Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 9
Elskendur — höggmynd eftir Magnús Á. Árnason. Systurnar Barbara og Ursula ásamt foreldrum sínum. Barbara og Magnús nýlega gift úti í Englandi. i Lækjarbakki viö Borgartún. í þessu húsi bjuggu þau Barbara og Magnús Á. Árnason á fyrstu búskaparárum sínum. Húsiö stóö þar sem Klúbburinn er nú. blekkingu, hlýtur aö hafa veriö kyniegt sálrænt fyrirbæri, en hann haföi iifaö svo löngu fyrir okkar daga, aö viö heyröum aldrei neitt um hann. Þaö hlýtur aö hafa verið erfitt fyrir móöur mína aö sjá um þessa einkennilegu, gömlu, rykugu byggingu. Viö höföum ekki efni á aö fá mikla heimilishjálp og systur mínar þurftu aö annast mörg hin daglegu störf. Mikill hluti af tekjum fööur míns fór í húsaleiguna og þær uröu aö læra aö sauma sín eigin föt og ég held að þær hafi fengið mjög litla vasapeninga. En húsiö stóö á fallegu einkalandi. Þar voru tvö stööuvötn og víðáttumiklir greni- og furuskógar og einnig uxu þar fleiri trjátegundir og þarna var hægt aö reika um daglangt án þess að rekast á nokkra mannlega veru. Barbara og Úrsúla unnu útivist og ósnortinni náttúru. Þær áttu smáhest og lítinn vagn, sem hann gat dregiö okkur í og þær áttu geitur og kanínur og önnur gæludýr og auövitaö voru alltaf köttur og hundur á heimilinu. Gamla húsiö og umhverfi þess var dýrlegur 'staöur til leikja fyrir okkur börnin og vini okkar. Gömlu salirnir uröu ballsalir, viö höföum tennisvöll og svona mátti lengi telja. Þótt við værum ekki efnuð, eignuöust systur mínar marga vini. Þegar þær eltust, gerðust þær áhugasamir félagar í enska kvenskátafé- iaginu (English Girl Guides Association) og mættu á alla fundi og tóku þátt í öllum útilegum og tóku svo mörg skátapróf og hlutu fyrir þaö svo marg- vísleg merki, aö þegar þær voru komnar í skátabúningana, litu þær út eins og margkrossaöir herforingjar! Um tíma fóru systur mínar í einka- skóla í nágrenninu, en seinna fengu þær kennslukonu, sem kenndi þeim heima. Frá barnsaldri voru þær báöar miklir lestrarhestar. Móöir mín var mikill aö- dáandi enskra bókmennta og haföi þann siö aö lesa upphátt fyrir okkur á hverjum degi — barnabækur í fyrstu, en seinna skáldsögur eftir Dickens, Thackeray og aöra sígilda höfunda, bæöi breska og erlenda. Okkur þótti ákaflega gaman aö þessum siö hennar og báöum hana alltaf aö byrja á nýjum kafla, þegar einum var lokiö. Samt fylgdi þarna einn böggull skammrifi. Móöir mín upplifði atburöa- rás sagnanna svo sterkt, aö þegar eitthvaö dapurlegt geröist, eins og til dæmis Nell litla hans Dickens dó eöa Tess Hardys, runnu tárin niður kinnar hennar og hún hágrét! Ég man aö ég varö sjálfur vondur yfir þessu og sagði: „Vertu ekki svona heimsk, mamma, — Þetta er bara bók.“ En allt kom fyrir ekki! Snemma hugðust báðar systur mínar gerast rithöfundar. Fyrstu skrefin á þeirri braut voru ráöagerðir um aö hvor um sig skrifaði „bók“ handa hinni í jólagjöf. Litlu handskrifuöu heftin höföu inni aö halda smásögur, teikningar og málverk og var allt vandlega faliö fram á jóladag, en eftir þaö var náttúrulega ætlast til að viö læsum þetta öll og dáöumst aö því. Þegar ég var 10 ára, var ég sendur í burtu í heimavistarskóla, en kennslu- kona systra minna hélt áfram aö kenna þeim heima. Þetta var skosk dama, sem okkur þótti mjög vænt um og hún uppörvaði lista- og bókmenntaáhuga þeirra. Barbara og Úrsúla voru eineggja tvíburar og á þessum tíma voru þær svo líkar aö margir áttu bágt meö aö þekkja þær í sundur. Aö minnsta kosti einu sinni fór Barbara aö gamni sínu á stefnumót viö strák, sem hafði ætlaö aö hitta Úrsúlu! Þegar þær voru 16 ára voru þær sendar á „pensjón“ fyrir enskar stúlkur í Annecy í Frakklandi og þegar þær komu aftur, hófu þær nám í Listaskólanum í Winchester. En þegar hér var komiö skildust leiöir þeirra aö nokkru. Barbara lagöi stund á myndlist, einkum tré- stungu, og var þrjú ár viö nám í Konunglega listaskólanum (Royal Col- lege of Art) í London. Henni gekk afskaplega vel þar. Hún átti verk á sýningum í Konunglega listasafninu (British Royal Academy) í nokkur ár og varö ARE (Associate of the Royal Society of Engravers — meðlimur í konunglegu félagi svartlistarmanna.) Um þessar mundir hætti Úrsúla systir henn- ar listnámi, en í staö þess hófst rithöfundarferill hennar, en hún er barnabókahöfundur og er velþekkt um allan heim. Fram til þessa dags hafa komiö út 60 bækur eftir hana í London og margar þeirra einnig í Ameríku og hafa verið þýddar á mörg tungumál. Eins og flestir listastúdentar baröist Barbara í bökkum í London, en hún þraukaði af og vann sér inn peninga meö því aö myndskreyta bækur og mála mannamyndir meö teiknikrft og vatnslit- um. Svo var þaö árið 1936 aö hún hlaut lítinn skólastyrk og ákvaö aö eyöa honum í ferö til aö leita innblásturs í myndir sínar með því aö heimsækja Sögueyjuna. Og eins og svo margir feröalangar á þessum tíma, lagöi hún úr höfn í Edinborg á Gullfossi. Þetta var auövitaö á 1000 ára afmæli íslands (?) og við hátíðahöldin á Þingvöllum kynnti einhver hana fyrir Magnúsi, sem framundir þetta hafði fengist viö aö höggva og mála myndir í Kaliforníu. Hann var 15 árum eldri en hún, en þau uröu ákaflega ástfangin og 1937 kom hann til Eng- lands til aö hitta fjölskyldu hennar og þau voru gefin saman í sveitakirkjunni okkar. Okkur geðjaðist öllum vel að Magn- úsi, að hæglátum virðuleika hans og persónutöfrum og öðrum íslenskum skapgeröareinkennum og dáöum högg- myndir hans. Og þó aö Reykjavík væri svona langt í burtu og við vissum aö viö 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.