Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 2
Drekalandiö BHUTAN Fariö aftur í forneskju / Sturia Friöriksson segir frá ferö til þessa fjarlæga lands. Hér birtist fyrsti hluti af þremur Hinn heimsfrægi fjallagarpur Sherpinn Tenzing var leiðsögumaöur fimmtán manna hóps, sem feröaöist um fjallahér- uöin Nepal og Bhutan á vegum Alþjóöa dýrafriðunarsamtakanna WWF haustiö 1977. í þessum hópi var ég og Sigrún kona mín. Vió höfðum dvalizt um vikutíma í Nepal og notiö leiðsagnar Tenzings á göngu í hlíöum Mt. Everest og heimsótt þjóógaröinn í Chittawan, sem er í frum- skógum undir hlíðum Himalajafjalla. Síóan höfum viö fiogiö frá höfuöborg- inni Kathmandu á lítinn flugvöll austur viö landamæri Indlands, og förum þaöan akandi eftir hinni frjósömu sléttu, sem árnar Ganges og Brahmaputra hafa myndaö. En þœr eiga upptök sín í Himalajafjöllum, önnur í austri, en hin í vestri og falla samhlióa suöur um Bangla- desh út í Bengalflóa. Mergö af indversku sveitafólki gengur á vegkantinum og bílstjórinn flautar í sífellu. Viö ökum framhjá vegamótunum til Bagdogra og fáum hádegisverö í litlu veitingahúsi vió þorpió Sidaguri, síðan endurtekur sama sagan sig, margra tíma ökuferö í hita og raka austur eftir sléttunni upp undir fjalllendió í noröri þar til komið er aó landamærum Bhutan. Þar er tollskoóun og eftirlit, en ekki sérlega tafsamt, því við höfum fengiö tilhlýöilega vegabréfsáritun, vegna þess aö viö erum í sérstakri nefnd á vegum alþjóóastofn- unar. En annars er mjög torvelt aö fá leyfi til ferðar um landiö. Hér er allur annar bragur á fólki og híbýlum en var bæöi í Indlandi og Nepal. Fólkiö hefur svolítiö mongólskan svip, en er mjög myndarlegt og yfirvegað í bragöi, hreinlegt og kurteist. Þeir sem hér búa eru kallaöir Bhuitiar og eru skyldir Tíbetbúum og tala svipaóa tungu, enda voru áóur mikil viöskipti milli þessara landa. Bhutan má telja lokaö land Bhutan liggur austast af þremur smáríkj- um í Himalajafjöllum. Vestan viö þaö er Sikkim, sem nú lýtur indverskri stjórn, en vestast er Nepal, sem er sjálfstætt kon- ungsríki. Öll hafa þessi ríki verið mjög einangruð vegna legu sinnar hátt í fjöllum. Á seinni árum hafa Nepal og Sikkim opnað landamæri sín fyrir feröamönnum, en Bhutan má enn teljast lokaö land, og fram á síðustu ár hefur ekki veriö fært inn í landiö nema á múlösnum um illfæra fjallaslóöa. Landiö er fremur strjálbýlt. Þar búa um milljón manns á svæöi, sem er á stærö viö Sviss. Að noröan iiggja landa- mæri þess aö Tíbet, sem Kínverjar ráöa yfir, en aö sunnan liggur þaö aö Indlandi, sem á þar landræmu noröan við Bangla- desh. Þar sem landið liggur í suöurhlíðum Himalaja er mikill munur á loftslagi ein- stakra svæða. Suöur viö Indland er Dura-sléttan, sem er þakin frumskógi og 2 Leiösögumenn klæddir í kho að bhut- önskum siö. illræmd fyrir rakt og heitt loftslag. Síöan taka viö fjallakambar, og aö baki þeim er miöhálendiö, sem er frjósamasta svæöiö meö hæfilegri úrkomu, en noröur af því taka viö brattir dalir og loks hinir hæstu fjallgarðar og snæviþaktir tindar viö landa- mæri Tíbet. Landamærabærinn Phuntsholing er út- vörður þjóðbrautarinnar, sem liggur inn í landiö. Hér lá gamall slóöi eöa einstigi, sem höggviö var í gegnum hinn þétta frumskóg aö undirhlíðunum. Síöan þræddi vegurinn gljúfurbotninn og hlykkjaöist upp á milli fjallanna. Vegfarendur þurftu helzt aö fara fótgangandi, því víöa var illfært meö hross á tæpum sneiðingum og klungri gilbotna. Ekki þótti þaö bæta öryggi eöa ánægju vegfarenda, aö í skógunum voru tígrisdýr, og sléttusvæöiö moraöi í moskitóflugum og blóösugur héngu í hráblautum trjágrein- um og létu sig falla á þá sem um skóginn gengu. Leiðin upp aö bæjunum á miöhá- lendinu var löng og erfiö ferð. Nú er hins vegar nýlega lokiö viö aö leggja akfæran veg upp eftir fjöllunum, og hin forna sex til tíu daga lestarferð er nú ekin á sex til sjö tímum, en leiöin er um 250 km löng. Ungir skólapiltar eru komnir til þess aö sækja okkur feröalanga, og aka nú af staö meö okkur í nokkrum fólksbílum. Sagt er aö í landinu séu um 50 bílar, sem allir eru taldir vera í ríkiseign. Viö ökum skammt upp fyrir bæinn og aö gistihúsi, sem reist er viö fjallsræturnar. Eftir næturdvöl í þessum landamærabæ Sherpinn Tenzing Norgay, sem ásamt Hillary kleif fyrstur Mt. Everest 1953. er lagt af staö í hina löngu fjallaferö. Þessi nýi vegur er mikiö mannvirki, sem hlykkjast æ hærra upp í fjöllin, síöan eru þræddar fjallseggjar og hlíöar, en gapandi gil og djúpir dalir eru huldir þokuböndum hiö neðra. Lágvaxnir hestar og svört loöin svín Bændur eru meö kýr í skógi og loðin svört svín, þeir reka stálpaöa gripi en bera kiðlinga í strákörfum á baki sér. Þarna eru einnig lágvaxnir hestar svipaöir íslenzkum hestum aö stærö en heldur mjóslegnari. Neöst í fjallinu er hitabeltisgróður, en eftir því sem ofar dregur fer gróöurfar aö breytast og ýmsir hitabeltisburknar og pálmar eru horfnir. Saltró eru alsett sníkjuplöntum, fjólubláar orkideur vaxa á trjástofnum og greinum, en hengi- og klifurplöntur fléttast milli trjábola og gera ferðir um skóginn ógreiðar. Þaö er ekið eftir fjallshrygg um stund en síöan haldið ofan af fjallinu aö noröan niöur í árgljúfur, þar sem unnið er aö miklu Chunko-orkuveri. Indverjar hafa lánaö fé í byggingu þessa orkuvers, og fá í staðinn mestan hluta rafmagnsins leitt suöur til Indlands. Viö þræöum meöfram virkjuninni um stund, þar til enn er lagt á brattann og komið aö sæluhúsi þar sem snæddur er hádegisverður. Þetta er nýbyggt hús meö skála og tveimur gistiherbergjum og upp- búnum rúmum. Geta vegfarendur átt þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.