Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 12
Kristín Bjarnadóttir UPPLYFTING Þeir sem hættu aö feröast til aö geta lifaö og hugöust lifa til aö geta feröast Þeir sem hættu aö breytast til aö geta móttekiö og hugöust taka á móti til aö geta breytt þeir lyfta brúnum lyfta þökum lyfta sér upþ breyta til og frá — þeir breyta engu nema áætlunarferðinni ogþér FÖSTUDAGUR Já nú er föstudagur þá drekkur þaö, þá má það drekka og getur svo mætt á mánu- daginn uþpstrílað, stífaö og strokið með hnútana á réttum stað eins og ekkert sé ekkert hafi gerst ég skil þetta ekki, sagöi hún og tók fleiri pillur samkvæmt læknisráöi — til aö sofa þær virkuöu ekki börnin sváfu ekki Leiðrétting í grein Guðbrands Magnússon- ar í jólablaöi Lesbókar (Nr. 46/1) eru þrjár villur. Á bls. 10, undir mynd að ofan, stendur: Sjó- mannadagsspilin 2. útgáfa. Orðin 2. útgáfa falli burt, þar sem þetta er ennþá eina útgáfan af þessum spilum. í öðrum dálki á bls. 11, er innan sviga nafn á ensku heimilisblaði, skakkt stafsett. Blaðið heitir Homes and Gardens, ekki Holm- es and Gardens. Um miðjan aftasta dálk, einnig á bls. 11, segir: „Sömuleiðis teiknaði hann forsíðumyndina á Sjómannadagsblaöiö ...“ En þaö er ekki rétt. í staöinn fyrir: Sjómannadagsblaðiö á aö standa: á sjómannablaðið Vík- ing. Guömundur H. Oddsson baö Tryggva Magnússon að láta vita- Ijósiö stafa geislum á nafn blaðs- ins, eins og sú teikning ber með sér, en Tryggvi var einmitt þannig gerður, að „hann gat gert hvað sem hann var beöinn um og allt vel", eins og Magnús Kjaran sagöi um hann látinn. Með þökk fyrir birtinguna. G.M. NÓtt vatns- melónunmr Smásaga frá Möltu eftir Josep Gammit — Anna María Þórisdóttir þýddi Er ég hugsa til sumarsins, þegar ég varð átján ára, minnist ég margra hluta. Við fluttum inn í nýja húsiö okkar mánuði áður og nýju vinirnir mínir voru ekki alveg búnir að viðurkenna mig. Ekki vissi ég hversvegna. Kannski var þaö vegna þess aö ég hafði búið í bænum og faðir minn vann þar ennþá í staö þess aö stunda búskap eins og hinir feðurnir geröu. Nánustu vinir mínir, Leli og Toni, sýndu mér enn ekki alveg fullt trúnaðartraust. Og svo var það Carmen. Fram aö þessu hafði ég ekki verið mjög spennt- ur fyrir stelpum, en ég varö að viður- kenna að ég hafði áhuga á Carmen. Hún var á mínum aldri, há og grönn. Vinir mínir töluðu stundum um hana, en lengra náði það ekki. Allir vorum viö hræddir við Gamra, föður Carmenar. Gamri var kraftajötunn, augun hvöss undir loönum brúnum. Liti hann niöur á þig, varöstu bara aö engu. Allt þetta sumar gekk Carmen fram og aftur eftir veginum og enginn okkar þorði aö stöðva hana. Gamri var einn af beztu bændunum. Það var sem hann beröist við jörðina, þegar hann eröi hana og manaði hana aö láta sér í té uppskeruna. En slyngastur var hann aö rækta vatnsmelónur. Hann sáði til þeirra á akurinn aö húsabaki og var rétt eins og melónurnar belgdust upp úr jöröinni fyrir hann. Sumarið, sem við fluttum, ræktaöi Gamri stærstu vatnsmelónuna, sem sézt hafði í þorpinu. Hún óx alveg í miðjum akurskikanum hans. Leli, Toni og ég töluðum kæruleysislega um að stela risamelónunni. En þaö var ekki aöeins það aö við værum hræddir við Gamra. Viö vissum aö hann sat uppi á húsþaki á hverju kvöldi með byssu og hélt vörð um melónuna. Hann hugöist sá fræjum hennar til næstu uppskeru og vonaði að sér tækist kannski aö rækta heilan akur af þessari stærð. Gamri var frá sér af ótta um að einhver stæli henni. Á hverji kvöldi sá ég Gamra sitja þarna uppi og horfa hvössum augum yfir melónuskikann sinn og byssan glampaði í höndum hans. Ég fann hvemig hrollur ótta og æsings hrísl- aöist upp og niöur hrygglengjuna á mér. „Sjáið hann,“ sagði faðir minn, hvað eftir annað. „Dauðhræddur um aö einhver steli henni. Enginn stelur melónu, sem annar hefur sáð til af eigin fræi.“ „Hann ætti að hugsa um konuna sína,“ sagði mamma ólundarlega, „hún hefur veriö léleg til heilsunnar allt þetta ár.“ Móöir Carmenar sást varla nokk- urntíma. Hún leit út eins og vofa, náföl. Stundum birtist hún andartak í gluggan- um. Hún var ekki af ræðnara taginu. „Og svo er það Carmen,“ sagöi ég blíðlega. Þá gaf móðir mín frá sér skrýtiö hljóð, sem átti að tákna óbeit. „Hann lætur sér annara um þessa melónu en fjölskyldu sína,“ sagði hún. „Ég vildi óska að einhver stæli henni, þá kannski...“ „Uss,“ sagði faðir minn ávítandi, “láttu þér ekki ekki detta þvílíkt í hug.“ Um þaö leyti, sem vatnsmelónan stóra átti aö ná fullum þroska, var fullt tungl. Við Leli og Toni höföu ákveöið aö fá okkur göngutúr. Ég fór að heiman, þegar tungliö kom upp til aö hitta þá. Máninn leið uppá himininn og allir hlutir urðu næstum eins bjartir og að degi til, aöeins mýkri og mildari en nokkurntíma í dagsbirtu. Það er á þesskonar kvöldi, sem maður getur allt — jafnvel orðið svo djarfur að biðja Carmen að koma á stefnumót. Á slíku kvöldi er ekki hægt aö hugsa sér annað en hún taki því með gleöi. „En sá máni, maður,“ sagði Leli, þegar ég hitti hann. „Myndi ykkur ekki ianga til aö fara með Carmen út á svona kvöldi?" spuröi Toni. Við hæddumst aö honum, en í leynum hjartna okkar vissum viö hvernig honum leið. Við vorum að verða nógu gamlir til aö hugsa okkur að slíkt væri miklu skemmtilegra heldur en að fara í göngutúr saman. Tona fannst hann hafa verið gerð- ur hlægilegur og á einu andartaki vorum viö komnir í vinaslag og hættum honum ekki fyrr en við vorum orðnir allmóöir en jafngóðir og fyrr. Við lögöumst á bakið og horföum á silfurmánann. „Gamri þarf ekki að óttast að neinn steli melónunni hans í nótt,“ sagði Toni. „Enginn þorir þaö í þessari skjannabirtu." „Hann hættir ekki á neitt,“ sagöi Leli. „Ég sá hann uppi á þaki, þegar ég fór framhjá — með byssuna í höndun- um.“ „Ég er viss um að byssan er ekki hlaðin,“ sagði ég hæðnislega. „Hann notar hana bara til aö hræöa fólk.“ Toni sat uppréttur og horfði á mig. Vertu ekki heimskur, sonur sæll,“ sagöi hann meö rembingi. „Hann sagði pabba aö hún væri hlaðin meö grófum höglurn." „Nú“ sagði ég. „Þau gætu drepið mann.“ „Það er nú það, sem hann ætlar sér,“ sagði Toni, „ef einhver ætlar að taka melónuna." „g trúi þessu ekki,“ sagöi ég ákveðið. „Hann væri ekki að drepa neinn fyrir vatnsmelónu. Þó svo að þaö sé önnur eins melóna og þessi.“ „Gamri myndi gera það,“ sagði Leli’ * Toni nbrföi á mig. „Hvaö er að þér?“ sagði hann. „Ekki ætlaðir þú þér sjálfur aö ná þessari melónu?" „Jú einmitt," sagði ég. „Svo var reyndar." Nú varö apdartaks lotningarfull þögn. Hvaö mér viðkom vissi ég ekki aö ég heföi ætlaö aö mæla slík orö. En allt blandaðist saman: Carmen, orðin um aö Gamri væri með byssuna hlaðna og að strákarnir höfðu enn ekki viðurkennt mig aö fullu. Við allt þetta bættist aö í munn mér kom bragöiö af vatnsmelónu. Ég gat fundiö sætan, rauðan safann seytla yfir tunguna, fundið Ijúffengar, rauðar trefjarnar í bleikum safamiklum kjarnanum. „Reyndar er ég aö leggja af staö til aö ná í hana einmitt nú,“ sagöi ég og stóð á fætur. „Bíddu andartak," sagöi Leli óttasleginn. „Þú getur ekki gert það á svona tunglbjartri nóttu. Það er um tvö hundruð metrar frá akurjaðrinum aö þessari melónu. Hann kemst ekki hjá því aö sjá þig ...“ „Hver sem er gæti stolið henni við nefið á honum. í nótt." Ég var í fararbroddi á bakaleiðinni unz við komum að vatnsmelónuakrin- um. Við gægðumst gegnum runnana annarsvegar og viö sáum Garnra alveg greinilega. Byssan hvíldi í höndum hans og þaö glampaöi á hana í tunglsljósinu. „Þér tekst þaö aldrei," sagði Leli,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.