Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 11
Mannlífiö er hlykkjótt hringlína og mannkynsferillinn þá einnig. Hringurinn fer sístækkandi, en hlykkirnir líka, gúlparnir, sem viö köllum framfarir, teygja meira úr sér en dýpka líka dældirnar. Á okkar tímum þegar allt er aö vatnast út í félagshyggju og jafnaö- armennsku, er Milton Friedman eins og rúsína í vatnsgraut, en hann er nú helztur efnahagspost- ula. Við höfum nú svo sem séð endurlausnara fyrr. Ekki erum við búnir aö gleyma karlinum honum Marx, sem reiknaöi heimsdæmið meö öfugu formerki við Friedman. Þeir reynast almenningi stundum nokkuð dýrir endurlausnararnir. Oft reikna þessir menn samtíma- dæmið rétt, þótt framtíðardæmið reynist jafnan illa. Það er ekki að efa að Friedman hefur lög að mæla nú í sinni kenningu um aukið frelsi einstaklingsins til athafna og þá sérstaklega á efnahagssviðinu. Við erum komin í sjálfheldu í félags- hyggjunni og jafnaðarmennskunni. En mér finnst Friedman ekki gera sér nægjanlega Ijóst, hver drifkrafturinn er í frjálsri sam- keppni. Hann telur eflaust réttilega, að framfarir komi ofanfrá fyrir til- verknað afburðamanna í frjálsri samkeppni, en ég tel að sagan sýni, aö frumkrafturinn sé þrýsting- ur neðanfrá, líkt og rigningin, sem frjóvgar jaröveginn, er afleiðing uppgufunar úr haffletinum, ám og vötnum á jörðu niðri. Það er ekki nema rúmt öldin síðan á Vesturlöndum voru alfrjáls- ir atvinnurekendur til athafna, ríkis- valdið, fjármagniö og vinnuaflið var þeirra. Neitar því nokkur að á dögum iðnbyltingarinnar í Evrópu hafi verið þörf á samtökum lýðsins, til að taka í lurginn á athafna- mönnum á efnahagssviöinu? Þess sáust heldur lítil merki, að iðjuhöldar ætluðu aö létta af eigin frumkvæði þeirri ánauð, sem þeir héldu vinnulýðnum í. Það hefðu nokkrir týnt lífinu til viðbótar þeim sem féllu horfallnir þessu framfaraskeiói myndaðist samkeppni athafnamanna og hún reyndist bezta hjálpartækið til að bæta lífskjör almennings. Óttinn er driffjöður í mannlegu lífi og orsök hinnar svonefndu frjálsu sam- keppni er óttinn við að troðast undir. Framvarðarsveitin í efna- hagslífinu gerði hvorttveggja að óttast almenning og einnig þá sem sóttu fram við hlið þeirra. Mannfall og útslitnir, áður en það hefði orðið, og eins, áður en frjáls samkeppni um vinnuaflið hefði leitt til betri kjara. Það ríkir stöðnun í lífskjarabar- áttu almennings þegar hann hefur ekki frelsi til að gera kröfur, hvort sem það er í lénsskipulagi miöalda, iðnvæðingu 19. aldar, undir ríkis- kommúnisma í Sovét eöa landeig- endaveldi í Suöur-Amríku. Kröfur almennings til bættra kjara á 19. öld og þau samtök, sem honum tókst loks að mynda með sér, þrýstu á dugmikla og hug- kvæma athafnamenn til að leita nýrra úrræða, finna upp ný tæki, sem spöruðu vinnuafl eða juku afköst, nýja framleiöslu, sem borg- aði sig betur en sú fyrri, nýja markaöi meö hærra verði, og síðan hagræðingu í öllum sínum rekstri. Meðan athafnamaðurinn hafði frelsi til alls þessa og getu, bötnuðu lífskjör fólksins á Vesturlöndum. Á varð mikið í framvaróarsveitinni en kjör almennings bötnuöu. Frjáls samkeppni er því ekki sjálfvirkt tæki, eins og Friedman virðist halda, heldur gengur hún fyrir þrýstingi neðan frá og hún stöðvast, ef þrýstingurinn veröur of lítill eða of mikill. Og það síöara er nú orðið, þrýstingurinn frá almenningi drífur ekki lengur athafnamennina og hæfileikamennina áfram á efna- hagssviðinu, heldur eru þeir bundnir og gengið yfir þá. Þeim er ekki lengur gefið tækifæri til að leita nýrra leiða og úrræöa, sem henta tímanum. Almenningur gætti ekki hófs í frelsi sínu til að þrýsta á. Hann kaus sér í krafti atkvæða sinna ríkisvald mótsnúið frjálsri samkeppni, og það setti hugkvæm- um og duglegum mönnum skorður með lögum og reglugerðum að kröfu almennings, sem einnig heimtaði, að þeir væru skattpíndir, þar til þeir voru orönir getulausir. Enda þótt almenningur og hans ríkisvald væri þannig búið að hálfdrepa fyrir sér framvarðarsveit- ina og besta hjálpartækið, sam- keppnina innan hennar, þá hélt hann áfram að þrýsta á og gera auknar kröfur. Þær hættu náttúr- lega aö bera árangur, þegar búið var að binda þá eða drepa, sem áttu aö leita ráða til að verða við þeim. Og nú stendur almenningur eftir ráðvilltur og leitar á náðir ríkisvalds síns og bióur ákaft að það hneppi allt í viöjar og kyrrstöðu í von um, að í henni feiist öryggi, þó ekki sé annaö. Friedman og hans fylgjendur hafa sem sagt rétt fyrir sér þegar þeir biðja um að frelsi einstaklings- ins til athafna og frjálsrar sam- keppni sé aukið á ný, í efnahagslíf- inu, en þaó má ekki gleymast þeim góðu mönnum, ef þeir vilja ekki að allt snarist aftur yfir á hinn veginn, að þrýstingur neðan frá verður að vera til staðar, þótt svona hafi til tekizt nú, að hann varð of mikill. Almenningur verður að hafa frelsi til að gera kröfur, annars endar frjáls samkeppni fljótlega í stöðn- un. Sagan sýnir að framvaröar- sveitin hvílir sig á einhverjum þægi- legum hjalla sé ekki rekið á eftir henni af fólkinu niðri í hlíðinni. Þeir setjast niður, karlarnir, og fara að tala sig saman í staö þess að ryðjast hver fram fyrir annan með mannfalli og þar sitja þeir þar til skuggalegir náungar gægjast upp fyrir brúnina. Þá stökkva þeir á fætur til að sækja uppá næsta hjalla, en þá má ekki hlaupa til eins og nú hefur gerzt og binda þá. Kannski kemur þetta allt út á eitt, við klífum fjalliö til þess eins að snara þeim yfir. Kannski er það líka eins og það á að vera. Mannlífið er hvort eð er hlykkjótt hringlína sem hverfur í sjálfa sig. Ásgeir Jakobsson Nokkur aðskotaorð í íslensku HOMÓPATI, ólærður læknir, skottu- læknir (OM). Oröið er ættað úr grísku þar sem homoios merkir: líkur og pathos merkir: þjáning. Þetta kemur heim viö það aö hómópatar settu upphaflega saman lyf sem orsökuöu svipuð sjúkdómseinkenni og sjúklingur sá þjáðist af sem þeir hugðust reyna að lækna. Þ. Homöopath, d. homopat, e. homoeopath og homoeopathist. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1881 stafsett homopaþi (OH). HORMÓN, efni sem myndast í lokuö- um kirtlum hryggdýra og stjórnar vexti frumanna (OM). Orðið er komið af hormon í gr. sem merkir: örvandi og er Ih. þt. af so. hormaein er merkir: setja á hreyfingu. Þ. Hormon, d. hormon, e. hormone. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1945 (OH). HÓSÍANNA, dýrö sé guöi (lofgerðar- hróp Gyðinga) (OM). Orðið er komiö af Hosiahnna í hebresku sem merkir: Hjálpa samt! D. hosianna, e. hosanna, Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). HÓTEL, gistihús (OM). Orðiö er komiö af hotel í fr. sem auk þess að merkja þar gistihús merkir stórhýsi, sbr. hotel de ville, ráöhús. Þ. Hotel, d. og e. hotel. Finnst í ísl. ritmáli seint á 19. öld (OH). HUMBÚKK, óvera, hégómi, fánýti, tál (OM). Þetta mun vera ensk-amer- ískt slang frá 18. öld, en ekki er mér kunnugt um uppruna þess. Þ. Hum- bug, d. og e. humbug. Orömyndin húmbúg finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865, en húmbúkk skömmu fyrir 1875 (OH). HUNDSPOTT, hæðiyrði um fólk. Orðið er hingaö komiö úr dönsku þar sem það heitir hundsvot og hundsfot og merkir m.a.: afhrak. Þ. Hundsfott og merkir þar m.a.: óþokki, níöingur. í hollensku finnst orðið hondsvot og merkir: kynfæri tíkar. Finnst í ísl. ritmáli frá 18. öld (OH). HÚSBLAS, matarlím (OM). Orðið er komið af husblas í lágþýsku og merkir upphaflega: innhverfa á sundmagahúð styrju og annarra fiska, en hún var notuð sem matarlím. Þ. Hausenblasen, d. husblas. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1789 (OH). HÍALÍN, (afar) þunnt efni (OM). Orðið er komið af hyalinos í gr. og merkir þar: úr gleri. Latneska orðið hyalinus er sömu merkingar. Auðsætt er að þarna er átt við að híalín sé gagnsætt eins og gler. D. hyalin. Finnst í ísl. ritmáli frá seinni hluta 19. aldar (OH). HYMNA, HYMNI, sálmur (OM). Orðið er komiö af hymnos í gr., lat. hymnus og merkir m.a.: hátíöaljóð og lofsöng- ur. Þ. Hymne, d. hymne, e. hymn. Orðmyndin hymni finnst í ísl. fornmáli (Fr.). ÍBENHOLT, svartviöur, hörö, dökk viðartegund, notuð m.a. í húsgögn (OM). Orðiö heitir ibenholt á lágþýsku. Er fyrri hluti þess kominn af ebenos í gr., lat. ebenus, og merkir: frá Egypta- landi, en síöari hlutinn holt merkir: viður. (Þ: Ebenholz). D. ibenholt, e. ebony. Finnst í ísl. ritmáli frá því um miðja 18. öld (OH). ÍDEALISMI, hugsjónastefna; þaö aö eiga hugsjónir (OM). Orðið er komið af idealismus í síðlatínu. Þ. Idealismus, d. idealisme, e. idealism. Finnst í ísl. ritmáli frá því skömmu eftir 1882; orðmyndin er þar idealism vegna ríms (OH). ÍKON, grísk-kaþólsk helgimynd af Jesú, Maríu mey eða einhverjum dýrl- ingi (OM). Orðiö er komiö af eikon í gr. er merkir: mynd. E. ikon og icon, d. ikon. Finnst í ísl. ritmáli frá 1959 (OH). IKTA, sníkill, flatormur, er lifir á víxl í vatnasnigli og í lifur sauöfjár eða nautgripa (OM). Orðið er skylt echis og echidne í gr. sem merkja: höggormur. D. ikte. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1917 (OH). IMPERÍALISMI, heimsvaldastefna (OM). Orðið er komið af impérialisme í fr. Þ. Imperialismus, d. imperialisme, e. imperialism. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1948 (OH). IMPRESSJONISMI, innsæisstefna einkum í máiaralist frá því á árunum 1865—1900, en einnig í bókmenntum og tónlist. Orðiö er komið af impress- ionisme í fr. D. impressionisme, e. impressionism, þ. Impressionismus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1946 (OH). INDÍGÓ, dökkblátt jurtalitunarefni, indíalitur. Orðið er komið úr spænsku, heitir þar bæði indigo og indico, en er þangaö komiö af indikon (farmakon) í gr„ en það merkir eiginlega: indverskt litarefni, lat. indicum. Lo. indígóblár hefur fest rætur í íslensku og merkir: dökkur, blá-fjóiublár aö lit (OM). E. og d. indigo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1661 (OH). INFLÚENSA, bráðsmitandi veiru- sjúkdómur (venjul. með sótthita, höf- uðverk og beinverkjum), flensa (OM). Oröið er komið af influenza í ítölsku sem merkir m.a.: fyrrnefnd veiki og: áhrif. Nafnið mun stafa af því að fyrrum töldu stjörnuspámenn aö flensa orsak- aöist af áhrifum frá stjörnunum. Orðið influenza í ítölsku mun vera komið af influentia í miðaldalatínu. Þ. Influenza, d. og e. influenza. Finnst í ísl. ritmáli frá því um 1830 (OH).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.