Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 6
AMSTERDAM í Ijósi fortíðar Eftir Jón Ólaf Ólafsson, Tryggva Tryggvason, Ragnar J. Gunn- arsson og Reyni Engilbertsson, sem allir stunda nám í arkitektúr í Danmörku. ARKITEKTUR Öll menningartímabil eiga sér sína uppgangs- og krepputíma. Sú and- lega og efnahagslega kreppa, sem hinn vestræni heimur á viö aö stríða í dag, kallar á nýjar hugsjónir og nýtt lífsgæöamat. í dag sitjum við uppi meö úrelt efnahagskerfi og mis- skilda byggingarlist, „funktional- isma“ (nýtistefnu). Slíkir tímar fá augu fólks til aó opnast fyrir nýjum hlutum og öörum sem fallið hafa í gleymsku. Okkar viðfangsefni í grein þessari verður Amsterdam og sá lærdómur sem nútímamaöurinn getur dregiö af þessari einstöku borg þar sem lífs- rammi fólks er skapaöur á löngum tíma, og veröur aöeins skilinn í sögulegu samhengi. Fáar borgir einkennast í jafn ríkum mæli af fortíö sinni og sögu sem Amsterdam. Lykillinn aö þeirri sögu er verslun. Allur uppgangur borgar- innar hefur byggst á viðskiptum. Á höfuöblómaskeiði borgarinnar, 17. öldinni, má segja aö Amsterdam hafi verið nafli heimsins, bæói í viðskipt- um og andlegum sýslum. Landfræöi- legar aöstæóur viö mynni árinnar Amstel, sem borgin dregur nafn sitt af, voru hagstæöar til verslunar. Hægt var að sigla upp ána og komast þannig inn í lífæöakerfi Evrópu þeirra tíma, sem voru árnar. Um aldamótin 1400 var borgin oröin umtalsverö verslunarmiðstöö, stjórnaöi Eystrasaltsversluninni og verslun í Biscayaflóanum og Portú- gal. í stuttu máli umskipunarhöfn milli Suður- og Norður-Evrópu. Seinna ganga kaupmenn Amster- dam inn í hina ábatasömu verslun vió Austurlönd. Kaupmannastétt borgarinnar fékk stöóugt meiri völd, bæöi beint póli- tískt og svo í krafti þess óhemjulega auðs sem hlóöst upp innan borgar- múranna. Viö ósa árinnar Amstel myndaöist snemma byggö. Frá byrjun hefur hin erfiöa landfræðilega staösetning mótaö uppbyggingu borgarinnar. Uppi á stíflugöröunum beggja vegna árinnar reistu menn hýbýli sín. Fyrst bændur en síöar fiskimenn, er nýttu ána sem innhöfn. Vegna yfirboröshækkunar sjávar á 12. og 13. öld, reyndist nauösynlegt aó hækka stíflugarðana, og í ár- mynninu var stíflan Dam reist. Ánni var veitt utan um byggóina á tveimur samhliöa síkjum. Amstel—Dam varö Há hús og mjó setja svip sinn á Amsterdam. Þau speglast oft i síkjunum eins og hér má sjá. Þessi hú eru mjög myndræn og furðu fjölbreytt i útliti. Verndað mannvirki: Brú frá gömlum tíma. Á myndinni til hliðar eru dæmigerð 17. aldar hús i Amsterdam og fyrir ofan er gluggaskipun á sömu húsaröð. á þe88um tíma mikilvæg umskipun- arhöfn. Skipin lögöust að Dam, þar sem vörurnar voru fluttar í minni skip hinum megin stíflunnar. Til aó fullnýta þessar flutningaleiöir voru vöruskemmur reistar á árbakkanum, en aörar byggingar fjær. Borgin þandist stööugt út, og hvaö eftir annaö reyndist nauósynlegt aö færa varnargaröana utar. Þessar smáútfærslur reyndust mjög kostnaöarfrekar, og þar kom aö kaupmenn borgarinnar létu gera nýja og djarfa skipulagsáætlun fyrir borgina 1609. Borgarstjórinn Oefge- us haföi haft hönd í bagga vió skipulagninguna og keypti upp öll landsvæöi í kringum borgina og seldi síöan sjálfur borginni aftur á okurkjörum. í skipulaginu var gert ráö fyrir aó grafa 3 samhliöa síki í hálfboga í kringum borgina, svæöi sem var nægilega stórt til aö fjórfalda hana. Markaöi þaö þróunina næstu aldir. í þessu nýja skipulagi fengu þeir best settu lóö innst, eftir því sem fjær dró miöborginni féll þjóöfélags- staöa. Nöfn síkjanna endurspegla hugs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.