Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu TTl (P* fc-VA Tiu K7 PflfJICT íriMtt rwvK UR W- ÍIC.H- IR ú. b 5 S 0. T" b l Aj N £> SllfJ- rta- UMO A (L h K ÍKKI Íti^ S6ÍT L A L A A TT R D '0 h R 1 0 4 N 'A / SlÓ D F. A P / N IKSMdC KoUAU F L L 1 © F 'A L U JKAKVC/I KirP- i A K A T M/ÍÖfl u* E 1 oVk- AS V? F IKyT- fhk- AH* R £ JíRjM R 'o u M MTiÍK bna- L 1 N No*e>- Lífuf Cz J 'A T X VSÍ- H1U7A □ R K1 n K M A R KoM* HK.9. V ’A L <x A s T ÍIKB SaL'i; A T 'o R, 'A STÁV- o-yP, A i> A iíMCut K A R FLTÓT- LE. »es A JM A A L D A R u K A llMTÍ 'il'hT K Ct T 5 KV*«I ÍmSt- o «t> 'o B £WD- IhttZ. A R h R 1 &»■<««« A L F A 'oTTR JUPT U <L 6. ftoi- Vi€> - Ult Htii F K £ r'«- trtu* iTÍK s M A U £> U R zœaa íK.rr. U KJ A R T A R L E ÚL U R ■ R H- R 'o 5 ro A R L. 4. A P^-l t b £ U £ \ \\ L 'if- FÆfíin JKamm- JTÖFUN Kve ik- U(í Fiíum- 6FNI VeiKr færi ■ e R | r i l Ruu Cxa'oÐ- ufL -> -> |Kfl- i[S5! mm í?ÆKf- AOFI LrtMO' i-Ð Í.'I>CAMÍ- hlmt- ANUM 2>B ITU To'rJN 5k-a’i-D flU-D- UR - / N /N Lc?vrfl- OR£) FUUL- AR. írLK' UR St’K JTAFUR JfFryoc.©! Hrein- A N (ÁAMAR 5\j\kít U M SvcoR- 57'R HK££>- AST KífoPPA ST'H LA M mNr TR KVICTA EL.D- ÍTÆÐ\ TPHilt LÖaun mafn v/ 5TÖUK FTLU\- F/SKAR NÍst- Ift M3UKI ÍÁUEiniR 5 RM- W LT. ÁFÆTl CtLD/rJAÍ i P/E- u- UR ntK- V\T- 4-AUSAM Ko$m LÍTI5 Tíítonu A -£> | Yndi A tón) LÆK- UR pRóuas 6.ULL FfALLS AJ öf EUC.L ■VERVC- IFÆRlí) R'lFlJ) 'l T/ÍTLUR ÍKAMKI- ÍToFun FUÚL Kosvc X LIT- INN Frum- LFhi 1 2éins 5«. KöNAN + Fyt- UMN l ; • |5kiþm 1 10 Kcria- IST Aö tjddabaki Framhald af bls. 3 Hér er líka verið að dreifa bæklingum, trúarlegs eðlis. Á hellulagöa svæðinu fremst í Kirkjugötu eru bekkir. Þar sitja öldungar sem áður áttu fastan samastað á gamalmenna- bekknum í almenningsgarðinum. Á gang- stéttunum viö Hákonar VII. götu eru einnig bekkir: biðstöövar strætisvagna. Kóngs- garösskólinn við suöurhlið dómkirkjunnar (lærður skóli frá 1824) hefur ekki breytt um svip. Hér voru aðalbækistöðvar Þjóðverja á stríösárunum. Þá stóöu 2 voldugar járnsúlur við hliöiö á smíðajárnsgirðingunni framan við skólann, og haustnótt eina í aftakaveðri ultu þær um koll og urðu þýzkum varðmanni að bana. í framhaldi af gangstéttinni er búið að leggja breiðtröpþur sem ná langt niður á torgið. Styttan af Kielland, sem áöur stóð á miðju torginu, hefur verið færð upp í tröppurnar. Þarna stendur hann á stalli sínum í slagkápu og með pípuhatt, skáldið og borgarstjórinn, og horfir út á Voginn þar sem hvíta máfavængi ber við sólbjartan himin. Um styttuna leikur ferskt sjávarloft með söltum keim. Dúfurnar úr almennings- garðinum hafa gert sig heimakomnar og skilið eftir nafnspjald sitt á hattbarðinu. En á tröppunum hefur unga kynslóðin hreiðr- að um sig til frambúðar, og hafa þær því hlotið nafngiftina „táningaþallurinn". Ekki verður vart við neitt grunsamlegt í fari unglinganna, þótt fíkniefnaneyzla fær- ist óhugnanlega í vöxt og lögreglan telji neytendur í fylkinu nær 1500. Heyrzt hefur að námslán séu notuð til kaupanna, aö skólafólk bregði sér til útianda og smygli eiturlyfjum inn í landið, selji þau svo á götum úti fyrir tvöfalt verö. Lögreglan fullyrðir aö í hæsta lagi 1% af dreifingunni komist í hennar hendur. Það er fátt um furðufugla í borginni síðan Lars Lende var og hét. Hann lét margt gott af sér leiöa, safnaði saman atvinnulausum unglingum á krepþuárunum milli stríða og kenndi þeim véltækni í útibúrinu á Ledaal, fyrrum ættarsetri Kiel- lendinga sem nú er konungsbústaður. Hann gekk alltaf skringilega til fara og reyndi meö alls konar uppátækjum að afla fjár til hjálparstarfsemi sinnar. Oft var hann á ferð með tvo smáhesta og lofaði pollunum úr götunni aö skreppa á bak. Ævinlega var mikiö um að vera í nálægö hans. Þó í Stafangri úi og grúi af fólki af ýmsu þjóðerni vekur það ekki athygli lengur. Það er bara þessi eina kona sem sker sig úr. Og raunar miöaldra maður sem er á stöðugum þeytingi til og frá bókasafninu. Hann er í svörtum flauelsfötum og brjóstið þakið orðum, hvítur á hár, síöhærður og síð- skeggjaöur. Það mætti álíta hann fáráðling ef maður vissi ekki aö hann er rithöfundur að safna heimildum um Stafangur-skáldið Sigbjörn Obstfelder. Konan vekur meiri forvitni en hann því mörgum leikur hugur á að vita æviferil hennar. Hún ber það með sér að hafa lifaö sitt af hverju. Áður fyrr var borgin álitin mesta kjafta- bæli, þegar allir vissu allt um alla — jafnvel hvaö nágranninn lagði sér til munns. Ef eitthvaö út af bar fylltust siðapostularnír vandlætingu og hófu augu sín til himins. En þetta hefur breytzt þó eimi eftir af því enn, einkum hjá eldri kynslóðinni. Fólk man þessa konu þegar ýmislegt er rifjað upþ með aöstoð frænku hennar sem býr í næsta húsi. — Jú, þetta er gömul þjóðverjamella sem stakk af frá manni sínum hérna í Stafangri og laumaðist inn í Þýzkaiand eftir stríðiö . .. Guð má vita hvaö drifið hefur á daga hennar þar! Hún giftist háttsettum manni án þess að skilja við fyrri mann sinn, en svo hefur þaö víst komizt upp og hún send geöbiluð heim ... — Hvað varð um norska manninn hennar? ... Hann hefur auðvitaö ekki viljað taka við henni aftur. — Síðast þegar ég fréttí af honum var hann kominn á elliheimilí. Hann er nokkr- um árum eldri en hún. — Honum hlýtur að hafa farizt vel við hána — þjóðverjanum — úr því hún gat keypt eöa leigt gamla húsiö sem foreldrar hennar áttu á sinni tíö ... Kannski hún sé á ellistyrk — eöa á bænum? — Fjandakorniö! Hún er ekki eldri en ég, sextíu og fjögra ára. En sjálfsagt hefur hún haft eitthvað upp úr krafsinu . . . Hún umgengst ekki nokkra lifandi sál, fer aldrei út nema til að viðra hundinn. Hann er henni bæði borð- og rekkjunautur. — Þú segir það ekki! — Það ætti ég nú bezt aö vita sem er systurdóttir föður hennar. Ég leit viö hjá henni fyrst eftir aö hún kom heim, en hún rak mig út. Þá sá ég sitt af hverju ... Uppljóstrun þessi fór fram í matstofu Epu viö Lars Hertervigs götu, því einmitt meðan frænkan og stalla hennar sátu að kaffidrykkju kom konan inn. Hún fer þangaö stöku sinnum til að snæða. Epa er stórt verzlunarhús, eins konar Hagkaup. Þar er fremur ódýrt og þar er innbyggt bílastæöi. En bílastæði eru stærsta vanda- mál borgarinnar. Það þykir ekki fint að verzla í Epu. Skólabörn eru vön að stríða sambekkingum sínum ef upp kemst að foreldrar þeirra verzli þar. Matstofan er oftast fullsetin. Hávaði er mikill og skvaldur, jafnt á framandi tungu- málum sem norsku. Og inn á milli eru hrópuö upp númer þeirra sem pantað hafa miðdegisverð. Að öðru leyti er sjálfsaf- greiösla. Unga fólkið hleður í sig stórum skammti af frönskum kartöflum með tóm- atsósu út á. En mest er um glóöarsteiktan mat. Þjóðlegir réttir eru því nær horfnir af matseölinum. Þegar konan fer þarna inn er hún vön að ganga milli borðanna með matarskammt sinn og staðnæmast hjá ungu fólki, og sé það vingjarnlegt fær hún sér sæti og segir því frá stríðinu og þjóðverjanum sem hún kynntist á hernámsárunum — manninum sem hún getur aldrei gleymt. Þá færist roði í kinnar hennar og líf í augun. En hún lyktar af óhreinindum og heimabruggi, og unga fólkið hefur ekki áhuga á stríðinu. Það afsakar sig og rís á fætur. Konan situr ein eftir og lýkur við máltíðina, vefur síðan leifunum inn í bréfþurrku handa hundinum, sem bíður í tjóöri viö innganginn. Nei, áhuginn á stríöinu er dofnaður, hetjusögurnar hijóðnaöar. í Oslóblaðinu Verdens Gang er samt verið aö spyrja hver hafi beöið kónginn aö segja af sért Bréfritarinn kveðst fyrir nokkru hafa birt grein í VG í sambandi við minningar- dagskrá sjónvarpsins: 9. apríl — 40 árum síðar, en um þessa hluti hafði ríkt alger þögn. í greininni segist hann hafa bent á að unga kynslóðin vissi lítið um það sem gerðist, sér í lagi hvað varöaði ofangreinda spurningu, og enn heföi ekki borizt svar. Hann endurtekur því spurninguna. „Hver — hvenær og hvar var kóngurinn beðinn að segja af sér?“ Það eru líka komnar bækur á markaö- inn, gagnrýnar bækur sem sýna innrás Þjóðverja í nýju Ijósi, eins og t.d. bók sem kom út, hjá Gyldendal 1977. Hún hefur þegar komiö út í 6 útgáfum og heitir „Det utrolige dögnet". Höfundurinn Björn Björnsen, rithöfundur og blaðamaður, seg- ir frá því hvernig tiltölulega fámennar liðssveitir Þjóöverja komu Norðmönnum í opna skjöldu, og öngþveitinu sem ríkti meðan á innrásinni stóö. Og úti fyrir ströndinni biöu Englendingar með stóran flota sem ekki kom að neinu gagni. Þó undarlegt megi viröast fékk bókin ákaflega góða dóma í Agderposten, Ar- beiderbladet og sjómannablaðinu Far- mand. Hver skyldi hafa trúaö því fyrir nokkrum árum. Konan er nú stödd á torginu. Hér mæta auganu litrík sóltjöld yfir söluboröunum. Þau eru hlaðin búvörum, blómum og berjum — aðallega Jarðarberjum á þessum tíma sumars. Og yfir öllu saman gnæfir minnismerki helgað sjóferðum: líkan af skipsskrokkum úr ryöfríu stáli, reistum á rönd með rá og reiða og stög í einni bendu, svipað rækju tilsýndar. Enda er listaverkið kallaö „rækjan". En þaö skrýtnasta er að á hafnarbakkanum fyrir neðan það skuli einmitt vera seldar rækjur. Til hliðar við Kiellands-styttuna liggja tröppur niður í jarögöngin. Þaðan berast fiölutónar, einhver „götumúsikantinn“ viö iðju sína. Þeir halda sig oftast þarna eða í Kirkjugötunni. í jarögöngunum eru fjöl- margar smáverzlanir og sýningargluggar stórverzlana. Og niðri við Heiðursbryggj- una, þar sem tekið er á móti kónginum og öðru stórmenni meö rauðum dregli, er Frh. á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.