síöan hélt vírinn honum og honum fannst sem dauðinn væri nærri, og fylltur vonleysi hrópaöi hann: „Hjálpiö mér, hjálpiö mér!“ meö rödd sem átti aö vera mikil og sterk en var ekki nema máttlaust kjökur. Hann reit i vírinn og vírinn reif í hann, reif andlit hans og hendur. Þá, skyndilega, tókst honum aö losa sig. Hann sá er strætisvagninn kom aft- ur og hann hrópaði aftur meö hinni miklu raddlausu rödd: „Hjálpiö mér, hjálpiö mér.“ Hann sá hvar einn hinna ungu manna bar viö Ijósiö. Dauðinn var innan seilin ar og eitt augnablik var hann nær yfirb gaöur af því óréttlæti lífsins, aö þaö '(æti endaö á þennan hátt hjá m-'..:ni sem hafði ætíö verið iöinn og löjMýðinn. Hann lyfti þungum göngu- stafnum og keyröi hann í höfuö þess er elti hann, þannig aö maöurinn hné til jaröar, stynjandi, líkt og lífiö heföi einnig veriö honum óréttlátt. Síðan sneri hann viö og hljóp af staö örmagna hjarta sínu. „Ég heyröi í manni ... sem hljóp ... á veginum," sagöi annar. „Hann er sloppinn . .. komum okkur.“ Þá komu fleiri af ungu mönnunum, meö andköfum, og bölvandi manninum sem komst undan. „Freddy,“ sagöi einn þeirra, „pabbi þinn komst undan." En enginn svaraði. „Hvar er Freddy?" spuröi einn. Annar sagöi „þögn!“ Síöan kallaöi hann hátt „Freddy". Enn svaraöi enginn. „Komum“ sagöi hann. Þeir héldu hægt af stað, og varlega, þá stoppaöi einn þeirra. „Okkur er borgiö,“ sagöi hann. „Hérna er maöurinn." Hann beygði sig niöur, en fór síðan aö bölva. „Þaö eru engir peningar hér,“ sagöi hann. Einn þeirra kveikti á eld- spýtu, og í veiku skini hennar sá maöur- inn undir bílnum hann taka skref aftur- ábak. „Þetta er Freddy,“ sagöi einn. „Hann er dauöur.“ Þá talaði sá er sagt haföi „þögn“. „Lyftiö honum," sagöi hann. „Setjið hann undir bílinn.“ Maöurinn undir bílnum heyröi er þeir ojástruöu viö lík unga mannsins og hann velti sér einu sinni, tvisvar, lengra undir bilinn. Ungu mennirnir lyftu líkinu og sveifluðu því undir bílinn þannig aö þaö nam viö hann. Síðan heyrði hann þá ganga í burtu, hljóða og varkára, og þaö heyrðist aöeins lágt þrusk er þeir ráku sig í járnaruslið á leiö sinni. Hann velti sér á hliöina til þess aö hann þyrfti ekki aö snerta lík unga mannsins. Hann grúföi andlitiö í höndum sér og sagöi viö sjálfan sig á sinni eigin mállýsku, á sínu eigin máli: „Fólk rís upp. Heimurinn er dáinn.“ Þvínæst reis hann á fætur og hélt þungstígur út á auðnina. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.