Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 13
rólegri, örlagaþrunginni rödd. „Hann sér þig áöur en þú ert kominn sex metra frá grjótveggnum." „Þú heldur þó ekki aö ég ætli aö ganga?“ spurði ég. Ég smeygöi mér framhjá þeim á maganum í grasinu, sem óx umhverfis vatnsmelónuhæðirnar. Ég var aiveg marflatur, nær jöröinni en ég hélt að hægt væri að komast. Ég leit einu sinni til baka og sá hvít andlit þeirra, þar sem þeir höfðu gætur á mér frá runnunum. Ég hélt áfram og stanzaöi einstöku sinnum og horföi varfærnislega í átt aö þakinu. Hann var þar enn, ennþá kyrr. Þaö virtist taka eilífðartíma aö komast aö stóru melónunni á miöjum akrin- um. Viö hverja hreyfingu bjóst ég við að Gamri kæmi auga á mig. Lokst birtist melónan fyrir framan mig, dimmgræn í tunglskininu og ég greip andann á lofti, þegar ég sá hvaö hún var stór. Ég haföi auövitað aldrei séö hana svo nálægt og ég haföi ekki minnstu hugmynd um hvernig ég ætti aö koma henni út af akrinum. Mínútum saman hreyföi ég mig ekki. Þarna lá ég og nasir mínar önduöu að sér ilmi jarðarinnar og ég hugleiddi hvers- vegna ég væri þarna, baðaður tunglsljósi og á slíkri hættuför. í þessu fólst meira en aö sýna dirfsku. Ég var að sanna eitthvað fyrir mér — og fyrir Gamra og Carmen. Ég teygöi höndina aö meionunni og fann stilkinn. Ég braut sterkan stilkinn í sundur rétt við mjúkan ával- ann. Allt var rólegt. Ég sá Gamra teygja úr sér og geispa og þaö glampaöi á tennurnar í honum. Svo var tunglsljósiö bjart — og svo nálægt var ég. Ég bylti mér viö aö baki melón- unnar og ýtti á hana. Hún valt rólega á hliðina og ég ýtti aftur á. Það var erfitt verk aö ýta henni niöur slóöina, sem ég haföi myndað meö maganum í jarðveginn. Ryk steig upp umhverfis mig og ég þurfti aö hnerra. Ég bjóst viö skotum og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Auövitaö sæi hann aö melónan var horfin af sínum staö. Mér fannst þaö taka hundraö ár að ýta melónunni út af akrinum. Svo mjög fannst mér ég hafa elzt, þegar ég komst loks aö jaörinum. Ég neytti ýtrustu krafta til að ýta henni út í runnana og féll síöan saman. „Áfram," sagði Toni sárbiðjandi. „Hann er.. Ég gat ekki hreyft mig. Ég leit viö. Gamri haföi staðiö á fætur til aö teygja sig og geispa í makindum og settist svo aftur. Þá var ég nógu hvíldur til að hreyfa mig á ný. Ég skreið eins og snákur inn í runnana og þeir gripu í mig. „Þér tókst það,“ sögöu þeir, „þér tókst það.“ Þaö var enginn tími til aö sóla sig í aödáun þeirra. „Komum okkur í burtu héöan,“ sagöi ég. „Viö erum ekki öruggir enn.“ „Viö drösluöum melónunni yfir stíginn og héldum í áttina aö staönum, þar sem við höfðum fyrr farið í slag. Viö rétt loftuðum henni, allir þrír. Loksins vorum viö komnir og settumst niöur lafmóöir til aö hvíla okkur. En ekki of lengi, til þess vorum viö of æstir. Toni teygði fram höndina og klappaöi stóru melónunni. „Hér er hún," sagöi hann, „og viö eigum hana eins og hún leggur sig.“ „Borðum hana áöur en einhver kemur," sagöi Leli. „Bíöiö nú við,“ sagði ég. „Þetta er bara ekki venjuleg melóna. „Ég sker hana sjálfur.“ Ég náöi í vasahnífinn minn og virti hann fyrir mér efablandinn. Hann var lítill og melónan var stór. í rauninni heföum viö þurft slátrarahníf. En þegar litli hnífurinn fór í gegnum þykkt grænt hýöiö, klofnaði melónan af sjálfu sér í tvo hnífjafna helminga. Hljóöiö líktist því, er silki er rifiö og þarna lá hún opin andspænis okkur. í innra aldinkjötinu, sem glitraöi af sætum safa, mátti sjá hvít sykurkorn. Ég plokkaöi í þaö meö tveim fingrum og stórt flykki losnaöi. Ég stakk því upp í mig og lokaði augunum. Melónan var enn volg eftir sólskin dagsins. Ég fann safann vætla niður í hálsinn á mér alveg eins og ég haföi gert mér í hugarlund. Aldrei haföi ég bragöaö eins Ijúffenga vatnsmelónu. Viö hámuðum í okkur þangaö til viö stóðum á blístri. Jafnvel þá höföum viö aöeins etið innsta hlutann og áttum eftir meira en við höföum boröaö. Pakksaddir horföum viö á þaö, som eftir var af melónunni, krökkt af svörtum fræjum. Allt í einu urðum viö daprir. Hvílíkur skaöi að torga ekki öllu eftir þetta hættuspil. Ég stóö skyndi- lega á fætur og sparkaði í annan melónuhelminginn og hann hrökk í þrjá hluta. Síöan réöist ég á þaö, sem eftir var og eyðilagði þaö. Drengirnir horföu þöglir á mig, þangað til ég þreif stórt stykki af hýöinu og henti í þá. Þá helltu þeir sér líka út í eyðilegginguna og brátt höfðum viö tekiö gleði okkar á ný. Þegar við hættum, var jöröin útötuö í aldinkjöti og fræjum. „Hvar hefuröu veriö?" spuröi faöir minn, þegar ég kom heim. „Úti að labba,“ svaraði ég. Ég leit í áttina aö bæ Gamra. Ég greip andann á lofti, þegar ég sá aö hann var úti á miðjum akri. Hann kom aö staðnum, þar sem melónan haföi veriö. Hann rétti úr sér. Úr kverkum hans brauzt dimmt hljóö. Þaö líktist öskri í villtu dýri og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Faðir minn hrökk saman og leit nógu snemma viö til að sjá Gamra henda frá sér byssunni og heyrði reiöi og kvöl blandast saman í rödd hans. „Hvaö er aö?“ kallaöi faðir minn. Gamri þjösnaðist fram og aftur á melónuskikanum og eyöilagöi allar melónur, sem hann kom auga á. Faöir minn hljóp til hans og þegar ég fór á eftir honum, sá ég Carmen og móður hennar hjúfra sig saman, þar sem lítið bar á. „Hvaö gengur á, rnaður?" spuröi pabbi, þegar hann komst til hans. „Þeir hafa stolið útsæöismelón- unni rninni," stamaði hann. Hann var oröinn rólegur. „Þeir náöu henni og nú er hún horfin.“ Ég sá tár á vöngum hans og ég varð aö líta undan. Ég haföi aidrei séð fullorðinn mann gráta. Ég leit í áttina aö húsi hans og sá konurnar tvær standa þar. Svo var mér nóg boðið og ég þaut upp í herbergið mitt. í birtingu morguninn eftir fór ég aö heiman meö plastpoka og tíndi saman svörtu fræin úr stolnu melónunni. Ég skreiö um á jöröinni, þangaö til ég haföi fundiö þau öll. Þau fyiltu næstum plastpokann. Þegar ég kom aftur heim, var pabbi kominn á fætur. „Pabbi,“ sagöi ég, „ég þarf aö tala viö Gamra. Viltu koma meö mér?“ Hann staðnæmdist og horfði á mig. „Hvaö er nú?“ spuröi hann. „Stalst þú melónunni hans?“ „Viltu koma með mér?“ var svar mitt. Viö gengum þennan stutta spöl aö húsinu hans og ég fann hvernig fæturnir skulfu undir mér, þegar ég baröi að dyrum og Carmen opnaöi. Ég leit ekki á hana. „Ég þarf að tala viö föður þinn.“ Andartaki síöar kom faöir hennar meö innfallnar kinnar og samanbitnar varir. Hann horfði viðutan á mig. „Gamri,“ sagöi ég, „Hér eru fræin úr útsæðismelónunni þinni. Þau eru þaö eina, sem ég get skilaö." Stalst þú henni?“ spurði hann. „Já, ég geröi það,“ svaraöi ég. „Hversvegna stalstu henni, dreng- ur?“ spuröi hann ásakandi. „Ég veit það ekki,“ var allt sem mér tókst aö stama út úr mér. „Svo þú skilaðir fræjunum, dreng- ur. Þaö var nú ekki rnikiö," sagði hann blíðlega. „Þau geyma í sér næstu uppskeru. Þess vegna kom ég meö þau.„ „En þú eyðilagöir þessa,“ sagöi hann. Hann dró djúpt aö sér andann og hélt áfram: „Ég skammast mín jafnmikiö og þú fyrir kvöldiö í gær- kveldi. Þú eyöilagðir annan helming- inn og ég hinn. Sökin er okkar beggja. Okkar beggja.“ „En í fræjunum bíður næsta upp- skera," endurtók ég. „Ég skal hjálpa þér viö sáninguna, ef þú vilt.“ Gamri leit á fööur minn í fyrsta sinn og andlit hans var ekki svo haröneskjulegt. „Bóndi eins og ég þyrfti að eiga son,“ sagöi hann, „en guð gaf mér bara Carmen. Ég vildi óska aö ég ætti slíkan dreng.“ Hann gekk fast aö mér og sagði: „Okkur veröur ekkert úr þessu ári, en saman skulum viö rækta næsta ár.“ Ég leit framhjá honum á Carmen, sem haföi staöiö og hlustaö allan tímann og sagði: „Eg skal koma, Gamri. Ég vil gera allt fyrir Carmen.“ Gamri og faðir minn skelltu uppúr. Carmen roönaði, en brosti. Ég fyrir- varö mig allt í einu og flýöi úr augsýn þeirra. Og næsta ár hófst einmitt þennan dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.