Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 9
ára aldur hafði ég fengiö gítar og lék mikiö á hann um leiö og ég söng — og geri raunar enn. Um þaö leyti byrjaði ég að semja lög viö texta, sem mér þóttu fallegir, en lög höfðu ekki verið samin við svo ég vissi. Þessi lög spilaði ég á gítarinn og söng meö; þau þóttu góö miðað viö aldur minn. Hitt átti sér líka stað, að ég semdi texta við lög, sem mér þótti falleg, ef sá textinn sem fylgdi greip mig ekki, eöa mér þótti hann ekki nógu góður. En árin. hafa liðið og ég hef glatað þessu öllu, sem var svo ríkt í mér á bernskuárunum, bæði textunum mín- um og músíkinni“. Ég spuröi Sigurlaugu, hvort hún teldi sig hafa erft eitthvaö af skáldskapargáfu fööur síns, Guömundar á Egilsá. Hún orti sín aeskuljóð og seinna hefur hún fengist viö Ijóöaþýöingar eins og fram kemur í svari hennar hér aö framan. En svo hefur þaö ekki oröiö meira. Viö komum aftur að þeim vanda söngvarans aö koma fram fyrir áheyrendur, standa aleinn á sviöinu. Sigurlaug kvaöst kunna því vel og fá mögnun frá áheyrendum, sem aftur á móti á sér ekki staö, þegar sungið er í útvarp. Ókunnugum gæti virzt dálítiö miskunnarlaust aö standa á sviði, Ijós- um baöaður og hafa öll þessi augu á sér; stundum kannski full af illkvittinni gagnrýni. Um þetta sagöi Sigurlaug: „Andlitin þarf ég að sjá, þau gefa mér svo mikiö. Fátt væri óþægilegra en að standa á sviði þar sem lýsingin væri svo slæm, að ég gæti varla séð andlit áhorfenda minna. Þaö eru ein- mitt öll þessi augu sem ég er vön að sjá leiftra. Og svipbrigöin. Þetta er mitt fólk þegar ég stend á sviðinu fyrir framan þaö og gef því mig alla. Einu sinni upplifði ég það, að mér fannst of dimmt í salnum; ég sá illa til áheyrenda minna. Hljómsveitin byrjaði aö spila og ég átti að hefja konsertinn meö þremur verkum eftir Mozart. Allt gekk vel, ég lauk mínum söng en þetta var óviðkunnanlegt. Ég hafði ekki fengið að sjá áheyrendur mína eins vel og ég vildi. Að loknum Mozartverkunum þremur tók Ijósameistarinn eftir þessu og jók birtuna í salnum. SJÁ NÆSTU SÍÐU íogþýð fleirí — hér heima sem oftar aö heimsækja frændur og vini og foreldra sína norður í Skagafirði. Ég hitti hana þá sem snöggvast aö máli og viö ræddum um söng og þann sérstaka vanda söngvara, sem lifir af því að syngja og reynir aö koma sér á framfæri í haröri samkeppni. Sigurlaug er mjög yfirlætislaus mann- eskja og þaö er fjarri henni að miklast af góöu gengi. En þaö er engu að síður staöreynd, aö henni hefur orðið vel ágengt; hún hefur um árabil getað skapaö sér atvinnu af söng. En því fylgja óhjákvæmilega töluverö feröalög og það hefur sína annmarka, þegar börn eru á heimilinu. Á ýmsan hátt er ólíkt aö koma sér á framfæri erlendis og hér, þar sem tækifærin eru fá. Sigurlaug hefur leyst máliö þannig, að hún fékk sér umboös- mann, sem sér alveg um kynningu á henni og hann ákveður konsertana sjálfa, bæöi í Svíþjóö og víðar. Aftur á ' móti hefur hún engan umboösmann í Reykjavík og þessvegna hefur hún ekki komiö fram opinberlega þar á undan- förnum árum. Dugandi umboðsmenn dreymir um aö koma skjólstæðingum sínum á framfæri við sjónvarpið. En Sigurlaug hefur ekki haft áhuga á því; hún vill láta lítiö á sér bera, vera „anonym“. í því felst aö sjálfsögöu þversögn: Listamaður, sem ætlar aö lifa af list sinni, þarf á auglýsingu aö halda í nútíma þjóðfélagi. Hann má helzt ekki fara meö veggjum. En umboösmaðurinn fékk því framgengt, að Sigurlaug söng í sænska útvarpið. Æskilegast er aö söngurinn einn tali sínu máli. En í því sambandi er ekki úr vegi að minna á, aö sumar söngkonur hafa taliö aö glæsilegt útlit væri þeim síður en svo til fram- dráttar. Til dæmis gat Anna Moffó, sem hingað kom í fyrra, þess aö sér heföi gengiö erfiölega að vera metin aö verðleikum vegna óvenjulegrar fegurö- ar. Eins og myndirnar sýna vonandi, er Sigurlaug þannig í útliti, aö eftirtekt hlýtur að vekja. Ekki sízt þegar hún klæöist þeim glæsilega búningi sem sést á meðfylgjandi myndum og Gróa Guðnadóttir kjólameistari hefur saum- aö, en Sigrún Jónsdóttir batiklistakona skreytt — og búninginn ber Sigurlaug með íslenzku stokkabelti. Þegar þetta bar á góma, áréttaöi Sigurlaug, aö mikil breyting heföi orðiö í þessum efnum. Fyrir svo sem fimmtíu árum dugöi kvenmanni til framdráttar aö vera snoppufríöur. En ekki lengur. Nú er aðalatriðið að kunna sitt fag. En kannski veröur söngvari að hafa ýmislegt fleira í farangrinum en góöa söngrödd, eigi árangur aö nást. Um þaö sagöi Sigur- laug: „Víst þarf aö hafa fleira meöferöis — og ef ég ætti aö raóa því upp, þá er engin spurning aö kunnátta kemur í fyrsta sæti. Þar næst kemur driffjöór- in; stálið í manni. í þriöja lagi karakter „Ég er stöðugt ástfangin ... af fólki, ýmsum stöóum, fögrum borgum, af dýrum, músík, af bókum og af lífinu sjálfu.“ Ljósmyndir: Lesbók. manns, sjálfur kyndillinn. í fjóróa lagi vil ég setja mannþekkingu, sem er alveg nauösynleg, þótt sumum gæti virzt það skrýtið. Þaö er líka nauðsyn- legt aö geta látiö sér þykja vænt um fólk og geta gefíö eitthvaö af sjálfum sér“. Tónlist og umfram allt söngur ná greiölega til hjartans og Sigurlaug minnist þess úr æsku sinni, aö þegar hún fékk aö heyra fallega tónlist, vel flutta eöa vel sungna, varö hún svo hrærö, aö hún þurfti aö gráta. „Þessi tilfinning var og er ólýsan- leg,“ segir Sigurlaug, „hún er heilög og ég get ekki útskýrt hana. Allar tegund- ir af músík hræröu mig og gera enn, bara þaö sé vel gert og vel flutt. Þaö var heldur aldrei nein spurning í mínum huga, hvaö ég legði fyrir mig. Frá æsku hef ég lifað með músíkinni innra með mér og síðan fór ég og lærði hana í skóla. Hún hefur alltaf veriö óaöskiljanlegur hluti af lífi mínu, svo langt sem ég man. í því sambandi mætti rifja upp, að ég var ekki nema 8 ára, þegar ég fékk litla harmoníku og lék á hana öll lög sem ég kunni. Um 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.