Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 11
Ágúst Strindberg Strindberg varö aö vísu nokkuö útundan hjá okkur, en á síðari hluta þessarar aldar höfum við bætt þaö upp, hér hafa öll helstu leikrit hans veriö flutt og nokkrar skáldsögur veriö þýddar. Rithöfundar okkar og bókmenntamenn hafa alltaf þekkt hann vel. Þaö er álitamál hvort hann eöa Hamsun hefur haft meiri áhrif á Laxness á þýöingarmesta mótunartíma hans. Við hjón förum ööru hvoru í Norræna húsiö. Þaö er stofnun sem okkur og raunar flestum hugsandi landsmönnum er mikils virði. Leiöinlegt var það aö íslenzkur rithöfundur skyldi í ræöu, sem flutt var á rithöfundamóti í Gautaborg, varpa skugga á þessa stofnun meö því að líkja henni viö þaö sem ég og mikill fjöldi góöra íslendinga kalla hörmulegt átumein í þjóðlífi okkar, setuliöiö á Keflavíkur- flugvelli, en aðrir góöir hægri sinnaðir landsmenn hafa í nokkra áratugi kallað illa nauösyn. Rithöfundurinn — Indriði G. Þorsteins- son — hér töluvert mikilsvirtur og með vissum hætti aö veröleikum fyrir bestu skáldrit sín, er hamhleypa mikil í ógæti- legu tali í blööum og öörum fjölmiðlum, þegar hann sér rautt. En þar viröast Svíar settir undir einn hatt og ganga næstir Rússum í þeirri róttækni sem Bandaríkja- vinum kemur verst. En ég veit aö Svíar þola vel kaldar kveöjur úr þeirri átt og eru ekki miklu meiri aödáendur rússneskra öfga en bandarískra. En ég vil, úr því ég er að tala viö einn af áhrifamestu mönnum Svíþjóðar, ræöa meir um Nor- ræna húsið. Ég leyfi mér að fullyrba að þessi stofnun sé okkur, sem til hennar náum, opinn gluggi til samnorrænnar menningar, einkum á sviöum bókmennta og annarra lista. Hér er aögangur aö nýútkomnum blööum og tímaritum og bókasafn hússins er fyrir marga eina leiöin til aö fylgjast meö því sem gerist á bókamarkaöi hinna Norðurlandanna. ís- lenskar bækur eru dýrar eins og allir vita, þó tekur steininn úr ef menn ætla aö kaupa hér erlendar bækur. En vegna rekstursfjárskorts er bókasafnið í Nor- ræna húsinu mjög vanbúið að gegna hlutverki sínu, tiltölulega fáar bækur er hægt aö kaupa á ári hverju. Nú eru þýddar fleiri bækur en áöur eftir Noröurlandahöfunda og gefnar út meö opinberum stuöningi, eins og kunn- ugt er. En vegna skipulagsleysis hverfa flestar þessar bækur og gleymast. Strax væri bót aö því aö til væri a.m.k. ein miöstöð fyrir þýddar bækur frá Norður- löndum. Hin fyrsta slík mætti gjarna koma í sambandi viö Norræna húsiö hér, önnur í Færeyjum við húsið þar — síðan ein slík bókmenntastöð í hinum löndun- um. Nú fyrir þessi jól koma hér út eins og venjulega hundruð bóka, þýddar og frumsamdar, sumar í upplögum sem þættu viðundandi aö stærö hjá fjölmenn- ari þjóöum. Sú hefö hefur skapast fyrir löngu að sjálfsagt þykir aö hver maöur frá kornabarni til öldungs fái a.m.k. eina bók í jólagjöf. Sumir fá margar. Ef fleiri en eitt eintak af sömu bók kemur á heimili má nota vikuna á milli jóla og nýárs til aö skipta. Meöal merkustu skáldrita nú er síðasta bindi af sjálfssögu Halldórs Laxness. Hinn gamli meistari er jafn skemmtilegur og fyrr og listtökin söm og áöur, kannski ögn farinn aö endurtaka sig. Hannes Pétursson, eitt af bestu Ijóöskáldunum okkar, fer á kostum í nýrri bók. Nokkrir ungir efnilegir höfundar hafa komiö fram á síðustu árum, en hafa varla enn unnið sína úrslitasigra. Klámtískan frá Dan- mörku og Svíþjóö stendur sumum þeirra fyrir þrifum aö mínum dómi, úr þessu verður oftast ófrumlegt bersöglisjapl. Leiöinlegast er þó þegar annars þroskaö- ir höfundar þykjast vera aö segja frá eigin högum og fara aö lýsa kynlífi og örlagaþáttum náinna skyldmenna. Hér þekkja allir alla og úr slíku geta orðið nýir fjölskylduharmleikir. — Þá er og fariö að þýða úr dönsku og gefa út kynvillunauðg- unarsögur fyrir unglinga. Þessu er svo hælt sem frambærilegum barnabók- menntum. Þaö er því miður ekki allt gott sem unga fólkiö okkar sækir til frænd- þjóöanna. Kæri Ólafur. Hversvegna er ég að rausa um allt þetta? Ég vil bara taka þaö fram einu sinni enn úr því norræn menningarsamvinna kemur til tals aö okkar menningarlíf er ein heild. Viö íslendingar — að ógleymdum Færeying- um — viljum alltaf vera taldir meö. Og við munum veröa meö. Óska þér og þínu fólki alls góðs. Vinsamlegast Des. ’80, Jón úr Vör. Fomminjarán fyrir einni öld um 1475 fyrir Krists burö til Heliopolis, þar sem faraóinn Tutmes III lét reisa hana. Súlan var 21 metri á hæö, og á hana var höggviö myndletur til minningar um afrek konungsins, en rúmri öld síöar bætti Ramses II nafni sínu viö á steininn. Síöan liöu tólf aldir, og Nálin komst einhvern veginn til Alexandríu. Menn hallast að þeirri skýringu nú, aö Ágústus keisari hafi flutt nokkrar steinsúlur til borgarinnar og meðal þeirra hafi veriö sú, sem nú er í London. En arfsögn hermir þó, aö Kleópatra drottning hafi flutt súluna til Alexandríu og látiö reisa hana þar til minningar um látinn son þeirra Júlíusar Cæsars. En hvaö sem rétt er í þessu efni, þá hefur arfsögnin yfirhöndina, þar sem nálin ber nafn Kleópötru. Og þarna stóö súlan í Alexandríu og lá síöan í 1800 ár, þangað til Vestur-Evrópumenn tóku aö líta Egyptaland og fomleifar þess ágirndarauga. Þaö var í rauninni Napóleon, sem hóf leitina aö minjum hins forna Egypta- lands, en brezkir herforingjar og her- menn, sem böröust gegn herafla hans þar, sáu þá fyrst hin miklu minnismerki um fortíð Egyptalands. Á fyrstu 20 árum 19. aldar vaknaöi feikilegur áhugi á þessum fornminjum, og áriö 1820 færði tyrkneski varakonungurinn í Egypta- landi, Mehmet Ali, brezku þjóöinni aö gjöf steinsúluna í Alexandríu sem vin- áttuvott. En vandinn viö aö flytja hana til London var talinn nær óleysanlegur og kostnaöurinn frágangssök. Þess vegna var hún látin eiga sig og molna í sandinum, þangaö til áriö 1867, en þá sá Sir James Alexander, hershöföingi, egypzka steinsúlu í París. Haföi Napói- eon eignazt hana, og hún síöan veriö flutt til hinnar frönsku höfuöborgar áriö 1835. Hershöfðinginn fékk nú eldlegan áhuga á súlunni fornu, sem Bretar ættu oangt í burtu, og hóf aö reka mikinn áróöur fyrir því, aö hún yröi flutt til Bretlands, þótt í fyrstu væri þaö fyrir mjög daufum eyrum. En svo hitti hann fyrir tilviljun enskan verkfræöing í Alex- andríu, John Dixon aö nafni, áriö 1875. Dixon haföi mikla reynslu í byggingu bryggja, boga og brúa og hann tók nú aö sér aö gera áætlun um flutning á steinsúlunni heim til Englands. Frægur skurölæknir, Dr. Erasmus Wilson, lagöi fram 10 þúsund pund og verkið var hafiö. Dixon hannaði sívalan járnpramma, nær 30 metra langan og tæpa 5 metra í þvermál, og í honum átti aö vera hægt aö draga súluna gegnum Miöjarðarhafiö og til Englands. Þá var byggt eins konar stýrishús á þiljum og sett stýrishjól á farkostinn ásamt möstrum og seglum til að gera hann stöðugri. Aöbúnaöur var haföur fyrir þriggja manna áhöfn. Þessi „sívali prammi" var svo skírður „Cleop- atra“. Seint í ágúst 1877 var búiö aö grafa steinsúluna upp, draga hana til strandar og setja í umbúöirnar. 21. september var „Cleopatra“ dregin út úr höfninni í Alexandríu af gufuskipinu „Olgu“, og skipin fóru framhjá Gibraltar og úr Miöjaröarhafi 8. október. En brátt skall ógæfan yfir. í ofsalegum stormi á Biskaya-flóa slitnaöi „Cleopatra“ frá dráttarskipinu, en 6 menn af áhöfn þess drukknuðu, er þeir geröu tilraun til aö bjarga „Nálinni". Hinn forni farmur virtist glataöur, en þó tókst á síðustu stundu aö festa taugina aftur og „Cieopatra“ var dregin til hafnar í Ferrol á Spáni. Þetta varð til þess, aö koma steinsúlunnar til London taföist fram í janúar 1878. En á meðan beöiö var eftir súlunni í Englandi, var þar deilt hart um þaö, hvar hún ætti aö standa til frambúðar. Loks varö fyrir valinu Stephens Green fyrir framan brezka þinghúsiö, og þar var reist eftirlíking úr tré í fullri stærö til aö kanna, hvernig Nálin liti út þarna. En staöurinn þótti ekki heppilegur, og þaö var hætt viö hann. Þá fóru fyrir lítiö margar teikningar og skreytingar, sem búiö var aö gera meö Nálina á þessum staö, en þær uröu síöar eftirsóttar af söfnurum. Loks var staður valinn á bökkum Thames, og skipinu var lagt þar við, meöan veriö var aö ganga frá öllum undirbúningi. Feröamenn þyrptust aö til aö kíkja á Nálina í „kistu" sinni gegnum op, sem gert var á þiljum skipsins meö því aö nema burt járnplötu. Snemma í ágúst 1878 var steinsúlan komin upp á árbakkann, og meö miklum lyftiútbúnaöi var hún á næstu Miklar tilfæringar þurfti í London til þess að hægt væri að reisa Nálina uppá endann. Myndin er af æfingu, sem fram fór daginn áður en Nálin var reist. vikum hafin upp lárétt tommu fyrir tommu í um 15 metra hæö. 11. september var allt tilbúiö og tilraunir höföu veriö geröar til aö tryggja þaö, aö lokaathöfnin gæti farið fram. Og kl. 3 síðdegis hinn 12. sept. 1878 var nálin ofurhægt sett í lóörétta stööu og látin síga á sinn staö. • Til aö auövelda fornleifafræðingum framtíöarinnar rannsóknir sínar, létu frumkvöölar þessa dýra og áhættusama fyrirtækis — Dixon bætti £5000 frá sjálfum sér viö framlag Wilsons — grafa heilt safn af alls konar hlutum undir súlunni: gildandi myntir í landinu, blöð dagsins, kort af London, einn af vökva- lyfturunum, biblíuna á fjórum tungumál- um, öskju af hárnálum, rakhníf, leikföng og fjölda margt annað. Allt er þetta þarna ennþá, einni öld síöar, undir umgjörð Nálarinnar og gæti kannski í fjarlægri framtíö oröiö nokkur vísbend- ing gestum frá öörum hnöttum, ef þeir rækjust hingaö og fengju þá hugmynd aö flytja Nálina í fimmta sinn. — Svá — þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.